Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Tíminn 3 Sumitomo vill ekki leggja meira hlutafé í Járnblendifélagið og Elkem er hikandi: Ríkisstjórnm hefur ákveðið að veita íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga 50 milljóna króna fyrirgreiðslu til að halda rekstri verksmiðjunnar gangandi um sinni. Um er að ræða lán eða ábyrgð á bankaláni. Forsætisráðherra hefur sagt að hann útiloki ekki þann möguleika að rekstri verksmiðjunnar verði hætt. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins, segir að menn skoði að sjálfsögðu alla kosti og þar með hvort loka eigi fyrirtækinu. Greiðslustaða Járnblendifélagsins hefur verið afar slæm í nokkra mánuði, en fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í þrjú ár. Ástæðan er lágt verð á kísiljárni. Um tveir mánuðir eru liðnir síðan stjórn- endur Járnblendifélagsins ákváðu að grípa til róttækra aðgerða til að bjarga rekstrinum. Fyrsti liður í björgunaraðgerðum var að spara enn meira í rekstri, segja upp 38 starfsmönnum og lækka laun launahæstu starfsmanna. Undan- farið hafa staðið yfir viðræður við viðskiptaaðila félagsins, lánar- drottna og eigendur. Að sögn Jóns Sigurðssonar hafa þessar viðræð- ur dregist og ekki er ljóst hvenær þeim lýkur eða til hvers þær leiða. Jón sagði að um væri að ræða mjög flóknar viðræður og tíma- frekar. „Það er verið að fjalla um stöðuna á mjög mörgum vígstöðv- um í senn. Okkur hefur rekið ansi nálægt skerjagarðinum á meðan," sagði Jón. Jón sagði að Járnblendifélagið hafi orðið að fá fjármagn inn í reksturinn til að halda honum á floti. Það hafi verið mat stjórn- enda fyrirtækisins að það væri ekki rétt að leita til banka með frekari lánafyrirgreiðslu. Iðnaðarráðherra hefur sent með- eigendum íslenska ríkisins í Járn- blendifélaginu bréf þar sem gerð er tillaga um að hlutafé í félaginu verði aukið. Japanska fyrirtækið Sumitomo, sem á 15% í félaginu, hefur svarað og lýst því yfir að það sé ekki tilbúið til að leggja meira fjármagn í Járnblendifélagið. Ekki hefur borist bréf frá norska fyrir- tækinu Elkem, sem á 30% hlut. Elkem á í miklum fjárhagserfið- leikum um þessar mundir eins og önnur fyrirtæki í málmiðnaði. Rætt hefur verið um að norska ríkið verði að koma Elkem til bjargar. Um þann kost að loka Járnblendi- verksmiðjunni sagði Jón að það sé alfarið eigendanna að ákveða hvort menn velji þann kost. Það sé í sjálfu sér eðlilegt að þessi kostur sé skoðaður. Hann sagði stjórn- völd og alla sem að málinu koma gera sér grein fyrir afleiðingum slíkrar ákvörðunar fyrir svæðið. Um hvernig staðið yrði að lokun verksmiðjunnar ef ákvörðun yrði tekin að loka sagði Jón: „Ef verk- smiðjunni yrði lokað yrði það ekki gert með öðrum hætti en þeim að fyrirtækið verði gert upp,“ sagði Jón. -EÓ Uppsagnir um helgina? Hjúkrunarfræðíngar á Borgar- spítalanum munu ákveða á fundi í næstu viku hvort þeir segi upp stöðum sínum til að þrýsta á um betrl kjöt. Marta Kjartansdóttir einn af fjórum trúnaðarmönnum spítal- ans segir að aú þegar Hggi fyrir niöurstöður úr könnun sem gerð var á sjúkrahúsinu í síð- ustu viku. Hún vill ekki gefa upp niðurstöðu könnunarinnar en býst við að starfsmannafundur verði haldinn í byrjun næstu viku þar sem teldn verði afstaða til uppsagna. -HÞ Ákvöröun um helgina Rödssaksóknari mun væntanlega taka ákvörðum öðru hvorum meg- in við helgina um það hvort opin- ber rannsókn veröur hafin út af ummælum yfirmanns fikniefna- deildar lögreglunnar. Eins og áður hefúr komlð firam óskuðu níu fyrrum iögreglumenn fíkniefnadeildarinnar eftír opin- berri rannsókn á ummælum yfir- mannsins sem þeir tefja ærumeið- and) og varða jafnvel við lög eftír því sem áreiðankgar heimMr segja tfl um. -HÞ Fækkun á Reykjavíkurskrifstofu Byggðastofnunar: Fjórir yfirmenn fá reisupassann Aðstoðarforstjóri, deildarstjóri hlutafjárdeildar og tveir sérfræðing- ar láta senn af störfum hjá Byggðastofnun vegna endurskoðunar á skipulagi og starfsemi stofnunarinnar. í frétt um endurskipulagningu á starfi stofnunarinnar er blaðinu barst síðdegis í gær kemur fram að þann 2. þessa mánaðar var ákveðið að fækka starfsmönnum á skrifstofunni í Reykjavík um fjóra og eru stöðugildi í höfuðstöðvunum tuttugu eftir breyt- inguna. Þá eru 6,5 stöðugildi á lands- byggðinni nú, en stefnt er að því að fjölga þeim í 8-10 á næsta á ári. ,Auk aðstoðarforstjóra, Bjama Ein- arssonar, láta nú og af störfúm Gunn- ar Hilmarsson deildarstjóri hlutafjár- deildar og tveir sérfræðingar á for- stjórasviði, það er að segja menn sem starfað hafa á skrifstofu forstjóra," sagði Guðmundur Malmquist for- stjóri Byggðastofnunar. „Sérfræðing- amir em Sigurður Gústafsson hag- fræðingur og Ingimar Jóhannsson fiskifræðingur tímabundið." Á skrifstofu Byggðastofunar á Egils- stöðum er opnuð var fyrir mánuði er nú aðeins einn stafmaður og 1,5 stöðugildi á ísafirði og er ætlunin að efla starfið á þessum stöðum frekar með nýráðningum. Þá stendur fyrir dymm að opna skrifstofu á Sauðár- króki næsta ár. „Hér er einfaldlega um þróun að ræða í starfsemi stofn- unarinnar og er hún í raun í sam- ræmi við það sem þegar var ákveðið árið 1986,“ sagði Guðmundur enn. ,Áherslumar í starfinu hjá okkur em nú aðrar en var. Hér áður var þetta Efnahagsstofnun, Framkvæmdasjóð- ur og í eina tíð Þjóðhagsstofnun. En nú em það atvinnumálin á lands- byggðinni sem á okkur brennur og að sinna og stefnumótandi áætlanagerð samkvæmt nýrri lagabreytingu þar að lútandi." AM VETURINN ER KOMINN Nú er vetur tekinn að minna rækilega á sig víða um land og í gær var mikil hálka á Hellisheiði og þungfært á Mos- fellsheiði fyrir venjulega fólksbíla. Það er því eins gott að bílar séu þokkalega búnir til vetraraksturs. Það var mikið að gera hjá dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í gær við að skipta um dekk; taka sumardekkin undan og vetrar- dekk undir flotann. Tímamynd Aml Bjama Óánægja með fyrirhugaðan 100 milljón króna niðurskurð á tjárveitingum til Gæslunnar. Aukinn þrýstingur á stjómvöld að fara að vilja Alþingis og kaupa nýja þyrlu: Stjórnarliðar á hröðum flótta Svo virðist sem flótti sé brostinn í stjómarliðið út af fyrirhuguð- um 100 milljón króna niðurskurði á fjárveitingum til Landhelg- isgæslunnar. Að sama skapi virðist sem þrýstingur á þingmenn út af þyrlumálinu og þeirrar afstöðu ríkisstjóraarinnar að hunsa vilja Alþingis og slá þyrlukaupunum á frest, geri illt verra í her- búðum stjóraarsinna og sumir þeirra sjá ekki aðra leið út úr ógöngunum en að flytja Gæsluna til Keflavíkur og jafnvel til bandaríska hersins á Miðnesheiði. í fyrradag mælti Ingi Bjöm Alberts- son fyrir frumvarpi sínu til laga um kaup á björgunarþyrlu, en það frum- varp var Iagt fram sökum þess að rík- isstjómin hefur enn ekki farið að vilja Alþingis frá því í fyrra að kaupa nýja þyrlu. Að mati flutningsmanns mætti nota risnukostnað og dagpeninga ríkisins til að fjármagna kaup á nýrri þyrlu. Sökum þess að enginn ráð- herra var viðstaddur umræðuna, var henni frestað að ósk stjómarand- stæðinga. Á sama tíma og hart er sótt að ríkis- stjóminni að fara að vilja AJþingis að kaupa nýja og öfluga þjörgunarþyrlu, liggur fýrir fjárlaganefnd og Alþingi að taka afstöðu til tillagna ríkisstjóm- arinnar um 100 miljón króna niður- skurð á fjárveitingum til Gæslunnar á næsta ári. Vitað er að minnsta kosti um andstöðu tveggja stjómarþing- manna til niðurskurðarins og því að fresta kaupum á nýrri þyrlu, þeirra Inga Bjöms Albertssonar og Guð- mundar Hallvarðssonar. Þá hefur varaformaður fjárlaganefndar, Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks á Vesturlandi, talað um að það þyrfti að skoða það mál vel áður en ákvörðun verður tekin um niður- skurð til Gæslunnar. Verði niðurskurðurinn samþykktur liggur fyrir að Gæslan verður að leggja varðskipinu Óðni. Þá er viðbú- ið að Gæslan verði að hafa eitt varð- skip langtímum saman á miðunum umhverfis landið og í einstaka tilfell- um ekkert skip. Því ef varpskipinu Óðni verður lagt með tilheyrandi uppsögnum starfsmanna hefúr Gæslan aðeins tvö skip til umráða, varðskipin Tý ogÆgi. Ámi R. Ámason, þingmaður sjálf- stæðismanna á Reykjanesi, hefur lagt til að Gæslan verði flutt til Keflavíkur og Bjöm Bjamason, formaður utan- ríkismálanefhdar, sagði í ræðu á Al- þingi í fyrrakvöld að óviðunandi sé að Gæslunni sé mörkuð stefna með fjár- lögum hveiju sinni. Þess í stað ætti að marka stofnunni framtíðarstefnu og ætla henni meira hlutverk í örygg- ismálum landsins. Ásamt Þorsteini Pálssyni dómamála- ráðherra og fleirum hefúr Bjöm ver- ið eindreginn stuðningsmaður þess að samstarf Gæslunnar við nýjan þyrluflota þandaríska hersins á Mið- nesheiði verði aukið til muna. Þetta mun hafa verið rætt við yfirmenn hersins en án árangurs til þessa. Það er ekki aðeins að vilji sé meðal stjómmálamanna að leysa vanda Gæslunnar með því að taka upp nán- ara samstarf við herinn, heldur hefur formaður LÍÚ einnig haft orð á því. Á nýafstöðnu Fiskiþingi var samþykkt ályktun þess efhis þar sem harmaður er sá seinagangur sem virðist ríkja varðandi kaup á nýrri björgunar- þyrlu. ,Á meðan þetta ástand varir, hvetur Fiskiþing til þess að samstarf það sem verið hefur við Vamarliðið verði eflt enn frekar." Það eru þó ekki allir sáttir við þetta sjónarmið og að mati sumra er hér aðeins verið að reyna að finna nýjan flöt á vamarsamstarfinu við Banda- ríkin og til að tryggja áframhaldandi veru hersins á Miðnesheiði eftír að kalda stríðinu Iauk. -grii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.