Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 5. september 1992 MOLAR KmmmMmmmmmmkmmmMmmmmw** ... Einar Einarsson, bakvörður þeim Keflvfldnga í körfuknatt- leik, verður frá keppni í einn og hálfan mánuð, en hann styðst þessa dagana við hækjur. Hann lét á dögunum lagfæra liðbönd íökkla. ... Ásthfldur Helgadóttír sem var valin efnilegasti leikmaður 1. deildar kvenna eftír síðasta keppnistímabil leikur á því næsta með KR, en hún lék í sumar með Breiðablik. Það er mfldll missir fyrir Blikastúlkur þvi stúlkan er bréðefnileg. ... KR-ingar hafa ráðið Örnu Steinssen tfl að þjálfa kvenna- lið sitt í sumar og er þessa dag- ana að vinna að því að styrkja lið sitt fyrir næsta sumar, enda var árangurinn síðastliðið keppnistímabil ekki til að hrópa húrra iyrir. KR-ingar fá að nýju til liðs við sig þær Guðlaugu Jónsdóttur og Helenu Ólafs- dóttur. ... öruggt má telja að það hef- ur komið Harold Thompkins í opna skjötdu þegar hinn nýi Íeikmaður KR Larry Houwer mætti á æfmgu hjá félaginu á mánudagskvöld. Tompkins var ekki tílkynnt fyrr en hinn nýi leikmaður var kominn til lands- ins að krafta hans, væri ekki lengur þörf með KR-Uðinu. Það er Ijóst að það að vera er- lendur leikmaður með íslensku körfuknattleiksliði er allt annað en örugg vinna. ... David Grissom æfir enn með KR- ingum í körfunni og situr ávallt á varamannabekk liðsins og skráir niður töluleg- ar upplýsingar um frammi- stöðu leikmanna fyrir þjálfar- ann Fríðrík Rúnarsson. Eins og kunnugt er má einungis einn útiendingur leika með körfuknattíeiksliði hverju sinni og þvf er ekki möguleiki á að láta Gríssom leika. Hins vegar er enn unnið að því að fá ís- lenskan rfldsborgararétt fyrir hann og verður mál hans tekið fyrír um jólin á hinu háa Al- þingi. ... Enn er ekld endaniega út- kljáð hvort það verður ÍR eða Víðir í Garði sem heldur sætí sínu í 2. deild í knattspyrnu. Víðismenn hafa kært leik Grindavðmr og ÍR á þeim for- sendum að þeir tveir leikmenn sem Leiftursmenn kærðu í leik þeirra við ÍR og áttu að vera í íeikbanni en að þeirra matí sátu á varamannabekk liðsins, hafl samkvæmt dómi dómstóls KSÍ eldd tekið út leikbannið í um- ræddum leik. Það hefðu þeir hins vegar átt að gera ekld síð- ar en í leiknum við Grindavík, því tvímenningamir Iéku alla leikina frá því að þeir voru „ekld“ í banni f lelknum gegn Leiftrí. ... Ástralski kúluvarparínn Craig Watson hefur viðurkennt að f þvagsýni úr honum hafi mælst óleyfllegt magn lyfsins Clenbuterol, sem þessa dagana er riflst um hvort sé óleyfllegir sterar. Þetta mun hafa gerst á ftjálsiþróttamóti í Bretlandl í júní. Eins og kunnugt er var Katrín Krabbe dæmd í alþjóð- legt keppnisbann fyrir að hafa tekið inn sama lyfið, en það kom fram í fréttum á dögunum að verið gætí að keppnisbannið yrði feilt niður þar sem eldd værí víst að lyfið værí ólöglegt. Því hefur verið haldið leyndu að þettalyf hafi mæist í þvagi Wat- son og er Watson óhress yfir því. Lyfið Clenbuterol er notað gegn asma. Handknattleikur: Þórsarar lögöu af- spyrnuslaka HK-menn Þórsarar báru sigurorð af HK mönn- um í 1. deildinni í handknattleik á heimavelli þeirra sfðamefndu í gær- kvöldi, 23-32. Sigurinn var sann- gjam og hefði munurinn hæglega getað orðið meiri þar sem HK-menn vom afspymuslakir í leiknum. Þórsarar gáfu tóninn strax í upphafi leiks, með tveimur mörkum Rúnars Sigtryggsonar. Jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik og varvamar- leikur liðanna ekki upp á marka fiska í leiknum. Þórsarar náðu þó að síga fram úr fyrir leikhlé og var tveggja marka munur í hálfleik, 14-16, HK í vil. Þórsarar mættu tvíefldir til síðari hálfleiks og gerðu þá hvert markið á fætur öðm í gegnum afspymulélega vöm HK manna. Þá tók Hermann Karlsson í marki Þórsara sig til og varði mjög vel síðari hálfleik. Leikur- inn leystist dálítið upp undir lok leiksins, enda var þá ekki spuming um hvort liðið stæði uppi sem sigur- vegari. Lið Þórs var mun betri aðilinn í leiknum, með þá Ole Nielsen, Her- mann Karlsson, Jóhann Samúelsson og Rúnar Sigtryggson sem sína bestu menn. Þó mættu Þórsarar athuga vamarleik sinn. HK-menn vom eins og áður sagði mjög slakir í þessum leik. Hans Guðmundsson var mjög slakur og sem dæmi má nefna að hann gerði ekki eitt einasta mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir margar til- raunir. Langbesti leikmaður HK var Michael Tonar. Mörk HK: Michael Tonar 7, Hans Guðmundsson 5 (lv), Guðmundur Albertsson 4, Guðmundur Páimason 3, Frosti Guðlaugsson 3, Rúnar Ein- arsson 2, Pétur Guðmundsson 1, Ás- mundur Guðmundsson 1. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 10, Jóhann Samúelsson 7, Rúnar Sig- trygsson 7, Finnur Jóhannsson 4, Ole Nielsen 2, Atli Rúnarsson 2. Selfoss-ÍR 26-21 (9-7) Mörk Selfoss: Gústaf Bjamason 7, Einar G. Sigurðsson 6, Sigurður Sveinsson 4. Gísli Felbc Bjamason varði 18 skot. Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 5, Matt- hías Matthíasson 4. Magnús Sigurðs- son varði 8 skoL Haukar-Fram 31-25 (10-10) Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9, Páll Ólafsson 8, Petr Baumruk 4. Magnús Ámason varði 20 skot. Leikmaður í unglingaflokki í körfuknattleik dæmdur í tveggja leikja bann: Réðst að tíma- verði og dómara Aganefnd KKÍ dæmdi í gær Helga Guðfinnsson, 16 ára körfuknatt- leiksmann úr Críndavik, í tveggja leikja bann í drengjaflokki fyrír að ráðast að b'maverði og dómara í leik Gríndvfldnga gegn Tý frá Vest- mannaeyjum í fjölliðamótí sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Mun Helgi hafa orðið eitthvað ósátt- ur við tímavörðinn og réðst að hon- um. Dómari leiksins reyndi að skakka leikinn og réðst leikmaðurinn þess í stað að dómaranum. Það var ekki fyrr en félagar Helga í Grindavíkurliðinu skámst í leikinn, sem tókst að róa hann. Helgi þessi lék einnig um síðustu helgi með Úrvalsdeildarliði félgsins sem lék gegn Breiðabliki og átti hann þá góðan leik og geröi 16 stig. Helgi Guðfinnsson má eflaust þakka fyrir að dómurinn yfir honum var ekki þyngri, en það mun hafa verið tekið tillit til aldurs leikmannsins í þeirri von að slíkur atburður gerðist ekki aftur. Helgi mun taka út leikbannið í drengjaflokknum og getur því leikið með Grindvíkingum í úrvalsdeild- Mörk Fram: Karl Karlsson 6, Jason Ólafsson 6, Pétur Amarsson 4. ÍBV-Stjarnan 25-30 (14-16) Mörk ÍBV: Zoltan Belaný 6, Sigurð- ur Friðriksson 5, Erlingur Richards- son 4. Sigurbjörn Óskarsson 4. Mörk Stjömunnar: Magnús Sig- urðsson 10, Skúli Gunnsteinsson 6, Einar Einarsson 6, Patrekur Jóhann- esson 5. KA-Víkingur 24-21 (11-10) Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 10, Alfreð Gíslason 5, Jóhann Jóhanns- son 4. Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 6, Kristján Ágústsson 5, Birgir Sigurðs- son 4. ítalska knattspyman: Giannini ekki í landsliðinu ítalski knattspymumaðurinn og fyrir- liði Roma, Guiseppe Giannini, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann í ítölsku 1. deildinni, en hann var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot á leikmanni Brescia, en Roma tapaði leiknum 2-3. Þetta þýðir það að Giannini á ekki möguleika á því að endurheimta sæti sitt í ítalska landsliðinu sem mætir Skotum í undankeppni HM, en leik- maður sem er í leikbanni heima fyrir getur ekki leikið með landsliðinu. Giannini hefur leikið 47 leiki með ítalska landsliðinu, en hefúr ekki verið í liðinu síðan Arrigo Sacchi tók við stjóminni fyrir um ári. Giannini hefur verið í hörkuformi undanfarið og var fastlega búist við því að kallað yrði í kappann í leikinn gegn Skotum. Gi- annini verður ekki með liði sínu Roma gegn Fiorentina á útivelii og Ancona á heimavelli. -reuter Evrópukeppnin í knattspymu, 2. umferð, síðari leikir: Úrslit Evrópukeppni meistaraliða L. Poznan - IFK Göteborg 0-3(0-l) Ekström (27.mín),Nilsson (47.min), Mild (83.mín). IFK Göteborg áfram 4-0. Marseille - D. Bucbarest 2-0(l-0) Boksic (37.,69.m(n). Marseille áfram 2-0. A. Vienna - C. Brugge 3-l(0-0) Zcak (49.mín),Fridrikas (73.mín), Ivanauskas (88.mín) - Hayden (65.mfn). Samanlagt 3-3, Brugge áfram á útimarki. Evrópukeppni bikarbafa Steua Bucharest - Aarfaus 2-1 (0-1) Cristescu (81.mín),Vladoiu (90.mín) Christensen (lO.mín). Samanlagt 4-4, Steua áfram á útimörkum. Olympiakos - Monaco 0-0 Olympiakos áfram 1-0. S. Prague - W. Bremen l-O(l-O) Siegl (7.mín). S. Prague áfram 4-2. Boavista - Parma 0-2 (0-1) Di Chiara (ll.mín),Melli (78.mín). Parma áfram 2-0. A. Madrid - TVabzonspor (Tvr) 0-0 A. Madrid áfram 2-0. Feyenoord - Luceme 4-l(2-l) Táument (2.mín),Blinker (16.mín), Kiprich (46.,víti 83.mfn) - Nadig (12.mín). Feyeneoord áfram 4-2. Evrópukeppni féiagsliða Celtic - B. Dortmund l-2( 1-0) Creaney (13.mín) - Chapuisat (53.mín), Zorc (58.mfn). Dortmund áfram 3-1. Mechelen - V. Arahem 0-1 (0-0) Cocu (73.mín). V. Amhem áfram 2-0. Real Zaragoza - Frem (Danm) 5-1(3- 0) Mateut(7.,38.,82.mín), Seba(39.,65.mín) - Colding(73.mín). R. Zaragoza áfram 6-1. Galatasaiy - E. Frankfurt l-O(l-O) Tutuneker (5.mín). Galatasary áfram 1-0. T. Moscow - R. Madrid 3-2(11) Talalayev (12.mfn),Tishkov (öl.mín), Mudrashov (75.mín) - Michel (8.,56.mín). R. Madrid áfram 7-5. V. Izzo(Ung) - Benfíca O-l(O-l) Schwarz (13.mín). Benficaáfram 6-1. FC Copenhagen - Auxerre 0-2(0-0) Cocard (67.mín),Bonalair (88.mín). Auxerre áfram 7-0. D. Kiev - Anderlecht 0-3(0-l) Vossen (21.mín),Nilis (61.,69.mín). Anderlecht áfram 7-2. Grasshopper - AC Roma 4-3(l-2) AC Roma áfram 6-4. S. Olomouc - Fenerbache 7-l(3-l) Olomouc áfram 7-2. Ajax - Cuimaraes (Por) 2-1 (1-0) Ajax áfram 5-1. Juventus - Panathinakos 0-0 Juventus áfram 1-0. Körfuknattleikur: Magnús Matthíasson í eins leiks bann IÞROTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON Aganefnd KKÍ, Körfuknattíeiks- sambands íslands, hefur dæmt Magnús Matthíasson, leikmann með Úrvalsdeildarliði Vals, í eins leiks bann vegna framkomu hans gagnvart Jóni Otta Ólafssyni dómara eftír leik Vals og Njarð- víkinga í Japisdeildinni á sunnu- dag. Magnús Matthíasson mun hafa átt eitthvað vantalað við Jón Otta dómara og þeim síðarnefnda lflc- aði ekki það sem Magnús hafði að segja og sendi inn skýrslu um Sambandsþing íþróttasambands fatlaðra: Olafur einróma end urkjörinn formaður Um síðastliðna helgi var haldið 6. sambandsþing íþróttasambands fatlaðra að Hótel Örk í Hvera- gerði og var um fjölmennt þing að ræða. Mörg mál voru í brenni- depli á þinginu og beindist um- ræðan að hinni miklu fjárþörf sambandsins, samfara hinni hröðu þróun sem orðið hefur á íþróttum fatlaðra og fjölgun iðk- enda innan vébanda sambands- ins. Starfsemi íþróttasambandsins hefur aldrei verið viðameiri og frá síðasta sambandsþingi sem haldið var á Höfn í Hornafirði, árið 1990, hafa verið stofnuð þrjú ný íþrótta- félög fatlaðra, í Keflavík, á Sauð- Ólafur Jensson. árkróki og í Hafnarfirði. Auk þess hefur hafið starfsemi sína og starf- að í tvö ár, boccia-deild innan íþróttafélagsins Vöisungs á Húsa- vík. Fyrirhuguð er stofnun íþróttafélags fatlaðra á Akranesi. í kvöldverðarhófi undir lok þingsins var félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, afhent gullmerki íþróttafélgsins fyrir áralangan stuðning við starfsemi þess. í stjórnarkjöri á þinginu var Ólafur Jensson einróma endur- kjörinn formaður sambandins, en aðrir í stjórn voru kosin: Camilla Th. Hallgrímsson, Ólafur Þór Jónsson, Sigríður Snæland og Þórður Árni Hjaltested. í vara- stjórn voru kosin þau Sigurður Björnsson, Svava Árnadóttir og Sveinn Áki Lúðvíksson. framkomu Magnúsar. Leikbannið tekur gildi á hádegi á föstudag og verður Magnús því ekki í Valslið- inu sem mætir Haukum að Hlíð- arenda á sunnudaginn kemur. Úrskurði þessum er ekki hægt að áfrýja. Körfuknattleikur: Leikur Svali ekki meira með Völs- urum? Svali Björgvinsson, þjálfari Vals í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik, leikur að öllum líkindum ekki með liði sínu í vetur. Svali eyddi deginum í gær á sjúkrahúsi þar sem liðbönd í fæti hans höfðu rifnað í þriðja sinn. Það er því all- ljóst að Svali kemur til með að einbeita sér að þjálfun það sem eftir lifir vetrar, en hann var ný- byrjaður að leika með liði sínu eftir að hafa jafnað sig af meiðsl- um í annað sinn. Valsmenn verða því án bæði Magnúsar Matthías- sonar og Svala Björgvinssonar þegar þeir mæta Haukum á sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.