Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tlminn Miðvikudagur 18. nóvember 1992 Tíminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mikilvægi nor- ræns samstarfs Á þingi Norðurlandaráðs í síðustu viku var ákveðið að breyta nokkuð áherslum í norrænu samstarfi og verður menningarmálum í víðum skilningi og málum sem krefj- ast beinnar þátttöku sem flestra Norðurlandaþjóðanna nú gert hærra undir höfði en áður. Er þetta gert í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er að á næstu árum munu ákveðnir þættir í norrænu samstarfi, s.s. vinnumarkaðsmál, breyt- ast yfir í að verða evrópskt samstarf. Með tilkomu evr- ópska efnahagssvæðisins mun mikilvægi fjölmargra þátta í norrænu samstarfi minnka. Hins vegar er það líka ljóst að um leið og þýðing nor- ræns samstarfs minnkar á einu sviði eykst mikilvægi þess á öðrum sviðum, ekki síst fyrir okkur íslendinga. Þess vegna er mikilvægt að sú endurskipulagning samstarfs- ins sem nú á sér stað takist sem best. Halldór Ásgrímsson, formaður íslandsdeildar Norður- landaráðs, bendir einmitt á þetta í nýlegu viðtali hér í Tímanum en þar segir hann m.a.: „Að mínu mati er nor- rænt samstarf þýðingarmeira fyrir ísland nú en nokkru sinni fyrr vegna þess sem er að gerast í Evrópu. Við höf- um ekki möguleika á því að taka þátt í öllum þeim fund- um sem haldnir verða eftir að hið evrópska efnahags- svæði hefur verið stofnað. Við getum því haft meiri áhrif með því að viðhalda góðu norrænu samstarfi og stólað í mörgum tilvikum á norræna starfsbræður okkar í ýms- um málum.“ Óhætt er að taka undir þessa afstöðu Halldórs og fagna því að þessi skilningur er uppi í íslandsdeild Norður- landaráðs. Það sem veldur hins vegar nokkrum áhyggjum eru þau tíðindi sem Halldór og aðrir þingmenn hafa flutt með sér heim frá þinginu í Árósum. Þau tíðindi eru að einhverjir frændur okkar hafi sýnt því áhuga að koma Norrænu eldfjallastöðinni undan forræði norrænnar samvinnu, þar sem hún sé verkefni sem eðlilegra sé að viðkomandi land, sem hýsir stofnunina, sinni eitt. Nú vill svo til að Norræna eldfjallastöðin er staðsett á íslandi og hefur stöðin öðlast alþjóðlega viðurkenningu og haslað íslandi og norrænni samvinnu völl í miðstöð þekkingar og rannsókna í heiminum. Á þessu afmarkaða sviði hefur því norræn samvinna eflt vísindalegar rannsóknir hér á landi og stuðlað að því, ásamt fleiru, að ísland er ekki út- kjálki hins alþjóðlega vísindasamfélags á þessu sviði held- ur mitt í hringiðunni. Herkostnaðurinn við þessa lyftistöng vísinda og mennta á íslandi er vissulega mikill og hleypur á tugum milljóna á ári hverju. íslenska ríkið leggur hins vegar ekki fram þetta fé og hefur þær einu skyldur að hýsa stofnunina. Það þarf því ekki að koma á óvart þó samstarfsþjóðir okk- ar horfi sparnaðaraugum til kostnaðarsamra stofnana á þrengingartímum, ekki síst þegar fslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin ekki séð sóma sinn í að útvega stofnuninni viðunandi húsnæði þátt fyrir að hafa gefið samstarfsaðil- um okkar fyrirheit um annað. Það er enn ekki búið að útfæra þá stefnumörkun sem ákveðin var á þingi Norðurlandaráðs í Árósum í síðustu viku. íslendingar þurfa að halda vöku sinni þegar sú út- færsla er ákveðin, þannig að tryggt sé að norrænt sam- starf gagnist íslendingum sem tenging við umheiminn og Evrópu. Ljóst er að sú tenging verður í auknum mæli í formi menningartengsla og því er brýnt að missa ekki úr höndum okkar menningar- og vísindastofnanir, sem ver- ið hafa einhverjar styrkustu stoðirnar í þessum efnum. Þaft cr merkileg pólitísk lífs- reynsla aö fylgjast meft Sjálfstæft- isfiokknum þessa dagana. Þaft hefur ekki í annan tima komift bctur í Ijós aft þaft eru í raun margir flokkar og mjög ólík sjón- armift sem myndaþaö litróf sem í dagíegu tali gengur undir nafninu Sjálfstæftisflokkur. Lengi vel gátu hin ólfku öfl í flokknum sameinast um sterkan formann en þvi hefur ekki verift til aft dreifa um langt árabil. Hins vegar hefur Sálfstaeftisflokknum rcynst drjúg hefðin, þaft aimenna vifthorf meftal flokksmanna aft brýnt sé aft halda flokknum saman þrátt fyrir sterkar tilhneigingar til og dæmin sanna getur hinn mínnsti gustur ieitt til þess aft klofningsraddir fari aft hfjóma og flokkurinn verftt nánast óstarf- Ófaer um að axla borgarfulltróar hms vegar, s.s. Júh'us Hafstein, styftja sjónarmift borgarstjórnarfulltrúans, forsaet- isráðherrans og forinanns Sjálf- stæðisflokksins um aft rctt sé aft athuga afnám aðstöðugjalds. Þá er miftstjóm Sjálfstæftis- flokksins orftin tlla óróieg vegna i um stórauknar skatta- ' en á satna tíma kynnir formaður flokksins hugmyndir sínar um að hækka tekjuskattinn stórlega. Sennilega Sá efnahagsvandi sem nú er vift aft glíma — og er aft verulegu leyti rikisstjórainni sjáifri aö kenna — hefur krafist þess af Sjálfstæftis- flokknum að hann geri upp hug sinn á mörgum erfiftum sviftum: og taki af síarið í mSÍum sem lík- ieg etit til aft valda sundrungu innan flokksins. Með öftrum orö- um, þá hefur flokkurinn þurft aft takast á vift ytri vanda í þjóftfélag- inu, axla ábyrgft meft ríkisstjórn- arþátttöku á erfiftleikatímum. Þaft hefur stðan dregið fram brcstina í einmgu Sjáifstæftisfloldcsins og flokkurinn stenst þar af ieiðandi ekki þaft próf sem ríkisstjómar- forysta er. Hver höndin er uppi á móti annarri í fiokknum og for- maðurinn er retkuli eins og rót- laust þangift. Klotið þvers ogkruss í Reykjavík, þar sem finna má þungamiðju flokksstarfsins, eru uppi gjörsamlega óitk sjóharmift Ul ýmissa þeirra hugmynda sem varpaö hefnr verift fram. Borgar- stiórnarflokkur sjálfstæftismanna er kiofinn, en hæfti borgarsfjóri og forseti borgarstjórnar hafa lýst sig algjörlega mótfallna hugmyndum um afnám aftstööugjalds. Aftrir formanns síns um að stórhækkun á útsvari og tekjuskatti sé f raun- inni ekki skattahækkun þvf aft aft* stööugjald lækki á fyrirtækjum á Gvendi á Eyrinni vegi upp skatta- lækkunina hjá Eimskip. á svart verift aft hætast vift fyrri ágtcining innan fiokkslns þar sem hðfúft- andstæftumar hafa verift Davift og Þorsteinn Pálsson. £r nú svo komift að Sjálfstæöis- flokkurinn hefur enga ákveðna stefnu í nokkmm af mikilvægustu málaflokkunum. Margar stefnur era uppi og hver höndin er uppi á móti annarri. Sem fotystuflokkur í ríkisstjóm fær Sjáifstæftisflokk- urinn fafleinkunn, hann hefur ekid til aft hera þann styrk og innri samheldni sem þarf til að geta tekið erfíftar ákvarftanir þegar þess þarf meft. Garri Afturför stöðugleikans Stöðugleikinn í efnahagsmálum er aldrei nógsamlega lofsamaður. Verðbólga á núllpúnkti kemur einkum þeim verr stöddu til góða og alveg væri það hroðalegt ef verð- bólgudraugurinn hleypti verð- bólguskriðunni af stað á nýjan leik og láglaunin og atvinnuleysisbæt- urnar mundu fuðra upp á verð- bólgubálinu. Eða svo segja þeir í blöðunum og útvörpunum. Klifað er á því að verð- bólga myndi rýra kaup- mátt þeirra verst settu og reynslan sýnir að verðbólgan kemur verst við þá sem lægst hafa launin og skulda mest. Allt hefur þetta verið sagt þúsund sinnum og allt er þetta í leiðara Mogga í gær, að því við- bættu að gengisfelling komi ekki til greina vegna þess að hún muni koma svo illa niður á þeim verst settu með því að hleypa upp verðbólgunni sem er svo vond fyrir armingjana. Vit og handafl Að hinu leytinu er svo stundum verið að kvarta yfir hávöxtum í verðbólgulausu efnahagsumhverfi og þar er sama uppi á teningum, háu vextimir koma verst við þá sem minnst mega sín. Eða svo segir í allri hagrænni umfjöllun. Ráðherrar og bankastjórar eru á einu máli um að það sé andstætt öllu vitrænu peningabralli að lækka vextina með einfaldri ákvarð- anatöku. Það er kallað að stjórna peningamálum með handafli. Vext- imir ákvarðast af innri lögmálum fjármagnshræringa sem hefur ekk- ert með mannsvit að gera og þar við situr. Hins vegar stjórna sömu aðilar gengisskráningu með vöðvaafli og kalla það fastgengisstefnu og telja sjálfum sér og öðmm trú um að sleppi þeir hendinni af svo veiga- miklu stjórnunartæki verði öllum verðbólguárum sleppt lausum til óbætanlegs tjóns fyrir þá verst settu, sem óhjákvæmilega verða verðbólguófreskjunni að bráð. Svona er ráðslagað fram og til baka með kaupmátt hinna verst settu sem allir bera svo mikla um- hyggju fyrir og vernda og verja með hetjubrag og stóryrðum, en fyrst og síðast orðaleppum sem eru fyrir löngu búnir að glata allri merk- ingu, ef þeir þá nokkru sinni hafa haft hana. Verðbólgublessun En leyfist manni að spyrja: Hvern- ig stendur á samdrættinum og at- vinnuleysinu í öllum guðsblessuð- um stöðugleikanum? Verðhrun á fasteignum og fyrir- tækjum, gjaldþrot og meira at- vinnuleysi en núlifandi menn þekkja og stefnir í enn meira af svo góðu eru Ieiðindi sem menn standa frammi fyrir. Óhætt mun að telja sívaxandi hóp atvinnuleysingja meðal hinna verst settu og er erfitt að koma auga á hvemig verið er að passa upp á þeirra hagsmuni með stöðugleikanum, eða hvað þeim kemur við hvort verðbólgustigin eru eitthvað fleiri eða færri. Enn má spyrja hvort það sé stöð- ugleiki að halda verðbólgunni á núlli þegar hún er 2-6% í öllum viðskiptalöndum okkar. En vaxta- stigið svipað og hér er. Skyldi það ekki fremur vera verð- hjöðnun og því alls ekki stöðug- leiki? Margt má kenna til stöðugleika, eins og til dæmis það, að þegar nautabændur lækka sínar afurðir um 14%, lækka kaup- ■ menn nautakjötið um 1- 4%. Svona stöðugleika á útsöluverði kunna neyt- endur sjálfsagt vel að meta. Stöðugir hávextir og stöðugt gengi og stöðugt verðbólgunúll veldur eng- um stöðugleika í atvinnu- þróun, nema að því leyti að atvinnuleysið eykst stöðugt og „þeim verst settu“ fjölgar að sama skapi. Þá vex ríkissjóðshallinn stöðugt og skuldasúpumar fljóta stöðugt yfir alla barma og sér hvergi fyrir endann á þeim upp- sprettum öllum, fremur en stöð- ugri stækkun fiskveiðiflotans sem eykst að brúttótonnafjölda í öfugu hlutfalli við hjöðnun fiskstofna. En allt eru þetta smámunir hjá þeim miklu sigrum sem unnist hafa í baráttunni við verðbólguna, en að halda henni stöðguri í núlli er sá kínalífselixír sem alla kvilla læknar. Það sem menn ekki varast er að stöðugleikinn er orðinn stöðnun og jafnvel afturför á mörgum svið- um. í USA er efnahagslífið á uppleið eftir langvarandi lægð. Tekist hefúr að koma verðbólgunni úr 2% í 4% og stefnt er að því að ná henni upp í 6% til að fjörga upp á athafnalífið. Mörlandinn mun þurfa að þrautka í sjö mögur ár áður en bullið um stöðugleikann fyrir hina verst settu hættir að hrína á honum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.