Tíminn - 12.11.1992, Page 4

Tíminn - 12.11.1992, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 11. nóvember 1992 Tímiim MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hróifur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þörf á siðareglum Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar kynntu fram- bjóðendur Framsóknarflokksins kosningamál sem þótti stinga í stúf við önnur og hefðbundnari baráttu- mál sem kynnt voru í þessum kosningum. Þetta var krafan um að settar yrðu siðareglur fyrir borgarfulltrúa og embættismenn Reykjavíkurborgar. Færð voru fyrir því rök að undirtök sjálfstæðismeirihlutans í borginni væru orðin slík og ættar- og flokksleg ítök og sam- trygging væri með þeim hætti að í skjóli flokksgæð- ingahugsunarháttar innan borgarkerfisins viðgengust vinnubrögð sem illa þyldu dagsins ljós. Með setningu formlegra siðareglna væri tryggð opinber viðmiðun sem pólitfkusar og embættismenn gætu stuðst við, óháð því hvort þeirra persónulega dómgreind væri nægjanlega örugg til að þekkja rétt frá röngu. Það var ekki tilviljun að krafan um sérstakar siðaregl- ur fyrir borgarfulltrúa og embættismenn kom fram í Reykjavík. Þvert á móti eru fjölmörg tilfelli þar sem embættisfærslur og pólitískar ákvarðanir hafa legið á mörkum þess sem siðlegt getur talist og hafa þá átt hlut að máli bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar. Áður hefur hér í blaðinu verið bent á vafasöm vinnu- brögð í borgarkerfinu, t.d. varðandi ýmsan fram- kvæmdakostnað hjá borginni. í mörgum tilfellum er um það að ræða að milljónir og jafnvel hundruð millj- óna króna, sem teknar eru af almannafé skipta um eig- endur. Nú hefur borgarstjóri áminnt forstöðumann Skóla- skrifstofu Reykjavíkur fyrir brot í starfi, brot sem þrátt fyrir nokkuð rækilega fjölmiðlaumfjöllun hefur ekki í för með sér mjög mikil umfram útgjöld fyrir skattborg- arana. Embættisfærsla þessa tiltekna forstöðumanns í þessu tiltekna atriði er vissulega ólíðandi og eðlilegt að gerðar séu mjög alvarlegar athugasemdir við hana. Hins vegar er það líka ólíðandi að þetta eina mál sé not- að sem eins konar syndaaflausn fyrir þau vafasömu vinnubrögð sem því miður eru dæmi um að viðhöfð séu í borgarkerfinu. Af ummælum borgarstjóra í fjöl- miðlum í kjölfar þess að hann veitt áðurnefnda áminn- ingu mátti skilja að tilvik forstöðumanns Skólaskrif- stofu væri óvenjulegt og einangrað atvik og sagðist borgarstjórinn fyllilega treysta því að aðrir embættis- menn borgarinnar héldu sig á hinum þrönga vegi dyggðarinnar. Borgarstjórinn gefur því til kynna að með því að áminna forstöðumanninn hafi meinsemdin verið upprætt og allt sé nú í himnalagi. Þetta lýsir ann- aðhvort ótrúlegri einfeldni eða mikilli stjórnkænsku hjá borgarstjóranum. Trúlega er það þó stjórnkænska því auðvitað eru mörg skemmd epli í stjórnsýslu borg- arinnar og það þjónar ekki hagsmunum Sjálfstæðis- flokksins að draga slík epli fram. Dæmið um forstöðu- mann Skólaskrifstofunnar er því aðeins lítið dæmi úr þeirri stjórnsýslu sem viðgengist hefur í gegnum árin, og trúlega alls ekki það versta. Það var því jákvætt að þetta mál var dregið fram í dagsljósið, en brotið verður að skoða í víðara samhengi reykvískrar stjórnsýslu. Það er hluti af stærra vandamáli, en ekki einangrað tilfelli og er sönnun þess að tímabært var hjá framsókn- armönnum að krefjast þess að borgarfulltrúum og embættismönnum yrðu settar ákveðnar siðareglur. Össur, bjargvættur mennta? Eitt af Jrví versta, sem þessi ríkis- stjóm hefur á stefnuskrá sinni — og er þar þó margt slæmt — er sveltistefna og skemmdarverka- starfscmi gagnvart íslensku menntakerfi cins og það Ieggur sig, og þó ekki hvað síst gagnvart mcnntun á háskólastigi. Háskóli ís- lands á samkvæmt frumvarpl til fjárlaga að hóa við sama þrönga kostinn og á þessu ári, sem þýðir að námsframboð skólans verður skert um fimmtung og mjög verður þrengt að rannsóknarstarii. Þrátt fyrír að bænaskjöl hafi ítrekað veríð send til stjómvalda frá háskólafólki og öðrum, sem bera hag þjóðfélags- ins fyrír brjósti, hefur stjóraar- stefnan ekkert breyst. Nú síðast birtist f blöðum nýleg áfyktun frá háskólaráði þar sem Alþingi íslend- inga er bent á að í siðmenntuðum löndum þyki eðlilegt að mæta vax- andi atvinnuleysi með auknum framlÖgum hins opinbera tii rann- sókna og mcnntunar, enda sé ann- ars hætta á að erfiðlcikamir aukist enn frckar og í stað nýsköpunar ríki áfram stöðnun. Þannig þjóðfélag verði seint tilbúið í samkeppni á al- þjóðlegum vettvangi. Það, sem Há- skóli Islands fer fram á við stjóra- völd, er að hann fái tækifærí til að bæta grunnmenntun og efla fram- haldsnám og rannsóknir, þannig að fslenskt þjóðfélag dragist ekki enn frekar aftur úr helstu viðskiptalönd- um okkar en þegar er orðið. Lottómlði sem fram- lag til rannsókna Þessi krafa háskólaráðs er einung- is sú nýjasta af fjöldamörgum ábendingum svipaðs eðlis, og meira að segja benda niðurstöður OECD- skýrslu, sem ríkisstjómin sjálf bað um, til þessarar sömu niðurstöðu, þ.e. að íslendingar verða að taka við sér hvað varðar framlög til rann- sókna og menntunar, því stöðnun og afturför biasi við að óbreyttu ástandi. í allrí þeirrí umræðu, sem þessi OECD-skýrsla hefur vakið upp, hefur komið í Ijós að framiög til rannsókna frá ríkinu munu trú- lega standa nokkum veginn í stað á .Getur sveltandi Háskóli stuðlað að nýsköpun?" Skýrsla OECD um stefnu ís- lenskra stjórnvalda I málefnum vlsinda og rannsókna rædd á opnum fundi i Há- skólanum I gær. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Alþýðuflokksins, þvær hendur slnar af stefnu og vinnubrögðum menntamálaráðhena: „Ég þer ekki ábyrgð á Ólafi Garðari“ „Ég ber ekld ábyrgð á Ólafl Garðari,** *agði ö**ur Skarphéðin*son, þlng- flokksformaöur Alþýðuflokksin*. á fjölmennum fundi með stúdentum f Há- skóla íslands í gær. Aðspuröur *agði*t hann þó *tyðja fjáriagafrumvarp rík- isstjómarinnar fyrir naesU ár en niðurskurður stjómvalda í fjárframlögum til Háskólans á yflrstandandl fjáriagaári hefur leitt til þess að skólinn hefur þurít að skera niður 160 nám«I«>ið eðs ««>m .u.1 i-----1.. um framlögum til rannsókna- og vís- indastarfa. össur sagðist vel geta hugsað sér aö meira Oármagn kæmi til þessara hluta frá bæði lðnþróunar- sjóði og Iðnlánasjóði og jafnframt hvrfti að hækka laun hiskóUW*'’'-- milli ára eða þá jafnvel heldur drag- ast saman. Þá er ekki talið með það fé, sem á að leggja til rannsókna ef ríkissijóminni tekst að selja þetta og hitt ríkisfyrirtækið á árinu, en eins og staðan er í dag virðast það að mestu vera tálvonir sem slík framlög byggja á. Rfldsstjómin hefði eins getað keypt lottómiða og kynnt hugsanlegan vinning á hann sem viðbótarframlag til rannsókna- starfsemi. í vikunni var haldinn athyglisverð- ur fundur í Háskóla íslands þar sem þingmennimir Steingrímur Her- mannsson og össur Skarphéðins- son ásamt Davíð Scheving Thor- steinssyni Sóikonungi og háskóla- rektor ræddu við stúdenta um spuminguna hvort háskóli í svelti gæti stuðlað að nýsköpun. Þar kom fram hjá Össurí, fyrrum stúdenta- leiðtoga og núverandi þingflokks- formanni Alþýðuflokksins, að hann afneitar alfaríð menntastefnu rflds- stjórnarínnar, þó hann ætli samt að styðja hana á Alþingi. Þingflokks- formaður Alþýðuflokksins persónu- gerði raunar þessa menntastefnu með því að lýsa því yfir að hann teldi sig enga ábyrgð bera á Ólafi Garðari Einarssyni menntamálaráðherra og aðgeröum hans. Það er auðvitað ódýrt að reyna að koma sér undan ábyrgð á þeirri niðurrifsstefnu, sem þingmaðurinn styður á þingi og nú er rekin, með því að fysa ráðherrann einan ábyrgan. En Össurí er vor- kunn í efasemdum sínum og innrí baráttu, því þó hann leitaði með log- andi Ijósi að jákvæðum aðgerðum á sviði rannsókna og menntamála, var það eina, sem hann gat fundið, það að ríldsstjórnin hafði óskað eft- ir slfyrslunni frá OECDl Enn er von Það breytir eldd því að með þess- um fundi kom það þó fram að ís- lensk rannsoknar- og menntastarf- semi á enn von, sem felst í því aö þingflokksformaður annars stjóm- arflokksins hefur svarið mennta- stefnu ríkisstjómarmnar af sér. Sú afneitun gefur fyrirheit um að þing- flokksformaðurínn og vonandi fleirí stjóraarsinnar eigi » miklu sálar- stríði vegna stuðnings síns við menntastefnuna. Nú, þegar fyrsta skrefið er stigið og Össur hefúr op- inberað andstyggð sína á stefnu- máium Óiafs Garðars, má búast við að eftirleikurinn verði auðveldarí hjá Össurí og að hann stígi skrefið tii fulls: hætti að sfyðja stefnu rflds- stjóraarinnar f menntamálum. Fylgi Össur afneitun sinni eftir, má reikna með að á hann verðl iitið sem þjargvætt íslenskra mennta og rannsókna. Ekki verður því trúað að óreyndu að Össur guggni á þvi verki, sem hann hefur byijað, hann hefur þegar sagt A og nú bíður þjóð- in eftir að Össur segi B. Garri Bjargræði að utan Þar sem baðhúsið í kjallara fjár- málaráðuneytisins við Sölvhólsgötu er enn ekki fullbúið, er engin von til þess að hægt sé að koma saman not- hæfum fjárlögum til að leggja fyrir Alþingi á þessu ári. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ráðherra og ráðuneytismenn ráði fram úr erfið- um úrlausnarefnum án þess að hafa aðgang að frussandi kerlaugum og kæfandi gufuböðum. Eins og bent hefur verið á, voru öll ráð Rómaveldis ráðin í baðhúsum, þegar heimsveldið stóð hvað hæst, og nú á að lappa upp á stjórnviskuna í fjármálaráðuneytinu í Skuggahverfi með því að taka upp rómverska siði og stjómvisku. Ejárlagadrögin, sem nú liggja fyrir, eru liðónýt eins og allir vita, og stendur ekki steinn yfir steini fyrr en búið verður að áakveða efnahagsráð- stafanir og leggja niður fyrir sér hvernig halda á ríkisbákninu á floti út árið. En ríkisvaldið hefur hvorki tíma né baðaðstöðu til að sinna svo ieiðin- legum verkum. Þjóðarsáttarráð Því hafa aðilar vinnumarkaðarins tekið að sér að semja efnahagsráð- stafanir fyrir ríkisstjórnina og vinna þeim fylgis, sem þýðir að hagsmunaaðilar muni semja við hagsmunaaðila um hvernig þeir skipta kökunni á milli sín. Nú hafa forkólfar atvinnurekenda og launþega komið sér saman um að færa svosem átta milljarða frá svo- kölluðum atvinnuvegum yfir á ríki, bæi og skattgreiðendur, aðra en þá sem skaffa vinnu, sjálfum sér og öðr- um. í öllu baðhúsaleysi Ijámálaráðu- neytisins hafa aðilarnir tekið að sér að semja skattalögin upp á nýtt og er hægur vandinn fyrir Alþingi að sam- þykkja allan pakkann á einu bretti. Stjórnarandstaðan getur gert það með góðri samvisku, því efnahags- lausnimar eru ekki frá ríkisstjóm- inni komnar, heldur er á ferðinni ný þjóðarsátt, sem fyrst er samþykkt af margfrægum aðiium vinnumarkað- arins og síðan af löggjafarsamkund- unni og jafnvel stjórnvöldum. Svo ætlar Ásmundur að ráða 100 manns til viðbótar á skattstofumar til að líta til með að allt fari þar sæmilega fram. Hagsmunaaðilarnir ákveða að sjálf- sögðu að lækka vexti, því það mun koma atvinnurekendum vel og ekki síður skuldum vöfðum launalýð. En skuldirnar hefur blessað fólkið áunnið sér sem kjarabætur síðustu áratugina. * Otemjur Nær samtímis og strákarnir í ASÍ og VSÍ eru tilbúnir að leggja ný og endurbætt fjárlög fyrir þing og þjóð, auglýsir íslandsbanki vaxtahækkun og segir að engum ætti að koma hún á óvart. Nú vill svo til að ASÍ er stór hluthafi í bankanum eftir nokkrum króka- leiðum, og ekki munu félagar í VSÍ vera án ítaka þar heldur. En þótt þeir þjóðarsáttarmenn fari létt með að stjóma ríkisstjórn og Alþingi og ráði skattheimtumenn að vild, hafa þeir ekkert að segja þegar peningavaldið er annars vegar. Lánastofnanir ráðskast með vextina með það eitt að leiðarljósi, að það er sama hve hörmulega illa banka er stjórnað, dellan skai lagfærð með ein- hliða vaxtaákvörðunum. Vaxtamunurinn kastar ölium syndum bankastjómanna á bak við sig og þeir sjá þær aldrei meir. Skráning gjaldmiðla er enn í hönd- um Seðiabankans, en þjóðarsáttar- ráðin em ekki á einu máli um hvort fastsetja skuli gengi krónunnar eða láta hana súnka fyrir útgerðina. Hvað sem því liður, þá eru lands- málin í góðum höndum eins og stendur. Ríkisstjórnin er klumsa og bíður eftir úrræðum að utan til að halda atvinnuvegum gangandi og ríkisbákninu starfhæfu. Þeir á vinnumarkaðnum koma sér svo prýðilega saman um hvernig leysa á málin með breyttum skatta- lögum og ráðningu innheimtu- manna. Færast þeir tekjumegin í nýja fjárlagadæminu og allt smellur saman eins og flís við rass. Efna- hagsráðstafanir koma af sjálfu sér, fjárlagafrumvarpið gengur upp og baðhús ráðuneytisins kemst brátt í gagnið. Allt væri því í himnalagi, bara ef einhver réði við ótemjurnar sem ákveða vextina. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.