Tíminn - 02.09.1992, Síða 8

Tíminn - 02.09.1992, Síða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 2. september 1992 ■HminningI Ingimundur S. Magnússon frá Bœ í Króksflrði Hinn 29. ágúst síðastliðinn var til moldar borinn hinn mæti maður Ingimundur Magnússon húsa- smíðameistari, Hofgörðum 2 á Sel- tjamamesi, ættaður frá Bæ í Reyk- hólasveit. Hann lést úr krabbameini 21. ágúst síðastliðinn eftir stutt en hart banastríð, tæplega 59 ára gam- all. Hann varð harmdauði öllum mönnum, sem hann þekktu, virtur og vinsæll mannkostamaður, sem ævinlega og alls staðar kom fram til góðs og hafði bætandi áhrif á um- hverfi sitt, hvar sem hann fór. Hann var einstaklega háttvís, grandvar og gætinn í orðúm og hið mesta prúð- menni í öllum háttum. Gerhugull, ráðhollur og svo traustvekjandi að menn leituðu gjarnan til hans þegar einhvers þótti við þurfa, sem gott var að geta borið undir skynsemi hans og góðvilja. Og sem hann var góðum gáfum gæddur, velvirkur og vel að sér í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, varð hann fljótt eftir- sóttur til vandasamra verka og ábyrgðarstarfa. Gat hann sér hvar- vetna gott orð og brást í engu því, sem honum var til trúað. Því var hann mikils metinn af húsbændum sínum og samverkamönnum, elsk- aður og dáður af ástvinum sínum, eiginkonu, bömum og stórum systkinahópi og öllu skylduliði. Ég var svo einn í miklum fjölda óskyldra og óvandabundinna, sem hittum hann með einhverjum hætti á lífsleiðinni og fundum fljótt hve mikilsháttar maður hafði orðið á vegi okkar. Leiðir okkar lágu saman þegar ég flutti vestur í Reykhólasveit þar sem ég átti heima í 20 ár. Þá var Ingi- mundur unglingur innan við tvítugt á miklu menningarheimili á stór- býlinu Bæ í Króksfirði í stórum systkinahópi. Við kynntumst vel og nokkrum árum seinna var ég svo lánsamur að vera í brúðkaupi hans er hann gekk að eiga glæsilega stúlku, Sjöfn Smith úr Reykjavík. Það var eftirminnilegt brúðkaup, því að Hákon, tvíburabróðir Ingimund- ar, gekk þá sömu stund að eiga fal- lega stúíku af Barðaströnd, Unni Jónsdóttur frá Vaðli. Og svo hélt fað- ir bræðranna, höfðinginn Magnús Ingimundarson, veglega brúðkaups- veislu í Hótel Bjarkalundi þangað sem flestum úr sveitinni var boðið og mörgum öðrum víða að. Fleira er eftirminnilegt frá þessu brúðkaupi og ég þykist vita að þau, sem voru brúðhjón þá, muni það með mér þó að ekki verði meira um það sagt hér. En þama treystust vináttubönd, sem ekki hefur slaknað á síðan. Þegar þetta rifjast upp fyrir mér á gamals aldri nú við ótímabært and- Iát Ingimundar frá Bæ, kemur margt merkilegt upp í hugann. Arið 1948, þegar ég fór vestur með áætl- unarbfl til að taka við prestsembætti á Reykhólum, þekkti ég engan mann þar. Læknirinn hafði lofað að sækja mig í Bjarkalund og hýsa fyrsta kast- ið. En þegar þangað kom, var engan lækni að sjá. Ég var ungur og kvíð- inn, og skimaði ráðvilltur í allar átt- ir. Þá gekk til mín höfðinglegur maður, sem þarna var staddur, bauð fram aðstoð sína og spurði hvort ég væri kannski presturinn. Svo rétti hann fram hönd og bauð mig vel- kominn og kynnti sig. Magnús í Bæ. Handtakið hans var það fyrsta, sem mætti mér þar í sveit, og sá mann- þekkjari, sem hann var, vissi hann af mannviti sínu og höfðingslund hvað mér kæmi best á þeirri stundu og kom því vel til skila í handabandinu, svo vel að ég gleymi því aldrei með- an ég lifi. Handtak hans var öðruvísi en annarra manna, það var í því svo mikill innileiki, svo mikil meining, velvild og traust og fleira, sem ólýs- anlegt er. Þannig urðu fyrstu kynni mín af Magnúsi í Bæ og síðan hans fólki, Sigríði húsfreyju og bömunum, sem vom nú óðum að stálpast og sum orðin fullorðin. Þau drógu öll dám af Magnúsi, hvert með sínu móti, ævinlega með vinsemd og trygglyndi, hjálpsemi og velvilja. Þannig minnist ég systkinanna frá Bæ og húsbændanna. Þeim á ég öll- um mikla skuld að gjalda, sem aldr- ei verður hægt að greiða. Samt get ég ekki látið það vera, nú við andlát vinar míns, Ingimundar Magnús- sonar, að segja frá því hve mikils ég mat hann og hve vænt mér þótti um þau hjónin frá fyrstu tíð, og votta Sjöfn og börnum þeirra samúð mína, þó að skammt dugi. Minningin um velvilja, vináttu og tryggð systkinanna frá Bæ er snar þáttur í því, sem mér þykir einna mest um vert í lífshlaupi mínu þar vestra fyrr á árum. Ingimundur Sigurður Magnússon, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Reykhólum 11. september 1933. Fæddist þá um leið tvíbura- bróðir hans, Hákon. Þeir voru yngstir barna foreldra sinna. Eldri voru Sigríður, Lúðvík, Amdís og Er- lingur, og svo fóstursystir þeirra, Hulda Pálsdóttir, sem var elst og ólst upp með þeim eins og væri hún skil- getin systir þeirra. Foreldrar Ingimundar voru Magn- ús Ingimundarson, stórbóndi, hreppstjóri og vegaverkstjóri frá Bæ í Króksfirði, sem var mikilsháttar maður og héraðshöföingi á sinni tíð, og kona hans, Jóhanna Kristín Há- konardóttir frá Reykhólum, en móð- ir hennar var Arndís Bjamadóttir, og bændahöfðinginn Bjami Þórðarson á Reykhólum því langafi Ingimund- ar. Ég hef það fyrir satt að Jóhanna, móðir Ingimundar, hafi verið ein- staklega væn kona, þekkt fyrir hjartagæsku sína og hjálpsemi við smælingja. Þegar hún og Magnús Ingimundarson hófu búskap var erf- itt um jarðnæði í sveitum. Fyrstu árin vom þau í Bæ með Ingimundi, föður Magnúsar, síðan á Hríshóli og Miðjanesi. Og á þeim ámm eignuð- ust þau öll sex bömin sfn og Huldu Pálsdóttur, sem þau tóku í fóstur og ólu upp sem sína dóttur. Seinast vom þau á Reykhólum með Hákoni og Arndísi, en fluttu þaðan að Bæ í Króksfirði er móðir Magnúsar hafði dáið og faðir hans bmgðið búi. Þau bjuggu síðan í Bæ og þar ólst Ingi- mundur upp. Þá gerðist sú sorgarsaga í júlí 1937 að húsfreyjan á bænum, Jóhanna Hákonardóttir, dó á besta aldri, frá 7 börnum ungum. Hún var aðeins 36 ára gömul, tvíburamir vom þá í fmmbernsku og elsta bamið, fóstur- dóttirin Hulda, nýfermd. Þetta varð skiljanlega hið mesta áfall fyrir ung börnin og mikilhæfan húsbóndann, sem harmaði mjög ágæta konu sína. Þá gerðist falleg saga, sem sneri þessari hörmung á besta veg. Á heimilinu í Bæ var ljósmóðir hreppsins, Sigríður Guðjónsdóttir, og hjúkraði veikri vinkonu sinni. Þegar Jóhanna sá að hverju dró með veikindi sín, mun hún hafa beðið Sigríði að yfirgefa ekki börnin og annast þau í bemsku sinni. Og það gerði sú mæta kona Sigríður Guð- jónsdóttir svo sannarlega. Hún gekk þeim öllum f móðurstað. Og það veit ég að Ingimundur var henni ákaflega þakklátur og unni henni mjög, eins og reyndar systkinin öll. Sigríður var húsfreyja í Bæ með Magnúsi í 22 ár og héldu þau uppi slíkri höfðinglegri reisn að frægt varð um allt land. Gestrisni þeirra, góðgerðir og góðvilji virtust engin takmörk eiga á heimili þeirra. Þau eignuðust tvo drengi, sem bættust við systkinahópinn: Ólaf, sem lengst af fylgdi móður sinni, og Gunnlaug, sem er yngstur. Það fer ekki hjá því að uppeldi á svona miklu menningarheimili hafi varanlega áhrif á þá, sem njóta. Það sannaðist á Ingimundi Magnússyni, hann var verðugur fulltrúi sinnar ættar og jók ágæti áa sinna með drengskap sínum og mannsbrag. Ingimundur lærði húsasmfði og varð góður iðnaðarmaður. Hann lagði víða hönd að verki og stjórnaði smíði fjölda húsa og mannvirkja, svo sem skólahúsa og annarra bygg- inga, sem ég kann ekki að nefna. Hann hafði oftast mannaforráð og fór vel með. í stuttu æviágripi í Kennaratali stendur að hann hafi tvítugur tekið handavinnukennarapróf frá kvöld- skóla iðnaðarmanna í Vestmanna- eyjum. Tvo vetur var hann kennari við gagnfræðaskólann þar. Meistara- réttindi í húsasmíði fékk hann 1964, lauk prófi úr Meistaraskólanum í Reykjavík 1978. Hann var kennari við Héraðsskólann á Reykjanesi við ísafiarðardjúp 1958-1966. Og árið 1958 varð hann bóndi í Bæ í Króksfirði á bemskuheimili sínu. Ári seinna, hinn 25. júlí 1959, giftist hann unnustu sinni, Sjöfn Karólínu Smith úr Reykjavík, Sverrisdóttur loftskeytamanns. Þau stofhuðu ný- býlið Hábæ úr Bæjarlandi og bjuggu þar við reisn og myndarskap til 1977 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ingi- mundur varð hreppstjóri, svo sem verið höfðu faðir hans og afi. Fór honum það vel úr hendi eins og annað. Hann hafði ætfð traust manna og tiltrú. Ekki dugði honum búskapurinn og trúnaðarstörf í sveitinni. Hann stundaði jafnframt húsbygginga- vinnu með búskapnum og Iagði hönd að verki víða. Mér er það t.d. minnisstætt, að þegar Vestfirðingar héldu mikla Iandnámshátíð í Vatns- dal á Barðaströnd 1974 var hann þar verkstjóri við miklar framkvæmdir, sem gera varð til undirbúnings stórri hátíð lengst inni í óbyggðum dal. Þegar þau Ingimundur og Sjöfn fluttust til Reykjavíkur með börnum sínum fjórum, sem þau höföu eign- ast í Bæ, stofnuðu þau heimili vest- ur á Seltjarnamesi þar sem heitir í Hofgörðum númer 2. Bömin eru: Magnús, byggingameistari í Bolung- arvík; Laufey Anna, heima hjá móð- ur sinni; Sverrir, matsveinn í Reykjavík; og Hjördís, nemi og býr heima. Þau búa nú við mikinn harm og syrgja ágætan heimilisföður. Þeim vildu allir góðir menn geta lagt eitthvert lið. Og ég veit að þar mun muna um Bæjarættina, sem margreynd er í baráttu við þrautir og mannskaða og ætíð komið styrk- ari úr hverri raun. Frá 1983 var Ingimundur eftirlits- maður með fasteignum ríkisins á vegum fjármálaráðuneytisins og fór að vanda vel með mikla ábyrgð og mannaforráð. Ekki var við öðru að búast en að hann ætti í því starfi far- sæla framtíð. En þá tók það vald í taum, sem allir verða að lúta. í júlí greindist hann með banvænan sjúk- dóm, sem dró hann til dauða mán- uði síðar. Hann háði hart banastríð með fullri meðvitund fram á sein- asta dag, gekk æðrulaus og ósmeyk- ur gegn örlögum sínum. Hann dó 21. ágúst. Þann sama dag fyrir ná- kvæmlega 10 árum sfðan var Magn- ús faðir hans jarðsunginn í Reyk- hólakirkjugarði. Blessuð sé minningin um Ingi- mund Sigurð Magnússon frá Bæ f Króksfirði. Þórarinn Þór Söngur í Safni Sigurjóns Sú var tíð, og ekki fyrir löngu, að æðra tónlistarlff í landinu lagðist í dvala yfir sumarmánuðina — ekki boðið upp á annaö en sálmasöng og sveitabölí. En nú er öldin önnur, og meðal fastra liða hafa verið vikuíeg- ir tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Reykjavík. Aðsókn hef- ur allajafna verið mjög góð, og það svo mjög að tónlistarumfjölluður Tímans lenti í því fyrir skemmstu að verða frá að hverfa ásamt fjölda ann- arra tilvonandi áheyrenda. Þriðju- daginn 25. ágúst var sömuleiðis prýðileg aðsókn, en þá hélt Rann- veig Sif Sigurðardóttir sína fyrstu opinberu söngleika hér í höfuðborg- inni. í tónleikaskrá kemur fram, að Rannveig hefur síðastliðin tvö ár stundað barokksöngnám f Hollandi og hefur nú lokið prófi f sönglistinni eftir sex ára nám í útlöndum. Hún hefur háa sópranrödd og mjög tæra, en líklega ekki mikla — tilvalda fyr- ir breska músík frá öllum tímum. Enda hófst söngurinn á þremur lög- um eftir John Dowland (d. 1626), en þýskur lútuleikari að nafni Stefan Klar spilaði undir. Þetta söng Rann- veig mjög fellega, og einnig tvö verk annars bresks stórmeistara úr fom- mannahópi, Henrys Purcell (d. 1695); nú spilaði Hólmfríður Sig- urðardóttir með á píanó. Og Ioks kom aría úr Magnificat eftir Bach (d. 1750). Næst flutti Rannveig fjóra ljóða- söngva eftir Schubert og Schumann við undirleik Hólmfríðar. Hér reyndist hún veikari á svellinu en í barokkinu, því enda þótt rödd henn- ar minni talsvert á Elly Ameling, fræga Schubertkonu, þá náði Rann- veig ekki að flytja þann rómantíska tilfinningahita sem tilheyrir 19. öld- inni. Loks sveiflaði Rannveig sér til loka 20. aldar, og frumflutti flokk sex sönglaga eftir Báru Grímsdóttur (f. 1960) við ljóð eftir Stein Steinarr. Mönnum þótti þetta vel takast, bæði hjá tónskáldi og söngkonu. Hins vegar er það mín skoðun, að höf- undar sönglaga hafi ekki ennþá fundið hinn rétta tón í viðskiptum sínum við Stein; þessi sönglög margra tónskálda em öll einhvem veginn í sama stflnum, með keim af þeirri tómhyggju og tilgangsleysis- trú sem einkennir flest ljóð þessa prýðilega skálds. Þetta vom vemlega skemmtilegir tónleikar. Rannveig Sif syngur mjög fallega, með léttleika, af kunnáttu og öryggi; hljóðfæraleikaramir, sem með henni léku, gerðu það sömu- leiðis af mestu prýði. Hins vegar á Rannveig ennþá eftir að sýna betur ýmsa eiginleika sem miklar söng- konur prýða, svosem raddstyrk og tilfinningahita. Því enda þótt efnis- skráin spannaði hartnær fjórar aldir, frá tærleika barokksins um svellandi tilfinningar rómantíkurinnar til vél- rænu nútímatónlistar, þá kom söng- konan sér hjá því að taka vemlega á, eða sá ekki ástæðu til þess. Söngstfll Rannveigar, eins og hann birtist á þessum tónleikum, hæfði því best hinu elsta og hinu yngsta. Sig.SL Frá vinstri: Stefan Klar, lútuleikari, Rannveig Sif Sigurðardóttir, mezzosópran, Hólmfrlöur Siguröardóttir, píanóleikari.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.