Tíminn - 02.10.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 2. október 1992 Sigurgeir Þorgrímsson Fæddur 4. nóvember 1943 Dáinn 8. júlí 1992 Það var á sólríkum júlídegi, sem mér barst andlátsíregn vinar míns, Sigurgeirs Þorgrímssonar. Það kom mér ekki að öllu leyti á óvart Ég vissi, hversu alvarleg veikindi hans voru og að tvísýnt gat verið um bata. Þó var hann enn óbugaður þrátt fyrir veikindi, er við hittumst í febrúar á liðnum vetri, lífsþrótturinn mikill og œttfræðingur áhugamálin hin sömu, hin margvís- legu áhugamál, er alltaif fylgdu Sigur- geiri, hvenær sem maður hitti hann. Einnig þá var hann gefandinn í okkar samræðum. Fyrir réttu ári hafði hann hlaupið sjö kílómetra f víða- vangshlaupi, þá nýlega staðinn upp af sjúkrabeði; kjarkurinn var mikill og viljinn einbeittur. Allt þetta styrkti þá von, að hann myndi sigrast á sjúk- dómi sfnum. Elsku drengurinn okkar Guðmundur Óli Hauksson lést af slysförum mlðvlkudaginn 30. september. Blma Bjamadóttlr Haukur Ingibergsson Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um fulltrúa á 37. þing Alþýðusambands (slands. Kjörnir verða 58 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna V.R. þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 5. október n.k. Kjörstjóm Ódýr bíll til sölu Daihatsu Charade ‘82 í ágætu lagi. Skoðaður ‘93. Þaulvanur skólabíll. Selst ódýrt gegn stað- greiðslu. Upplýsingar í síma 91-680001 og 91- 681148 ákvöldin. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTDM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Húseigendur Önnumst sprungu- og múrviðgerðir. Lekaþétt- ingar. Yfirförum þök fyr- ir veturinn. Sótthreinsum sorp- geymslur og rennur. Hreinsum kísil úr bað- körum o.fl. Fljót og góð þjónusta. Upplýsingar í síma 653794 Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að oera vélritaðar. En mennimir þenkja, Guð ræður. Við lát Sigurgeirs Þorgrímssonar kemur margt upp í hugann eftir þrjá- tíu ára viðkynningu, sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar hófúst í Kenn- araskóla íslands, er við vorum þar báðir við nám, þó ekki í sama bekk. Af einhverjum ástæðum vakti þessi lág- vaxni maður, sem stakk við fæti, at- hygli mína, hann var viðræðugóður og viðmótið aðlaðandi og drengilegt Okkur varð fljótt vel til vina. Frá bamæsku hafði Sigurgeir mátt búa við fötlun, annar fóturinn var styttri, svo hann varð alltaf að nota sérstak- lega gerða skó. Fötlunin setti án efa mark sitt á líf hans allt, þótt þess yrði lítt vart að hún hamlaði honum í daglegum störfúm. Hann fór allra sinna ferða, gekk mikið og lét hvorki veður né færð hamla för. f Kennaraskólanum var gott að vera. Þar áttum við Sigurgeir samstarf, m.a. í Bindindisfélagi Kennaraskól- ans, sem var öflugt félag á þeim tíma. Sigurgeir var þá þegar einlægur bindindismaður, bindindi var órjúf- anlega samofið lífsskoðun hans, sem var trúin á þroskamöguleika manns- ins og von um betra og fegurra mannlíf hér á jörð. Bindindishug- sjóninni var hann trúr alla ævi, var virkur félagi í Stórstúku íslands og stórritari um árabil. Ekki staldraði Sigurgeir lengi við í Kennaraskólanum, minnir mig að hann væri þar aðeins einn vetur. Síð- ar stundaði hann nám um nokkurra ára skeið við öldungadeild MH án þess að Ijúka þaðan námi. Ýmislegt varð til tafar í náminu, áhugamálin voru margvísleg og tengdust ekki nema að nokkru leyti námsgreinum þeim, sem skólinn bauð upp á; þar við bættust félagsmálastörf. Sigur- geir hafði ævinlega mörg jám í eldin- um og hugur hans hneigðist að ýms- um sviðum. Þar má fyrst nefria ættfræðina, sem var hans sérgrein. Á því sviði vann hann mikið starf. Árum saman vann hann ættartölur fyrir einstaklinga, oft upp á mörg hundruð blaðsíður, og oftastnær fyrir Iitla sem enga þóknun. Á sviði ættfræðirannsókna liggja eftir hann merk verk, sem ekki verða tíunduð hér. Við rannsóknir sínar sat Sigurgeir langdvölum á Landsbóka- og Þjóð- skjalasafninu. Þar var ævinlega gott að hitta hann, setjast niður og spjalla. Á safninu sinnti hann einnig öðru áhugamáli sínu, sem var sagn- fræðin, en áhugi á sögu og menn- ingu var honum í blóð borinn. Vegna rannsókna sinna og ritverka í ættfræði og á sviði sagnfræði, fékk hann inngöngu í heimspekideild Há- skóla íslands. Þar stundaði hann nám í sagnfræði undir leiðsögn hæfustu kennara og lauk BA-prófi í þeirri grein fyrir tveimur árum. í Háskól- anum undi hann sér vel og námið átti að mörgu leyti vel við hann. Það kom mér ekki á óvart Sigurgeir var vísindamaður að eðlisfari og hafði tamið sér ákveðin vinnubrögð í því sambandi, sem féllu að þeim kröfum sem gerðar eru til náms við Háskóla íslands. Lengst af hafði Sigurgeir ekkert fast starf með höndum. Sjálfur var hann í skóla og sinnti ættfræðiskrifúm, oft- ast án nokkurs endurgjalds. Hann átti erfitt með að neita fólki um greiða. Að auki hlóðust á hann félagsmála- störf af ýmsu tagi. Sigurgeir starfaði í ýmsum félögum og kom víða við, hjá því gat ekki farið með mann, sem átti jafn mörg áhugamál og var félags- lyndur að auki. íþróttafélag fatlaðra var eitt þeirra félaga, sem nutu starfs- krafta hans um árabil, en málefni hinna fötluðu voru honum einkar hugleikin. Sem formaður þess félags vann hann það afrek ásamt nokkrum félögum sínum að sigla á kajak niður sjálfa Hvítá til að vekja athygli á starf- semi félagsins og saftia áheitum. Er Dagblaðið Vísir hóf birtingu ætt- fræðiþátta árið 1987, var Sigurgeir ráðinn til að sjá um ritun þeirra. Því starfi gegndi hann, meðan heilsa ent- ist, vann þar langan vinnudag, oft langt fram á nætur og um helgar og hlífði sér hvergi. Hygg ég, að hann hafi þar gengið of nálægt heilsu sinni, en samviskusemin var einstök og trúnaður við það, sem honum var á hendur falið. Ættfræðiþættir DV hafa vakið verðskuldaða athygli, og má telja þá einhverja mestu ný- breytni í blaðamennsku síðari ára. Það kom í hlut Sigurgeirs að ryðja brautina og móta þessi ættfræðiskrif. Munu flestir sammála um, að vel hafi til tekist. Sem fyrr greinir, hófust kynni okkar Sigurgeirs í Kennaraskóla íslands, en þótt leiðir skildu og vik yrði milli vina, þá héldum við kunningsskap okkar í gegnum árin. Örlögin hög- uðu því þannig, að síðar lágu leiðir saman í Háskólanum, er ég stundaði þar nám í guðfræðideild. Háskólaár- in urðu vafalaust uppbyggilegur tími í lífi okkar beggja, þeim fylgdi endur- mat og ný viðhorf á ýmsum sviðum. Mörg voru sporin gengin upp í Drápuhlíð 46 í heimsókn til Sigur- geirs og móður hans, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem þar hafa haldið heimili saman í áratugi, en föður sinn, Þorgrím Magnússon stöðvar- stjóra á BSR, missti Sigurgeir um tví- tugsaldur. Ingibjörg sér nú á bak elsta syni sínum, komin á níræðis- aldur. Hún er greind kona og sterk. Margt var spjallað. Það var alltaf eins konar andleg veisla að ræða við Sig- urgeir, umræðuefnin nánast óþrjót- andi og spönnuðu flest svið mann- legrar tilveru, þvf fétt lét Sigurgeir sér óviðkomandi. En oftast bar á góma þau málin, sem okkur voru báðum hugleikin: trúmálin og hin hinstu rök tilverunnar. Sigurgeir var einlægur trúmaður. Almættið var fyrir honum jafn sjálf- sögð staðreynd og það annað í tilver- unni, sem augu og eyru fó greint Hann var einstaklega öfgalaus gagn- vart trúarstefnum, svo vafalaust hef- ur einhverjum þótt nóg um, var við- ræðuhæfur jafnt við guðspekinga sem kaþólikka, kynnti sér trúarstefn- ur og strauma, og sótti samkomur hjá hinum ýmsu trúarhópum. Guð var fyrir honum meiri en öll til- beiðsíuform. Af fúndi Sigurgeirs fór maður auð- ugri og jafnan bjartsýnni á lífið og til- veruna. Frá honum stafaði einhver andlegur þroski og góðvild, sem erf- itt er að útskýra. Það veit ég, að margir fúndu og sakna nú að leiðar- lokum. Þegar ég nú kveð vin minn, Sigur- geir Þorgrímsson, hinstu kveðju, þá er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir það að hafa átt hann að vini og samfylgdarmanni um árin mörgu, en harma jafhframt, að hann skyldi svo snemma vera burtkallaður, því hann átti mörgu ólokið. En við verðum að trúa því, að það sem gerist hafi æðri tilgang, þótt hann sé hulinn sjónum okkar. Sigurgeir var einstakur vinur, ein- staklega heill í hverju einu og trúr þeim hugsjónum, sem hann hafði til- einkað sér strax í æsku. Ekkert gat fengið hann til að bregðast því, sem hann áleit meðbræðrunum og öllum mönnum til heilla og blessunar. Hann var mannvinur í þess orðs bestu merkingu. Slíkir menn rífa okkur hin upp úr dvala meðalmennskunnar og benda á háleit markmið lífsins til að keppa að. Fyrir áhrif þeirra eigum við vaxtar- von. Megi fordæmi Sigurgeirs vera okkur hvatning til dáða, þannig héld- um við minningu hans best á lofti, minningu sem geymist. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég aldraðri móður, Ingibjörgu Sveins- dóttur, bræðrum hins Iátna, Sveini verkfræðingi og Magnúsi sálfræð- ingi, svo og öðrum vinum og vanda- mönnum. Hvíl í friði, vinur. í trú, von og kærleika, Olafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli Guðný Björk Sturludóttir frá Fossatúni Fædd 29. maí 1966 Dáin 25. september 1992 Nú ertu dáin, eftir erfitt stríð við óvin þann, sem hrindir hverri vöm. Og hans mun ætíð sigurinn um síð. Þig syrgja maki, foreldrar og böm. Við skiljum aldrei hvað að baki bjó er burtu varstu kvödd svo snemma dags, á meðan aðrir una hér í ró um ævi langa — fram til sólarlags. Ég á mér hvorki trú er flytur fjöll né fullvissu um Guð og Paradís, en trúi þó að fyrir okkur öll sé eitthvert framhaldslíf og staður vís. Og sé þar einhvers metin móðurást og mannkostir og þrek í sárri raun, þín glaða lund og bros, sem engum brást, þá berðu með þér sjálfþín verkalaun. Ég veit að nú er komin kveðjustund, á kynni liðin engan skugga ber. Ég man og þakka fyrir hvem vom fund og finn að það var gæfa að kynnast þér. Þorsteinn Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.