Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. september 1992 Tíminn 5 Guðmundur P. Valgeirsson: Þá hló marbendill íslenska þjóðin á margar þjóðsögur um ókindur og meinvætti af ýmsu tagi, sem ásóttu menn og unnu þeim ógagn. Þær sagnir voru sprottnar af reynslu hennar og samskiptum við viðsjála misindismenn í þátíð og nútíð, táknrænar um samskipti þeirra við meðbræður sma með sláandi lfldngu. Ein slík meinkind þjóðsögunnar var marbendill. Hann var þeirri ónáttúru gæddur, að leggja sig fram um að gera mönnum til , meins það sem hann mátti við koma. Þegar honum hafði tekist að gera mönnum til meins og óþurft- ar, þá hló hann hátt og hældist um harla glaður. Þessi þjóðsaga og samlíking kom mér í hug, þegar ég las forustu- grein DV þann 27. f.m., skrifaða af Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra blaðsins. Þar hældist hann um hvernig er komið kjörum bænda og hvern þátt hann hafði átt í því. Það var ósvikinn marbendilsháttur í því skrifi. Og maðurinn hrósaði sjálf- um sér af sigri sínum! Sú barátta hefði tekið hann áratugi, en nú væri sigur unninn! Mikið mætti „þjóðin" þakka. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvem þátt Jónas Kristjánsson hefur átt í að halda uppi rógi og níði um íslenska bændur og búalið. Það fólk, sem byggt hefur sveitir landsins og framleitt þær matvör- ur, sem það hefur haft lífsframfæri sitt af og lagt á matborð annarra landsmanna þau hollustu matvæli, sem völ er á, og átt sinn þátt í að halda lífi í þjóðinni allt frá því er land byggðist, auk annarra lífs- nauðsynja, ásamt menningu henn- ar og sögu. Um áratugi hefur hann haft þetta fólk á homum sér með þeim hætti að varla gat talist heil- brigt. Því valdi hann þær svívirði- legustu nafngiftir, sem íslensk tunga á til. Nafngiftir eins og: ómagar, afætur, betlarar, og nöfn hverskyns meindýra hafa verið honum munntöm með öllum blæ- brigðum í skrifúm hans, þegar landsbyggðarfólk hefur komið við sögu. Við þessar ókindur þyrfti „þjóðiri' (eins og það hefur verið orðað af honum og lærisveinum hans og þá átt við íbúa landsins á SV-homi þess) að losa sig við með öllum tiltækum ráðum. Lengi vel var hann svo til einn á báti um þennan áróður og þjóðfé- lagsdraumsýn, sem kallast mátti hreinn atvinnurógur. En smám saman fór honum að berast liðs- auki. Gmnnfærnir og óprúttnir stjórnmálamenn sáu sér leik á borði að stofna til stéttastríðs milli þeirra sem raunvemlega höfðu sameiginlegra hagsmuna að gæta, sjálfúm sér til pólitísks framdráttar í hugsjónasnauðri tilvem sinni. Og innflytjendur allskyns erlends varnings fengu vatn í munninn og hugsuðu gott til glóðarinnar um skjótfenginn gróða af innflutningi erlendra matvæla. Þá hafa hagfræðingar af ýmsum gráðum og allskyns ráðgjafar kom- ið þar mjög við sögu með fræði- kenningar sínar, sem reynst hafa vafasöm vísindi og falsrök. Reynsl- an af kenningum þeirra er sú, að því meir sem hefúr fjölgað þeim ráðgjöfum, því verr hefur þjóðinni og atvinnulífi hennar vegnað. í því sambandi má ekki gleyma fréttamönnum fjölmiðla og blaða, sem ekki hafa látið sinn hlut eftir liggja og matað almenning óspart á áróðri framantalinna aðila. En í allri þeirri umræðu um verð- samanburð íslenskrar og innfluttr- ar landbúnaðarframleiðslu var þess vandlega gætt að geta ekki þeirrar gífurlegu skattgreiðslu, í mörgum myndum, sem íslenskar landbún- aðarvörur urðu að búa við umfram framleiðendur í öðrum löndum. Auk þess, sem hinar erlendu land- búnaðarvörur eru stórlega niður- greiddar af viðkomandi ríkjum til útflutnings. Þannig var allt gert til að skekkja myndina í þeim saman- burði íslenskri framleiðslu í óhag og áróðursskyni. Á síðustu árum hafa svo bæst í þennan áróðurskór tískutrúðar um náttúruvernd, sem hafa gert sig út og verið gerðir út með nýjustu tækni til ljósmyndunar og kvik- myndatöku, á láði og úr lofti, til að hafa uppi á einni og einni sauðkind, sem hafði í sakleysi sínu álpast inn á gróðursnautt rofabarð og borið snoppu að blómsturtopp, ef hann var þar að finna, sér til næringar. Með myndir af því fyrirbæri var hlaupið eða flogið, nýjar af nálinni og þeim komið á framfæri í fjöl- miðlum til sýnis og frásagnar um hver skaðvaldur þessar skepnur væru og hverskonar skepnuskapur það væri að viðhalda og hafa lífs- framfæri sitt af slíku meindýri. Allt þetta virkaði á einn og sama veg. Með þessum áróðri í ýmsum myndum og brögðum þar sem háttsettir stjómmálamenn hafa komið mjög við sögu og virðast hafa það að markmiði að þrengja sem mest að innlendri framleiðslu og leggja hana í hendur útlendinga, hefúr tekist að skapa þá andúð á bændum og framleiðslu þeirra að henni hefur verið ýtt út af borðum neytenda svo hún er vart lengur talin hæf til manneldis eða sölu- vara. Því er málum svo komið að hundrað bænda eiga engra annarra kosta völ, en að yfirgefa bújarðir sínar og byggðarlög þar sem þeir hafa lifað og starfað samkvæmt því sígilda lögmáli, „að f sveita þíns andlitis skaltu þíns brauðs neyta" og lagt sig fram um að byggja upp býli sín, rækta þau og búfénað sinn svo að til aðdáunar er öllum rétt- sýnum mönnum. Þar sem þeir von- uðu að fá að njóta verka sinna sjálf- um sér og eftirkomendum sínum til góðs og þjóðfélagslegrar hag- sældar! Þeir hafa gert jörðina sér undirgefna og lært þá list að lifa og starfa í nánu samstarfi við mislynda veðráttu þessa lands. Allt þetta hafa bændur gert vitandi að þeir gátu ekki alheimt daglaun að kvöldi. Nú er högum Qölda þeirra svo komið að forsvarsmenn þeirra sjá þeim það eitt til bjargar að kría út at- vinnuleysisbætur handa þeim til að draga fram lffið. Ár eftir ár er gengið í það af stjóm- völdum, með ráðgjöf forsvars- manna stærstu launþegasamtaka landsins og forráðamanna stórat- vinnurekenda á höfúðborgarsvæð- inu, að murka niður bústofn sauð- fjárbænda, sem öðram fremur era útverðir fslenskrar byggðar, svo þeir eiga varla annarra kosta völ en fara á vergang og bíða þess sem verða vill f því atvinnuástandi sem nú ríkir og öllum ber saman um að fari vaxandi. Það virðist að yfirlögðu ráði vald- hafa gert að leggja í eyði heil héröð og blómlegar byggðir um aldur og ævi, skrattanum til skemmtunar. Og forsvarsmenn bænda virðast sáttir við það. Þvílík glæsimynd og framtíðarsýn að gleðjast yfir og hælast um unninn sigur! Það er eitthvað meira en lítið að þeim mönnum, sem það gera. Segja má, að með þeim neyðar- samningi, sem bændur hafa orðið að undirgangast, séu örlög bænda, þó einkum sauðfjárbænda, ráðin. Með honum er lagður grandvöllur að þeim bræðravígum um þann framleiðslurétt, sem leyfður er, að hann felur í sér óhjákvæmilegan dauðadóm yfir þeim sem eftir sitja, samfara því að enginn grandvöllur er fyrir markaðssölumöguleikum þeirrar framleiðslu, sem þó er leyfð, samkvæmt þeim samningi sem gerður hefur verið. Því er marglýst yfir af ráðherram núverandi ríkis- stjómar, að ekkert sé heilagt í þeim efrium af hálfu ríkisvaldsins. Ganga megi út frá því að þeim verði breytt eftir geðþótta þeirra valdsmanna. Er það í samræmi við önnur áform þess, að innlend framleiðsla skuli víkja fyrir erlendum innflutningi — og áhrifum. Það var sá boðskap- ur sem bjó að baki þegar Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra sveif á þöndum frakkalöfum sínum um þvert og endilangt land- ið á sl. vetri, að bændur skyldu að fyrirlagi Arthúrs Dunkel, hins er- lenda húsbónda hans, draga saman sína framleiðslu svo erlendir fram- leiðendur gætu losnað við meira magn af þeirri framleiðslu, sem væri að safnast upp hjá honum. En bændur skildu ekki sinn vitjunar- tíma. Og af því varð sá hvellur, sem lengi mun í minnum hafður um dómgreind ráðherrans. Þar fékk hann að reyna það sama og Eyjólfur grái, er hann heimsótti Auði Vé- steinsdóttur. Það sem hér hefúr verið drepið á, er árangur af því sem gerðist með setningu Búvöra- og framleiðslu- laganna 1985, þegar sauðfjárbænd- ur vora einir dæmdir til að taka á sig framleiðsluskerðingu og fram- leiðslustjómun, sem nauðsynleg var talin. Auk þess var sölukerfi þeirra lagt í rúst, að kröfu stór- bænda Sjálfstæðisflokksins, sem sáu í hillingum ótakmarkaða sölu- möguleika á dilkakjöti blasa við innanlands og utan, ef sölusamtök bændanna sjálfra og samtaka þeirra yrðu lögð í rúst og salan færð f hendur einkabrasksins. Það varð að veraleika. Samvinna og samstarf hefur verið dauðadæmd. Nú á allt að byggjast á því að hver og einn framleiðandi arki með sína fram- leiðslu (undir hendinni?), bjóði hana fala á opnu markaðstorgi og bjóði hana niður hver fyrir öðram, með ólöglegum sem löglegum hætti, á sama hátt og nú gerist hjá garðyrkjubændum og öðram, sem hafa fengið smérþefinn af hinni frjálsu samkeppni markaðslög- málsins. Ég hefi hér farið nokkram orðum um, út í hvert hyldýpisöng- þveiti málefnum bænda hefur verið stefnt og hvað bíður þeirra, sem eft- ir sitja og enn hafa ekki verið lagðir við trog. Sú mynd er þess eðlis að hverjum hugsandi manni hlýtur að hrjósa hugur við framtíð lands og þjóðar, ef svo fer sem horfir. Það er ömurlegt til þess að hugsa, að til skuli vera þeir menn, sem gleðjast í hjarta sínu yfir þeim ör- lögum, sem meðbræðram þeirra era búin, hrósandi sigri sínum! Marbendiíshlátur Jónasar Krist- jánssonar og sigurhrós lætur því ilia í eyrum margra. En svo verður hver að vera sem hann er gerður. Bæ, 5. september 1992. Höfundur er bóndl i Bæ I Trékylllsvlk. Dagur frímerkisins Frumdrög að frímerkjum meö myndum póstbllanna. Það er að verða nokkuð síðan að Póstmálastofnun hefir gefið út sérstakan dagstimpil til notkunar á degi frímerkisins, sem allir voru orðnir sammála um að hafa þann 9. október á ári hverju, eða á degi Leifs Eiríkssonar hins heppna. Það hefir þó ekki skort á að ýmis- legt væri sér til gamans gert af þessu tilefni. Síðastliðið ár var sett upp smásýning í Kringlunni, fyrir utan Reykjavíkurpósthús nr. 3. Auk þess var gefin út smáörkin með fjórblokkum póstskipanna og þá kom út eftir hádegið frímerkja- hefti með smáörkinni, í formi gjafiimöppu. Auk alls þessa kom svo út frímerkið með Sjómanna- skólanum. Því verður ekki sagt að ekki hafi verið ýmislegt um að vera. Það horfir til þess að svo verði einnig í ár. Þann 9. október næstkomandi kemur enn á ný út smáörk í sama formi og á síðasta ári, nema hvað nú era myndimar af hinum ýmsu gerðum póstbifreiða. Þykir hafa tekist einstaklega vel til með þessi frímerki. Stungið hefir verið upp á því að næst komi flugvélar, og þá með ÞRIST í heiðurssessi. Svo sé full ástæða að huga að hestum og hestvögnum, sem notaðir vora á leiðinni austur að Odda á sínum tíma. Þá stendur einnig til að gefa út sama daginn frímerki til að minn- ast tveggja merkra samgöngubóta á sinni tíð. Er þama á ferðinni frí- merki með myndum af tveim brúm: brúnni á Ölfusá frá 1891 og hinsvegar brúnni á Fnjóská frá 1908. Arkitekt brúarinnar yfir Ölfusá var starfsmaður fyrirtækisins Va ugham & Dymond, en Tryggvi Gunnarsson var eins og allir vita sá er annaðist allar framkvæmdir og byggði sér hinn fyrsta TVyggva- skála á Selfossi við það tækifæri. Þar var síðan veitingarekstur um langan tíma með góðum brag. Kom undirritaður þar oft og þá bæði beina og gistingu, þegar allar leiðir til höfuðborgarinnar lokuð- ust að vetrarlagi. Arkitektinn að brúnni yfir Fnjóská, sem var svo byggð 1908, var Daninn Knud Reffstrap. Fram- kvæmdimir þar vora á höndum Kristijani & Nielsen. Þessi brú hef- ir alltaf þótt afburða falleg, sem og brúin yfir Hvítá í Borgarfirði, hjá Hvítárvöllum. Þannig verða gefin út sex frímerki á degi frímerkisins á þessu ári, og segja þeir, er til þekkja, að þau séu hvert öðra fallegra. Þess má geta hér að lokum, að smáarkimar með póstskipunum era fyrir nokkra uppseldar, svo að ekki sé talað um heftin/gjafamöpp- umar sem fljótlega seldust upp. Þá era einnig uppseld frímerkjaheft- in, sem gefin vora út í sumar með kennitölunni 1/92 og auglýsingu Rammagerðarinnar á bakhlið. Þetta vora 300 króna hefti. Mun eiga að gefa næst út hefti með jóla- frímerkjunum og þá sem hefti 2/92. Eiga þá aðeins jólafrímerkin eftir að koma út á þessu ári. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.