Tíminn - 02.09.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 02.09.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Miövikudagur 2. september 1992 Fíkniefnamál rædd utan dagskrár á Alþingi í gær að ósk Guðna Ágústssonar: 500 unglingar helteknir eða á kafi í f íkniefnum íslenskt réttarkerfi er vinsamiegt glæpamönnum vegna vægra refs- inga og fjársveltis löggæslunnar að dómi Guðna Agústssonar al- þingismanns, en hann fór fram á utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um fíkniefnamál. í samtali við Tímann sagði Guðni ástæðuna fyrir því að hann óskaði eftir þessari umræðu vera atburði undangenginna daga og vikna og sú staðafjárskorts sem komið hafi fram að væri hjá hinni almennu lögreglu og fíkniefnalögreglunni. Guðni spurði í ræðu sinni á þingi í gær hvort fjárveitingar yrðu auknar til fíkniefnadeildarinnar við yfir- standandi fjárlagagerð. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði að ekki væri unnt að upplýsa um ein- staka liöi fjárlagagerðarinnar fyrr en fjárlög yrðu lögð fram. Hins vegar sagði hann að endurskipulagning stæði yfir á vinnuaðferðum og skipulagi lögreglunnar og minnti á að þrátt fyrir allt væri fíikiefnalög- reglan hér hlutfallslega álíka mann- mörg og í nágrannalöndum okkar. Fíkniefnavandinn er að dómi Guðna Ágústsonar þingmanns orð- inn slík plága að ekki verður lengur við unað. Hann sagði Tímanum í gær að vitað væri að þessi eiturefni hafi þegar komið um 100 ungmenn- um í gröf sína og talið sé að um 500 ungmenni á aldrinum 13-19 ára séu heltekin eða á kafi í fíkniefnum. Guðni segir það síðan sláandi að samhliða þessari þróun hafi yfirvöld á síðastliðnum 5 árum skorið lög- regluna niður. Þannig hafi t.d. yfir- vinna lögreglunnar á þessu tímabili verið skorin niður um þriðjung, eða um 85.000 klukkustundir. Hann benti á að niðurskurðurinn milli ár- anna 1991 og 1992 geri það að verk- um að sumarráðnir lögreglumenn í Reykjavík eru 25 í staðinn fyrir 57 vennjulega. Guðni vildi skýringar á stefnu stjórnvalda og sagði að ekki myndu allar úrbætur kosta svo mikla pen- inga. Nefndi í því sambandi að hann vissi til þessa að fyrir stuttu hafi full- trúar lögreglunnar komið fyrir fjár- veitinganefnd og talið að með átta stöður lögreglumanna sem færu í götueftirlit myndi kosta um 22,5 milljónir. Þessir lögreglumenn hins vegar gætu skilað miklum árangri og hjálp í baráttunni gegn þessum vágesti. Varðandi þá skoðun Guðna að kerf- ið sé allt of vinsamlegt afbrota- mönnum sagði Guðni að slíku ætti að vera hægt að breyta gagnvart fíkniefnaafbrotamönnum án þess að kosta til miklum fjármunum. Nefndi Guðni í því sambandi nafn og myndbirtingu á þeim mönnum sem bera eiturlyf inn í landið og svo það að hefta ferðafrelsi þess sem kemur með fíkniefni til landsins í fimm ár eftir að hann hefur verið staðinn að verki. Þannig væri tryggt að hann færi ekki beint út í slíka starfsemi á ný. Þá benti Guðni á að auk þessa af- markaða sviðs fíkniefnavandans sem lúti að löggæslu og eftirliti, þá verði jafnframt að líta til verðandi fórnar- lamba og þá fyrst og fremst ung- linga sem af einhverjum ástæðum og að einhverju leyti hafa lent utan- veltu í skólakerfmu, Sagði hann ljóst að slíkir unglingar væru lík- legri fómarlömb eitursins og því ylli stefna ríkisstjórnarinnar um stór- felldan niðurskurð í skólakerfinu, til viðbótar því sem orðið er, miklum áhyggjum. Landspítalinn getur ekki tekið við mörgum brunasjúklingum: Erfitt að hjúkra brunasjúklingum Ámi Bjömsson, sérfræðingur í lýtalækningum, segir að aivarleg bmnatilfelli geti teppt starfsemi gjörgæsludeildar þar sem með- höndlun þannig sjúklinga fari fram á handlækningadeild en ekki sér- hæfðri bmnadeild eins og áður var. í vikunni urðu tvö alvarleg bruna- slys. Síðastliðið vor var lýtalækn- ingadeildinrj^^ndsgítalanunHol^ að. Þar voru m.a. til meðferðar bmnasjúklingar sem sérhæft starfs- fólk áinnti. Hvernig gengur spítal- anum að sinna þessum sjúklingum? Nú er þessum sjúklingum hjúkrað á handlækningadeild. „Með því að meðhöndla þessa sjúklinga á hand- lækningadeild emm við að færa okkur aftur um tíu til tólf ár,“ segir ^rnM^ömssoi^jfirilæknii^^and- Forystufólk norrænna umhverfissamtaka þinguðu í Reykjavík: Óttast um þverrandi áhrif sín innan EES spítlalanum. Hann bætir við að ekk- ert megi út af bera með þessa sjúk- linga. „Það sem gerist er að illa bmnnir sjúklingar em lagðir inn á gjörgæsludeild. Það þýðir það að gjörgæslan lokast. Það verður að fresta öðrum sjúklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda, t.d. hjarta- sjúklingum," segir Árni. „Þessu til viðbótar leggjast sjúk- lingarnir inn á almenna skurðdeild þar sem aðhlynning getur aldrei orðið sú sama og hjá þjálfuðu fólki inni á bmnadeild," segirÁrni. Hann segir að hugmyndir séu uppi um að aðstaða fyrir bmnasjúklinga verði opnuð aftur eftir áramót í tengslum við lýtalækningadeild en að það fari eftir fjárlögum næsta árs. -HÞ Unnið við framkvæmdir í gær. Fyrsta verk gröfustjórans var að hreinsa rúður og gera vélina klára á nýt til vinnu. Timamynd Ámi Bjama Enn hitnar í kolunum við Víghól: Spellvirki unnin á ámoksturstæki í gær voru unnin spelMrki á gröfú sem notuð er við að grafa grunn við umdeilda kirkjubyggingu við svo- nefhdan Vfghól í Kópavogi. Þar em framkvæmdir rétt hafhar og kannast talsmaður Víghólasamtak- anna ekkert við þetta. Hann segir marga íbúa íhuga að færa sig milli sókna eða jafnvel ganga úr þjóðkirkj- unni. í gærmorgun þegar menn komu til starfa við að grafa gmnn að kirkju- byggingunni umdeildu var búið að vinna spjöll á gröfu sem notuð er við verkið. Smumingu hafði verið klínt á ffamrúðu hennar og speglar vom brotnir. Tálsmaður Víghólasamtak- Nýlega er lokið í Reykjavík samnor- rænni ráðstefnu forystufóiks nátt- úruvemdarsamtaka á Norðurlönd- um. Ráðstefnuna sátu fulltrúar tæplega 600 þúsund manns í Fær- eyjum, íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Álandseyjum og Finn- landi. Fjallað var á fundinum m.a. um notkun eiturefna í iðnaði og efna- mengun í Norðurhöfum, árangur Ríóráðstefnunnar, hættu á kjarn- orkuslysum í Samveldisríkjunum, súrt regn, fjölgun kjarnorkuvera í Finnlandi og Eystrasaltsbrúna. Fram kom að náttúruverndarsam- tök á Norðurlöndunum innan EFTA óttast að EES samningurinn muni hafa í för með sér bæði minni kröfur um mengunarvarnir en þegar gilda í löndunum og að með slík mál verði farið í skrifstofum embættismanna. Því sé mjög hætt við að stórlega dragi úr möguleikum almennings til að hafa áhrif í umhverfismálum. Af þessu tilefni var ritað bréf sem sent var forsætis- og umhverfisráð- herrum Norðurlandanna innan EFTA. í því er vakin athygli á málinu og þess krafist að umhverfissamtök- in fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt til setu á fundum um- hverfisnefndar EFTA Samkomulag var gert um að hefja sérstaka samvinnu norrænna um- hverfissamtaka á norðvestursvæði Norðurlanda um auðlindir hafsins og mengunarmál. Með norðvestur- svæðinu er átt við ísland, Færeyjar, norðurhluta Noregs og Grænland. Jafnframt er fyrirhugað að bjóða Hjaltlandseyjum að taka þátt í þessu samstarfi. Þá vilja umhverfissamtökin gera veiðimannaþjóðfélögum mögulegt að lifa í sátt við umhverfi sitt og var fjallað um ýmsar hugmyndir sem gætu komið að gagni í því að stuðla að því, einkum hvað varðar það að gera áhugamönnum um umhverfis- vernd í öðrum löndum það skiljan- legt að veiðar á t.d. sjávarspendýrum yrðu ekki settar undir einn hatt sem hvalveiðar sem berjast þyrfti gegn vegna þeirrar kenningar að hvalir væru í útrýmingarhættu. —sá Árni BöðvarS' son látinn Ámi Böðvarsson íslenskufræðingur lést í gær, 68 ára að aldri. Hann var fæddur að Giljum í Hvolhreppi 1924. Ámi las utan skóla td stúdentsprófs en hann varð stúdent frá M.R. 1945. Hann var cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands 1950 og hann lauk prófi í uppeldisfræðum ár- ið 1953. Ami nam norska málsögu og norskar málfýskur við Óslóarhá- skóla og í Björgvin 1955-57 og bamamálvísindi í Uppsölum 1980. Árai kenndi um árabil í ýmsum skólum ma. lengi í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Hann var settur dósent í abnennum málvísindum frá 1968. FjÖlþætt rit liggja eftir Áma, rrua. var hann aðalrHstjóri íslenskrar orðabókar handa skólum og almenn- ingi. Ámi var kvæntur ÁgústuÁmadótt- a. Árnl Böðvarsson. anna segir að þar á bæ beiti menn ekki ólöglegum meðulum í baráttu sinni. „Það sem á undan er gengið verður þess valdandi að það tekst ekki að koma á friði í söfhuðinum. Fólk hefur talað um að færa sig milli sókna eða jafnvel segja sig úr þjóðkirkjunni," segir Aðalsteinn Pétursson sem á sæti í stjóm Víghólasamtakanna. Hann kannast ekki við spellvirki sem vom unnin á gröfunni í fyrradag. „Það er neyðarbrauð að setja lög- bann á þessar framkvæmdir. Það er eitt af því sem verið er að vinna í. Meinið er að við höfum verið allt of lin. Þetta er búið að vera 17 til 18 ára stríð. „Við getum ekki séð að safnaðar- nefnd hafi neina heimild frá söfnuð- inum til að byrja þessar framkvæmd- ir,“ segir Aðaísteinn. „Eina heimildin sem þeir hafa er að sækja um kirkju- lóðina og annað ekki,“ bætir Aðalgeir við. Hann telur framkvæmdimar því vera ólöglegar og segir að lögfræðing- ur samtakanna hafi sent safnaðar- stjóminni bréf þar að lútandi. Aðal- geir bendir á að það eina sem safnað- arstjómin hafi fengið heimild til væri að sækja um lóð. „Eina kostnaðar- áætiun sem þeir hafa Iagt fram á safn- aðaraðalfundi hljóðaði upp á 135 milljónir en nú er verið að tala um 200 til 250 milljónir króna þannig að það er spuming hvað stjómin hefur heimild til að gera," segir Aðalgeir. Aðalgeir bætir við að verið sé að reyna að fá stjómina til aö hætta framkvæmdum fram að aðalfundi sem á að vera í byrjun september og þá verði látið á það reyna hvort meiri- hluti hans samþykki kirkjubygging- una. „Við getum ekki séð annað en að það sé meirihluti fyrir því að byggja ekki þessa kirkju," segir Aðalgeir. Honum finnst þetta geta jafnast á við það að einhver sækti um að byggja hús niður á Amarhóli og hætti ekki fyrr en það tækist. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.