Tíminn - 18.11.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. nóvember 1992
Tíminn 9
Síðustu sýningar á UPPREISN
Sýningum íslenska dansflokksins á
UPPREISN fer senn að ljúka. Sýningunni
hefur verið mjög vel tekið, en þar eru
sýndir þrir ballettar eftir jafhmarga
danshöfunda. Fyrsta verkið á sýningunni
er glettinn íþróttaballett þar sem dansar-
amir dansa til dæmis fótbolta, karate og
skautadans. Annað verkið er Nottumo
eftir William Soleau, en sá ballett er sam-
inn sérstaklega fýrir íslenska dansflokk-
inn. Þriðji ballettinn er rómantískt verk
með söngvum Edith Piaf eftir danshöf-
undinn Stephen Mills.
Næstu sýningar verða fimmtudaginn
19. nóvember og síðasta sýning fimmtu-
daginn 26. nóvember. Miðasala er í Þjóð-
leikhúsinu.
Guðbergur les fyrir börn
í dag, kl. 14.30, verður Guðbergur
Bergsson f útibúi Borgarbókasafnsins í
Gerðubergi og les úr verkum sínum.
Dagskrá þessi er liður í sýningunni „Orð-
list Guðbergs Bergssonar" og er hún
einkum ætluð bömum. Bömunum gefst
einnig kostur á að taka þátt í Táleiknum,
en hann gengur út á það að teikna og lita
fallegustu, skemmtilegustu og skringi-
legustu tána. Öll böm era hjartanlega
velkomin.
í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 verða
síðustu sýningar á leikdagskránni
„SANNAR SÖGUR — af sálarlífi systra",
leikgerð Viðars Eggertssonar á Tanga-
sögum Guðbergs Bergssonar. Viðar er
jafnframt leikstjóri, en leikendur era
Anna S. Einarsdóttir, Harpa Amardóttir,
Ingrid Jónsdóttir, Margrét Ákadóttir,
Sigríður Eyþórsdóttir og Steinn Ármann
Magnússon.
RÝMI Gallerí, Laugardal
RÝMI Callerí, Listhúsi í Laugardal,
Engjateigi 17-19 er opið alla virka daga
og laugardaga frá kl. 11-18 og sunnu-
daga frá kl. 14-18. Sími/fax er 91-30840.
í galleríi RÝMIS stendur nú yfir sýning
á verkum eftir Lindu Ámadóttur, Jónas
Braga Jónasson, Guðrúnu TVyggvadóttur
o.fl.
Félag eldri borgara
Árshátíð félagsins verður 28. nóvember
í Ártúni. Matur, skemmtiatriði og fjörag
músík. Upplýsingar á skrifstofu félagsins
fsíma 28812.
Kvenfélag Óháöa safnaöarins
Félagsvist verður fimmtudagskvöldið
19. þessa mánaðar kl. 20 í Kirkjubæ.
Kaffiveitingar. Góð verðlaun.
Harmonikkutónlist á
Hvammstanga
Hinir alkunnu harmonikkuleikarar
Reynir Jónasson og Grettir Bjömsson
verða gestir Tónlistarfélags V-Húnvetn-
inga í kvöld, 18. nóvember. Þeir félagar
hafa ekki fyrr spilað saman á tónieikum
sem þessum og er félagið stolt af því að
eiga framkvæði að því að þeir æfi og spili
saman. Á þessum tónleikum ætla þeir að
flytja bæði erlenda og íslenska harm-
onikkutónlist Tónleikar þessir era
þriðju tónleikar félagsins á þessu starfs-
ári og era allir sem geta hvattir til að
koma á Hótel Vertshús í kvöld kl. 21 til
þess að sjá og heyra í þeim félögum.
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
ALFA-LAVAL
JÖTUNN hf er umboðsaðili fyrir ALFA-LAVAL
mjaltavélar hérlendis og hefur
aðlagað sig nútímanum með
alhliða þjónustu við íslenska
bændur á sviði mjólkurtækni.
ffl tits 0$'fig
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000.
World Press
Photo 1992
opið daglega í Listasafni ASÍ 14.00- 22.00.
Síðasti sýningardagur í Kringlunni í dag.
Síðasti sýningardagur í Listasafni ASÍ sunnu-
dagurinn 22. nóvember.
Listasafn ASÍ
Myndarlegur bakhluti sýningarstúlkunnar sómir sér ágætlega, en er sennilega ekki meðal þess varn-
ings sem verið var að auglýsa.
Óvænt uppákoma
á tískusýningu
Rússneskar tískusýningarstúlk- Mestu kátínuna vakti þó óvænt sem mýndin sýnir. Ekki fylgir sög-
ur komu í hópum til Thipei, höfuð- atriði á sýningunni, sem reyndar unni hvort skorturinn í Rússlandi
borgar Tævan, og sýndu það, sem var haldin utandyra. Vindhviða sé slíkur að tískusýningarstúlkur
þær höfðu á boðstólum, við mik- feykti upp pilsi einnar sýningar- fái ekki nærbuxur sér til skjóls,
inn fögnuð viðstaddra. stúlkunnar og kom þá í ljós það þegar þær fara til útlanda.
Sótt um vínnu
í Tyrklandi
Nýlega var mikill fjöldi manna
samankominn á Cebeci-íþrótta-
leikvanginum í Ankara, svo mikill
að helst hefði mátt halda að stór-
keppni væri í vændum. Svo var þó
ekki. Hér voru saman komnir allir
þeir, sem sækja vildu um störf hjá
ríkinu þeirra í Tyrklandi. Fjöldi
þeirra, sem gengu undir próf til að
sýna fram á hæfni sína til að gegna
þessum mikilvægu embættum,
var slíkur að ekki dugði minna en
heill íþróttaleikvöllur. Það þurfti heilan íþróttavöll til aö rúma alla umsækjendur.