Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tfminn Miðvikudagur 18. nóvember 1992 Grágás, lagasafn þjóðveldisins, í vandaðri útgáfu Mál og menning hefur gefið út bók- ina Grágás, Iagasafn íslenska þjóð- veldisins. Umsjónarmenn eru Gimn- ar Karlsson sagnfræðiprófessor, Kristján Sveinsson sagnfræðingur og Mörður Ámason málfi-æðingur. Bókin er fyrsta prentútgáfa Grágás- ar á íslandi og jafnframt fyrsta útgáf- an fyrir almenning ekki slður en fræðimenn. Hún kom síðast út I Kaupmannahöfn á 19. öld í fræði- legri, stafréttri útgáfu. Grágás geymir lagasafn þjóðveldis- ins og er samsteypa tólf lögþátta, sem voru í gildi þangað til landið gekk undir Noregskonung á ofan- verðri 13. öld. Einn af þeim, Vígslóði, sem fjallar um víg og áverka, hefnd og refsingar, er það elsta sem vitað er með vissu að fest var á bók á íslandi. Það var gert veturinn 1117-18 hjá Hafliða Mássyni goða á Breiðaból- stað. Grágás lýsir stjómarháttum íslend- inga og daglegu lífi frá landnámi til ofanverðrar 13. aldar. Lagasafnið er eitt helstu imdirstöðurita í íslenskri réttarsögu og mikilvæg heimild til skilnings á þjóðveldinu og sígildum íslenskum bókmenntum. Grágás er ein af uppsprettum íslensks ritmáls, skrifuð á kjamyrtu máli og svip- miklu, stíllinn tær og orðfæri sérstætt og athyglisvert. Iútgáfunni er texti aðalhandritanna felldur saman þannig að safnið myndar eina heild. Grágás fylgir inn- gangur um aldur og sögu, skýTÍngar- myndir og Itarleg atriðisorðaskrá. Textinn er gefinn út með nútfmastaf- setningu og orðskýringum. Grágás er 603 síður, prentuð I prentsmiðjunni Odda. Örlög á bænum Sýn á Svörtuhæð Út er kominhjá Máli og menningu skáldsagan Á Svörtuhæð eftir enska rithöfundinn Bruœ Chatwin. Sagan segir frá leiguliðanum Amos Jones, sem dag einn kemur auga á prestsdótturina Maríu við messu, en frá þeim degi tekur líf þessa kot- bónda stakkaskiptum. Sagan hefst Leikmaðurinn (The Player) Leikmaðurinn (The Player). *** 1/2 Framleiðandi: Cary Brokaw. Handrit: Michael Tolkin. Byggt á sam- nefndri bók hans. Leikstjóri: Robert Altman. Aðalhlutverk: Tim Robbins, Greta Scacchi, Peter Gallagher, Whoopi Gold- berg, Fred Ward, Bríon James og Cynthia Stevenson. Regnboginn. Öllum leyfð. Að lifa og hrærast í kvikmynda- borginni Hollywood, er ekki eins spennandi og margir halda. Að fá tækifæri til að leika, skrifa handrit, leikstýra eða framleiða, er erfitt mál. Að verða góður (vinsæll) er jafnvel enn erfiðara. Þegar vin- sældirnar eru til staðar, verður svo að halda þeim við. Það er gert með því að heilsa rétta fólkinu, hæla rétta fólkinu og hunsa rétta fólkið. Þetta snýst sem sagt aðallega um að sleikja sig upp við rétta fólkið. Pen- ingar skipta öllu. „Nei. Það var listamynd. Það er allt öðruvísi", segir einn yfir- maður kvik- myndavers í myndinni. Að græða sem mest, er galdurinn. Leikmaðurinn fjallar um svona lífemi. Þetta er ádeila af bestu gerð, sem kemur inn á marga þætti í líferni þotuliðsins. Peningamálin, baktalið, vinsældimar, yfirborðs- kenndin og ástarmálin koma þama við sögu og margt fleira. Myndin fjallar um Griffin Mill (Tim Robbins), sem er yfirmaður í kvikmyndaveri. Hann les handrit og hlustar á hugmyndir höfunda, og ef honum líkar þær, semur hann um kvikmyndaréttinn. Hann þarf að sjálfsögðu að neita mörgum, en handritshöfundur nokkur tekur því illa og sendir honum sífellt hótun- arbréf. Mill hefur ákveðinn höfund í huga og fer á fund hans. Eftir að hafa rætt við höfundinn, slæst Mill við hann og myrðir í reiðikasti. Mill gengur þannig frá að það líti út sem ránmorð. Hann hittir kær- ustu hins látna, sem er íslensk myndlistarkona að nafni June Guð- mundsdóttir (Greta Scacchi). Þau verða ástfangin en lögregluna fer að gruna ýmislegt og þar að auki kemst Mill að því, að um rangan höfund var að ræða, því enn berast hótunarbréf. Það skemmtilega við myndina er að á meðan við (ylgjumst með æv- intýrum Mill, fáum við bráðíyndna innsýn inn í kaldan veruleika kvik- myndaborgarinnar. Myndin er spennandi, en um leið er deilt á alla skapaða hluti sem tengjast kvik- myndum. Handrit Tolkins er geysi- vel skrifað í alla staði, hvort sem um spennu eða háð er að ræða. Robert Altman hefur verið mjög mistækur leikstjóri. Hann gerði hina meinfyndnu MA.S.H. árið 1970, og var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir hana. Hann var aftur tilnefhdur 1975 fyrir Nash- ville, líklega hans bestu mynd. Hann hefur ávallt farið eigin leiðir í gerð mynda sinna. Hann hefur oft- ast sneitt hjá stóru kvikmyndaver- unum, enda verið óhræddur við að gagnrýna hlutina þar. Leikmaður- inn er í hópi bestu mynda Aitmans, það er augljósL Hann hlaut gullpálmann í Cannes fýrir bestu Ieikstjórnina, og einnig Robbins fyrir bestan leik í karlhlutverki. Hann hefur næmt auga fýrir kvik- myndatöku og heldur myndinni á þægilegu róli allan tímann. Mynd- in er kannski aðeins of löng svo ég nefni myndinni eitthvað til for- áttu. Það má til sanns vegar færa, að gagnrýni hans á kerfið í Hollywood hafi allri verið safnað saman í þessari mynd. Vissulega á Altman skoðanasystk- ini, því hann hefur safnað saman ó- grynni af stjömum, sem koma fram undir eigin nafni í myndinni, eða leika eitthvert auka- eða smáhlut- verk. ÖII léku þau án endurgjalds. Það væri ógemingur að þylja nöfn- in á stjörnunum, en áhugasömum er bent á auglýsingar um myndina. Aðalhlutverkið leikur Tim Robb- ins frábærlega. Þessi yfirmaður, sem hugsar aðeins um að græða og verður síðar ein taugahrúga út af ofsóknum óþekkts manns, er mjög vel túlkaður. íslendingurinn June Guðmundsdóttir er góð í meðför- um Gretu Scacchis, en þó held ég að ýmsir hnjóti um lýsingar á Iand- inu okkar og íbúunum. Whoopi Goldberg er skemmtileg í hlutverki lögreglukonu og Fred Ward sömuleiðis í hlutverki örygg- isvarðar. Af aukaleikurum ætla ég aðeins að nefna einn sem stendur upp úr, en það er Richard E. Grant, sem leikur höfund sem er sann- færður um listrænt gildi handrits síns, þótt það sé í raun alger klisja. Leikmaðurinn er mjög vel gerð mynd á allan hátt, sem flestir ættu að sjá. Það er þess virði, þótt ekki væri nema til að sjá hina bráð- fyndnu íslensku persónu. Öm Markússon. BRUCE CHATWIN um sfðustu aldamót og eru rakin til okkar daga örlög tveggja ættliða á bænum Sýn á Svörtuhæð. í fyllingu tímans taka tvíburamir Benjamín og Lewis við búinu. Þeir eru nauðalíkir, en stefna þó í ólíkar áttir, annar vill fara burt, hinn vill vera um kyrrt. Bruce Chatwin fæddist árið 1940. Hann nam fomleifafræði í háskóla og ferðaðist víða um heim við rannsókn- ir sínar á hirðingjum. Um tíma starf- aði hann bæði sem blaðamaður og listaverkasali. Chatwin lést árið 1989. Áður hefur komið út á íslensku eftir hann skáldsagan Utz. Ami Óskarsson þýddi bókina, sem er 247 blaðsíður. Bókin var unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Austræn ljóð í þýðingu Helga Ut er kominnjá Máli og menningu bókin Ljóð úr austri, sem hefur að geyma þýðingar Helga Hálfdanar- sonar á kínverskum og japönskum ljóðum. Hér eru saman komin f eitt bindi Kínversk ljóð frá liðnum öldum, sem út voru gefin 1973, og Japönsk Ijóð frá liðnum öldum, sem komu út 1976. Japönsku ljóðin eru að mestu hin sömu og áður. En þeim kínversku hefur fjölgað lítið eitt. í tærum einfaldleika sínum endur- spegla þessi ljóð fögnuð og sorgir þjóðanna f hversdagsönn og á skapa- stundum, ást á föðurlandinu og gleði yfir fegurð þess og fijósemd. „Oft og einatt er andartakinu með nokkrum hætti teflt gegn hinu eilífa, hið smáa og hverfula metið við óendanleikann, þó ekki sé nema að fugl fljúgi útí blá- inn, eða dropi falli á kyrran vatns- flöt," eins og þýðandinn kemst að orði í formála. Bókin er 250 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Þóruntt Valdimarsdóttir. Júlía — skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Júlíu eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar, en áður hefur Þór- unn sent frá sér ljóðabók auk sagn- fræðirita og ævisagna, sem hlotið hafa skínandi viðtökur lesenda. „Júlía er margslungið skáldverk," segir í kynningu Forlagsins. „Hún er öðrum þræði spennusaga um ástir og örlög, ástarsaga Júlfu og Starkaðar, og geymir í sér lausn á gátunni um dauða söguhetjunnar — hvers vegna var Júlía myrt? Um leið má líka lesa hana sem táknrænt framtfðarskáld- verk. Sagan ólgar af erótík og brugð- ið er upp heillandi sýnum og svikul- um tálmyndum, sem skírskota jafnt til fortíðar sem framtíðar." Júlía er 203 bls. Essemm/Tómas Hjálmarsson hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð: 2.880 kr. Hjá Báru Endurminningar Báru Sigurjóns- dóttur kaupkonu Bára Sigurjónsdóttir er þjóðkunn fyrir verslunarstörf og kventísku- verslim sína, Hjá Báru. Minna er þó vitað um lífshlaup og einkahagi þess- arar gagnmerku framkvæmdakonu. Hjá Báni sviptir hulunni af ævi Báru og færir lesandann inn í leyndustu sáíarátök og dramatíska atburði í hinu viðburðaríka lífi hinnar þrótt- miklu kjamakonu. Á hlýjan og heið- arlegan hátt segir Bára frá sérstæðum uppvexti sínum í Hafnarfirði, ævin- týralegum æsku- og unglingsárum heima og erlendis, ástum sínum og sorgum sem ungrar konu, stuttu en afdrifaríku hjónabandi sínu með fyrri manni sfnum, Kjartani Sigurjónssyni, hinum efnilega tenórsöngvara, sem lést langt fyrir aldur fram í London í stríðslok, og greinir á hispurslausan hátt frá stormasamri og tilfinninga- ríkri sambúð við síðari eiginmann sinn, Pétur Guðjónsson. Hinn rauði þráður í hinni miklu örlagasögu Báru er frelsið, barátta hennar fyrir frelsi konunnar í einkalífi jafnt sem at- hafnalífi á tímum þegar jafnrétti kynjanna var óþekkt hugtak. Það er Ingólfur Margeirsson sem færir bókina f letur. Ingólfur er lands- þekktur fyrir rihm ævisagna. Þar má nefna bók hans, Lífsjátningu, endur- minningar Guðmundu Elfasdóttur sem kom út fyrir áratug og seldist í tveimur stórum upplögum og var til- nefnd fyrst ævisagna til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Lffróður, ævisaga Ama Tryggvason- ar leikara, sem kom út í fyrra, hlaut fádæma góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda og varð nr. 1 á metsölu- lista DV frá upphafi til enda fyrir sfð- ustu jól. Hjá Báru er skrifuð af næmi og skilningi á viðfangsefninu, sem einkennir fyrri bækur Ingólfs Marg- ehssonar. Öm og Örlygur gefur út. Meðfylgjandi frétt birtíst « Dag- blaðinu Vísi, fimmtudaginn 29. október síðastliðinn, og vakti at- hygii mína fyrir það, að bér var prédikari á ferð, sem ættí, eins og allir kristnir menn, að vera vel upp- lýstur í kristínni kenningu. En því miður er það allt of algengt, að slík- ir falsspámenn skuli draga með sér heilu hópana af fólki, sem kallast kristið, út í slika ringulreið sem frétt þessi greinir frá. Það er með óiíkináum bversu illa upplýst kristíð fólk er í kenningum Krists og hversu auðvelt virðist vera að leiða það (villu. FÓIk almennt, þó kristið kailist, les ekki Nýja Testa- mentið. Virðlst þekking þess ein- skorðast við fleygar setningar, sem jfa) fest hafa í daglegu málL JafnveS hef- ur bréfritari orðið var við að ný- fermdir unglingar vita ekki muninn á kaþólsku og lútersku kirkjunni, þó sú síðastnefnda hafi á sínum tíma sagt skiliö við páfadóminn með Lúter í broddi fylkingar. Þar sem ég hef ekki séð nein við- brðgð þjá talsmðnnum kristínnar kirkju í landinu í fjölmiðlum við þessari frétt, langar mig sem áhugamanni og raunar utanskóla- guðfræðingi að benda fólki á hvað Kristur sagði sjálfur um það fyrir- bæri sem kallast endir veraldar og dómsdagur. Hann sagði: „En um þann dag og stund veit enginn, ekki Þúsundir Kóreubúa trúöu á heimsendi á miðnætti í nótt: Fólk seldi allt sitt og beið dauðans - „Guölaug“sögðuvonsviknirmennsemeiganúekkert Einn helsti hcimsendasöfouöurinn i Suöur Kóreu fékk um bað boð frá Guðiað veröldin myndi (arastámið- nætti (iðastliðnu. Hinir réttlátu fengju þá að íara til Guðs á efsU degl cins og Biblían lofar. Spáln brást, sem kunnugt er. Þúsundir nmnna I ninnm af stærstU kristnu sðfruðunum i Kórcu scldu allar eigur tlnar og gáfú and vlröiö fátækum. Fólkið sagði upp vinnu sinnl og situr nú uppi bæöi eigna- og atvixmulaust Margir þdrra sero trúðu að hln hinsta stund vseri að renna upp brugöust reiðir viö þegar miönættið leið án þess aö sæla á himnum félli þeim i skaut „Guð laug að okkur “ sagði elnn begar hann~ kom út ur idririu 1 SeouLAðrir vildu ckki tfell- einu sinni englar himn- anna né son- urinn, heldur aðeins faðir- inn einn.“ (Matteusar- guðspjall 24:36). Með öðrum orðum þá vissi ekki einu sinni Jesús Kristur sjáif- ur um ná- kvæma tíma- setningu þessara við- burða. Þó svo að öll teikn séu á lofti um að hinir síð- u ustu dagar „Guð skal reynast sannorður, þó sérhver maður séu í nánd, reynlst lygarl.“ (Rómverjabréflð 3:3-4). Og Hebr- s a m k v æ m t eabréfíð 6:17-18 segir m.a.: „Það er ómögulegt að spádómum Guðfarimeðlygl." Biblfunnar, þá getur enginn maður ustu dögum. ast almættið og sögöu aö mistðk heföu oröið viö útreikningana. Sagt er að um 1S0 kirkjur viös vcg- lar um Suður-Kóreu hafi veriö þétt- setnar þegar leiö að miönætti í mörgum kristnum sófnuöum þar l landl er þvl trúaö að heimsendir sé l nánd þótt allar spár hafi til þcssa brrigðist Lóercglan haföl mikinn viöbúnað vegna þessa uppátækis enda ittu margir von á að alda sjálfsmorfta fylgdi á efhr þegar heimsendaspáin brygðist Ekki kom þó til þess og fólk- iö læddist niöurlútt á braut þótt sum ir hefðu nú hvergi höföi sinu að að halla. Tvmr unpar Hulkur r«yndu aö hytja andUt sM þ*gar þaar yflrpófu kl Saoui I Soður-Kórau akfitnmu mMr mifinaatt. Þaar sfigfiuat hata g hfrir loratdra sina afi trua afi halmaaodir yrfii á mióruatt. s sagt fyrir um daginn eða stundina. Það er alveg víst, því Biblían segír svo frá. Athyglisvert var að sjá hvemig bfómynd, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir skömmu og bar heitið Sjöunda innsiglið, tók á þessu efni um hina sfðustu daga, þó brugðið hafl verið frá ritningunnf að mörgu leytí. Eínnig hefur trúhópurinn Vottar Jehóva gefið út athyglisvert flugrit sem ber heitið: Mim þessi heimur bjargast? Athyglisvert rit, sem vert er að skoða á þessum síð- Biblían hefur sagt fyrir um fals- spámenn sem boða munu lygar í nafnl Guðs, en slíkt er allt tímanna tákn og engin ástæða til að hlaupa á eftir því sem þeir segja og kunna að segja á næstunnl. „Guð skal reynast sannorður,“ segir í bréfl Páls post- ula til Rómverja, og það orð er satt, þó svo menn hafl sagt hann fara með iygi, samkvæmt fréttinni af falsspámanninum í Suður-Kóreu. Einar Ingvi Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.