Tíminn - 18.09.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 18.09.1992, Qupperneq 3
Föstudagur 18. september 1992 Tíminn 3 Járnblendifélagið neyðist til að grípa til aðgerða sem m.a. fela í sér uppsagnir starfsfólks. Félagið hefur tapað einum milljarði á síðustu þremur árum: Tapið á áli og kísil- járni er 3,5 milljarðar á þremur árum Jámblendiverksmiöjan á Grundartanga. Horfur eru á að í árslok hafi álverið í Straumsvík og Jámblendrverk- smiðjan á Grundartanga tapað sam- tals a.m.k. 3,5 milljörðum krðna síðan verð á áli og ktsfijámi tók að lækka á síðari hluta ársins 1990. Fyrirtækin hafa brugðist við tapinu með ströngu aðhaldi í rekstri. Nú er svo komið að stjómendur Jám- blendifélagsins treysta sér eldd lengur til að reka fyrirtækið áfram án þess að grípa til róttækra spam- aðaraðgerða. Engin áform eru uppi í áh’erinu um strangari niðurskurð- araðgerðir. Fátt bendir til að verð á áli og kísUjámi hækki á næstu misserum. Afkoma verksmiðjanna í Straums- vík og á Grundartanga var mjög góð á síðari helmingi níunda áratugar- ins. Hagnaður álversins á árinu 1989 var Ld. rúmlega milljarður króna. Árið 1990 féll verð á áli og kísiljámi. Þrátt fyrir umtalsvert tap á síðari hluta ársins kom álverið út á núlli. Um 130 milljóna tap varð hins vegar á rekstri Jámblendifélagsins. Á síðasta ári versnaði afkoman enn. Tápið á álverinu varð um 1,4 millj- arðar og um 490 milljónir á Jám- blendifélaginu. Stjómendur álvers- ins vonast eftir að tapið verði ekki meira en milljarður á þessu ári, en forstjóri Járnblendifélagsins reiknar með að tap félagsins verði svipað á þessu ári og því síðasta. Tap fyrir- tækjanna tveggja um næstu áramót verður því orðið samtals a.m.k. 3,5 milljarðar síðan niðursveiflan byrj- aði. Sé tekið tillit til þess að fyrir- tækin högnuðust vel á fyrri hluta ársins 1990, má segja að tapið sé jafnvel enn meira. í báðum fyrirtækjunum hefur verið beitt ströngu aðhaldi í rekstri síð- ustu tvö ár. Meðal annars hefur ekki verið ráðið í störf þeirra sem hafa hætt. Enn sem komið er hefúr ekki komið til uppsagna. Nú er hins veg- ar svo komið að stjómendur Jám- blendifélagsins treysta sér ekki til að reka félagið með óbreyttum hætti. Á næstu vikum verður tilkynnt um að- gerðir til að lækka rekstrarkostnað hjá verksmiðjunni. Aðgerðimar munu m.a. fela í sér uppsagnir starfsfólks. Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendifélagsins, sagði að stefnt væri að því að skera niður kostnað við reksturinn eins og hægt væri, en halda þó áfram í þær tekjur sem verksmiðjan á kost á. Hann sagði að f þessu sambandi verði allar Ieiðir skoðaðar. í Jámblendiverksmiðjunni eru tveir bræðsluofnar. Venja er að gera við ofnana einu sinni á ári. Nú hefur verið ákveðið að hefja ekki bræðslu að sinni í ofninum sem hefur verið í viðhaldi í sumar. Jón sagði að þessi ákvörðun tengdist ekki beint fyrir- huguðum aðhaldsaðgerðum í rekstri. Ákvörðun um að bíða með að hefja bræðslu í ofninum, en slík- ar tafir hafi oft orðið á undanfömum árum, sé tekin vegna sölutregðu og mikilla birgða hjá verksmiðjunni. Hann sagði að stjómendur fyrirtæk- isins stefni að því að reka verksmiðj- una með tveimur ofnum mestan hluta næsta árs. Jón var spurður hvort til greina komi að loka hreinlega verksmiðj- unni meðan ástandið á álmörkuðum er svona slæmt. Hann sagði að það væri ekki nein allsherjar lausn. Fast- ur kostnaður verði eftir sem áður mikill. Auk þess vilji forráðamenn verksmiðjunnar nýta sér þann af- skipunarrétt sem hún hefur sam- kvæmt samningum. Með því að loka muni afskipunarrétturinn minnka. Á undanfömum misserum hafa menn verið að spá að verð á áli og kísiljámi fari að hækka. Þær spár hafa hins vegar allar brugðist. „í raun og vem erum við hættir að spá. Núna reynum við bara að átta okkur á hvemig þetta getur verst orðið og hvemig við getum lifað það af. Það em engin teikn um að markaðurinn sé að lagast," sagði Jón. Jón sagði að ákvörðun um upp- sagnir muni liggja fyrir um næstu mánaðamót. Hann sagði stjórnend- ur fyrirtækisins hafa ákveðið að beita ekki þeirri aðferð að segja öll- um starfsmönnum upp störfúm og endurráða þá síðan. Uppsagnimar muni aðeins ná til þeirra sem verður gert að hætta. Rannveig Rist, blaða- fúlltrúi álversins, sagði að ekki væri áformað að segja upp fólki í álverinu eða grípa til annarra róttækra spam- aðaraðgerða. Hún sagði að á síðustu tveimur ámm væri búið að spara mikið í rekstri álversins, m.a. með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Hún sagði að þessar aðgerðir hefðu skilað árangri, sem sæist m.a. af því að horfur væm á að tap á rekstri álversins á þessu ári verði umtalsvert minna en í fyrra. Rannveig sagði að það væri mjög erfitt að spá um horfur á álmörkuð- um á næstu ámm. Margir þættir hafi áhrif á álverð, ekki síst almennt efnahagsástand í heiminum. Enn sem komið er sjái menn fá merki um varanlega hækkun á áli. Hún sagði að sumir spái að rofa fari til eftir eitt ár, aðrir eftir tvö ár. Rannveig var spurð hvort álverið þoli tap upp á einn milljarð í eitt til tvö ár í viðbót. „Það er ekki hægt að svara því á þessu stigi. Menn vona bara að ekki komi til þess að tapið verði svo mikið.“ -EÓ „Milljónafrétt" Pressunnar í gær var næstum því frétt: „Milljónamæringurinn“ á engar 580 milljónir „Við eigum eiginlega engin orð yfir blaðamennsku af þessu tagi og hve lágt er lagst í þeim tilgangi að búa til frétt um ekki neitt,“ segja ung kona og sambýlismaður hennar í Reykjavík, sem ekki vilja láta nafns síns getið, en í Pressunni í gær var greint frá því að unga konan hefði unnið 580 milljónir ísl. króna í Iottói í Bandaríkjunum. Á forsíðu og í frétt á bls. 9 í Press- unni í gær er greint frá því að ung ís- lensk kona hefði sl. sumar keypt lottómiða í Baltimore í Bandaríkjun- um og unnið á hann 10 milljónir dala. Málið er hins vegar ekki þannig vaxið: „Ég fékk bréf sem mátti skilja þannig að ég væri búin að vinna þessa upphæð. Hins vegar kom í ljós, þegar farið var að skoða smáa letrið og at- huga málið, að svo var ekki, heldur hefðu möguleikar til að vinna þessa upphæð líklega aukist verulega, því ég væri komin í tiltölulega lítinn hóp fólks serii hefði möguleika á að vinna eitthvað eða allt úr þessum 10 millj- ón dala potti," segir unga konan við Tímann. Hún og sambýlismaður hennar segja að þeim hafi brugðið mjög í brún í gær þegar þau sáu frétt Press- unnar. Þau hefðu verið margbúin að gera blaðakonu Pressunnar skýra grein fyrir því hvemig málið væri í pottinn búið. Þau væru semsé engir milljónamæringar, í það minnsta ekki enn, og málið því hreint ekki fréttnæmt. „Við lifúm bara okkar venjulega daglega lífi og kannski koma einhverjir peningar inn á bankareikninginn okkar og kannski ekki,“ segir sambýlismaðurinn. Þau segja að aðeins örfáir nánustu vinir þeirra hefðu vitað um lottómið- ann. Pressan hefði fengið smjörþef af málinu fyrir nokkru og hefði síðan ekki látið þau í friði og stöðugt þrýst á með að fá að birta frétt um málið, en þau jafnan neitað slíku alfarið, enda ekkert tilefni til slíks. „Við margbáð- um blaðakonu Pressunnar að vera ekki að birta neitt um málið, einfald- lega af því að þetta var ekki neitt neitt. Að hún skuli síðan gera það hlýtur að vera til vitnis um það að hún taldi meir liggja við að selja Pressuna en að segja satt,“ segir sam- býlismaðurinn að lokum. TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.