Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 18. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eintómt klúður Það kemur sífellt betur í ljós hversu klúðurslega ís- lenska ríkisstjórnin hefur borið sig að við fjárlagagerðina og svokallaðar efnahagsaðgerðir tengdar henni. Atvinnumálapakkinn, sem kynntur var og ríkis- stjórnin ætlaði að nota til að kaupa sér vinsældir með, er stórgallaður og einhæfur þegar betur er að gáð. Þó mark- ar þessi pakki vissulega þá þýðingarmiklu stefnubreyt- ingu að ríkisstjórnin hefur loksins viðurkennt, að það er eitthvað að í íslensku efnahagslífi. Það eru aðeins nokkr- ir dagar síðan Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður á Alþingi að ástandið væri nú hreint ekki svo slæmt og útlitið væri bara þokkalegt, þó það gæti raunar verið betra aðeins ef fortíðarvandinn hefði ekki verið svona mikill. Annars hefur forsætisráðherra komið fram í fjöl- miðlum og varið með mjög sérstæðum hætti aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. í síðdegisþætti á Bylgjunni í fyrra- dag talaði hann um að mikil vinna hafi verið lögð í þess- ar efnahagsaðgerðir. í framhaldi af því sagði hann það ámælisvert hvernig fjölmiðlar hafi fjallað um aðgerðirn- ar. Þeir hefðu haft uppi „Iitaðan" fréttaflutning vegna þess að virðisaukaskattsbreytingarnar kæmu illa við þá sjálfa. Slíkt væri ekki til þess fallið að auka tiltrú manna á Qölmiðlum. Það er greinilegt af þessum ummælum for- sætisráðherra að hann telur taugaveiklunina, nætur- fundina, óánægju stjórnarþingmanna og reddingarnar með virðisaukann fyrst og síðast eitthvað, sem fjölmiðl- arnir eru að búa til og hafi orðið sjálfum sér til minnkun- ar í leiðinni. Samkvæmt þessari samsæris- og ofsóknar- kenningu forsætisráðherra hlýtur það líka að vera fjöl- miðlalygi að þessar breytingar hafi verið illa undirbúnar og að ríkisstjórnin hafi hörfað frá einni tillögu til annarr- ar með virðisaukaskattinn og loks brotlent í 750 milljóna skattahækkun og hækkun á framfærsluvísitölunni. Það hefur því eflaust komið þeim manni, sem sjálfur hélt að hann einn vissi mest og best og gæti því öðrum fremur vandað um við fjölmiðla og aðra, á óvart að enginn virð- ist ánægður með afrek hans og ríkisstjórnarinnar. Nú þegar rykmökkurinn sest til og menn fara að sjá hvaða af- rek voru unnin í öllum hamaganginum, kemur í ljós að stóru tillögurnar í atvinnumálum eru miklu minni en látið var í veðri vaka. Þær felast í því að þjófstarta með hluta af þeim hugmyndum sem atvinnumálanefnd vinnumarkaðar og ríkisvalds voru með og ekki einu sinni þær hugmyndir, sem mestu máli skipta. Skattkerfisbreytingin, sem forsætisráðherra sagði að væri svo vel undirbúin, kemur til með að hafa þau áhrif að rústa og örkumla heilu atvinnugreinarnar, og virðu- legir forstjórar grípa fyrir andlit sér og tala um hugsun- arleysi og slys. Sjálfsagt túlkar forsætisráðherra lýðveld- isins slík viðbrögð sem óprúttnar ofsóknir fjölmiðla og litaðan fréttaflutning. Undir sömu sök seldar eru sjálf- sagt fréttir Morgunblaðsins í gær um að sjálfur íjármála- ráðherra og embættismenn í fjármálaráðuneytinu hafi orðið alveg steinhissa, þegar þeir fengu upplýsingar um hvaða áhrif tillögur þeirra muni hafa á prentiðnað í land- inu! Er nema von að einhver hafi nefnt orðið banani? Það eru miklir snillingar sem stjórna landinu um þessar mundir, og eflaust væri hægt að brosa að dramb- inu og furðulegum tilburðum þeirra — bara ef maður byggi ekki héma. Af er hagfótur í fomöld á jörðu stóð gullfót- urinn undir hagkerfum og var forsenda seðlaútgáfu. Svo var honum kastað fyrir róða og hag- fóturinn var fundinn upp og kunnu ekki aðrir skil á honum en vel menntaðir hagfræðingar, sem brugðu fyrir sig hagfótartal- inu þegar hætta var á að ein- hverjir aðrir væru að öðlast skilning á launhelgum þeirra og yfirskilvitlegri meðferð talna og spádóma. Hagfóturinn ýmist efldist eða veiktist og varð að lok- um svo lasburða að honum var sparkað undan fjármálakerfum og hagvöxturinn tók við sem ein- hver allsherjar viðmiðun. Nú stendur það tímaskeið yfir og veit enginn hvort það mun eiga sér illan eða góða endi eða hve brátt hann muni bera að. Það er að segja ef hann er ekki þegar kom- inn yfir oss. Þótt heimsveldi hrynji, hungursneyð og farsóttir geisi og háðar séu fleiri styrjaldir en tölu verður á komið, eru efnahagsmál- in mál málanna í fréttum og stjórnmálum og er ekki um ann- að meira fjallað en hagvöxt, gengisskráningar, verðlag á hlutabréfum og verðpappírum, gull- og olíuverð og vísitölur kauphallanna. Allir árar lausir Út úr þessum þokumekki efna- hagsástanda hvína svo fréttir, upphrópanir og viðvaranir um vexti og vaxtaþróun og er sjaldan tíðindalaust á þeim vígstöðvum um þessar mundir. Núna, þegar hillir undir sam- eiginlegan gjaldmiðil Evrópu- bandalagsins, er eins og öllum árum sé sleppt lausum í vaxta- og gengismálum um gjörvalla álf- una og reyndar um allan heim. Markaðurinn, framboð og eft- irspurn, á að ráða gengi gjald- miðla samkvæmt hagvaxtar- trúnni og markaðsvextir eru hið eina sem megnar að halda vaxta- stigi stöðugu og umfram allt réttlátu. Fréttir síðustu daga af vígvöll- um fjármagnshyggjunnar eru álíka burðugar til skilningsauka og hagfótartalið hér um árið. Um helgina lækkaði þýski seðlabank- inn millibankavexti um hálft prósent. Sérfræðingar vörpuðu öndinni léttar og töldu tíma- mótatíðindi, vegna þess að vextir í Þýskalandi væru alltof háir og hefðu verið lengi. Nú var tími stöðugleika og réttlætis að ganga í garð. En viti menn. Annars staðar ruku vextir upp og gjaldmiðlar féllu og áður en við var litið hrapaði líran, sænskir milli- bankavextir fóru upp í 35% og skammtímavextir í 500%, enska pundið lenti úti í kuldanum og síðast þegar til fréttist vissi eng- inn hvers virði það var. Dollarar og jen fengu fjörfisk og kippast upp og niður og alls kyns sortir af vöxtum hoppa til og frá hér og hvar og pesetinn oltinn út úr gengissamfloti EB, eins og nokkrir aðrir gjaldmiðlar aðild- arríkjanna. Klettur úr hafi Upp úr öllu þessu standa ís- lenska krónan og Jóhannes Nor- dal eins og klettur úr hafmu og mikið er hughreystandi að sjá hann á skjánum inni í stofu, þar sem hann tilkynnir að allt sé í góðu gengi á íslandi og umbrotin muni engin áhrif hafa hér fyrr en kannski seinna og og hver þau verða kemur í ljós á sínum tíma. Hvort þetta seinna verður í næstu viku eða ekki fyrr en eftir að Friðrik leggur fjárlagafrum- varp sitt fram, er óupplýst. Þetta eru allt venjulegar efna- hagsspár og í útlöndum er sá gamli góði siður tekinn upp að spá í innyfli. Rýnt var í gallblöðru Mitterrands suður í Frans og þar sáust frumur sem benda til að landar hans muni samþykkja Ma- astrichtsamninginn á sunnudag- inn og mun það hafa góð áhrif á vexti og gengi gjaldmiðla. Þarna sýnir sig að aðferðir sérfræðinga við að spá um framvindu efna- hagsmála eru nánast hinar sömu við lok tuttugustu aldar og þegar seiðskrattar miðalda lásu fram- tíðina úr innyflum spendýra. Vextir og brauð Hér á landi hefur svokallaðri fastgengisstefnu verið haldið til streitu um hríð. Því eru litlar fréttir af gengisfellingum, en þeim mun meiri af vöxtum. Foringjar verkalýðs og ann- arra launþega eru fyrir löngu hættir að nefna kauphækkun í samningum og telja launin ekki skipta neinu máli í afkomu um- bjóðenda sinna. Það er hvorki beðið um frelsi né brauð og enn síður spurt hver skapar hinn drottnandi auð. Kröfumar snú- ast allar um vexti og lánakjör og afkomu fyrirtækja. Lækkun vaxta er eina hags- munamál launafólksins og því er beint til stjómvalda og almátt- ugra bankastjóra að lækka vext- ina og lengja lánstímann og halda í gengið. Kjörin ráðast af vaxtastiginu og gengisskráning- unni og því þurfa aðilar vinnu- markaðarins ekki um annað að tala og semja um. Fjör í vaxtadansinum Alfrelsið í vaxtamálum er svo skrautlegt, að sá gamli og virðu- legi Englandsbanki stígur dansinn af slíku fjöri að á einum og sama deginum tekur hann tvö skref aftur á bak og eitt áfram, hækkar vexti tvisvar og lækkar einu sinni. Fjármálamenn eiga ekki svefn- frið, því gengi og vextir taka breytingum jafnt á nóttu sem degi og helgarfrí em af skomum skammti af sömu sökum. Tæpast má á milli sjá hvort glundroðinn er meiri innan ríkja Evrópubandalagsins eða í fjár- málakerfum þeirra landa, sem sótt hafa um upptöku í samtökin, og bágt er að sjá hverjir græða og hverjir tapa þegar upp er staðið. Það er að segja ef upp verður staðið úr öllu því fimbulfambi sem óheft markaðshyggja orsak- ar á fjármálamarkaði. Satt best að segja em engir spádómar svokallaðra sérfræð- inga trúverðugir, enda stangast þeir á og enginn veit hver annan grefur áður en yfir lýkur. Því er líklega best að leiða rokufréttir fjármálaheimsins hjá sér á meðan mesti gusugangur- inn gengur yfir og hugsa með sér, eins og ráðherrann sagði hér um árið, að íslenska krónan er stöðug, það em bara allir hinir gjaldmiðlarnir sem hækka upp úr öllu valdi. Svo tekur maður bara undir með þeim sem ekki vita aura sinna tal: „Peningar em ekki allt.“ OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.