Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Askriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæru verði.
Umboðssala á notuðum bamavörum.
Sendum í póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Sfmar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bílasala Kópavogs
Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
Iíniinn
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBFR 1992
Þjóðkunnur kvenskörungur gefur út ævisögu sína. Rósa Ingólfsdóttir:
Egeraðkoma
Rósa Ingólfsdóttir fer ótroðnar slóðir. Undanfarið hafa auglýsingar
birst í sjónvarpi þar sem hún kemur fram nokkuð fáklædd og segir. „
Ég er að koma.“ Ekki er að orðlengja að þetta uppátæki hefur vakið
mikla athygli og margir sennilega spurt sig hvað Rósa eigi eiginlega
við. „Það er bókin sem er að koma,“ segir Rósa og á við bók sem kem-
ur út þessa dagana og segir að henni sé best lýst sem vinalegum heim-
ilislegum fíflagangi. „Kvenréttindakonurnar í dag eru búnar. Þær eru
steinrunnar og orðnar að tröllunum í fjöllunum og þar geta þær verið í
friði fyrir mér til sýnis fyrir þýska túrista," segir Rósa um kvenréttind-
konur en hér á eftir lætur hún ýmislegt flakka um þær og annað sem
viðkemur bókinni og persónunni Rósu Ingólfsdóttur.
Rósa segir að markaðssetning sé
spurning um það að gera eitthvað
öðruvísi en aðrir. „Þetta er „trixið"
sem maður lærir í auglýsingasál-
fræði og eftir þeim boðskap fer
maður. Það sem ég er að auglýsa
þarna er að ég er að koma út og
það endar með því að ég kem,“
segir Rósa og hlær við. Bókin er
gefin út í vikunni mun Rósa árita
hana í Kringlunni á föstudaginn
kemur.
Rósa segir að það sé mjög
ánægjulegt hvað auglýsingin hafi
vakið mikla athygli. „Það er gæða-
stimpillin á það sem maður er að
gera ef það vekur viðbrögð. Það er
kúnstin í þessum harða auglýs-
ingaheimi," bætir Rósa við.
Rósa segist ekki hafa heyrt neinar
gagnrýnisraddir út af þessari aug-
lýsingu af hendi kvenréttinda-
kvenna. Hún minnist á umtalaðar
auglýsingar fyrir tíu árum sem ein
alþingiskona gaf nafnið „dilli-
bossaauglýsingin". Rósu finnst
hlægilegt að líta til þess tíma.
„Þetta voru barnaauglýsingar. Ef
auglýsingin sem nú birtist hefði
komið þá væri líklega búið að
lemja mig. Mér hefði líklegast ver-
ið stungið inn,“ segir Rósa og hlær
við.
Kvenréttinda- og karl-
kerlingaútlitið liðin tíð
„Ég held að þetta kvenréttinda-
og karlkerlingaútlit sé allt liðin
tíð. Konur eru komnar heim til sín
í dag og inn í sinn kvenheim. Þær
þora núna að vera konur og eru
orðnar kvenlegri. Þær hafa kastað
af sér þessum kommúnistahjúp
sem tröllreið íslensku kvenþjóð-
inni. Sá hjúpur féll áður en
kommúnisminn féll í Rússlandi,"
segir Rósa. „Þetta var múgsefjun
og vinstrisveifla sem tók konur
heljartaki. Það þótti eitthvað
„smart" að vera svona til vinstri.
Það sem aldrei fer úr tísku er
kvenleg kona,“ segir Rósa. „Ég
held að konur skammist sín bara
fyrir að vera kvenréttindakonur í
dag í þeirri merkingu að vera með
einhverja karlrembu," bætir hún
við. „Mér finnst mikið hafa áunnist
í þá átt að jafnvægi hafi myndast í
hugum kvenna. Þær þurfa ekki að
vera karlar eða leika þá til að ná
fram sínum rétti.
Þetta eru konur sem heilaþvoðu
hinar sem voru óánægðar með
sjálfa sig. Karlarnir litu ekki við
þeim af því að þær voru ekki nógu
kvenlegar og biðu ósigur sem kon-
ur. Þær héldu að af því að þær
væru í háskóla gætu þær farið að
rífa kjaft. Konan er alveg jafnvel
gefin og karl en hún er ekki karl og
getur ekki virkað eins og hann.
Hún á ekkert heima í því sem
hann er að gera. Konan verður að
skilja það að karlinn vill hafa hana
kvenlega.
Það vill engin kona vera nema
kvenleg í dag,“ bendir Rósa á.
„Hún vandar sig með góðar snyrti-
vörur. Henni er ekki sama í hvaða
sokkategundum hún gengur. Hún
vill vera á háum hælum og nota
gervineglur. Konur í dag vilja hafa
langar rauðar neglur eða fallega
bleikar."
Vinalegur heimilisleg-
ur fíflagangur
Heyrst hefur að áður en bók Rósu
var gefin út hafi lögfræðingur
svitnað við að nema margar blað-
síður brott til að forðast hugsan-
lega málsókn vegna meiðyrða.
„Þetta er mjög góð vinnuregla hjá
bókaútgefendum. Við höfundarnir
ásamt útgefandanum vildum að
lögfræðingur færi yfir handritið.
Ég er þekkt fyrir að tala hreint út
og er búin að koma víða við í þjóð-
félaginu og hef átt samskipti við
margt fólk,“ segir Rósa. „Ég hef
sterkar skoðanir á því sem ég upp-
lifi og því sem ég er að gera. Þar
sem það er ekkert barnamál sem
verið er að fjalla um vildum við
vera viss um að ekki væri hægt að
lögsækja okkur," segir Rósa.
Aðspurð hvort bókin muni seljast
vel segist Rósa ekki vera viss en
voni að svo verði. Hún segir að
mikil vinna hafi verið lögð í gerð
hennar og til marks um það hafi
verið hafist handa í byrjun ársins
og unnið hvern dag fram í síðustu
viku.
„Þetta er ekki reið bók heldur
frekar vinalegur, heimilislegur
fíflagangur," segir Rósa þegar hún
er beðin um að lýsa bókinni. „Ég
ríf náttúrlega kjaft en þetta er ekki
nein uppgjörsbók," bætir hún við.
Lífshlaup Rósu er fjölbreytt. Að
loknu 8 ára listnámi hefur hún
fengist við ýmislegt. Þar má taka
til leiklist, dagskrárgerð og grafík
og teiknun hjá Ríkissjónvarpinu.
„Ég er ekki byrjuð lífið en er bara
að vinna úr hæfileikum mínum og
námi mínu. Ég er búin að því núna
og get því farið að slappa af og
kíkja í kringum mig.“
Um það hvort fólk kynnist per-
sónunni Rósu Ingólfsdóttur segir
hún: „Það sér alla vega núna að
Rósa Ingólfsdóttir er engin „gla-
morpía". Þó hún geti ekki gert að
því að hún hafi útlit sem hæfir
„glamor" þá er innlitið allt annað.
Rósa Ingólfsdóttir er sterk fyrir og
lætur ekki glepjast af hverju sem
er,“ segir Rósa. -HÞ
...ERLENDAR FRÉTTIR...
SARAJEVO
Enn geisa bardagar
Fregnir hafa borist af höröum bardög-
um i noröurhluta Bosníu í gær. Þessar
fregnir varpa efa á þær staöhæfingar
friöargæslumanna Sameinuöu þjóö-
anna aö verstu bardagamir í Júgóslav-
íu kunni aö vera aö baki.
SKOPJE, MAKEDÓNlU
Viðskiptabannið
hefur víðtæk áhrif
Makedóníumenn, en land þeirra er nú
nánast lokaö af, segja aö strangari viö-
skiptahömlur Sameinuöu þjóöanna
gagnvart Serbiu geti haft alvarleg áhrif
á efnahag þeirra sem nú þegar er á
fallanda fæti.
HONG KONG
Kapitalismanum afneitað
Veröbréfamarkaöir í Hong Kong hrundu
eftir aö háttsettur kínverskur embættis-
maöur lét hafa þaö eftir sér aö komm-
únistastjómin kunni aö víkja frá þeirri
stefnu aö nýlendan veröi áfram kapital-
Isk eftir yfirtöku klnverja áriö 1997.
KHOJAND, TAJIKISTAN
Kommúnistar sækja í sig
veðrið
Fyrrum kommúnistar reyndu aö efla
stööu slna I Tajikistan þegar stjómin,
sem kosin var áöur en rikiö lýsti yfir
sjálfstæöi, kom saman til aö kjósa nýj-
an formann.
JÓHANNESARBORG
Morðingi ver herinn
Dæmdur moröingi, sem talinn er hafa
átt þátt i samsæri sem nú skekur
stjómvöld i Suöur-Afriku, neitar því aö
hemaöaryfirvöld hafi tekiö tilboöi hans
um aö reyna aö spilla meölimum Afr-
iska þjóöarráösins meö eituriyfjasölu
og vændi.
LONDON
Borgarbúar skelfingu
lostnir
Hótanir Irska lýöveldishersins, IRA, um
aö gera miklar sprengjuárásir í London
á næstunni, hafa oröið til þess aö ör-
yggisgæsla hefur veriö hert til muna,
íbúar eru skelfingu lostnir og spuming-
ar hafa vaknaö hvemig og hvort menn
geti tryggt eigur sinar fyrir slikum aö-
gerðum.
BONN
Hömlur skulu lagðar á
innflutning flóttamanna
Liösmenn ihaldsflokksins þýska hafa
lýst því yfir aö sinnaskipti sósialdemó-
krata um reglur varöandi hæli fyrir
flóttamenn geri þaö kleift aö setja óheft-
um innflutningi flóttamanna einhverjar
hömlur.
ISLAMABAD
Fundarbann í Pakistan
Forsætisráöherra Pakistan, Nawaz
Sharif, hefur kallaö stjómarandstööuna
hryöjuverkamenn og lagt bann viö
fjöldafundum til þess aö koma i veg fyr-
ir aö Benazir Bhutto, fyrrverandi forsæt-
isráöherra landsins, leiöi mikla mót-
mælagöngu aö stjómarráöinu.
ABUJA
Herinn dregur lappirnar
Hemaöaryfirvöld í Nígeríu eru nú undir
þrýstingi meö aö standa viö þaö loforö aö
afhenda borgaralegum öflum völdin i
landinu i janúar næstkomandi en funda
nú um að seinka þeim aögeröum.
SANAA
Flóttamenn á flækingi
Skip meö 3.000 manns innanborös,
sem voru aö flýja hungursneyö og
borgarastyrjöld i Sómaliu, er nú vænt-
anlegt til Adan i Yemen, en Frakkar og
Yemenar birgöu skipiö upp af mat og
drykk.
LONDON
Kínverjar gagnrýna Breta
Bresk stjómvöld hafa hafnaö gagnrýni
kinverskra stjómvalda á lýöræöisáætl-
anir i Hong Kong og tilkynntu aö þær
áætlanir væru i fullu samræmi viö þaö
samkomulag sem Kínverjar og Bretar
heföu gert um framtiö nýlendunnar.
DENNI DÆMALAUSI
C NAS/Distr. BUUS
„Þaö er áreiöanlega erfitt aö lynda viö hann Wilson karlinn. En
hann er alveg þess viröi að maöur leggi eitthvaö á sig til að hafa
hann góöan. “