Tíminn - 12.11.1992, Page 2

Tíminn - 12.11.1992, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. nóvember 1992 Víða pottur brotinn í byggðingariðnaði og svo virðist sem tryggingafélögin greiði aðeins tjónareikninga af völdum vatns en viti of lítið um orsakirnar. Hefði mátt fresta Nesjavalla- virkjun um nokkur ár ef heitavatnskerfi íbúða hefðu verið tekin út og rétt stillt? Ráðstefna Lagnafélags íslands: Vatnsskaðar af völdum ónýtra Iagnakerfa nema hálfum milljarði á ári hvetju, tryggingafélögin vita of lítið um orsakir og greiða aðeins reikning- inn, iðnfræðsla í molum, litlar sem engar úttektir á lagnakerfum, enginn ábyrgur fyrir efnis-, hönnunar-, eða framkvæmdagöllum, gæðastjóm í byggingariðnaði getur sparað allt að fjóra milljarða á ári og iðnaðarmenn sofandi varðandi EES. Þetta er meðal þess sem rætt verður á ráðstefnu Lagnafélags íslands sem fram fer í dag á Hótel Loftleiðum. Hér má sjá starfshóp kvenna í ungliðahreyfingu íslenskra stjórnmála. Sennilega vilja þær sem flestar konur á vinnustaðinn á bak við sig. Tímamynd Ami Bjama Konur á barmi jafnréttis: Jafnrétti á að vera sjálfsagt mál Að mati Lagnafélags íslands nema vatnsskaðar af völdum ónýtra lagnakerfa á ári hverju minnst 500 milljónum króna en með réttu efnisvali, betri hönnun og vandaðri vinnubrögðum er hægt að draga verulega úr þessu tjóni. En það sem verra er, er að tryggingafélögin virðast vita of lít- ið um orsakir þessara tjóna, að öðru leyti en því að þau eru af völdum vatns. Svo virðist sem litl- ar sem engar upplýsingar sé að finna um það hjá tryggingafélög- um hvort vatnsskaðinn sé vegna efnis-, hönnunar- eða fram- kvæmdagalla, heldur greiða þau aðeins tjónareikninginn hverju sinni og virðast láta þar við sitja. En til að hægt sé að fyrirbvggja frekari tjón er nauðsynlegt að vita um orsakirnar og af hverju vatn fer allt í einu að leka. Að sama skapi virðast úttektir á flóknum lagnakerfum vera litlar sem engar. Ekki alls fyrir löngu tók Hitaveita Reykjavíkur út kerfi í hátt í 400 íbúðum. Niðurstaðan var m.a. sú að ekkert kerfi fannst sem hafði verið tekið út og það sem meira er að dæmi hafa fundist um kerti sem eyddu allt að þrefalt meira en þau áttu að gera. Að mati kunnugra hefði jafnvel mátt fresta uppsetningu Nesjavallavirkiunar um nokkur ár ef heitavatnskerfin hefðu verið rétt stillt. Þá er talið að með gæðastjórnun í byggingaiðnaði megi spara allt að fjóra milljarða á ári. Til að ná því markmiði þarf að koma betri skipulagi á vinnubrögðin, bæta iðnfræðsluna sem sögð er í mol- um, koma í veg fyrir tvíverknað og draga menn til ábyrgðar. „Það er allt of lítið gert af því að draga menn til ábyrgðar vegna Fimm afbrofa- menn hand- samaðir í bíl Fimm ungir menn voru handtekn- ir saman í bíl í gær og hafa þeir mörg afbrot á samviskunni. Lögreglunni barst vitneskja um fimmmenningana, en einn þeirra var eftirlýstur. Að sögn Iögreglunnar er ferill fimmmenninganna nokkuð fjölbreyttur. Þar má nefna innbrot, ávísanamisferli og fíkniefnanotkun. Mennirnir eru allir yngri en 20 ára. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. -HÞ vinnu sinnar. Bæði er það tíma- frekt og kostnaðarsamt en jafn- framt skiptir uppeldið miklu máli. Hér á landi hefur vaxið upp kyn- slóð sem hefur ekki kynnst öðru en þenslu og peningagnótt og því hafa menn ekki nennt að vasast í einhverjum eltingarleik við menn út af ábyrgðum. En vonandi fer þetta að breytast," sagði einn iðn- aðarmaður. Þá er það mat lagnamanria að iðnfræðslan sé gjörsamlega í mol- um og nauðsynlegt að ráðast í verulegt átak í þeim efnum ef ekki á illa að fara. Að sama skapi virðist sem iðnaðarmenn séu ekki enn vaknaðir til vitundar um það að ís- land sé senn að gerast aðili að evr- ópska efnahagssvæðinu og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér fyrir þeirra framtíð. Hvernig standa þeir t.d. í samanburði við erlenda starfsbræður sína og er líklegt að fjöldi íslenskra iðnaðar- manna verði atvinnulaus ef evr- ópskir lagnamenn þyrpast unn- vörpum til landsins í atvinnuleit? -grh „Vio erum ao láta vita af okkur og vonumst til að geta ögrað forystu allra flokka til að auka veg kvenna innan þeirra. Jafnrétti á að vera sjálfsagt mál,“ segja ungar konur úr flestum stjómmálasamtökum landsins sem hafa stofnað samstarfshóp til að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og telja að mjög halli þar á konur. Þær ætla að beita sér (yrir ráð- stefnu á laugardaginn kemur þar sem ýmsum forystumönnum úr stjórnmálum verður boðið. Þetta kom m.a. fram á fréttamannafundi sem konurnar héldu í gær. Konurnar koma úr ungliðahreyf- ingum íslenskra stjórnmálaflokka og segjast hafa fullt umboð úr sín- um hreyfingum til að vinna að jafn- réttismálum. Þær eru sammála um að lítið hafi heyrst um jafnréttisbar- áttu ungra kvenna síðustu misseri og er ráðstefnunni ætlað að snúa þeirri þróun við. Yfirskrift ráðstefnunnar á laugar- daginn er „konur á barmi jafnrétt- is“. Á fundinum kom fram að þetta heiti hafi verið valið með ráðnum huga. Þar sem þeim finnst jafnrétt- isbaráttan standa á tímamótum og heldur hafi hallað á í seinni tíð líta þær á að nú sé tími til að stökkva af barminum yfir gjána í átt til aukins jafnréttis. „Við erum staddar í hálf- leik jafnréttisbaráttunnar. í fyrri hálfleik hefur heldur hallað á en við ætlum að vinna leikinn," varð ein- um fulltrúa kvenna í ungliðahreyf- ingu íslenskra stjórnmálaflokka að orði. Konurnar segja að þetta séu fyrstu samtök sinnar tegundar hér á landi sem skipuð séu fulltrúum nýrrar kynslóðar. Þær segjast vera sam- mála um markmiðið, sem er fullt jafnrétti kynjanna, þó skiptar skoð- anir séu um leiðirnar að því. Konurnar álíta að því fari fjarri að aukin menntun íslenskra kvenna hafi fært þeim hærri tekjur eða stór- kostleg áhrif í íslensku athafnalífi. Þær bæta við að í umræðu um da- vistarmál sé sýknt og heilagt látið í það skína að viðunandi dagvist fyrir börn sé einkamál mæðra þeirra. Einnig kemur fram sú skoðun að sjálfsögð mannréttindi feðra eins og Ætlar verkalýðshreyfingin að gera nýja samninga án þess að núverandi kjarasamningur hafa náð fram að ganga gagnvart starfsmönnum álversins? Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður: Atvinnurekendur haga sér eins og þeim sýnist Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaöarmaður starfsmanna í álverinu í Straums- vík, segir það vera mjög mikið umhugsunarefni fyrir verkalýðshreyfing- una í heild sinni hvort hún ætli sér að gera nýja þjóöarsáttasamninga eða aðra kjarasamninga, hverju nafni sem þeir nefnast, án þess að núverandi samningur hafi náð fram að ganga gagnvart starfsmönnum álversins. Eins og kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið að fá ísal til að fall- ast á miðlunartillögu ríkissátta- semjara frá því í vor og því hafa starfsmenn álversins verið án samninga í rúmt ár. Á meðan líður tíminn og nú eru aðeins rúmir þrír mánuðir þar til núverandi kjarasamningar renna út, eða þann 1. mars nk. Ennfremur hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort þessi stífni ísalmanna og getuleysi verkalýðshreyfingarinn- ar til að fá þá til að samþykkja miðlunartillöguna sé það sem koma skal eftir að ísland verður orðið aðili að evrópska efnahags- svæðinu. Þá er viðbúið að verka- lýðshreyfingin þurfi að kljást við fleiri erlend fyrirtæki en ísal. Gylfi Ingvarsson segir að atvinnu- rekendur hagi sér eins og þeim sýnist en launamenn og neytendur séu látnir borga brúsann. Hann segir að nú sé látið í veðri vaka að það þurfi að gera ábyrga kjara- samninga til að bjarga atvinnulíf- inu, enn einu sinni. „Nú koma at- vinnurekendur fram með þau skilaboð til launamanna að því miður hafi þetta ekki gengið upp og nú verðið þið að borga brús- ann.“ Þessu til viðbótar bendir Gylfi á að á sama tíma og Grandi hf. sé að segja upp starfsfólki þá sé fyrir- tækið að fjárfesta í þýsku útgerð- arfyrirtæki og jafnvel víðar. „Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki síður er furðulegt kjaftæöið í formanni Alþýðuflokksins sem virðist leggja að jöfnu orlofsrétt sænskra verkamanna og íslenskra þegar hann talar um sænsku leið- ina sem fýrirmynd í niðurskurði. Málið er að okkur orlofsréttur er mun minni en þeirra sænsku og því er ekki hægt að heimafæra þeirra aðgerðir beint upp á ís- lenskan veruleika,“ segir Gylfi Ing- varsson. -grh fæðingarorlof séu ekki álitin raun- hæfur kostur og meðhöndluð sem stórhættuleg hugmynd. Ekki er myndin björt þegar talið berst að þátttöku kvenna í stjórn- málaflokkum. Þær segja að konur hafi löngum prýtt uppfyllingarsætin fremur en þau sem þykja ávísun á þingmennsku eða setu í bæjar- og sveitastjómum. Sem dæmi nefna þær að nú sé engin kona formaður í neinum af ungliðasamtökum flokk- anna. í máli þeirra kemur og fram að betur sé tekið á móti körlum en konum í stjórnmálaflokkum. Þær segja að reynt sé frekar að ýta kon- um niður á listum en upp. Hug- mynd eins og jafn hlutur kynja á framboðslistum, svonefndur kynja- kvóti, fékk þó misjafnar undirtektir. Konurnar eru sammála um að við- horfsbreyting þurfi að eiga sér stað til að jafnrétti verði í raun. Þær segja það viðhorf of ríkjandi að líta á konur í stjórnmálum sem frama- gjarnar og jafnvel barnalegar. Þá telja þær að viðhorfi þurfi að breyta þannig að jafnrétti verði sjálfsagt mál en ekki bara í orði. Athugasemd: Atlantsflug hættir rekstri, ekki Atlanta Þau leiðu mistök voru gerð á for- síðu Tímans í gær að í fyrirsögn var sagt að flugfélagið Atlanta hefði hætt rekstri. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt eins og skýrt kemur fram í fréttinni sjálfri. Það er fyrirtækið Atlantsflug sem hefur hætt rekstri. Forráðamenn Atlanta eru beðnir af- sökunar á þessu. Sólbaðstofumað- urinn grunaður um nauðgun Maðurinn sem handtekinn var á sólbaðstofu í Reykjavík í fyrradag er grunaður um nauðgun á Akureyri fyrr á þessu ári. Sannað þykir að maðurinn var á Akureyri þegar nauðgunin átti sér þar stað. Nauðg- unin var óvenju hrottaleg. Konunni, sem var nauðgað, var hótað lífláti og hótað var að gera börnum hennar mein. Sæði úr hinum grunaða verð- ur nú sent í DNA-rannsókn. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.