Tíminn - 02.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 2. október 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vinna fyrir vélar eða fólk? Þótt þeir séu til, sem telja „hæfilegt atvinnuleysi" eðlilegt og jafnvel æskilegt ástand til að halda niðri lífskjörum og kröfugerð, hafa flestir þá skoðun að ekki sé annað sæm- andi en að næg atvinna sé fyrir alla þá sem hafa getu og vilja til starfa. Sívaxandi atvinnuleysi er því mikið áhyggjuefni og það, sem gerir myndina enn dekkri, er það að allt útlit er á að skortur á vinnu sé að verða viðvarandi ástand. En það er ekki unandi við það í fámennu samfélagi í stóru og auð- ugu landi. Samdráttar- og hnignunarskeið það, sem nú gengur yf- ir, hlýtur að kalla á róttækar aðgerðir til að sporna við þeirri öfugþróun sem bölmóður og vantrú á framtíðinni leiðir yfír þjóðina. Til þessa hafa núverandi stjómvöld ekki lagt annað til atvinnumála en niðurskurð og nánas- arlega sparnaðartilburði. Sveitarfélög hafa aftur á móti mörg hver lagt fram veru- legar fjámpphæðir til atvinnutryggingar, því að þar vita menn að iðjuleysi þeirra, sem vilja vinna, og bætur til þeirra eru samfélaginu dýrari en sem nemur því sem lagt er af mörkum til að halda hjólum athafnalífsins gang- andi. Nú hefur ríkisstjórnin seint og um síðir boðað að lagð- ar verði fram nokkrar upphæðir til að bæta atvinnu- ástandið í landinu. Það, sem helst er er talið koma til greina, eru auknar vegaframkvæmdir, sem í sjálfu sér em góðra gjalda verðar, en draga verður í efa að séu eins atvinnuskapandi og efni standa til. Nútíma vegagerð byggir á stórvirkum vélum og tæknikunnáttu, en ekki á fjölmennu vinnuafli. Því vaknar sú spurning hvort til standi að útvega vinnuvélum verkefni og þeim, sem þær eiga, umsetningu, fremur en að fækka í hópi atvinnu- leysingja. Einnig ber að hafa í huga að sama ríkisstjórn var áður búin að skera vegaframkvæmdir niður, svo að aukning á þeim er aðeins að hætta við að hætta þeim niðurskurði og að öðru leyti sáralítil búbót. Það hlýtur að vera stefnan að skapa ný störf við nýja og aukna framleiðslu. Tímabil uppbyggingar húsa og mik- illa mannvirkja er að mestu liðið, eins og offjárfesting- arnar eru órækur vitnisburður um. Endurnýjun og við- hald hefur aftur á móti setið á hakanum og þar eru mik- il verkefni framundcm. Opinberir aðilar gætu sem best farið að láta taka til hendi við að halda við og endurbæta eignir ríkis og opinberra stofnana og margt fleira í þeim dúr. Viðgerðir og viðhald eru ekkert síður verðmæta- skapandi en að byggja upp, svo að hér getur sem best verið um arðbær störf að ræða. Margt fleira kemur eðlilega til greina þegar meta á hvernig útrýma á miklu og vaxandi atvinnuleysi, og væri nær að einhverjir sérfræðingar og ráðgjafar legðu höfuð sín í bleyti og hugsuðu upp leiðir til að fjölga störfum og dreifa þeim, í stað þess að hugsa um það eitt að fækka fólki á vinnustöðum og setja sjálfvirkni og vélar í þeirra stað og kalla það hagræðingu og sparnað. Mikil framleiðni og sjálfvirkni véla er góð út af fyrir sig, en það er öfugsnúinn hugsunarháttur að taka ávallt vél- ar framyfir fólk. Við eigum ekki að þjóna vélum og tækni, heldur öfugt. Fullyrðingar Raunvenileikinii Blaðaútgáfa er mikil á íslandi, og útvarpsstöðvar eru fúrðu margar, ásamt þeim sjónvarpsstöðvum sem senda út efni. Það er að vonum að ýmsir þurfi að láta ljós sitt skína í öllum þessum fjölmiðlum, bæði fjölmiðlafólk og allur almenningur. Sífellt er verið að leita álits á ýmsum málum í samfélaginu, og almenn- ingur er krafinn svara við spuming- um sem bomar em frarn. Allt er þetta hluti af mannlífinu og ekkert nema gott um það að segja. Þetta er hluti af tjáningarffelsinu, sem er ein af undirstöðunum í því samfélagi sem við viljum life í. í allri þessari fjölmiðlaumfjöllun um hin fjölbreytilegustu mál- efni, fer ekki hjá því að settar séu ffam ýmsar fullyrðingar um hitt og þetta. Sumar þess- ar fullyrðingar ganga svo aft- ur og fara að lifa sjálfstæðu lífi ár eftir ár, án þess að nokkur umræða fari fram um réttmæti þeirra eða það sem að baki býr. Atkvæðaveiðar Ég hef í nokkur ár haft þann starfa að vera þingmaður fyrir lands- byggðarkjördæmi. Ein fullyrðing er furðu lífseig um þennan hóp manna og gengur aftur æ ofan í æ í um- mælum manna í fjölmiðlum. Hún er sú að þingmenn dreifbýlisins haldi dauðahaldi í vald til þess að út- hluta fé til opinberra framkvæmda í kjördæmum sínum, vegna þess að þetta sé notað til þess að kaupa fólk til fylgis við sig. Ég held að ég hafi síðast rekist á þessa fúllyrðingu í gær í Alþýðublaðinu í grein þar sem meðal annars var verið að fialla um stöðuna í sameiningarmálum sveit- arfélaga, og þessi staðhæfing kemur víðar með reglulegu millibili. Stundum er það fullyrt að þessi ár- átta landsbyggðarþingmanna komi í veg fyrir tímabærar úrbætur í stjómsýslu landsins. Ég vil því eyða nokkrum orðum að raunveruleikanum í þessum efn- um, eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Ég vann fyrir tveimur árum að því ásamt fleiri þingmönnum í félags- málanefnd Alþingis að fjalla um nýja verkaskiptingu og tekjustofna ríkis og sveitarfélaga. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að samþykkt var löggjöf um nýja tekjustofna og verkaskiptingu, sem var til þess að styrkja fjárhagslega sveitarstjómar- stígið í landinu. í tengslum við þetta fór allt vald til þess að ákveða og kosta byggingu gmnnskóla og dag- heimila yfir tíl sveitarfélaganna, all- ur rekstur tónlistarskóla sömuleið- is, svo stiklað sé á því stærsta. Hvaðan kom þrýsting- urinn? Ég man ekki eftír því, á meðan á þessari vinnu stóð, að nokkur þrýst- ingur væri frá þingmönnum lands- byggðarinnar að halda því valdi, sem þeir höfðu tíl þess að ákveða skiptingar á fjármunum til dag- heimila og gmnnskóla. Hvort tveggja em þó mikilvægir mála- flokkar og mikill fjöldi af fólki og þar með atkvæðum, sem á hagsmuna að gæta. Hins vegar var þrýstingur- inn mikill frá ýmsum, sem störfúðu í tengslum við þessar stofnanir, og ffá almenningi sem óttaðist þessar breytingar. Sá óttí hefúr reynst ástæðulaus og engan hef ég hitt sem vill breyta þessu í sama horfið aftur, hvorki þingmenn né aðra, þótt auðvitað getí þeir verið til sem em þeirrar skoðunar. Vegamálin Mekka at- kvæðaveiðanna? Vegamál em gjaman tínd tíl í þess- ari umræðu, og þar er talin Mekka atkvæðaveiðanna. Fyrirkomulag þeirra mála er þannig nú, að Alþingi ákveður heildampphæð til vega- mála, og skiptíngu þess fiár á milli kjördæma eftír ákveðnum reglum, sem miðaðar em við vegalengd í hveiju kjördæmi, umferðarþunga og ástand vega. Áætlun er gerð um þessar framkvæmdir til fjögurra ára í senn, og Vegagerðin skiptír síðan fiármunum innan kjördæmanna í samráði við þingmenn, sem hafa síðasta orðið um skiptinguna og geta breytt tíllögum Vega- gerðarinnar. Þingmenn einstakra kjör- dæma hafa yfirleitt lagt sig ffam um það að ná samkomulagi um þessa skiptingu í vegamálum og reyna að skapa frið f sínum kjör- dæmum um hana. Mér hefur sýnst að þetta bras sé ekki líklegt tíl at- kvæðaveiða. Það gengur yfirleitt út á það að sætta menn við niðurskurð á áætlunum, sætta menn við að bíða eftír ffamkvæmdum, og áherslur á framkvæmdir á einum stað þýða að aðrir verða að bíða. Sjálfstætt líf, utan raunveruleikans Ég er sem sagt þeirrar skoðunar að þessi fúllyrðing að þingmönnum sé svo mikið hjartans mál að skipta fé tíl opinberra ffamkvæmda til þess að kaupa fyrir atkvæði, sé meira og minna úr lausu lofti gripin og lifi orðið sjálfstæðu lífi utan við raun- veruleikann. Að skipta takmörkuðu fé, ákveða forgangsröð og skilja ein- hveija útundan er ekkert vinsælda- verk, það er þvert á móti nokkuð vandasamt og erfitt verkefm. J.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.