Tíminn - 02.09.1992, Side 9

Tíminn - 02.09.1992, Side 9
Miövikudagur 2. september 1992 Tíminn 9 DAGBÓK Hörður Torfason. Haustkonsert Harðar Torfasonar Hörðui; Torfason, trúbadúr og Ieik- stjóri, mun haida sinn árlega haustkons- ert í Borgarleikhúsinu n.k. föstudags- kvöld 4. sept. Þar mun hann flytja fjöl- breytt efni og að vanda lög sín við ljóð annarra skálda og eigin. Alls hafa komið út 9 hljómplötur með Herði, sú fyrsta 1971, og sú nýjasta, Kveðja, síðastiiðið haust Reynsla Harðar sem leikari og leikstjóri kemur vel fram í túlkun hans og flutn- ingi ljóða, þar sem viðfangsefnið er lífið sjálft og barátta mannsins fyrir tilveru- rétti sínum. Sú tegund tónlistar, sem trúbadúrinn flytur, gefur þessu efni ákveðið afl sem og þýðleika sem ein- kenna einmitt flutning Harðar. Tónleikamir í Borgarleikhúsinu hefjast stundvíslega klukkan 21 og er miðasala hafin í miðasölu hússins. Safn af Ijóðum eftir Stefán Hörð Grímsson komið út í Þýskalandi Nýlega kom út hjá Kleinheinrich-for- laginu í Þýskalandi úrval af ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson skáld. Titill bók- arinnar er Geahnter Fltigelschlag eða Grunað vængjatak, en hann er fenginn úr fyrstu ljóðlínu ljóðsins Nóvember- morgunn sem birtist í naestsíðustu ljóðabók Stefáns, Tengsl, en auk hennar hafa verið valin ljóð úr bókunum Svart- álfadans, Hliðin á sléttunni, Farvegir og Yfir heiðan morgun. í eftirmála, sem Wolfgang Schiffer skrifar, en hann hefur þýtt ljóðin í samvinnu við Franz Gísla- son, er reyndar eitt ljóð úr fyrstu Ijóða- bók Stefáns, Glugginn snýr í norðun kemur þar fram að hin fyrrum hefð- bundnu formeinkenni íslenska ljóða, rím og stuðlar, geri ljóðin í þeirri bók torþýdd. Að öðru leyti rekur Wolfgang í eftirmála sínum skáldferil Stefáns í knöppu en ským máli. Gmnað vængjatak hefur að geyma 55 ljóð og er bókin tvítyngd, það er öll ljóð- in em birt á íslensku og í þýskri þýðingu. Hún er fjórða bókin í ritröðinni Islándi- sche Literatur der Modeme, það er ís- lenskar nútímabókmenntir, en áður hafa komið út Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr, Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson og Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. Umsjónar- maður þessarar ritraðar er Gert Keutzer prófessor og hafa þessar bækur vakið at- hygli á þýskum bókamarkaði fyrir vand- aðan og smekklegan frágang. Gmnað vængjatak er þriðja bókin sem Wolfgang Schiffer á fmmkvæði að til að byggja „bókmenntaiegar brýr“ milli ís- lands og Þýskalands. Hinar vom fslands- hefti tímaritsins „die horen“ (sögur og ljóð eftir rúmlega sextíu íslensk skáld og rithöfunda), sem út kom í Þýskalandi 1986 og Ijóðasafnið Og trén bmnnu (ljóð eftir tuttugu þýsk samtíðarskáld) sem Mál og menning gaf út árið 1989. Franskt herskip í heimsókn Franska freigátan „Nivose" mun heim- sækja ísland frá 3. til 7. september n.k. Freigátan, sem mun liggja í Reykjavíkur- höfh, nánar tiltekið viðÆgisgarð, verður til sýnis almenningi sunnudaginn 6. september frá kl. 14.30-17.30. Enskuskólinn — Markviss kennsla í vinalegu umhverfi Nú fer f hönd sjöunda starfsár Ensku- skólans. Starfsemi skólans miðar enn fyrst og fremst við almenna ensku- kennslu fyrir fullorðna og böm frá þriggja ára aldri. En jafhframt þessu hafa íjölmörg fyrirtæki og stofnanir falið skólanum að halda sémámskeið fyrir starfsmenn sína, eða sent þá á námskeið- in sem þegar em haldin reglulega — f viðskiptaensku, ritaðri ensku, talmáli og TOEFL-undirbúningi. Ennfremur hafa margir nýtt sér einkakennslu á vegum skólans. AUir kennarar skólans tala ensku að móðurmáli. Þeir em menntaðir ensku- kennarar og hafa sérþjálfun í að kenna útlendingum ensku á lifandi og skemmtilegan hátt. Velkomin í Enskuskólann veturinn 1992-1993. Kennaraliö Dansskóla Jóns Péturs ogKöru. Dansskóli Jóns Péturs og Köru tekinn til starfa Dansskóli Jóns Péturs og Köm hefur sitt fjórða starfsár nú í haust og mun sem fyrr bjóða upp á danskennslu fyrir alla aldurshópa, þ.e. bama-, unglinga- og fullorðinshópa. Kenndir verða sam- kvæmisdansar (standard og suður-amer- ískir), bamadansar, gömlu dansamir, tjútt og swing. Almennar dansæfingar verða reglulega á föstudagskvöldum í vetur undir stjóm danskennara. Sérstak- ur æfingasalur verður opinn alla daga vikunnar og geta nemendur komið og æft sig fyrir utan sína föstu tíma, þegar þeim hentar. Skólinn býður upp á dans- sýningar fyrir alls konar skemmtanir og samkomur þar sem kennarar og nem- endur sýna. Ýmsir erlendir gestakennar- ar munu heimsækja skólann í vetur og aðstoða keppendur fyrir danskeppnir vetrarins. Kennarar í vetur verða Jón Pétur Úlfljótsson, Kara Amgrímsdóttir, Hinrik Norðfjörð Valsson og Auðbjörg Amgrímsdóttir. Innritun á dansnám- skeið skólans stendur yfir dagana 1. til 8. september kl. 12 til 19 alla dagana og hefst kennsla miðvikudaginn 10. sept- ember. Félag nuddfræöinga stofnaö Stofnað hefur verið Félag íslenskra nuddfræðinga, þann 20. ágúst s.l. Mark- mið félagsins er að vera fagfélag nudd- fræðinga sem útskrifast úr nuddnámi, sem félagið viðurkennir. Stjóm skipa: Rafn Geirdal formaður, Valdís Þórðar- dóttir varaformaður, Guðrún Oddsdóttir ritari, og Hjördís Guðmundsdóttir gjald- keri. Félagið er lögskráð af Hagstofu ís- lands. Húnvetningafélagíö Félagsvist á laugardag 5. sept kl. 14 f Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? - SPRUNCIÐ? viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og biokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsár geröir bifreiöa. Viðhald og viogeröir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar SúÖarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 Díana prinsessa er dáö af breskri alþýöu, þó svo aö fjölmiölar geri allt til aö breiða út kjaftasögur um hana. Það hefur mikið gengið á innan bresku konungsfjölskyld- unnar og Gróa notið sín sem aldrei fyrr. Grunur hefur leik- ið á að Gróa fái fæði sitt frá efstu stöðum, en: Konungsfjölskyldan sver af sér ábyrgö Kjaftagangurinn í kringum Buck- ingham Palace brá enn einu sinni undir sig betri fætinum, þegar það fréttist að Díana kæmi ein til baka úr sumarfríinu í Skotlandi, þ.e. án Karls bónda síns. Vinsældir Díönu meðal almenn- ings og fjölmiðlafólks hafa verið geysimiklar, svo að jafnvel er talið að þær hafi vaxið öðrum í kon- ungsfjölskyldunni í augum og þeir séð ofsjónum yfir þeim. Þá var upplagt að gera því skóna að það sé konungsfjölskyldan sjálf, sem hafi komið af stað gróusögunum um Díönu til þess að auka vinsældir Karls ríkisarfa á kostnað hennar. „Díana flýr undan ráðabruggi í höllinni," stóð á forsíðu Daily Ex- press á mánudaginn og fleiri blöð gerðu sér, eins og fyrri daginn, mat úr erfiðleikum Díönu og Karls í ellefu ára hjónabandi. Tálsmenn konungsfjölskyldunnar vildu sem minnst úr þessum nýju hugarfóstrum gulu pressunnar gera, en bentu mönnum á að lesa þessar greinargerðir og ef þeir tryðu þeim, þá ættu þeir meira en lítið bágt. Ef til hjónaskilnaðar Karls og Dí- önu kemur, verður það einhver mesta krísa sem konungsfjölskyld- an breska hefur komist í síðan Ját- varður VIII neyddist til að afsala sér konungdómi árið 1936 til þess að geta gifst fráskilinni bandarískri konu. Sögusagnirnar herma að vinir Karls dæli nú óhróðurssögum um Díönu í fjölmiðla, til þess að bæta fyrir hina margfrægu bók þar sem honum er lýst þannig að ef hann væri ekki kóngur þá væri konan hans í kvennaathvarfinu. Almenningur hefur lagt trúnað á frásagnir þær af hremmingum Dí- önu, sem fram koma í bókinni, og hún á flestra samúð. Sögur um ótryggð hennar í hjónabandinu hafa ekki einu sinni dugað til að sverta prinsessuna í augum al- mennings. Breska konungsfjölskyldan virðist nú fá yfir sig hverja hneykslisöld- una á fætur annarri, og nú er að bíða og sjá hvort storminn lægir eða hvort hann steypir Windsorun- um af stóli. I Vaxa Karli vinsældir konu sinnar svo í augum aö hann svertir hana til aö bæta eigin ímynd?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.