Tíminn - 02.10.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. október 1992
Tíminn 5
Sjöfn Ingólfsdóttir:
„Allir með tölu“
Um nokkurra vikna skeið hef ég starfað með hópi kvenna, sjálfboðaliða
á vegum Samtaka um kvennaathvarf, við undirbúning fyrir landssöfnun
annan október næst komandi, þar sem markmiðið er að safna nægu fé
til kaupa á stærra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið. Þegar ég gekk til þessa
samstarfs taldi ég mig vita þónokkuð um þessa starfsemi, en ég komst
fljótlega að því hve lítið ég vissi í raun.
Ég vissi reyndar að 10 ár voru
liðin síðan Samtök um kvennaat-
hvarf voru stofnuð og ég þekkti
markmiðin.
Þau eru í fyrsta lagi að reka at-
hvarf fyrir konur og böm þeirra,
þegar dvöl í heimahúsum er þeim
óbærileg vegna andlegs eða lík-
amlegs ofbeldis eiginmanns,
sambýlismanns eða annarra
heimilismanna og hins vegar fyr-
ir konur, sem verða fyrir nauðg-
un. í öðru lagi að koma á fót ráð-
gjöf fyrir konur, sem beittar hafa
verið nauðgun, og í þriðja lagi að
rjúfa þá þögn, sem ríkir um of-
beldi innan fjölskyldu með
fræðslu og umræðu, meðal ann-
ars í því skyni að veita þeim vöm
og aðstoð er slíkt ofbeldi þola.
Ég man lfka vel eftir merkjasöl-
unni fyrir 10 ámm og þeim góðu
viðtökum, sem sölukonur fengu.
Svo mikið fé safnaðist að það
nægði til kaupa á húsi því, þar
sem Kvennaathvarfið hefur verið
frá upphafi.
Ég vissi um alla sjálfboðaliðana,
konumar sem lögðu á sig
ómælda vinnu til að láta draum-
inn rætast. Ég þekki margar
þeirra og þær em enn að.
En nú veit ég meira. Ég veit, eða
a.m.k. geri mér betur grein fyrir,
hvílíkt átak þurfti til að ná þeim
markmiðum, sem samtökin
höfðu sett sér, því margar vom
úrtölu- og efasemdaraddirnar fyr-
ir 10 ámm. Heimilisofbeldi var
vandlega varðveitt leyndarmál í
þjóðfélaginu. Opinberlega vildi
fólk ekki kannast við að slíkt við-
gengist f okkar litla landi, engin
þörf gæti verið fyrir sérstakt at-
hvarf fyrir konur. Þessum rödd-
um hefur fækkað til muna, þó
enn gæti nokkurs skilningsleysis
og efasemdamenn em ennþá til
og verða ugglaust til enn um
sinn.
Það kom fljótt í ljós að þörfin var
raunvemlega fyrir hendi. Strax á
fyrsta starfsárinu 1983 dvöldust,
um lengri eða skemmri tíma, 150
konur og 108 böm þeirra f
Kvennaathvarfinu.
Fyrstu árin var fjöldinn svipaður
frá ári til árs, en árið 1991 var
metár í sögu athvarfsins. Þá
komu þangað 217 konur og 116
börn og það ár hafa starfskonur
nefnt „ár hinna stóm áverka", þar
sem konurnar höfðu verið beittar
miklu líkamlegu ofbeldi. Og þann
11. september síðastliðinn höfðu
alls 246 konur með 134 böm leit-
að á náðir Kvennaathvarfsins.
Getur nokkur efast lengur um
þörfina, sem heyrir slíkar tölur?
Enginn veit nákvæmlega hverjar
ástæðurnar em fyrir þessari
miklu fjölgun, en líklegt er að ein
þeirra sé að æ fleiri konur vita af
Kvennaathvarfinu og að aukin
umræða og ffæðsla um ofbeldi sé
þeim konum, sem búa við ofbeldi
á heimilum sínum, sú hvatning
sem þurfti til að þær gætu horfst
í augu við vandamál sín og þar
með veitt þeim kjark til að leita
sér hjálpar.
Hvaða konur leita til Kvennaat-
hvarfsins? Ég hef oft spurt sjálfa
mig þessarar spurningar.
Starfskonur athvarfsins hafa
sagt mér að engin fræðileg könn-
un hafi verið gerð á þjóðfélags-
legri stöðu þeirra kvenna, sem
þangað leita, en 10 ára saga
Kvennaathvarfsins hefur leitt í
Ijós að heimilisofbeldi er til í öll-
um stéttum þjóðfélagsins. Stór
hópur kvenna, sem leitar til at-
hvarfsins, hefur ekki sjálfstæð
fjárráð. Konumar em alls staðar
að af landinu og á öllum aldri, eða
eins og ein starfskonan sagði við
mig: „Það eina, sem þær eiga all-
ar sameiginlegt, er að þær em
konur og þær hafa verið beittar
ofbeldi — líkamlegu eða and-
legu.“
Fyrstu starfsár Kvennaathvarfs-
ins var áberandi að eldri konur
leituðu aðstoðar, konur sem
höfðu í ár og áratugi búið við of-
beldi, en nú á síðari ámm hefur
meðalaldurinn lækkað.
Um 30% kvennanna koma utan
af landi og það sem af er árinu
hafa 28 erlendar konur frá öllum
heimshomum dvalið þar. Allan
sólarhringinn standa dyr
Kvennaathvarfsins opnar öllum
þeim konum, sem sjálfar telja sig
beittar ofbeldi á heimili sínu.
Kvennaathvarfið er ekki stofnun
— engra vottorða þarf að afla til
að fá þar inni, engin skilyrði að
uppfylla fyrirffam — það nægir
að lyfta símtóli og biðja um að fá
að koma. Konan ákveður sjálf
hvenær hún kemur, athvarfið er
heimili hennar á meðan hún
dvelur þar og hún fer þaðan þeg-
ar hún er tilbúin til þess.
Eins og fram hefur komið em
margar þær konur, sem leita til
Kvennaathvarfsins, mæður sem
koma þangað ásamt börnum sín-
um. Ekki hafði verið búist við
þessum fiölda bama þegar at-
hvarfið var opnað í desember
1982. Við því var bmgðist á þann
veg að enn komu sjálfboðaliðar á
vettvang, myndaður var Barna-
hópur Kvennaathvarfsins, sem
sinna skyldi bömunum á meðan
þau dveldu þar, og gekk það svo
til 2-3 fyrstu árin, en nú er þar
kona í fullu starfi við bamastarf.
Það er skoðun starfskvenna í
Kvennaathvarfinu — og þær tala
af reynslu — að bömin séu síst
minni þolendur heimilisofbeldis
en mæðumar, þeirra aðstaða sé í
raun enn verri. Þau hafi litla sem
enga möguleika á að hafa áhrif á
aðstæður sínar; þau ráði t.d. engu
um hvort eða hvenær þau koma í
Kvennaathvarfið, né hvenær þau
fari þaðan og þá hvert.
Það er staðreynd að mörg böm
alast upp á heimilum, þar sem
móðir þeirra lifir í sífelldum ótta
við eiginmann eða sambýlis-
mann. Þeirra reynsla er að hve-
nær sem er geti faðir þeirra eða
fósturfaðir beitt móður þeirra
hótunum, líkamlegu ofbeldi, eins
og barsmíðum, spörkum og jafn-
vel ógnað lífi hennar.
Hve mörg íslensk böm alast upp
við þessar aðstæður getur enginn
sagt með nokkurri vissu, því þau
tala ekki um reynslu sína, en lík-
legt má telja að þau sé að finna í
flestum bekkjum grunnskóla.
Sérfræðingar benda á að börn,
sem alast upp við heimilisofbeldi,
venjist því að grfpa til ofbeldis til
að leysa vandamál og gera út um
ágreining. í þeirra augum er of-
beldi stundum leyfilegt. Ef of-
beldi er leið til að gera út um
mannleg samskipti inni á heimil-
unum, hvers vegna þá ekki líka í
skólanum og niðri í bæ?
Drengir, sem verða vitni að of-
beldi gegn móður sinni, eru lík-
legri til að beita konu sína ofbeldi
en drengir, sem alast upp á heim-
ilum þar sem ofbeldi viðgengst
ekki.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um áhrif sjónvarps og kvikmynda
á böm og unglinga og það að von-
um. Mikið af því sjónvarpsefni,
sem í boði er fyrir yngstu börnin,
lýsir ofbeldi af einhverju tagi.
Sjónvarpinu er hægt að loka og
kvikmyndir er hægt að banna, en
barn sem lifir við heimilisofbeldi,
á ekkert val, það á sér engrar und-
ankomu auðið.
Tímabundin dvöl í Kvennaat-
hvarfinu er lausn um stundarsak-
ir, en hver er framtíð bams eftir
veru þess þar? Fer það heim í
sömu aðstæður, eða verður ein-
hver breyting til batnaðar?
Þriðja grein markmiða Samtaka
um kvennaathvarf kveður á um
að eitt af viðfangsefnum þeirra sé
að rjúfa þá þögn, sem umlykur
heimilisofbeldi, með fræðslu og
umræðu.
í ársskýrslu samtakanna fyrir ár-
ið 1990 segir þáverandi fræðslu-
og kynningarfulltrúi, Nanna
Christiansen, það ekkert áhlaupa-
verk að framfylgja þeirri grein.
Flestir reyni að komast hjá því að
taka afstöðu til heimilisofbeldis á
þeirri forsendu að alltaf séu tvær
hliðar á hverri sögu og það sé
einkamál hjóna ef þau vilja slást.
Sumir haldi því jafnvel fram að til
séu konur, sem vilji hreinlega láta
berja sig. Það, sem einkenni þessi
viðhorf, sé að viðkomandi eru til-
búnir að réttlæta ofbeldisverk
undir vissum kringumstæðum,
ofbeldi sé nefnilega að margra
mati stundum leyfilegt eða að
minnsta kosti skiljanlegt.
En fólk hefur mismunandi
mörk, segir Nanna, sumum næg-
ir að fólk sé gift til að það réttlæti
ofbeldisverk. Ef til dæmis við-
skiptavinur í verslun réðist á af-
greiðslukonu, ásakaði hana um
dónaskap, kýldi hana í gólfið og
tæki hana kverkataki, yrði hann
vafalaust harðlega fordæmdur af
öllum. En ef afgreiðslukonan
væri gift manninum, svo ekki sé
talað um ef atburðurinn ætti sér
stað í stofúnni þeirra, yrði þetta
að margra mati einkamál hjón-
anna og skoðað sem ósamkomu-
lag eða hjónabandserjur.
Aðrir þurfi að fá skýringu á
hegðun þolandans, þ.e. konunn-
ar, áður en þeir dæma. Eiginkon-
an hafi kannski vísvitandi ögrað
manni sínum og hann misst
stjóm á skapi sínu. Og svo skipti
það flesta miklu máli í hvernig
ástandi maðurinn er. Hafi hann
td. verið ölvaður er erfitt að gera
hann ábyrgan.
„Svo lengi sem við kjósum að
réttlæta ofbeldisverk og forðumst
að gera ofbeldismenn ábyrga fyrir
gerðum sínum, höldum við
áfram að lifa í samfélagi, sem
kennir bömum að stundum sé
eðlilegt að misþyrma fólki þegar
það er öðruvísi en við viljum að
það sé,“ eru niðurlagsorð Nönnu
í grein sinni.
f þessum pistli hef ég aðeins
stiklað á stóru í sögu Kvennaat-
hvarfsins og dregið upp nokkur
atriði, sem hafa orðið mér um-
hugsunarefni undanfarnar vikur.
Hafi ég verið í vafa um þörfina
fyrir rekstur Kvennaathvarfs, þá
er mér hún fúllljós nú. Samtökin
em rekin af áhugafólki, um 5-600
manna hópi, sem greiðir árleg fé-
lagsgjöld. f athvarfinu em nú
fimm og hálft stöðugildi starfs-
kvenna og tvær konur vinna í
hálfú starfi á skrifstofu, að ótöld-
um sjálfboðaliðum sem alltaf em
til taks.
Að frátöldum daggjöldum dval-
arkvenna, sem í dag em 800 kr. á
sólarhring, og félagsgjöldum er
árlega sótt um fjárstuðning til
ríkis og sveitarfélaga. Sótt er um
70% af áætluðum rekstrarkostn-
aði til ríkisins, en 30% til allra
sveitarfélaga með fleiri en 1000
íbúa.
Samtökin hafa mætt auknum
skilningi opinberra aðila á þörf-
inni, en enn vantar mikið á að
þau fái þann fjárstuðning, sem
þau biðja um. Því má fullyrða að
rekstur athvarfsins standi og falli
með velvilja þeirra fjölda einstak-
linga, félaga og fyrirtækja, sem
veitt hafa Kvennaathvarfinu
ómetanlegan stuðning gegnum
árin.
Húsið, sem keypt var fyrir gjafa-
fé fyrir 10 ámm og hýst hefúr
Kvennaathvarfið síðan, er nú orð-
ið alltof lítið. Brýn nauðsyn er
fyrir stærra húsnæði. Bamafjöld-
inn einn og sér, sem að jafriaði
dvelur í húsinu, er nægjanleg
skýring á húsnæðisvanda sam-
takanna.
Nú er í undirbúningi söfnunar-
átak, hinn 2. október næstkom-
andi, og draumurinn er að safna
nægu fé til að kaupa stærra hús.
Ég heiti á landsmenn að hjálpa
til að láta þennan draum okkar
rætast. Táka vel á móti sölufólki
og leggja sitt af mörkum.
Kjörorð okkar er: Allir með tölu.
(Áður flutt í þættinum „Um dag-
inn og veginn" 28. sept. s.l.)
Höfundur er formaður Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar.
Tildrög Fríverslunarsvæðis N-Ameríku
Viðræðum á milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíko um myndun frí-
verslunarsvæðis Norður-Ameríku (North American Free Trade Area,
NAFTA) lauk með gerð samkomulags í Washington 12. ágúst 1992, en
þær viðræður þeirra höfðu þá staðið í 14 mánuði. Að samkomulagsgerð-
inni verða vörutollar milli landanna þriggja niður felldir, stig af stigi á
næstu 15 árum.
Frumkvæði að viðræðunum
átti forseti Mexíkó, Carlos Salinas
de Gortari, er hann kom heim í
árslok 1989 tómhentur úr för til
Evrópu, þar sem hann hafði leit-
að lána og fjárfestingarfjár til
Mexíkó. Fáeinum dögum eftir
heimkomu sína vakti hann máls
á samningum um fríverslunar-
svæði í Norður-Ameríku við
George Bush forseta. „Víðs fjarri
fór, að Salinas hygði á vemdar-
stefnu," sagði í Financial Times
13. ágúst 1992. „Fyrir honum
vakti að treysta í sessi þær efna-
hagslegu umbætur, sem orðið
höfðu í Mexíkó á undanfömum
sjö árum, og ennfremur, að sam-
komulagið yrði eins konar segull,
sem að drægi útlenda fjárfest-
ingu, — ekki aðeins frá Banda-
ríkjunum, heldur líka frá Evrópu
og Asíu. Og til þess hefur dregið.
Á fyrri árshelmingi 1992 hefur
útlend fjárfesting í Mexíkó numið
5,52 milljörðum $, 3,8% meira
en á fyrri árshelmingi 1991. Allt
árið 1991 nam aðstreymi útlends
fjár til Mexíkó 10 milljörðum $,
tvöfalt hærri upphæð en 1990, að
sögn mexíkanska viðskiptaráðu-
neytisins. — Lögðu Bandaríkin
til stærstan hluta þess, liðlega
60%, en Bretland næst stærstan,
6,8%, þá Þýskaland 5,8%, en
Kanada níunda stærsta hlutann."
,d4argt hefur vakað fyrir Bush.
öryggismál í Mið- og Suður-Am-
eríku em honum ofarlega í huga;
áleitin er honum sam-
keppnishæfni bandarísks
iðnaðar gagnvart fram-
gangi Japana f Bandarfkj-
unum, og stuðla vill hann að
auknum bandarískum útflutn-
ingi.
Fríverslunarsvæði Norður-Am-
eríku gæti orðið fyrsta skrefið að
öðru enn stærra, sem tæki til
Ameríku í suðri sem í norðri."
PEMEX áfram í eigu
mexíkanska ríkisins
Að samningum um Fríverslun-
arsvæði Norður-Ameríku verður
Petroleos Mexicanos (PEMEX)
áfram í eigu mexíkanska ríkisins.
Þá verður bandarískum og kanad-
ískum olíufélögum ekki heimilt
að leita olíu í Mexfkó. En banda-
rísk og kanadísk fyrirtæki mega
senda tilboð vegna helmings út-
boða PEMEX og Rafmagnsveitna
Mexíkó, þegar á fyrsta ári eftir
samþykkt fríverslunarsamnings-
ins, en vegna 70% þeirra að 8 ár-
um liðnum og vegna allra þeirra
að 10 árum liðnum. Munu þau
hljóta beinar greiðslur fyrir starf
sitt, en ekki hundraðshluta þeirr-
ar olíu, sem þau kunna að finna.
PEMEX hefur ráðgert að verja 20
milljörðum $ til nýframkvæmda
og athugana 1990-95, aðallega til
uppsetningar olíuhreins-
unarstöðva og olíuleitar.
Útlendum fyrirtækjum
verður hins vegar heim-
ilt að festa fé í efnaiðnaði í Mex-
íkó, að gerðum nokkrum undan-
þágum þó, og einnig til að selja
jarðgas til Mexíkó, en undir um-
sjáPEMEX.