Tíminn - 02.10.1992, Síða 1

Tíminn - 02.10.1992, Síða 1
Föstudagur 2. október 1992 184. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ríkisstjórnin áformar að breikka eignarskattstofninn og taka aliar peningalegar eignir þar inn: Tillögur um fjármagns- tekjuskatt frystar „Hjá ríkisstjómiimi er til athugunar að breikka eignarskattstofn- inn. Hins vegar hafa menn lagt í ís þá tillögu að taka upp fjármagns- tekjuskatt. Tillagan um breikkun eignarskattstofnsins gengur út á það að taka allar peningalegar eignir þar inn. í framhaldi af því era menn að skoða hveraig þetta kemur út með tilliti til þeirra sem eru eignamiklir og hins vegar þeirra sem eru eignalitlir," segir Stein- gímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann segir að tillaga fjármálaráð- herra miði að því að breikkun eignar- skattstofnsins verði að lögum fyrir áramót, en hafi jafnframt ekki áhrif á álagninguna fyrir en árið 1994. Enn- fremur mundi þessi breyting gera heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu kleift að ná fram spamaði í greiðslum lífeyristrygginga. Það er hugsað þannig að réttur fólks til greiðslu lífeyris yrði þá ekki einungis bundin við launatekjur heldur verði einnig tekið tillit til eignastöðu. Steingrímur Ari segir að ný könnun tekju- og lagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins á eignum ísíendinga samkvæmt skattaframtölum ársins 1991, sé einungis talnagrunnur og síðan eigi eftir að vinna úr niðurstöð- um könnunarinnar. Samkvæmt henni eiga 0,5% hjóna tæplega 6% af heildareign landsmanna og á tíma- bilinu 1990-1991 jókst hlutabréfa-, peninga- og verðbréfaeign þessara hjóna um 3,5 milljarða króna. Þar kemur einnig fram að 10% hjóna eiga helming peninga allra hjóna en 90% eiga hinn helminginn. Sé þessi könnun borin saman við aðra sam- bærilega sem gerð var í fyrra á fram- tölum ársins 1990, kemur í Ijós að hinir efhaðri verða sífellt ríkari á kostnað hinna efnaminni. „Það sem síðan þarf að taka afstöðu til er það hversu langt eigi að ganga í að lækka prósentuna í eignarskattin- um og hvort það eigi að hækka frí- eignarmarkið." feignarskattinum er almennt 1,2% þrep, háeignarskattur upp á 0,75% og þjóðarbókhlöðuskattur upp á 0,25%. Þannig að þeir sem eiga mikl- ar eignir eru því með 2,2% eignar- skatt. Steingrímur Ari segir að allir séu sammála um það að ástandið í eign- arskattálagningunni sé mjög slæmt „Það er ekki aðeins að viðkomandi sé með svona hátt eignarskattshlutfall eins og raun ber vitni, heldur mis- munar það fólki eftir því í hverju eignimar em fólgnar; steinseypa í formi fasteigna eða peningar og verð- bréf.“ -grh Ástir í undirheimum: Stolið 23 pörum af trúlofunar- hringum Stolið var 23 pörum af gullhring- um úr skartgripaverslun við Lauga- veg á þriðjudaginn. Um var að ræða trúlofunarhringi. Þjófnaðurinn átti sér stað á opnunartíma verslunar- innar. Svo virðist sem þjófurinn eða þjófamir hafi komist yfir feng- inn þegar afgreiðslufólk var upptek- ið annars staðar í versluninni. FVrr í mánuðinum átti sér stað svipaður þjófnaður í annarri skart- gripaverslun við Laugaveg. í því til- felli var stolið 24 demantshringum að verðmæti liðlega hálfrar milljón- ar króna. Þessi þjónaður var fram- kvæmdur með svipuðum hætti, þ.e. á opnunartíma verslunarinnar. Ekki hefur tekist að upplýsa þessi mál en þau em í rannsókn. -EÓ KEPPNIN um það hver er sterkastur í heimi hófst í gær. Þegar kraftajötnamir vora niðri í bæ, hugðist einn þeirra, hinn 500 punda James Perry, tylla sér eitt andartak. Þar fór þó illa því stóllinn var mörg- um númeram of lítiil, enda vejulegur plaststóll. Jón Páll sóst hér hugreysta kraftakarlinn frá Banda- ríkjunum. Tímamynd Áml Bjama Menntamálaráðherra og bókaskatturinn: Gæti verið rétt að endur- skoða hann „Ég get sagt það að ef það er rétt sem komið hefur fram í ályktunum ýmissa þeirra aðila sem hafa tjáð sig um afleiðingarnar sem þessi samþykkt (ríkisstjómarinnar) hef- ur þá finnst mér það réttlæta end- urmat á samþykktinni," segir Ólaf- ur. „Það stóð aldrei til svo ég nefiii eitt dæmi að flytja allt prentverk úr landi. Það var ekki tilgangurinn með þessari breytingu. Ef það eru afleiðingarnar í raun og sannleika þá sýnist mér það hljóta að hafa í för með sér endurmat á samþykktinni," bætir Ólafur við. Hann segist vera að bíða eftir gögnum frá fjármála- ráðuneytinu sem verði lögð fram á ríkisstjómarfundi á næstunni. „Ég hef ekki tjáð mig neitt sérstak- lega um hann (bókaskattinn) að öðm leyti en því að ég sem ráðherra í þessari ríkisstjórn er aðili að þess- ari samþykkt og vík mér ekki undan ábyrgð á henni,“ segir Ólafur. -HÞ Meinatæknar hafa snúið til vinnu að nýju: Allt fast í deilu við röntgentækna Ekki hefur tekist samkomulag í deilu ríkisms og röntgentækna á Borgarspítala og Landspítala. Upp úr samningum slitnaði í fyrri- nótt. Röntgentæknar fallast alls ekki á kröfu stjórnenda spítal- anna um breytingu á vinnutíma. Meinatæknar á spítölunum hafa hins vegar snúið aftur til vinnu eftir að gefín var yfírlýsing um að þeir gætu horfíð af vinnustað áður en dagvinnu er lokið ef engin verkefni lægju fyrir. Samið var við sjúkraliða í fyrrínótt um breyt- ingu á vinnutíma gegn 6,2% launahækkun. í fyrrinótt slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum milli röntgen- tækna á Borgarspítalanum og full- trúa Reykjavíkurborgar og ríkis- ins. Uppsagnir 35 röntgentækna sem vinna á Borgarspítala og Landspítala tóku því gildi í gær. Þegar upp úr samningaviðræðum slitnaði lágu fyrir drög að kjara- samningi. Ekki náðist hins vegar samkomulag um breytingu á vinnutíma. Röntgentæknar telja sig hafa gert ráðningarsamning um að vinna 37,5 tíma á viku, en stjórnendur spítalanna kannast ekki við að hafa gert slíkan samn- ing. Samninganefnd röntgen- tækna hafnaði viðræðum um kjarabætur gegn breytingu á vinnutíma. Röntgentæknar sinna neyðar- þjónustu á Borgarspítala og Land- spítala. Röntgentæknar á Borgarspítala sögðu upp störfúm með formleg- um hætti. Röntgentæknar á Rík- isspítölunum líta hins vegar á bréf stjómenda spítalans um breytingu á vinnutíma sömu augum og meinatæknar gerðu. Þeir telja að með bréfinu hafi ráðningarsamn- ingi þeirra verið sagt upp og því beri þeim ekki skylda til að mæta til vinnu. Röntgentæknar telja að vinnuveitendur geti ekki einhliða ákveðið breytingar á vinnutíma. Það sé samningsatriði. f ályktun frá Röntgentæknafélagi fslands er lýst fullri ábyrgð á hendur vinnuveitenda varðandi brot sem félagið telur að átt hafi sér stað á kjarasamningi. í álykt- uninni segir að vinnubrögð vinnuveitenda í þessu máli hafi stefnt öryggi sjúklinga í bráða hættu. f gær var röntgentæknum boðið óbreytt vinnufyrirkomulag í einn mánuð meðan leitað væri lausna á deilunni, en því var hafnað. Meinatæknar á Borgarspítala hættu við að leggja niður störf í gær eins og þeir höfðu boðað. Stjórnendur Borgarspítala lýstu því yfir að yfirmenn á deildum spítalans geti heimilað þeim að yf- irgefa vinnustað sinn áður en dag- vinnutíma líkur ef ekki liggja fyrir verkefni. Vinnuvikan yrði hins vegar 40 klukkustundir. í gærmorgun var meinatæknum á Ríkisspítölunum boðin sama yf- irlýsing. Eftir að meinatæknar á spítalanum höfðu borið saman bækur sínar féllust þeir á að snúa aftur til vinnu. Deila meinatækna og spftalans er þar með leyst. Igær sinntu meinatæknar á Rík- isspítölunum neyðarþjónustu. Samningar tókust í nótt við sjúkraþjálfara á Borgarspítala, en þeir eru með svipað vinnufyrir- komulag og röntgentæknar. Sam- komulagið gerir ráð fyrir að vinnutími sjúkraþjálfara lengist úr 37,5 klukkustundum á viku upp í 40 stundir. í staðinn fá sjúkraþjálfarar 6,2% launahækk- un. - EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.