Tíminn - 18.09.1992, Síða 2
2 Tíminn
Föstudagur 18. september 1992
MENNTA-O
STEFNA i
Menntastefna, ef einhverer, birtist þolendum sínum sem haröur raunveruleikinn þetta haust.
Háskólinn hefur oröið fyrir þungum höggum og er þegar farinn aö loka námsleiðum. Námsmenn búa við skert lán, stór-
hækkuö skólagjöld og hækkun á dagvistunargjöldum. Þetta birtist í þvi að 100 konur hættu í námi í haust. Nýnemar eru
500 færrí en áöur. Háskólakennarar flýja land hver sem betur getur, vegna lélegra iauna og erfiðra aðstæöna.
Líklega verða skólagjöld í framhaldsskóla að veruleika, ef menntamálaráðherra fær vilja sínum framgengt. Þar hefur
þurft að skera niður eins og hægt er, svo að skólameistarar tala um að búið sé að skera þá inn að beini og hafa áhyggjur
af frekari niðurskurðl. f grunnskólum landsins hefur kennsla veríð skert um 1 til 2 tíma í árgangi frá og með 9 ára bekk.
Þar gengur illa að skipuleggja kennslu í list- og verkgreinum, þar sem svonefndar skiptistundir hafa verið afnumdar.
Afleiðing menntastefnuleysis ríkisstjórnarinnar:
Námsmenn á
heljarþröm
Formaður Stúdentaráðs kallar eftir menntastefnu ríkistjórnar-
innar. Námslánakerfið hefur verið eyðilagt, skólagjöld hafa hækk-
að um tæp 200% milli ára, dagvistargjöld hafa hækkað og Háskól-
inn býr við sveltistefnu. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Pétur
Óskarsson, formann stúdentaráðs.
Auglýst eftir
menntastefnu
f kjölfar þess, sem háskólamenn
hafa kallað sveltistefnu gagnvart Há-
skóianum, stendur hann að þeirra
sögn frammi fyrir þremur kostum:
Að fækka námsleiðum, skera flatt
niður eða fækka nemendum. Þetta
segir Pétur Óskarsson að kalli á
menntapólitískar ákvarðanir sem
Háskólinn geti ekki tekið, þar sem
honum beri samkvæmt lögum að
taka við öllum stúdentum. Honum
finnst tími til kominn að ráðamenn
þjóðarinnar fari að svara því hvaða
menntastefnu þeir hafi. „Það er verið
að skera niður fjölmörg námskeið
um allan skóla. Þetta er misjafnt eft-
ir fögum. Sumstaðar kemur þetta
hræðilega út,“ segir Pétur og nefnir
sem dæmi raunvísindadeild. „Þetta
þýðir það að fólk var kannski búið að
gera áætlanir um að taka fimmtán
einingar. Það er fellt niður námskeið
upp á fimm einingar og þá getur fólk
ekki tekið nema tíu. Þetta seinkar því
í námi og gerir því jafnframt ókleift
að fá fullt lán frá lánasjóðnum, sem
krefst 100% námsárangurs," segir
Pétur.
200 þús. kr.
í afborganir á ári
Hann segir og að þegar ríkisstjóm-
in tók við, hafi hún með lækkun lána
um 17 til 20% stigið stórt skref,
mörg ár, aftur í tímann.
„Nú er það svo að fólk þarf að leita
inn í bankakerfið til að fá lán meðan
á framfærslunni stendur, vegna þess
að lánin eru ekki greidd út fyrr en
eftirá," segir Pétur. „Hverju er maður
bættari þó að maður fái lánað fyrir
vöxtum," bætir hann við.
„Við erum famir að sjá það að fólk
hefur hætt námi af efhahagsástæð-
um eingöngu," segir Pétur. Hann
nefnir sem dæmi fóstmnám og telur
að það jaðri við hreina heimsku að
taka námslán í slfku námi, vegna
lágra launa að námi loknu.
„Nú er búið að setja vexti á náms-
lánin allt að 3%. Þá er búið að stór-
herða endurgreiðsluna þegar námi
lýkur, því fólk byrjar að greiða tveim-
ur ámm á eftir, í stað þriggja áður, og
greiðir 5% af heildartekjum fyrstu
fimm árin, en 7% af heildartekjum
eftir það,“ segir Pétur.
Hann segir þetta geta leitt til þess
að námsmaður með 2 milljónir í
námslán eftir 5 ára nám geti þurft að
greiða allt að 200.000 kr. á ári í af-
borgun af láninu. „Hann er dæmdur
til að greiða minnst 7% af heildar-
tekjum sínum alla ævi,“ bætir Pétur
við. „Frá því að þessi ríkisstjóm tók
við er í raun búið að eyðileggja þenn-
an sjóð,“ segir Pétur.
-HÞ
Pétur Óskarsson, formaður Stúdentaráðs.
Formaður KÍ um niðurskurð í grunnskólum:
Orð ráðherra
voru röng
Menntamálaráðherra
veit ekkert hvað hann
er að segja
„Nemendum hefur fækkað geysilega
hér í Háskólanum, um 25% eða 500
milli námsára," segir Pétur.
Nýlega sagði menntamálaráðherra í
umræðum á Alþingi að fækkun nem-
enda gæti skýrst af því að nú hugs-
uðu nemendur sig betur um en áður,
er þeir hæfu nám. Um þetta segir
Pétur: „Ég hef aldrei heyrt annað
eins bull. Eins og allt í einu útskrifist
einn árgangur úr menntaskóla, sem
hugsi miklu betur en allir aðrir ár-
gangar á undan. Maðurinn veit ekki
hvað hann er að segja," segir Pétur.
Nemendur í HÍ þurfa nú að greiða
22.340 kr. í skólagjöld, miðað við
7.700 kr. í fyrra. Pétur er ekki í vafa
um að margir setji þetta fyrir sig,
ekki síst vegna lélegra tekna náms-
manna nú í sumar. „Þjónustan er
skert, þó að innritunargjald sé hækk-
að,“ segir Pétur.
Atlaga gegn
barnafólki
Pétur segir að 100 konur hafi hætt
í námi nú í haust. Honum finnst lík-
legast að það, sem hafi gert útslagið,
hafi verið hækkun dagvistunar-
gjalda. „Þær upplýsingar sem við
höfum núna, bæði frá lánasjóði og
nemendaskránni, sýna að það er ein-
mitt bamafólk og konur sem eru að
hætta í nárni," segir Pétur. Þá segir
hann það vera alrangt, sem komið
hefur sumstaðar fram, að Félags-
stofnun stúdenta hafi samið við
Reykjavíkurborg um hækkun dag-
vistunargjalda.
Félag háskólakennara:
Sveltistefnu
ríkisvaldsins
mótmælt
Á fundi í Félagi háskólakennara fyrir
skömmu var samþykkt ályktun þar
sem mótmælt er þeirri sveltistefnu,
sem ríkisvaldið hefur löngum beitt
Háskóla íslands. Fundurínn telur að
þessari stefnu hafi aldrei veríð fylgt
eftir af meirí hörku en nú.
í ályktuninni segir að þessi stefna
stjómvalda komi fram í lækkuðum
fjárveitingum til Háskóla íslands og í
samningaviðræðum við Félag há-
skólakennara um launamál. Há-
skólakennarar hafi mátt þola launa-
lækkun að undanfömu, sökum þess
að yfirvinna við rannsóknir fáist ekki
greidd í sama mæli og áður. Á sama
tí'ma sé háskólakennurum einungis
boðið upp á 1,7% launahækkun,
enda þótt kaupmáttur taxtalauna há-
skólakennara hafi fallið meira en hjá
öðrum háskólamönnum í þjónustu
ríkisins. Meðallaun háskólakennara
séu með því lægsta sem þekkist með-
al háskólamenntaðra manna. -EÓ
í fyrravetur sagði menntamálaráð-
herra að kennsla í grunnskólum
yrði ekki skert Ld. í íslensku og
stærðfræði, vegna fækkunar
kennslustunda hjá nemendum níu
ára og eldri. „Þau orð, sem voru
sögð í fyrravetur um niðurskurð-
inn, að kennsla Ld. í íslensku og
stærðfræði yrði ekki skert, voru
röng,“ segir Svanhildur Kaaber,
formaður Kennarasambands ís-
lands, er hún var innt álits á þess-
um orðum nú í upphafi skólastarfs.
„Það kemur í ljós að það eru ekki
síst slíkar greinar sem verða fyrir
niðurskurðinum, vegna þess að
þessar stundir, sem skólamir höfðu
til ráðstöfunar og voru skornar nið-
ur, vom notaðar til að bæta við
kennslu í íslensku, stærðfræði, list-
og verkgreinum o.fl.,“ segir Svan-
hildur.
„Þar sem stjómvöld viku sér undan
því að taka ábyrgð á því hvað það
væri, sem ætti að skerða, þá verður
þetta mjög mismunandi milli ein-
stakra svæða og greina," segir Svan-
hildur.
Nýlega sagði Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra að haft yrði
Svanhlldur Kaaber.
samráð við skólamenn um frekari
aðhaldsaðgerðir í menntamálum.
Um þetta segir Svanhildur: „Samráð
við Kennarasambandið er ekki til.“
-HÞ