Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 198.tbl.76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Fastlega er búist við að atvinnumálanefnd ríkis og aðila vinnumarkaðarins leggi spilin á borðið um helgina. Eindagi forsætisráðherra er á sunnudag: Atvinnuskapandi aðgerðir upp á finun milljarða króna Fastlega er búist við að atvmnumálanefnd ríkis og aðila vinnumark- aðaríns leggi spilin á borðið um helgina og jafnvel fyrr en eindagi sá sem forsætisráðherra hefur gefið er nk. sunnudag, 15. nóvember. Meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafa veríð innan atvinnumála- nefndar ríkis og aðila vinnumarkaðaríns til að sporna við frekari at- vinnuleysi eru m.a. framkvæmdir í vegamálum, viðhaldi opinberra bygginga, auknum fjármunum verði ráðstafað til félagslegra íbúða- bygginga og þjónustustofnana ríkis og sveitarfélaga og grípið verði til séraðgerða á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í atvinnu- leysinu s.s. á Suðurnesjum og á Eyjafjarðarsvæðinu og jafnvel víð- ar. Talið er að þetta muni kosta um fimm milljarða króna og þar af komi 3 milljarðar til baka í formi skatta og annarra gjalda og því þurfi ríkið að slá 2 milljarða að láni erlendis frá. Þetta kom m.a. fram í ræðu Ás- mundar Stefánssonar, forseta Al- þýðusambands íslands, á félagsfundi Iðju, félagi verksmiðjufólks. Verði ráðist í þessar aðgerðir er tal- ið að þær muni fela í sér aukna at- vinnu upp á l,5%-2%, en sam- kvæmt opinberum tölum er at- vinnuleysið um 3% og viðbúið að það muni aukast á næstu vikum um 2% að öllu óbreyttu, þannig að op- inbert atvinnuleysi getur numið allt að 5% áður en langt um líður. Áhrif þessara aðgerða þýddu þá að at- vinnuleysið mundi minnka niður í 3-3,5% Til viðbótar er talið að bætt samkeppnisaðstaða fyrirtækja með niðurfellingu aðstöðugjalds og fleiru mundi minnka atvinnuleysið um 1% og því mundi atvinnuleysið nema um 2% ef þessar hugmyndir ganga eftir og komast til fram- kvæmda. Ásmundur ræddi einnig um stöð- una almennt í efnahagslífinu og þá einkum um stöðu sjávarútvegsins, en því hefur verið spáð að atvinnu- greinin verði rekin með 8% halla á næsta ári. Með áframhaldandi end- urskipulagningu fyrirtækja og hag- ræðingu ásamt bættri samkeppnis- stöðu með EES-samningnum, til- færslu skatta og minni álögum á at- vinnugreinina er búist við að hægt verði að minnka fyrirsjáanlegan halla sjávarútvegsins um nokkur prósentustig. í máli Ásmundar kom fram að verði ekkert að gert í atvinnu- og efna- hagsmálum blasir við hrina gjald- þrota og atvinnuleysið yrði um Um 4.200 manns án atvinnu: Atvinnuleysi 2,9% í október 20%-25% sem þýðir að fímmti hver einstaklingur á vinnumarkaði yrði atvinnulaus. Aftur á móti ef gengis- fellingarleiðin verður valin mundi þurfa að fella gengi krónunnar um minnst 20%-25% til að ná einhverj- um árangri en á móti er viðbúið að verðbólgan muni gjósa upp og verða um og yfir 10% með þekktum af- Ieiðingum fyrir launafólk. Geng þessum tveimur valkostum er svo um ræða áðurnefnda millileið sem felur í sér atvinnuskapandi- og samkeppnisbætandi aðgerðir. En til þess að sú leið geti orðið að veru- leika þyrfti að nást mikil sátt á milli allra aðila í þjóðfélaginu þar sem ekki yrði pláss fyrir pólitískar illdeil- ur. í björgunaraðgerðum sem þessum þyrfti jafnhliða að tryggja á einhvern hátt að komið verði í veg fyrir frek- ari fjárfestingarsóun og ennfremur þyrfti að auka og herða allt skattaeft- irlit, setja á fjármagnstekjuskatt og 7% hátekjuskatt á 160 þúsund króna mánaðartekjur einstaklinga eða 320 þúsund króna mánaðarlaun hjóna. -grh SAMNINGUM SÍS OG ÍSLANDSBANKA LOKIÐ 1 gær voru undirritaöir samningar milli Lands- banka íslands og Sambands íslenskra samvinnu- félaga um yfirtöku á eignum Sambandsins að verðmæti 2.513 milljónir. Landsbankinn ætlar að selja þessar eignir eins fljótt og auðið er. Sigurð- ur Markússon, stjómarformaður Sambandsins, segist gera ráð fyrir að um áramót verði skuldir Sambandsins um 500 míljjónir og eignir um einn milljarður. Fyrir tveimur árum voru skuldir Sam- bandsins um 10 milljarðar, eða um 13 milljarðar á núvirði. Sigurður sagði að ekki sé búið að móta framtíð- arhlutverk Sambandsins. „Við höfum verið í lí- fróðri. l»egar við náum landi þá kemur að því að menn velti því fyrir sér hvert framhaldið eigi að vera,“ sagði Sigurður. - EÓ Samvinnuverkefni lögreglu og íbúa í Grafarvogi gefur góða raun: Fara óttalausir í sumarfrí Nágrannahjálp er heiti á samvinnuverkefni íbúa og lögreglu í Grafarvogi sem unnið hefur verið að frá því í byrjun árs. „Reynslan er góð. Við þekkjum dæmi úr Grafavoginum þar sem upplýsingar fólks leiða til þess að menn séu staðnir að verki við innbrot. Þá bar svo til ekkert á því að farið væri inn í húseignir fólks í sumarfríum þess,“ segir Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sem telur líklegt að þetta fyrir- komulag verði reynt í öðrum hverfum í framtíðinni. Um 3.800 manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í október. Það jafngildir um 2,9% atvinnuleysi. Þetta er um 0,2% hækkun frá sept- embermánuði. í sama mánuði í fyrra var atvinnuleysi 1,2%. Samkvæmt þessu yfirliti hefur at- vinnuleysisdögum á landinu fjölgað um tæplega 5 þúsund frá mánuðin- um á undan og er aukningin að þessu sinni meiri hjá körlum en konum. Þá vekur aukið atvinnuleysi í höfuðborginni athygli. Þar fjölgaði skráðum atvinnuleysisdögum um 7.000 á sama tíma og þeim fækkar á landsbyggðinni um 2.000. Það vekur athygli að atvinnuleysið virðist vaxa með auknum hraða því síðasta dag októbermánaðar voru 4.200 mans á atvinnuleysisskrá en það er 400 fleiri en nemur meðaltali mánaðarins. Enn sem fýrr er atvinnuleysið mest á Suðurnesjum en þar mældist það 5,5% í síðasta mánuði. í Reykjavík mældist það 2,9%. Á Vestfjörðum virðist vera best að fá vinnu því þar mælist atvinnuleysið 0,7%. -HÞ Ómar segir að síðasta sumar hafi verið dreift bæklingi inn á hvert heimili þar sem var lagt út hvernig ætti að gæta eignar ná- grannans þegar hann fer í frí. Þetta segir hann að hafi gefist mjög vel og nær ekkert hafi borið á innbrotum. Ómar segir að erlend hugmynd hafi verið sniðin að íslenskum að- stæðum með þessu kerfi. Hann segir að hverfinu hafi verið skipt upp í 12 einingar eftir land- fræðilegri legu. Yfir hverri einingu er einn svonefndur hverfisstjóri og saman mynda þeir hóp sem tengist íbúasamtökum og lögreglu. Ómar segir að reynsla lögreglu erlendis sé sú að vænlegasta leiðin í Iöggæslu sé að ná sem bestum tengslum við fólkið og vinna með því. Hann segir að starfið gangi þannig fyrir sig að fólk vinni í hóp- um að áætlunum um hvað leggja beri áherslu á miðað við það sem er að eiga sér stað í hverfinu og al- mennt í þjóðfélaginu. Hann segir að áætlanirnar miði að því að koma í veg fyrir afbrot á svæðinu. Hann bætir við að upplýsingum um staðbundin afbrot sé miðlað til íbúanna til að þeir átti sig á hvað þeir geti gert sjálfir til að draga úr líkum á afbrotum. Hann nefnir sem dæmi innbrotavamir, hvað eigi að varast þegar fólk fer í sum- arfrí, innbrot í bfia, reglur um úti- vistartíma o.fl. Þá reiknar Ómar með að í mars á næsta ári verði tekið upp samstarf við skóla til að vinna gegn skemmdarverkum þó þau séu með minnsta móti í Graf- arvogi. Ómar segir að áhugi íbúanna hafi mikið að segja og virkni þessa fyr- irkomulags sé undir honum kom- inn. „Þetta er fyrst og fremst í þeirra þágu,“ segir Ómar. Ómar segir að ekki verði vart við eins mikinn óróa í Grafarvogi eins og oft er stundum í nýjum hverf- um og þá kannski sérstaklega hjá ungu fólki. Hann þakkar það virku félags- og íþróttastarfi í hverfinu. „Fólk virðist samhent um að taka á vandamálum en láta þau ekki vaxa eins og sums staðar gerist," segir Ómar. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.