Tíminn - 02.09.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 02.09.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 2. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aðförinni að fréttastofu RÚV er ekki lokið Ríkisútvarpið er ein virtasta menningarstofnun þjóðarinnar. Síðan það hóf starfsemi árið 1930, hefur það verið svo snar þáttur í daglegu lífí hennar að margir skiptu sólarhringnum í áfanga eftir dagskrárliðum þess. Þetta hefur auðvitað breyst í tímans rás, ekki síst með tilkomu fleiri útvarpsstöðva. Menningararfur sá, sem dagskrárgerð ríkisút- varpsins hefur skapað, er ómetanlegur. Kennir þar margra grasa. Vel unnir þættir og erindi manna, sem settu svip á öldina, teljast til þessa arfs, ásamt framlagi góðra listamanna, lífs og lið- inna. Fréttaflutningur hefur verið snar þáttur í starf- semi ríkisútvarpsins, og hefur stofnunin byggt upp trausta fréttastofu sem tekið er mark á. Fréttaflutningur í ljósvakamiðlum hvílir nú á tveim stoðum: fréttastofu sjónvarps og hljóðvarps og fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. Fréttirn- ar á þessari einkareknu stöð eru án efa bitastæð- asta efnið sem aukið frelsi til útvarps- og sjón- varpsreksturs hefur fært þjóðinni. Það breytir hins vegar ekki því að fréttaflutning- ur ríkisútvarpsins er í fullu gildi, og er það í raun eina útvarpsstöðin sem hægt er að gera fyllstu kröfur til um óhlutdrægni í fréttaflutningi. Þótt menn kunni að greina á um starf fréttastofa ríkis- útvarpsins, er Tíminn þeirrar skoðunar að þær hafi gegnt sínu hlutverki vel. Hins vegar eru þessar fréttastofur ýmsum frjáls- hyggjumönnum þyrnir í augum. Mörg dæmi má nefna um það, en það síðasta eru eftirfarandi um- mæli forsætisráðherra í umræðuþætti á Bylgj- unni þann 28. ágúst síðastliðinn: „Ég segi fyrir mig að ég hef aldrei skilið þá þörf sem menn hafa á því að ríkið sé að segja mönnum fréttir. Það var þörf hér í gamla daga, að mati ein- hverra, og heilu ríkin byggðu nú á þessu. Ég hef ekki séð að þeir, sem segja fréttir af hálfu einkaað- ila í frjálsum stöðvum, geti það lakar heldur en hinir. Og það þarf a.m.k. mjög mikil rök til þess að segja að ríkið þurfi fyrir hundruð milljónir króna að reka stöðvar til að segja mönnum frétt- ir. Þá er það bara sú skýring að hinum sé ekki treyst; ég treysti þeim alveg jafn vel og ríkinu.“ Það er alveg Ijóst að aðför íhaldsins að frétta- stofu RÚV er ekki lokið. Það væri stórslys ef hún bæri árangur og þessi virta stofnun, rfkisútvarp- ið, sem heild lamaðist. Það er of mikil áhætta til að þjóna duttlungum frjálshyggjumanna í þjóðfé- laginu. Einkastöðvar hafa nægt svigrúm, þótt rík- isútvarpið verði látið í friði. „Gerðu eins og ég!“ Ungum er það allra best að óttast éuð sinn herra,“ segir séra Hall- grímur Pétursson í Heilræðavísun- um gömlu, sem öldum saman þótti sjálfsagt að böm á íslandi lærðu utan að. Nú er sjálfsagt engin sérstök áhersla á það lögð að böm kunni þennan kveðskap, þótt sjálfsagt læri stöku bam Heilræðavísur enn. Ástæða þess að heilræðavísumar hafa orðið að víkja úr sessi er sjálf- sagt ekki síst sú að það eru komin til skjalanna þau ókjör af öðmm heil- ræðum að það er blátt áfram ekki nein sanngimi að ætlast til að bömin sinni einhverri rímaðri fymsku eins og þessu. Það er enda kominn til sögu annar rímaður heilræðakveð- skapur, skorinorðari og mikið auð- læraðari: „Eftir einn ei aki neinrí' — ,Jír þú ekur veginn, aktu hægra rnegin," ...bla.bla, bla. Menn gætu bætt við í það óendanlega: „Sé haldinn fúndur, sé þar ei hundur" — „Keyrðu ekki á kind, það er synd“ bla, bla, bla. Oft er kompóner- uð músík við þessa endileysu og hún sungin hástöfúm. Heilræðafarganið En það em fleiri en stofnanir sem sérstaklega em settar á fót til þess að dæla út heilræðum, sem æra óstöð- ugan með vaðlinum úr sér nú um stundir. Sú er þó líkn með þraut að ekki er alltaf svo mikið við haft að láta bullið ríma og setja út við það lagstúfa, þannig að það heyrist orgað hvar sem komið er á almannafæri. En slæmt er það þó. Með vissu bili spretta upp samtök um einhvem ár- ann og gerist þeim þá strax mjög mál að koma frá sér einhveiju heilræða- drasli. Sjaldnast er fyrir hendi nein sérstök ástæða þess að þannig æs- ingaklíkur spretta upp einmitt á þeim tíma sem þær gera, því þær hefðu fullt eins getað orðið til áratug fyrr eða þá síðar. Orsökin virðist gjama vera að einfeldningar haldnir einhverri innri óeim safna utan um sig nokkmm sínum líkum og byrja að ofsækja samborgara sína með hugdettu sem þeir hafa með óskilj- anlegu móti talið sér trú um að sé þvíiík meginnauðsyn aö viðra að allt annað blikni hjá því. Hrífandi frelqu- gangur Varla leikur vafi á að stundum em þessar manneskjur varla með sjálf- um sér. En athajfhakraftur þeirra og ágengni em slík að ekkert fær fyrir staðið. Dáleiðandi og stundum hríf- andi krafturinn í frekjugangi þess og steinblind trú á að tittlingaskítssann- indin sem þau boða séu spánnýjar opinberanir setja þúsundir mjög hæglega út af laginu og þær taka að gelta með. Þeir þekkja þetta sem komið hafa á hundageymsluheimilið á Amarstöðum eða þá í stór páfag- ukabúr í dýragarði. Einn hundur geltir eða þá að páfagaukur rekur upp skræk og þar með tekur skarinn undir í hryllilegum samkór. Þegar gölga tekur í gjammkómum bila vamir fjölmiðlanna æ hæglegan Síða eftir síðu í dagblöðunum fyllist af hinu leiðinlega masi, þá útvörpin og sjónvörpin. Vandalamir hremma eina Rómaborgina á fætur annarri og stöðugt óbeysnari talsmenn koma fram að láta ljós sitt skína og éta upp hið hundrað sinnum prentaða og hundrað sinnum talaða — aðeins framsetningin versnar og versnar. Misjafnt er hve lengi þessi fúlviðri standa og í hve marga hnúta þau komast í verstu hryðjunum. En skyndilega og fyrirvaralaust em þau gengin yfir og það tekur við fúrðuleg og óvænt kyrrð. Hinir brennandi talsmenn sitja fölir og fáir eins og manneskjur sem loks hafa skreiðst út af geðveikrahæli eftir erfitt brjál- æðiskast Þeim virðist einhvem veg- inn ekkert mjög sýnt um boðskapinn mikla meir og ef blaðamaður í þroti með eitthvað að skrifa um eða þá út- varpsmaður sem á sér ekki efni í næsta þátt, vill við þá spjalla um mál- efnið, þá er eins og þeir hafi misst röddina, þótt þeir að vísu tuðri eitt- hvað. Áhuginn virðist fokinn lönd og leið og þeir virðast fegnir þegar spjallinu lýkur. Gerðu eins og ég! Heilræðaplágan er þó ekki aðeins á opinberum vettvangi heldur gerist hún líka gjama áleitin í næsta um- hverfi okkar. Einhver fer að stunda íþrótt, eignast tölvu, fær ljósmynd- adellu, hættir að reykja eða byrjar að drekka te í staðinn fyrir kaffi. Þá vaknar heilræðaþráin því ver mjög gjama og getur orðið tröllslega íþyngjandi öðm fólki. Löngunin til þess að aðrir gjöri hið sama kemur fram aftur og aftur — stundum bor- in upp með því að menn blása sig út mjög kjánalega en verður öðmm stundum eins og biðjandi jarmur. Hér skyldu menn gæta að því að það er hverri sál hollast að fá að vera í friði með eigið líf, hætti og venjur. Menn eiga að lifa lífi sínu fyrir sjálfa sig en gera sem allra minnst af því að reyna að lifa í gegnum annað fólk. Beri svo til að ein- hver komi að máli við menn að eigin frumkvæði og vilji fræð- ast af þeim um íþróttina eða Ijósmyndavélina þá ber að taka því vel og vinsamlega og miðla af reynslu sinni eins og hverjum er gef- ið vit til. Að öðm leyti ber að spyma við ágengni samfélags sem stöðugt heimtar aukna hlutdeild í því hvem- ig aðrir hugsa og lifa. Þetta ætluðu forræðisþjóðfélögin sér í Sovétríkj- unum og það fór illa. í frjálsu þjóðfé- lagi okkar sem á að vera verður samt sem áður ekki þverfótað fýrir ein- hveijum Sovétum, sumum stómm og öðrum örsmáum. Meira að segja margan smælingjann langar til að gerast ofurlítið Sovét gagnvart ná- unga sínum. Þótt í litlum og kannske hlægilegum stíl sé þá veldur það sinni þrúgun og ömun eigi að síður. Menn eiga að ástunda það sem best þeir geta að lifa sem frjálsir einstak- lingar. Það er undir hverjum og ein- um komið að hve miklu leyti hann lætur beygjast af mjúklátri en ágengri frekjunni allt umhverfis. Því minna sem hann lætur beygjast verður hann virðingarverðari — í sjálfs sín augum og loks í allra aug- um. Sá sem tekst að vera sem mest hann sjálfur er blessun og gæfa sam- félagsins og því hundraðfalt meir áríðandi en hin þvaðrandi hjörð. AM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.