Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.11.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Tíminn 5 Frá David Keys fornleifafrœðingi, fréttaritara Tímans í London: Fomleifafræðingar finna elsta skip Evrópu Fomleifafræðingar í Bretlandi hafa nú fundið elsta skip Evrópu. 3000 ára gamalt 17 metra langt skip fannst 8 metrum undir yfir- borði jarðar í ensku borginni Do- ver við Ermarsund. Skipið mun hafa verið notað sem ferja á for- sögulegum tímum og flutt vam- ing og farþega milli Bretlands og meginlandsins. Embættismenn við breska Þjóð- arsjóminjasafnið segja að fundur skipsins „hafi mikilvæga alþjóð- lega þýðingu". „Þetta er best varðveitta skipið frá bronsöld sem enn hefur fundist í Evrópu,“ segir Gillian Hutchinson, safnvörður fornleifadeildar Þjóðar- sjóminjasafnsins. Skipið fannst við vegavinnufram- kvæmdir. Aðeins eitt annað vel varðveitt ævafornt skip hefur áður fundist í heiminum, kaupfar sem kafarar fundu undan suðurströnd Tyrk- lands. Skipið, sem fannst í Dover, er að öllum líkindum frá 1000 f.Kr., en kann að vera allt frá því 1500 f.Kr. Skipinu verður kom- ið fyrir á ævarandi sýningu á safninu í Dover Skipið er gert úr þykkum tré- plönkum og var bundið saman með þræði, sem gerður var úr ýv- iðar- eða víðitágum. Fyllt var upp í rifurnar milli þeirra með saman- pressuðum mosa! Að mestu leyti verður þessu 2,5 m breiða skipi forðað frá tortímingu og því komið fyrir almenningi til sýnis á Doversafni. Bronsaldartréskipið, sem hefur varðveist fullkomlega, stóð á kilin- um á botni uppþornaðra árósa, þar sem nú er orðið þurrlendi í mið- borg Dover. Það er sennilegt að skipið hafi Svona hefur skipið, sem nýlega fannst í Dover, litið út árið 1000 f.Kr. ' —vv»Í»VÍm». w vUUy.M U/ /f i//' ““ 'U^UillLl «t\ Ur\Íj/‘ Sfíl. mifoKp SAMAM MC0 5rölO;iVl ý\ýlÐAl£TÁöiUM þV£l?f2>lTAe VO(?V t/lköcjqmoM ÞverziKfAM borið allt að 5 tonn af farmi — sem gefur tilefni til að álykta að jafnvel fýrir 3000 árum hafi verið lífleg viðskipti milli Bret- lands og meginlandsins. Fyrir nokkrum árum fundu kafarar hluta farms eins þess- ara Ermarsundsbáta rétt fyrir utan ströndina við Dover — en ekkert skip! Farmurinn, sem hefur verið aldursgreindur frá 1200 f.Kr., innihélt 350 hluti úr frönsku brotajárni — gamlar axir, brotin sló'lmingasverð og skemmd verkfæri. Enn er þó eftir að sjá hvort skipið, sem nýlega fannst í Dover, hefúr verið í eigu brotajárnssala á bronsöld. ÞOWkOlVGA ÞyicKU^. TfL HocfoVlN 0R. ' HCLMlMClUOUíVV TK7A ftOXJJIU .iclcjPopM SF~líe &\)DlkóNCoO. AFLS H^Pl ISNC^D |MS OPPHAF' i£CA Vteif) 50 fet IMK l A/\)(JM EMN 'amötí ÞdÓDAP'ól&MiNMSAPN 10 HtfOK '[ Þa£P< MyA/O^^M Ut6IA)CM VWDA 5>UPlF> HAfiFWiDUT. Mansal í Jemen Fomleifafræöingar rannsaka 3000 ára gamla skipiö, sem nýlega fannst í heilu lagi I Dover. Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Seldl Sönn saga konu í ánauð eftir Zanu Muhsen og Andrew Crofts. Guðrún Finnbogadóttir ís- lenskaði. Ensku systurnar Zana og Nadia voru 14 og 15 ára þegar faðir þeirra seldi þær í hjónaband til Jemen. Þær áttu áhyggjulausa bernsku heima í Birmingham á Englandi, þegar fað- irinn bauð þeim í fýrsta sinn á æv- inni í sumarleyfi til útlanda. Þær sáu hvergi „sólarstrendur undir pálma- trjám“, eins og þeim hafði verið lof- að. Dvölin í Jemen varð skelfileg martröð. Auðmýkingar, ofbeldi og nauðganir urðu daglegt brauð eftir að stúlkurnar voru neyddar til að giftast piltum í afskekktum þorpum í Bækur Jemen — þorpum sem ekki voru einu sinni til á landakorti. Zana komst undan eftir átta ára vist í þessu víti, en neyddist til að skilja eftir son sinn. Nadia er ennþá fangi í nauð- ungarhjónabandi í Jemen. í kynningu Forlagsins segir: „Þessi áhrifamikla og vel rit- aða bók hefur vakið gífurlega athygli um allan heim. Saga Zanu er borin uppi af til- finningahita og viljastyrk unglings- stúlku sem aldrei lætur bugast. Saga hennar kallar okkur til samhjálpar og hún á erindi við alla, enda eru nauðungarflutningar stúlkubarna til framandi landa harmsaga sem ís- lendingar þekkja af eigin raun.“ Seld! Sönn saga konu í ánauð er 239 bls. með mörgum myndum úr lífi systranna Nadiu og Zanu. Grafft hf. hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.