Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. nóvember 1992
Tíminn 9
DAGBOK
íþróttamyndir í Ráöhúsinu
f salarkynnum ráðhúss Reykjavíkur stendur nú yfir sýning á gömlum og nýjum ljós-
myndum sem tengjast sögu íþrótta hér á landi. Sýningin var sett upp f tengslum við
61. þing ÍSf, sem haldið var fyrir skemmstu, og 80 ára afmaeli íþróttasambandsins á
þessu ári. Sýningin stendur til 15. nóvember.
Ljósmyndimar eru um 60 talsins og þeim skipt niður eftir íþróttagreinum. Ljós-
myndasafn Reykjavíkurborgar leggur til eldri myndimar, en nýrri myndimar eru tekn-
ar af ljósmyndurum Morgunblaðsins og eru fengnar úr myndasafni blaðsins. Myndirn-
ar eru stækkaðar í 40x50 sentimetra stærð, innrammaðar og settar upp á fleka með
skýringartexta sem tengist hverri íþróttagrein.
Cheeríos á fslandi í 50 ár.
Nýir íslenskir pakkar komnir á markaöinn
Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því Nathan & Olsen hf. hóf innflutning á Che-
erios-hringjum frá General Mills, en þá hafði þetta vinsæla morgunkom aðeins verið
eitt ár á borðum Bandaríkjamanna. Cheerios-hringjunum hefur frá upphafi verið afar
vel tekið af ísienskum neytendum og í dag er Cheerios eitt söluhæsta morgunkomið á
íslenskum markaði. Af þessu tilefni hafa Cheerios-pakkamir verið færðir í íslenskan
búning og er lýsing á innihaldi og næringargildi á íslensku, sem og textar sem eru
bæði til fróðleiks og ánægju. Einnig hafa pakkamir fyrir Cocoa Puffs og Honey Nut
Cheerios verið íslenskaðir og er að finna á þeim myndskreytingar og leiki fyrir böm á
öllum aldri.
Myndlist, leiklist og tónlist í
Gerðubergi
Mánudaginn 9. nóvember opnaði Krist-
inn E. Hrafnsson myndlistarsýningu í
Effinu í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Á sýningunni eru skúlptúrar og
veggmyndir. Þetta er þriðja einkasýning
Kristins, en áður hefur hann sýnt á Kjar-
valsstöðum og í Otso gallerí í Finnlandi.
Sýningunni lýkur 8. desember.
Nú stendur yfir sýningin „Orðlist Guð-
bergs Bergssonar" í Gerðubergi. Á sýn-
ingunni em Ljóðmyndir, sem em konkr-
etljóð Guðbergs frá Súm-ámnum, teikn-
ingar t.a.m. myndasögur og teiknuð verk
með olíulitum, Ijósmyndasögur, blaða-
greinar, kvikmyndir, munir og fleira. í
útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi
er m.a. bókasýning. Einnig gefst sýning-
argestum kostur á að hlýða á hljóðverk
Guðbergs, sem hann nefnir Ljóðhljóð.
Sýningamar em opnar mánudaga til
fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-
16, laugardaga kl. 13-16 og sunnudaga
kl. 14-17.
í tengslum vjð sýninguna „Orðlist Guð-
bergs Bergssonar" verður flutt leikdag-
skrá miðvikudaginn 18. nóvember og
fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30,
sem hlotið hefur nafnið SANNAR SÖG-
UR — af sálarlífi systra í leikstjóm og
samantekt Viðars Eggertssonar úr
Tángabókunum svonefndu (Það sefur í
djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr
djúpinu).
Laugardaginn 14. nóvember kl. 17
verða aðrir Ljóðatónleikar Gerðubergs f
vetur. Þá syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópran, ljóðasöngva m.a. eftir Hjálmar
H. Ragnarsson, J. Túrina, L. Bemstein,
M. Ravel og V. Bellini. Meðleikari verður
Jónas Ingimundarson píanóleikari. Tón-
leikamir verða endurteknir mánudaginn
16. nóvember kl. 20:30.
Basar á Hallveigarstöðum á
sunnudaginn
Austfirskar konur halda basar á Hall-
veigarstöðum sunnudaginn 15. nóvem-
ber kl. 14.
TÍMAN<Q
| ■:I I l(r;li
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LAN'DIÐ.
MUNlbÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
BILALEIGA
AKUREYRAR
interRent
Europcar
Nastassja Kinski og Quincy Jones.
Nastassja Kinski og
Quincy Jones fjölga
mannkyninu
Nastassja Kinski
hefur sigrað í for-
ræðismálinu gegn
fyrri eiginmanni sín-
um og ætlar nú að
fara að eiga eitt
barn enn
Leikkonan Nastassja Kinsky er
nýlega laus úr erfiðu og harka-
legu skilnaðannáli frá fyrri eigin-
manni sínum, kvikmyndafram-
leiðandanum Ibrahim Moussa.
Nastassja bar sigur af hólmi í
málinu og hefur nú forræði yfír
börnum sínum tveimur, þeim
Aloysha, átta ára, og Sonyu sem
er sex ára.
Nastassja tók fljótlega upp sam-
band við bandaríska lagasmiðinn
Quincy Jones og var það samband
reyndar eitt af vopnum þeim, sem
eiginmaðurinn fyrrverandi reyndi
að notfæra sér í forræðismálinu.
Nastassja, sem er 31 árs, og
Quincy, sem er 59 ára, hafa staðið
saman í gegnum allar þessar
þrengingar og eiga nú von á sínu
fyrsta barni saman. En barnið,
sem í vændum er, er þriðja barn
Nastössju en sjöunda barn
Quincys.
Þau búa í Los Angeles ásamt
börnum Nastössju og sem betur
fer er samkomulagið við Ibrahim
Moussa ekki verra en svo, að hann
hefur fullan umgengnisrétt við
börn sín.
i spegli
Tímans
Eins og sjá má
er barnsvon hjá
Nastössju Kinski.