Tíminn - 18.09.1992, Síða 1
Föstudagur
18. september 1992
174.tbl.76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Stjóm Sambandsins ákvað að auka hlutafé í Miklagarði hf. um 439 milljónir króna:
Sambandið selur
Landsbanka eignir
Á fundi stjómar Sambands íslenskra samvinnufélaga í gær var sam-
þykkt að ganga til samninga við Landsbanka íslands um sölu á ýms-
um eignum, sem miði að því að fyrirtækið geti á sem skemmstum
tíma gert upp skuldir sínar við Landsbankann og aðra lánardrottna.
Reiknað er með því að samningaviðræður hefjist strax.
Á fundinum samþykkti Sambands-
stjóm jafnframt að auka hlutafé í
Miklagarði hf. um 439 milljónir
króna. Er þetta liður í fyrirhugaðri
hlutafjáraukningu, sem ætlað er að
geti orðið allt að 600 milljónir. Um
60% af fyrirhugaðri hlutafjáraukn-
ingu Sambandsins verða til með þeim
hætti, að skuld Miklagarðs hf. við
Sambandið verður breytt í hlutafé, en
þau 40% sem þá eru eftir verða fjár-
mögnuð með sölu eigna.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri,
sem lagt var fram á fundinum, var
rekstrarhalli Sambandsins fyrstu átta
mánuði ársins 239 milljónir króna. Á
sama tímabili fyrra árs var rekstrar-
halli 334 milíjónir króna. Minni
rekstrarhalli stafar að nokkru af lækk-
un rekstrargjalda, en þó einkum af
mun lægri fjármagnsgjöldum en í
fyrra.
Samkvæmt bráðabirgðaefnahagsyfir-
liti eru bókfærðar eignir Sambandsins
í ágústiok 6.249 milljónir króna, en
heildarskuldir 4.880 milljónir. Eigið
fé er því 1.369 milljónir eða sem svar-
ar 21,9% af niðurstöðu efnahags-
reiknings. Veltufjármunir nema 1.281
milljónir og því er nettóskuld fyrir-
tækisins (heildarskuldir að frádregn-
um veltufjármunum) um 3.600 millj-
ónir.
Fram kom á fundinum að nú hefúr
endanlega verið gengið frá sölu á hús-
eigninni Hamragörðum (Hávallagötu
24), en þar stóð lengi heimili Jónasar
Jónssonar og síðar félagsheimili sam-
vinnustarfsmanna og landssamtaka
þeirra. Einnig hafði Nemendasam-
band Samvinnuskólans aðstöðu í hús-
inu. Kaupendur hússins eru Húsnæð-
issamvinnufélagið Búseti í Reykjavík
og Landssamband Búsetafélaganna.
Söluverð hússins er 18 milljónir
króna. -EÓ
Sauðfjárframleiðsla á
næsta ári mun verða
8.150 tonn:
Framleiðslan
mun minnka
um 450 tonn
Creiðslumark í sauðfjárfram-
leiðslu á næsta verðlagsári, þ.e.
1993-1994, verður 8.150 tonn.
Þetta er 31% samdráttur frá
þeim fullvirðisrétti sem áður
giiti, en sem kunnugt er hefur
fullvirðisréttur nú verið lagður
niður. Raunverulegur samdrátt-
ur í framleiðslu er hins vegar
450 tonn, en virkur fram-
leiðsluréttur á yfirstandandi
verðlagsári er 8.600 tonn.
Áður en ákvörðun var tekin um
greiðslumark voru bændum
gerð tvö tilboð í þeim tilgangi að
auðvelda þeim að minnka eða
hætta búskap. Mun færri bænd-
ur tóku þessum tilboðum en
vænst var. Ástæðan er slæmt at-
vinnuástand í sveitum landsins.
Bændur á Reykjanesi og í sunn-
anverðum Borgarfirði sýndu til-
boði ríkisins mestan áhuga. -EÓ
Heildaraflinn yfir millj. t
Heildaraflinn á nýliðnu fiskveiðiári, samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands, nam rúmum 1.3 milljónum tonnum, sem er
nokkru meiri afli en á fiskveiðiárinu þar á undan. Hins vegar var
heildaraflinn um 1.4 milljón tonn á fiskveiðiárinu 1989- 1990.
Sé litið á skiptingu aflans á þess-
um tímabilum, kemur í ljós að
þorskaflinn hefur farið hríðlækk-
andi eða úr tæplega 320 þúsund
tonnum 1989-1990 í aðeins tæp 259
þúsund tonn á nýliðnu fiskveiðiári.
Sömu sögu er að segja um ýsuafl-
ann, en aftur á móti hefur karfaafl-
inn vaxið á umræddu tímabili og
sömuleiðis rækjan. Þá hefur stein-
bítsaflinn verið nokkuð stöðugur
eða um 12-14 þúsund tonn, en grá-
lúðan hefur dottið úr því að vera
rúm 32 þúsund tonn 1989-1990 í
tæp 29 þúsund tonn á nýliðnu fisk-
veiðiári. Á umræddu tímabili var
ufsaaflinn mestur 1990- 1991 eða
tæp 95 þúsund tonn, en aðeins rúm
81 þúsund tonn á því sem nú er ný-
lokið.
í sl. ágústmánuði, eða í lok þess
fiskveiðiárs, var þorskafli togara
svipaður því sem hann var í sama
mánuði í fyrra eða rúm 14 þúsund
tonn. Smávegis aukning var í þorsk-
afla báta í mánuðinum frá sama
tíma í fyrra og einnig hjá smábátum.
Aftur á móti var heildaraflinn í sl.
mánuði um 72.500 tonn, á móti
tæpum 50 þúsund tonnum í sama
mánuði í fyrra. Munurinn liggur að-
allega í því að rúm 23 þúsund tonn
af loðnu voru veidd í ágústmánuði í
ár, en á sama tíma í fyrra var engin
loðnuveiði. -grh
Tvær 14 ára stúlkur í Hagaskóla kretjast jafnréttis til náms:
Þær vilja frekar
smíöa en sauma
■
Tvær 14 ára stúlkur í 9. bekk Hagaskóla, þær Sigurlaug Knudsen
og Sigríður Vilhjálmsdóttir, hafa óskað eftir því við skólastjóra
Hagaskóla að fá að velja um það hvort þær sækja smíða- eða
saumatíma. Þar sem ekki hefur veríð orðið við ósk þeirra, leituðu
þær til Jafnréttisráðs og hefur framkvæmdastjórí þess ritað
skólastjóranum bréf þar sem óskað er skýrínga á málinu.
„Þetta er óréttlátt og ömurlegt,
því við erum einungis að krefjast
jafnréttis til náms.
f skólanum vísar hver á annan.
Skólastjórinn á smíðakennarann
og hann aftur á skólastjórann. Við
viljum bara fá að velja, eins og við
eigum rétt á, enda viljum við frek-
ar smíða en að sauma,“ sögðu þær
Sigurlaug og Sigríður.
Björn Jónsson, skólastjóri Haga-
skóla, segir að val sé öllu betri
kostur en að skikka nemendur í
nám sem þeir hafa ekki áhuga á,
eins og í þessu tilfelli. Til að svo
geti orðið var ætlunin að endur-
skipuleggja og rýmka smíðastofu
skólans fyrir nýhafið skólaár, en
þar sem viðgerðakostnaður á 18
ára gömlu íþróttahúsi skólans varð
meiri en búist var við, varð að
fresta fyrirhuguðum framkvæmd-
um á smíðastofunni til næsta árs.
Bjöm segir það vera erfiðleikum
bundið að taka tvær stúlkur í
smíðanám, því þar sé allt yfirfullt,
svo ekki sé talað um það ef fleiri
koma á eftir. Bjöm sagðist ætla að
svara bréfi Jafnréttisráðs og skýra
málavöxtu fyrir ráðinu.
Bima Hreiðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, segir
að í aðalnámskrá grunnskóla á bls.
88 sé skýrt kveðið á um það, í sam-
ræmi við lög um jafna stöðu og
rétt karla og kvenna, að ekki eigi
að skipa nemendum eftir kynjum í
hannyrða- og smíðanám. Þá segir í
10. gr. sömu laga, að í skólum og
öðrum mennta- og uppeldisstofn-
unum skuli kynjum ekki mismun-
að.
Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
segist líta þetta mál alvarlegum
augum, því ef unglingar á þessum
aldri verða fyrir því að þeim er mis-
munað eftir kynjum í skóla, án
þess að nokkuð sé að gert, sé hætta
á að þeim finnist það vera sjálf-
sagður hlutur, sem það er ekki.
„Ef mér þykja útskýringar skóla-
stjórans ekki ftillnægjandi, mun ég
væntanlega leggja málið fyrir Jafn-
réttisráð til formlegrar meðferðar,"
segir Bima Hreiðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs. -grh
Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir þær stöllur, Sigríöi Vilhjálms-
dótturt.v. og Sigurlaugu Knudsen, að fá ósk sína uppfyllta að læra
að smíða frekar en að læra að sauma. Timamynd: Ami Bjam>