Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. september 1992 Tíminn 7 SARAJEVO Hersveitir Serba, múslima og Króata börðust af mikill grimmd í Sarajevo, með það að markmiði að ná sem bestri vígstöðu áður en friðarviðræður í Genf hefjast, en þær hefjast í dag. Vonir um árangur í viðræðunum minnka enn, ekki síst vegna hrokafullra yfirlýsinga leiðtoga Serba og músiima. GENF Sáttasemjarar á friðarráð- stefnunni ákváðu í gær að leggja til hliðar hugmyndir um skiptingu Bosníu í fylki, en vonast hafði veriö eftir að hugmyndirnar gætu orðið lykill að lausn á stríðinu í Bosníu. LONDON Dick Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, kom til London til að hitta breska embættismenn. Bandaríkin, Bretland og Frakkiand vinna að sam- komulagi um að koma á loftferðabanni yfir Bosníu. GENF Ráðamenn í OPEC til- kynntu að þeir væru að ná samkomulagi um að- gerðir, sem miða að því að hækka verð á olíu. Að- geröirnar felast í því að halda olíuframleiðslunni óbreyttri til ársloka. WASHINGTON Sýrland og (srael eru reiðubúin til að ræða um framtíð Gólanhæða, sem (sraelsmenn ráða, eftir að jákvæðar viðræður fóru fram milli þjóðanna í Washington. BONN Þjóðverjar tilkynntu að þeir muni á næstunni reka úr landi þúsundir Rúm- ena. Gífuriegar kynþátta- óeirðir hafa veriö í Þýska- landi á síöustu dögum og vikum. MOSKVA Borís Jeltsín, forseti Rússlands, mun undirrita á næstu dögum tilskipun um helmingshækkun á ol- íuverði í Rússlandi. JÓHANNESARBORG De Klerk, forseti S.-Afríku, sagðist ætla að leggja fram frumvarp sem heim- ilar blökkumönnum að sitja í ríkisstjóm. Frum- varpið mætir andstöðu á þingi hvítra manna í land- inu. NAIROBI Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að tekist hefði að ná samkomulagi við stjórnvöld í Súdan um að heimila aukið flug með mat og hjálpargögn til sveltandi íbúa Súdans. Ekki náðist samkomulag um flutninga á landi. Deilt á framkomu borgarstjórans Harðar umræður spunnust á borgarráðsfundi í vikunni út af leynilegum samningaviðræðum borgarstjóra við hollenskt fyrirtæki og íslenska verk- fræðistofu um sölu á rafmagni um sæstreng til Hollands. „Það, sem brennur á okkur, er framkoma borgarstjóra gagnvart borgarráði í þessu máli og mörgum öðrum,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarstjórn- arfulltrúi Framsóknarflokksins. „Fjórir af embættismönnum borg- arinnar hafa tekið þátt í þessum við- ræðum ásamt borgarstjóra. Fimm borgarráðsfulltrúum er ekki treyst- andi til að vita um þetta mál,“ bætir Sigrún við. Hún segir að það sé borgarráðs að taka ákvarðanir, sem embættismenn síðan framkvæmi. Sigrún vill taka fram að þetta sé jákvætt mál, þar sem gert er ráð fyrir að um 400 störf fylgi verkeíninu. Af þessu tilefni lagði Sigrún fram fyrirspurn um hvað liði tillögu hennar um endurskoðun á stjórn- kerfi og stjómsýslu borgarinnar og finnst tímabært í ljósi umræðunnar að sú endurskoðun sé óhjákvæmileg og tímabær. Hún segir að hefði hag- kvæmnisathugunin náð til bygging- ar sæstrengsverksmiðju eingöngu, hefði sér ekki þótt þetta ámælisvert. Hagkvæmnisúttektin tekur á þrem- ur þáttum, þ.e. virkjunum, orkusölu til Hollands og svo verksmiðjunni. Sigrún krafði borgarstjóra því svara, hvaða ástæða hafi verið fyrir Reykjavíkurborg að leggja fé í út- tektina og hvort þetta væri ekki hlutverk Orkustofnunar og Lands- virkjunar, þar sem borgin á 45% í Landsvirkjun. Jafnframt krafði hún borgarstjóra svara við því hvaðan honum kæmi heimild til að lofa fjár- framlögum frá Reykjavíkurborg til verkefna, sem hvorki borgarráði eða borgarstjórn hafi verið gerð grein fyrir. Þá óskuðu fulltrúar minnihlut- ans í borgarráði eftir bókun þar sem þeir átelja harðlega að jafn viðamik- ið mál og aðild Reykjavíkurborgar að undirbúningi að hagkvæmnisat- hugun á sölu á rafmagni um sæ- streng ti Hollands skuli fyrst hafa borist til eyrna borgarfulltrúa í gegnum fjölmiðla nær tveimur mánuðum eftir að borgarstjóri hafði undirritað viljayfirlýsingu um þá könnun. í svari minnihlutans kom fram að borgarstjóri hafi eingöngu undirrit- að viljayfirlýsingu um að kannaður verði grundvöllur fyrir samstarfi við Hollendinga. -HÞ Er óráðsíu sjálfstæðis- manna um að kenna? Perlan og Ráðhúsið soga til sínfé Rekstur og viðhald Perlunnar er í ágúst orðinn 60 millj. kr., en áætl- un hljóðaði upp á 24 milljónir fyrir allt árið. Þá er kostnaður við Ráð- hús Reykjavíkur orðinn 3.5 millj- arðar og hefur lokafrágangur hækk- að úr 300 milljónum á þessu ári í 500 miljónir. Þetta er athyglisvert, þar sem opinber lokakostnaður við bygginguna var áætlaður 3.2 millj- arðar króna. Þetta kom fram á Borgarráðsfundi í vikunni. Sigrún Magnúsdóttir segir að þeg- ar leitað sé eftir ástæðum fyrir þess- um hækkunum, svari sjálfstæðis- menn því til að reksturinn sé bara þetta dýrari, eins og í sambandi við Perluna. Þá vekur Sigrún athygli á því að bara síðan í lok júlí hafi lokafrágang- ur Ráðhússins hækkað um 13 millj- ónir kr. Jafnframt finnst henni það einkennilegt og dæmigert að ísland- slíkanið í Ráðhúsinu, sem var metið á 35 milljónir kr. í júlí, sé komið upp í 40 milljónir núna. Hún segist ekki skilja að líkan, sem hafi verið sett upp í maí, hafi bætt við sig kostnaði frá þessum tíma. -HÞ Kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar. Árlega koma um 20 þúsund manns til að hlýða á tónlist í kirkjunni, sem er eitt fjölsóttasta tónlistarhús landsins. Orgelátak í Langholtskirkju: Safna 30-40 miljónum á 4 árum Nú er að hefjast heilmikið söfnunarátak þar sem safna á fyrir veglegu 30 radda orgeli í Langholtskirkju. Orgelið mun kosta um 30-40 miljónir króna og er stefnt að því að lokið verði að safna fyrir þeirri upphæð á fjórum ár- um. Samhliða söfnunarátakinu verða m.a. haldnir styrktartónleikar um miðjan næsta mánuð fyrir þá, sem Ieggja mánaðarlega í orgelsjóðinn. í nóvember verður svo gefinn út geisla- diskur og snælda, sem innhalda m.a. lög frá tónleikunum. Þar verða flutt vinsæl íslensk dægurtónlist í nýrri út- setningu þeirra Jóns Sigurðssonar, Ríkharðs Arnars Pálssonar og Ólafs Gauks. Á styrktartónleikunum koma fram fjölmargir listamenn og þar á meðal má nefna Andreu Gylfadóttur, Egil Ólafsson, Bergþór Pálsson, Pálma Gunnarsson, Ólafu Kolbrúnu Harðar- dóttur, Sigríði Beinteinsdóttur og Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, að ógleymdum 80 manna kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar kórstjóra og stórri kammersveit. Að áliti þeirra, sem til þekkja, er hljómburður í Langholtskirkju betri en í nokkru öðru tónleikahúsi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Meðal annars hafa hljómburðarmælingar sýnt að hljómburður í kirkjunni svip- ar til þess besta sem gerist í tónleika- höllum Evrópu, og skiptir þá ekki máli þótt samanburður sé gerður við þekktustu tónleikahallir Vínarborgar, Amsterdam eða Núrnberg. -grh Jón Helgason alþingismaður: Davíð svínbeygir sjáv- arútvegsráðherra „Það er öllum, sem með umræðunum fylgjast, þaö ljóst að í landinu er ekki starfhæf ríkisstjórn. Það er ekki lengur farið eftir þeirri verkaskiptingu, sem kveðið er á um í stjómarskrá að hver ráðherra skuli bera ábyrgð á sín- um eigin málum. Forsætisráðherra hefur svipt forsætisráðherra þeim völd- um. En hvort sem ríkisstjómin situr lengur eða skemur, þá verður það þjóðinni dýrt ef ríkisstjómin ætlar að halda áfram að sitja til þess eins að halda áfram hjaðningavígum sínum.“ Þetta sagði Jón Helgason alþingis- maður, á Alþingi í umræðum um frumvarp til breytingar á lögum um Hagræðingarsjóð. Jón sagði að í heilt ár hafi Davíð Oddsson forsætisráðherra hunsað tillögur Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra til að bæta starfsum- hverfi sjávarútvegsins og raunar líkt þeim við sjónhverfingar. Þrátt fyrir þetta kjósi sjávarútvegsráðherra að sitja áfram í ríkisstjórninni á meðan atvinnuvegurinn, sem undir hans stjórn heyrir, er að hrynja um allt land. .Afsökun sjávarútvegsráðherra er sú að þeir, sem hann styður svo dyggilega til forystu í ríkisstjórn- inni, séu svo þjóðhættulegir menn að ef hann situr þar ekki áfram, hvernig sem hann er niðurlægður af forsætisráðherra, þá er voðinn vís. Erfitt er að sjá hvernig stjórnarfarið getur orðið verra,“ sagði Jón. Starfsmannafundur á Kópavogshæli: Frekari sparn- aður alveg ómögulegur Hugmyndir um frekari sparnað á Kópavogshælinu eru óraun- hæfar og fjárveitingar frá heil- brigðisyfirvöldum til Kópa- vogshælis hafa alltaf verið í lág- marki, segir í ályktun almenns starfsmannafundar Kópavogs- hælis, sem haldinn var nýlega. Fundurinn mótmælir harð- lega niðurskurði á fjárveiting- um og þjónustu til þeirra sem búa á Kópavogshæli. Einnig er bent á að félagsmálaráðuneytið fékk aukin fjárframlög til mál- efna fatlaðra, en á sama tíma beittu Ríkisspítalar niður- skurði gegn því fatlaða fólki sem býr á hælinu. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.