Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 12. nóvember 1992 Harley Street: Læknir gerir umskurð á konum og brýtur gegn breskum lögum Læknir, sem starfar við frægustu læknagötu Lundúna, Harley Street, hefur viðurkennt að hafa framkvæmt ólöglegar skurðað- gerðir í Bretlandi sem valda lemstrun á konum og ungum stúlk- um. Hann fer fram á 400 sterlingspunda þóknun fyrir að gera umskurð á konum, en sú aðgerð var bönnuð með lögum í Bret- landi fyrir sjö árum. Farouk Hayder Siddique tekur 400 punda gjald fyrir aö gera skurðaögerö, sem bönnuö var meö lögum í Bretlandi fyrir sjö árum. væri áreiðanlegt að honum yrði aldrei hleypt inn á sjúkrahúsið framar. Hún var viss um að hann hefði aldrei gert slíka aðgerð á sjúkrahúsinu áður. í pappírum sjúkrahússins mátti sjá að Siddique hafði pantað skurð- stofuna til að „lagfæra ytri sköp“. Hefði skurðaðgerð hafist, hefðu Siddique og sjúklingurinn verið staddir á skurðstofunni ásamt svæfingalækni, aðstoðarmanni og skurðstofuhjúkrunarkonu. Skurðstofuhjúkrunarkonan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist álíta að hún hefði komist að því hvaða aðgerð væri um að ræða og hefði rætt beint við lækn- inn. Hún segist myndu hafa gert sitt besta til að hindra aðgerðina. Alice Walker, höfundur Purpura- litarins m.a., hefur blásið I her- lúöra gegn lemstrun á kynfærum kvenna. Farouk Hayder Siddique heldur því fram að hann geti gert skurð- aðgerðina á einkasjúkrastofnun- um og nefnir þar m.a. til Portland- sjúkrahúsið í London þar sem hver sjúkradagur kostar 350 pund. Skil- yrðið sé aðeins að hann gefi falsaða lýsingu á aðgerðinni þegar hann pantar tíma á skurðstofunni. Táls- menn Portland- sjúkrahússins, sem hefur m.a. þjónustað meðlimi fjölskyldu Bretadrottningar, segja lækninn aldrei hafa gert aðgerðir eða reynt að gera þær í sínum húsakynnum. Gömul siðvenja í allt að 30 löndum Umskurður á kynfærum kvenna er gömul siðvenja, sem beitt er við margar milljónir kvenna og bama í allt að 30 löndum þar sem menn- ing krefst þess að konur séu um- skornar eigi þær að vera giftingar- hæfar. Álitið er að allt að 10.000 stúlkur í Bretlandi eigi það á hættu að verða látnar gangast undir slíka aðgerð, ýmist innan- lands eða utan. Blaðakona Sunday Times, sem þóttist vera frá Nígeríu og vera að framfylgja ósk mannsefnis síns með því að láta umskera sig, kann- aði málið. Henni var komið í sam- band við Siddique, sem ítrekað viðurkenndi að skurðaðgerðin væri ólögleg. Hætt var síðan við skurðaðgerð- ina aðeins nokkrum mínútum áð- ur en átti að svæfa Donu Kogbara á sjúkrahúsi í norðurhluta London, en það sjúkrahús sérhæfir sig í lýtalækningum. Siddique lagði á flótta þegar blaðamenn Sunday Times ætluðu að sauma að hon- þeim færi á milli. Aðspurður um hvers vegna aðgerðin væri ólögleg, svaraði hann: „Vegna þess að ef þessi hluti líkamans er numinn burt af konu, fær hún enga ánægju af kynlífi framar.“ Hann sagði að þóknun hans fyrir aðgerðina yrði 400 pund og svæf- ingarlæknirinn myndi setja upp um 75 punda gjald. Greiðslur til Portland-sjúkrahússins, sem Siddique stakk upp á að yrði notað, væru þar fyrir utan. Síðar ræddi Siddique við „heit- manrí' stúlkunnar um aðgerðina. Læknirinn tjáði Everest Edong, blaðamanni í gervi nígerísks kaup- sýslumanns og föður tveggja dætra, að aðgerðin kynni að vera lögleyfð í Afríku, en „hérlendis er hún ólögleg". Siddique sagði Ekong að Port- land- sjúkrahúsið krefðist 350 punda greiðslu fyrir einnar nætur um. Scotland Yard og læknaráðið, sem fylgist með því að meðlimir Iæknastéttarinnar fari að lögum og reglum, ætla að rannsaka þau skjöl sem fyrir liggja eftir rann- sókn blaðamannanna, sem taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að viðkomandi sjúkrahús hafi haft minnstu vitneskju um að til stæði að gera þar ólöglega skurðaðgerð. Kona frá Nígeríu semur við lækninn Blaðakonan Kogbara náði sam- bandi við Siddique með því að hafa símasamband við læknamiðstöð með höfuðstöðvar í Harley Street og spyrja hvort mögulegt væri að umskurður fengist gerður á henni þar. Henni var gefið upp heimanúmer Siddiques og þegar hún náði sam- bandi við hann samþykkti hann að gera aðgerðina. Henni var sagt að koma á stofuna í Harley Street og taka með sér 50 sterlingspund í reiðufé til að greiða fyrir viðtalið. í viðtalinu gaf Kogbara upp dul- nefnið Joy Opara. Læknirinn sagði henni að aðgerðin væri ólögleg í Bretlandi, svo að best væri að hún væri ekkert að tala um það sem „Sjúklingnum“ Donu Kogbara var sagt að koma meö 50 sterlings- pund til aö greiða fyrir viötaliö viö lækninn. dvöl og kostnaðurinn við skurð- stofuna yrði 180-200 pund. Siddique, sem hefúr indverskt læknaleyfi og hefur starfað við fjöl- mörg sjúkrahús innan opinbera breska spítalakerfisins, bætti því við að hann hefði ekki í huga að upplýsa sjúkrahúsyfirvöld um hvaða aðgerð hann ætlaði að gera á „unnustunni". „Ég segi þeim eitthvað allt annað." Greiðsla gegii kvittun Tveim dögum síðar hringdi Siddique í Kogbara og sagði að erf- iðleikar væru komnir upp við að notast við Portland-sjúkrahúsið, þar sem einhver í starfsliðinu hefði orðið of áhyggjufúllur um hvernig mætti dylja aðgerðina fyrir öðrum starfsmönnum. í staðinn stakk hann upp á öðru sjúkrahúsi og ákvað hvenær Kogbara skyldi mæta og greiða honum 500 pund fyrir þjónustu hans og svæfinga- læknisins. Kogbara hitti svo lækninn og greiddi honum umsamda upphæð í reiðufé gegn kvittun. Læknirinn sagði konunni að hann hefði fram- kvæmt aðgerðina ótal sinnum. Þrem dögum síðar gengu blaða- menn Sunday Times í veg fyrir hann þegar hann kom til sjúkra- hússins. Þegar þeir spurðu hvers vegna hann hefði fallist á að gera ólöglega skurðaðgerð, hvíslaði hann: „Ég gerði það ekki“ og hrað- aði sér síðan inn um hliðardyr. Meðan hann var í felum á skurð- stofunni fékk yfirhjúkrunarkonan áfall þegar hún heyrði málavöxtu, en hún hefur gegnt staríi sínu undanfarin sex ár. Hún sagði alls engan möguleika á að neinn á sjúkrahúsinu hefði hugmynd um hvað hann hefði haft í huga, og nú AÐ UTAN Kemur ótti við ásakanir um kynþáttafordóma í veg fyrir kærur? Lögin um bann við umskurðarað- gerð á konum frá 1985 í Bretlandi gerði þessa siðvenju ólöglega, nema þar sem um væri að ræða líkamleg eða geðræn tilfelli þar sem konan væri ófær um að aðlagast öðrum siðvenjum. Sá, sem sekur væri fundinn um að gera aðgerðina eða aðstoða við hana, á fimm ára fang- elsisdóm yfir höfði sér. Það hafa hins vegar aldrei verið lagðar fram ákær- ur vegna laganna og engum lækni í Bretlandi hefur nokkru sinni verið refsað fyrir að brjóta þau. Efua Dorkenoo, sem veitir forstöðu stofnun sem berst fyrir bættri heilsu kvenna, segir að þeir aðilar, sem vinna að félagslegri þjónustu og bamavemd, séu ófúsir að ráðast gegn þessum vanda af ótta við að verða sakaðir um kynþáttafordóma. Dorkenoo, sem sjálf er frá Ghana og lærð hjúkrunarkona, segir að yfir- völd, sem ekki tækju í taumana í slíkum málum, væm sek um að vera í vitorði um hræðilega misþyrm- ingu á bömum. Hún fagnaði rann- sókn Sunday Times, vegna þess að hún hefði sannað að þessari sið- venju væri framfylgt í Bretlandi. Hún vill að Siddique verði ákærður og sakfelldur. „Hann ætti að gjalda sekt sína að fullu," segir hún. Bandaríski rithöfundurinn Alice Walker, sem skrifaði m.a. Purpura- litinn, hefur kannað og beint athygl- inni að lemstmn á kynfæmm kvenna í nýrri skáldsögu. Hún hefur skorið upp herör gegn slíkri mis- þyrmingu á ungum stúlkum. f Bretlandi er álitið að Iemstmn á kynfæmm kvenna sé algengust meðal Sómala, sem em einna fjöl- mennastir flóttamanna þar í landi, og innflytjenda frá Súdan, Egypta- landi, Nígeríu, Sierra Leone og þjóðfélagshópum frá öðmm Afríku- og Miðausturlöndum. Þrjú stig þessarar lemstmnar em þekkt. Á því alvarlegasta er konan „innsigluð" að undanskildu smá- gati, sem á að hleypa í gegn þvagi og tíðablóði, en hindrar í raun að vem- legu leyti hvort tveggja. Aðgerðin er oft framkvæmd á telp- um undir átta ára aldri og meðal fylgikvilla má nefna viðvarandi sýk- ingar, sem síðan leiða til ófrjósemi, blæðingaóreglu vegna þess að dautt blóð safnast saman, og sálrænna tmflana. Talsmaður Portland-sjúkrahússins lýsir vanþóknun stofnunarinnar á því að læknir skuli hafa haldið því fram að hann gæti gert þessa ólög- legu aðgerð í húsakynnum þess. „Við getum afdráttarlaust fullyrt að enginn Farouk Siddique er handhafi réttar til aðgangs að sjúkrahúsinu eða hefur nokkum tíma sótt um að- gang að sjúkrahúsinu. Umskurðar- aðgerð á konu hefur aldrei átt sér stað á spítalanum," segir hann. Læknamiðstöðin í Harley Street, þar sem Siddique átti viðtalið við Kogbara, er miðstöð 80 sérfræðinga með einkaþjónustu sem sjúkdóms- greina sjúklinga sína þar. Forstjóri miðstöðvarinnar segir að fyrir- spumum frá fólki úti í bæ sé vísað til viðkomandi sérfræðings og vera kunni að símastúlkunni hafi verið ókunnugt um að aðgerðin væri ólögleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.