Tíminn - 12.11.1992, Síða 8

Tíminn - 12.11.1992, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. nóvember 1992 _ ' - jhia c* vnfin i* FUNDIR UG FELAGSSTURF KFNE 37. kjördæmisþing framsóknarfélaganna i Norðuriandskjördæmi eystra veröur hald- ið á lllugastööum I Fnjóskadal dagana 13. og 14. nóvember 1992. Föstudagur 13. nóvember Kl. 20:30 1. Setning þingsins. Dagskrá: 2. 3. 4. 5. Kosning starfsmanna þingsins. Skýrsla stjómar og reikningar. Umræöur um skýrslur stjómar og afgreiðsla reikninga. Framlagning mála. Halldór Asgrlmsson, ályktun atvinnumálahóps. Guömundur Stefánsson, ályktun byggöamálahóps. Daníel Amason, ályktun umhverfismálahóps. Avarp Steingrims Hermannssonar. Umræöur. Laugardagur 14. nóvember Kl. 8 Kl. 9 til 12 Kl. 12 til 13 Kl. 13 til 16 Kl. 16 til 16:30 Kl. 16:30 Kl. 17 Kl. 17:15 Kl. 18 Morgunveröur. Nefndastörf. Matarhlé. Afgreiösla mála. Kaffihlé. Kosningar. Akvörðun um gjald til KFNE. Önnur mál. Þingslit. Arnesingar — Félagsvist Hin árlegu spilakvöld Framsóknarfélags Arnessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 I nýja félagsheimilinu Þingborg i Hraungeröishreppi. Spilaö veröur í Aratungu 13. nóvem- ber kl. 21.00 og aö Flúöum 20. nóv. kl. 21.00. Aöalverölaun utanlandsferö. Góö kvöldverölaun. Stjómln Félagsvist á Hvolsvelli Spilaö verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverölaun: Dagsferö fyrir 2 meö Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavik hefur opnað skrifstofu aö Hafnarstræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráósins. Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness veröur haldinn þriöjudaginn 17. nóvember kl. 21.00 I Fram- sóknarhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin Ingibjörg Konur á barmi jafnréttis? Ráöstefna um jafnrétti kynjanna haldin laugardaginn 14. nóvember kl. 13.00 i Tjarn- arsal Ráöhúss Reykjavikur. Dagskrá: Kl. 13.00 Ráöstefnan sett — Ása Richardsdóttir. Kl. 13.15 Er islenskt menntakerfi kvenfjandsamlegt? Guöný Guöbjömsdóttir dósent. Konan í viðskiptaheimi karla. Ólöf Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri. Fyrirspumir. Kl. 14.15 Jafnréttislög — eru þau aöeins oröin tóm? Friörik Sophusson fjármálaráöherra. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráöherra. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.45 Stjórnmálaflokkar — em konur dæmdar til setu á vara- mannabekknum? Stefania Traustadóttir, varaþingmaöur Alþýöubandalagsins. Halldór Ásgrimsson, varaformaöur Framsóknarfiokksins. Fyrirspumir. Ráösfefnunni slitiö. Kl. 16.45 Allir velkomnir. Samstarfshópur kvenna i ungliðahreyfingum islenskra stjómmálaflokka Reykjanes Skrífstofa Kjördæmissambandsins aö Digranesvegi 12, Kópavogi er opin mánudaga og miövikudaga kt. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R. Vestur-Skaftfellingar Aöalfundurframsóknarfélaganna i V- Skaftafellssýslu veröur haldinn í Kirkju- hvoli, Kirkjubæjarklaustri, föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokks- þing. 3. Önnur mál. Áfundinn mæta Jón Helgason alþingis- maöur og Ólafla Ingólfsdóttir, formaður KSFS. Nýir félagar velkomnir. Aðalfundur Framsóknarfé- lags Skagafjarðar veröur haldinn I Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki miövikudaginn 18. nóvem- berkl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guömundsson mæta á fundinn og ræöa stjómmálaviöhorfiö. Stjómln Páll Stefán Gulir tónleikar Gula tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, þar sem frægur ein- leikskonsert er meðal verka, virðist eiga upp á pallborðið hjá tónleika- gestum, því Háskólabíó var allþétt setið fimmtudaginn 5. nóvember. Vinsælt einleiksverk kvöldsins var píanókonsert Schumanns, en Krystyna Cortes lék einleik. Krystyna Cortes fluttist hingað til lands fyrir mörgum árum eftir glæsilegan námsferil í Bretlandi, og hefur fengist við undirleik og kennslu síðan. Þar til í febrúar í fyrravetur að hún kom fram á ein- leikstónleikum í fyrsta sinn, er hún spilaði á vegum EPTA við góðar undirtektir. Og nú spilaði hún sem- sagt með Sinfóníuhljómsveitinni hinn mikla konsert Schumanns. Leikur hennar var mjög fágaður, hendingar fagurlega mótaðar, og a.m.k. í þetta sinn var rómantíska línan valin. Var ekki annað að heyra en að Krystyna Cortes stæði fyllilega við þær væntingar, sem við hana eru bundnar sem einleikara eftir EPTA- tónleikana. Stjórnandinn var líka nýr maður á sviði Háskólabíós, ungur Finni að nafni Hannu Koivula. Hann lærði upprunalega að spila á lúður, en fór svo í hljómsveitarstjóranám hjá Jorma Panula, þeim sem kenndi Petri Sakari og mörgum öðrum frægðar- Finnum. Árið 1990 fékk hann byr undir báða vængi er hann hlaut fyrstu verðlaun í keppni í Sví- þjóð; síðan hefur Hannu Koivula stjórnað hljómsveitum um öll Norð- urlönd og nú síðast hér, sem honum fórst vel úr hendi. Fyrstar á efnisskrá voru annars „Reflections" eftir Árna Egilsson, bassaleikara í Kalifomíu (f. 1939). Árni hefur unnið um árabil sem „sessjón-spilari" þar vestra, en slíkir menn spila í tónverum „allt sem að kjafti kemur" beint af blaðinu, auk þess sem hann er talinn í hópi snjöllustu einleikara á bassa. Og nú er hann farinn að semja líka; „Re- flections" (íhugun, speglanir) er kunnáttusamlega skrifað, sem von- legt er, með íhugulum inngangi, geðshræringu í miðkafla og niður- lagi sem deyr út í tómið — tónskáld- ið yrkir á Reagan- tímanum, þegar manngildið var mælt í dollurum, og vitnar í kínverskt heimspekiljóð: „Hinn auðugi maður bælir niður hið illa og heiðrar hið góða í anda guðdómlegra lögmála." Tónleikarnir enduðu með 9. sin- fóníu Sjostakóvitsj frá árinu 1945. Þetta er mikil ágætis sinfónía, litrík og skemmtileg, gráglettin og sposk. Tónskáldið átti löngum í útistöðum við Stalín og „kerfið" þar eystra, og tónleikaskráin segir frá því að Jósef hafi orðið fyrir vonbrigðum með verkið þegar það var frumflutt. Enda var hann af gamla skólanum. Hljómsveit vorri og stjórnandanum unga tókst upp með miklum ágæt- um, einstakir spilarar tóku góða ein- leikskafla sem rússnesk tónskáld bjóða uppá öðrum tónskáldum fremur, og öllum var vel fagnað í lokin. S.St Menning landsins Sagt er að íslensk menning sé undir- staða evrópskrar menningar. Þá eig- um við alls enga menningu þegar allt kemur til alls, því Evrópa er eitt log- andi bál. Menningin, sem við eigum, er í fögrum Ijóðum, listum og göf- ugum bókum. í bókum Grétars Fells er svo margt sem er hin sanna menning. Ef þær eiga ekki eftir að verða biblía íslendinga í framtíð- inni, þá verður þjóð okkar aldrei sann- menntuð þjóð. Ómenningin er svo mikil að það er hvorki hægt að opna fyrir útvarp né sjónvarp. Það er ekkert vit í þessu: Draugaleikrit um hábjartan sumar- dag, undirheimar Chicagoborgar og svo glæpaleikrit. Fréttirnar eintóm hörmung. Hvert á fólk að snúa sér í þessum ósköpum? Það er hvergi ljós. Svo er verið að loka menn inni sem brjóta af sér. Þetta er allt ein hringa- vitleysa. Það er bókstaflega verið að kenna þetta alls staðar. Núna er atvinnuleysi og margt fólk sem á litla aura. Svo eru þær stéttir, sem eru vinnandi, að biðja um meiri peninga. Þær virðast trúa á peninga í landinu. Fólk heldur dauðahaldi í þá, af því að hvergi er sönn trú. Efnis- hyggjan ræður hér ríkjum. Sá, sem lif- ir aðeins fyrir peninga og veraldlegan auð, hleður utan um sig múr og grátt ský eigin vanþekkingar umlykur hann. Það þrffst ekkert þjóðfélag með svona hugsunarhátt, enda er það komið á daginn. Það er aðeins hægt að eyða þessu skýi með óeigingjömum kærleika, réttri afstöðu til Iífsins og manna í milli. Þar sem kærleikur er og skilningur, þar er himnaríki. En þessi ósköp, þau eru hreint helvíti. Jesús steig niður til heljar. Það gerði hann með því að fæðast á þessa jörð, því eins og hún er núna er hún ekkert annað. Okkar land þarf að vakna til meðvitundar um hlutverk sitt og lýsa út í myrkur hins umkomulausa heims. Elsa Georgsdóttir Aðalsmenn og þrælbomir Þegar illa árar gerist oft hart í búi. Þegar ylurinn þverr þarfnast mann- skepnan klæða, orkuríkari fæðu og betra húsaskjól. Það er orðið svalt þessa dagana, enda úrkoman drjúg þessa daga, og þær fáu stundir, sem sólin lætur sjá sig á milli drunga- legra skýjabakka, fer napur norðan- vindurinn að blása af þeim slóðum þar sem bæli ísbjarna mara í köldu heimskautahafi. Það er svo til nýlið- ið rigningarsumar og hinir efna- meiri ferðast óspart suður í lönd til að drekka sömu bjórtegundina og heima á íslandi á sólarströnd með aðalsmönnum annarra þjóða. Mikill óskaplegur launamunur er hjá fólkinu í landinu. Mismunur hæstu og lægstu launa skiptir hundruðum þúsunda. Skyldu þeir tekjuhæstu fá laun sín fyrir framúr- skarandi dulargáfur og óskiljanlega, yfirnáttúrulega hæfileika? Eða vegna óbilandi dugnaðar og elju- semi, áhættu eða ábyrgðar? Ó, nei, ekki aldeilis. Hverjir eru það sem ákvarða laun manna í landinu? Eins og í öllum samfélögum eru það þeir sem með völdin fara og fjármagnið eiga. Þessi hópur manna á með öðr- um orðum samfélagið og ræður þar ríkjum. Við íslendingar höfum engan kon- ung eða drottningu yfir þjóð vorri, en allir vita þó hverjir það eru sem halda að blátt kóngablóð renni í æð- um þeirra. Það fer heldur ekki fram- hjá neinum hverjir eru þrælbornir í þessu Iandi. Tilvera þessa samfélags er komin út í algjöra rökleysu. Það er talað um að aukin ábyrgð í staríi krefjist hærri launa. Stéttirnar tala freinilega ekki sama tungumálið. byrgðin, sem ráðamennirnir tala um, er fólgin í varðveislu gullsins innan ættarveldis hinna íslensku eð- albornu. Líf og limir og velferð lág- stéttarinnar skiptir minna máli, nema fyrir það eitt að vera hæfir til að skapa meiri verðmæti fyrir gull- kistu aðalsins. Þannig eru einstaka störf vernduð til afnota eingöngu fyrir afkomendur hástéttarinnar. Þar ræður auðvaldið lögum. Hvaða alþýðubarn hefur ráö á því að verða flugmaður, þegar flugkennslutím- inn til sólóprófs kostar sjö þúsund? Flugmenn hafa margir hverjir tíföld laun verkamanns í laun á mánuði. Hvaða alþýðubarn getur sest á há- skólabekk til að læra til læknis, þeg- ar kaupa þarf bækur fyrir mánaðar- laun verkamannsins og borga yfir tvo tugi þúsunda í skólagjald í upp- haf námsmisseris? Fjármagnsmúr- inn rís hærra og hærra. Hvor skyldi axla meiri ábyrgð, sá sem keyrir 90 manna strætisvagn á hverjum degi eða hinn sem kíttar upp í skemmda tönn? Sparslarinn er hálfa klukkustund að vinna sér inn hjá meðalsjúklingi það sem strætis- vagnabflstjórinn fær í laun fyrir tvö- falda vakt, tólf tíma vinnu. Állir vita hvor þeirra situr að snæðingi í veislusal Perlunnar með konu sinni á laugardagskvöldi. Sá, sem afkastar og erfiðar mest og vinnur hin verstu störf sólarhring- inn á enda, hefur ávallt borið skarð- an hlut frá borði, þó sagt sé að vinn- an göfgi manninn. Hvor skyldi njóta meiri virðingar, sá sem grefur skurði og leggur skolpræsin myrkr- anna á milli eða hinn sem bankar í bjöllu Alþingis og situr í öndvegi á háttvirtu Alþingi? Það þarf engum að segja. Hvað er að svona þjóðfélagi? Ég fæ ekki betur séð en hér ráði mann- vonska ein ferðinni hjá þeim, sem auðvaldið eiga og fara með völdin. Féfíknin er rót alls þess sem illt er, segir í orði guðs, og ber ég það til vitnis máli mínu. Yfirmáta frekja og græðgi yfirstéttanna til glaumlífis og taumlauss gleðskapar í óhófleg- um vellystingum stefnir samfélagi mannanna í voða. Þessa yfirgangs- semi þarf að stöðva. Ég kenni í brjósti um samferðamenn mína, at- hafnasama og heiðarlega verka- menn, sem draga björg í þjóðarbúið, bæði fyrir aðalsmenn og fjölskyldur sínar, en lepja þó sjálfir dauðann úr skel vegna mannvonsku og vægðar- leysis þeirra, sem auðvaldið um- faðma af öllum lífs og sálar kröftum. Einar Ingvi Magnússon 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.