Tíminn - 01.12.1992, Side 4

Tíminn - 01.12.1992, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. desember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Framtíð á framtaki byggð Hver þjóð, sem vill vera sjálfstæð og fullvalda, verð- ur að hafa trú á framtíðinni. Bresti sú trú er voðinn vís. Sá svartnættisáróður, sem rekinn hefur verið af valdsmönnum þjóðarinnar frá því að stjómarskipti urðu, er alvarlegri en margur hyggur. Hann er eins og lamandi hönd á það framtak, sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir til þess að sækja fram til betri lífskjara. Á flokksþingi Framsóknarfiokksins um síðustu helgi var lögð áhersla á að framtíð þjóðarinnar bygg- ist á framtaki og nýsköpun. Á fundi í Háskólabíó á laugardag var boðið til erindaflutnings um nýsköp- un og framtak í atvinnulífi landsmanna. Einnig var haldin sýning á nýjungum í atvinnulífi í tengslum við fundinn. Þessi nýbreytni í tengslum við þing stjórnmála- flokks er mjög athyglisverð. Hún tókst afar vel og vakti athygli á miklum möguleikum á sviði fram- leiðslu hátæknivara tengdum sjávarútvegi, full- vinnslu sjávarafurða, framleiðslu hugbúnaðar o.fl. Einnig kom mjög skýrt fram í erindi Vilhjálms Lúð- víkssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs, hvað við íslendingar erum sparsamir á fé til rannsókna. Áherslurnar í íslensku atvinnulífi hafa fremur leg- ið í fjárfestingum en markaðs- og þróunarstarfi. Þessa þætti þarf að leggja meiri áherslu á, ef okkur á að takast að halda velli í alþjóðlegri samkeppni. At- hygli vakti á áðurnefndum fundi, þegar fulltrúi Mar- els talaði og skýrði frá starfsemi þess fyrirtækis að megináhersla er lögð á þróun nýrra vörutegunda og markaðsmál og til þess er varið miklum fjárhæðum. Árangurinn lætur ekki á sér standa og fyrirtækið hefur haft mikinn framgang á erlendum mörkuð- um. Það er alveg ljóst að óþolinmæði hefur verið ríkur þáttur í fari okkar íslendinga. Okkur lætur ekki vel að gera langtímaáætlanir og viljum græða fljótt og mikið. Vafalaust á þetta djúpar rætur í veiðimanna- þjóðfélaginu. Þessi hugsunarháttur þarf að breytast. Framfarir og árangur tæknivæddra þjóða hefur byggst á þolinmæði til þess að bíða eftir árangri af fé sem lagt er til rannsókna og markaðsstarfs. Það sjást þess ekki nein merki að marktæk breyting sé á framlögum til rannsókna af hálfu ríkisstjórnar- innar. Öll áform um aukningu á þessu sviði eru skil- yrt óvissum árangri af sölu ríkisfyrirtækja. Þar er ekki um neina stefnubreytingu að ræða. Skilyrði íslensks atvinnulífs, sem leiða til taprekstr- ar á flestum sviðum, bera dauðann í sér og hefta frumkvæði fyrirtækjanna til þess að þróa sína starf- semi. Fyrirgreiðsla til þessara mála hjá sjóðum og lánastofnunum hefur verið af mjög skornum skammti. Það er vel að flokksþing Framsóknarflokksins dró þessi mál fram í sviðsljósið. Vonandi verður framhald á þessari umræðu til góðs fyrir atvinnulífið í landinu. Þeir sogðu að við byggjum við saltfiskgengi, kaffíhúsaspeking- amir, þegar Ijóst var að ísienska krónan hafði verið felld um 6% vegna hræringa á eríendum gjald- eyrismörkuðum. Hugtakið „salt- fískgengi" vísar til þeirra rök- semda rfldsstjórnarinnar að þótt norska krónan hafí ekki failið, hafi það haft úrslitaþýðingu fyrir gengi íslensku krónunnar að portúgalski eskúdóinn og spánski pesetinn féllu um 6%. Það var því ekki fyrr en þessir homsteinar ís- iensku krónunnar á Pýreneaskaga féllu, að þeir Davíð og Jón Baldvin játuðu sig sigraða, en þeir höfðu báðir haft uppi leikræn tilþríf og hafnað því að gengisfelling væri úrræði sem kæmi til greina í núverandi efnahagsvandræðum þjóðarinnar. í hetjukvæðum um baráttu þeirra Jóns Baldvins og Davíðs við gengisfellingar- skrimslið er hvergi getið um að þeir hafí látið sér tll hugar koma kemur mér óneitanlega spánskt fyrir sjónir að hann sé allt í einu orðinn helsti gjaldmiðill heimsins og að ekki skuli lengur minnst einu orði á bandarikjadal Þctta er lii iif á sfnum tíma, þó vitað sé að pund- ið hafi mun mehri áhrif hér en pýrenísku gjaldmiðlamir. Guðmundur grínast Ríkisstjómin stóð tiltÖIulega vcl áróðurslega í tilraunum sínum til að réttlæta gengisfellingu, sem hón nokkrum dægrum áður hafði lýst fáránlega aðgerð, þegar Guð- mundur Magnósson, prófessor svaraðl spumingo um gengisfell- ingu í Pressunni í síðustu viku en þar segir hann m.a.: „Ég vil geta þess til gamans í lokin að svo var að skilja á ráðamönnum þegar þeir útskýrðu gengisfeilinguna að það værí einkum spánski pesetinn sem hefði gert okkur grikk. Það að vissu leytí tímanna tákn og sýnir breytta viðskiptahættí okkar og aðlögun að væntaniegu evr- ópsku efnahagssvæði. Að hinu ieytlnu vildi svo iiia til að dollar- inn hafði hækkað og það hafa sennilega ekki verið talín góð rök fyrir að rýra verðgildi íslensku krónunnar." Garri á erfitt með að skilja þessi orð Guðmundar öðmvísi en svo að prófessorinn sé að gera kurt- eisislegt grín að flokksbræðmm sínum innan rfldssijómarinnar. Grínið beinist ekki að gengisfell- ingunni sem slikri - sem er al- vöruþnmgið mál - heldur rök- semdafærslunni þar sem gripið er til þess að réttlæta gengisfelling- una með falli gjaidmiðla Portú- gals og Spánar. Ólafur Ragnar á öðru gengi En rétt eins og þaö sé eldd nóg að liggja undir skeytasendingum frá hagfræðiprófessoram sem bú- ast hefðl mátt vlð að væru vln- samlegir, þá bætir ekki úr skák hvemig framvindan hefur verið síðustu daga. Hrekkjusvfnið Ólafur Ragnar Grímsson tók upp á því um helg- ina að gera stórmál úr því að það hafi ekki orðið nein gengisfelling á Spáni eða Portógal. Viðmiðun- armörííum gengisskráningar hafi að vísu verið hnikað til en gengi bæði peseta og eskúdð hafi hins vegar ekld verið breytt. Þetta þýð- ir, að ef röksemdafærsla ríkis- stjómarinnar fyrir gcngisfelling- unni er tetón bókstaflega, hlýtur misstólnings! Það kemur því ektó á óvart að Davfð Oddsson forsætisráðherra var sótsvartur af reiði út í Ólaf Ragnar í sjónvarpi I fyrrakvöld fyrir að benda á þessa hlutí. Davíð sagði að víst væri gengið eiginlega faliið á Spáni og f Portúgal, það ættl bara eftír að framkvæma gengisfellinguna, auk þess sem það gætl nú bara vel verið að ttorska krónan myndi falla ein- hvemtima seinna, jafnvel eftir tvo mánuði. Og sjálfur Seðalbanka- stjórinn og yfir gengiskrásetjar- inn, Jóhannes Nordal, teflir fram sömu rökum og forsætisráðherra um að spænska og porúgalska Ðavíð slær Jóhannes hins vegar nokkuð mitólvægan vamagla og útilokar alls ekki aó verið geti að spænska og portúgalska gengið falli ektó. Fari svo má jú alltaf leiðrétta mistökin og hækka gengi íslensku krónunnar aftur, sagði Jóhannes Nordal! Ráðhemr töluðu af mitóffi óvirðingu um „gengisfeiiingar- kórinn" fyrir rúmri viku. Það verður þó að segjast eins og er að málflutningur þess kórs hefur staðist betvur atburðarás undan- farinna daga en þær síðbúnu æf- ingar sem ríkisstjómin hefur ver- ið að bera á borð fyrir þjóðina síð- ustu daga og ganga ýmist undir nafninu saltfiskgengisstefna, saR- genglsstefna eða söltuð gengis- stefna. Garri Höfuðbólið og hjáleigan -Ég kann betur við mig á höfuðból- inu en hjáleigunni eru fleyg um- mæli Guðmundar G. Hagalín þegar hann var sakaður um að vera kom- inn í vist hjá íhaldinu, en hann var löngum áhrifa- maður í Alþýðuflokknum. Að sjálfsögðu var þetta á við- reisnarárunum þegar skilin milli krata og sjálfstæðismanna voru óglögg. Hagalín skrifaði að staðaldri í Morgunblaðið, enda var Alþýðublaðið næsta áhrifalítið og krataflokkurinn eins konar leigu- liðar hjá íhaldinu. Samlíking Haga- líns á höfuðbóli og hjáleigu var því ekki út í hött og bar frjóu hugar- flugi skáldsins ágætt vitni. Enn á ný hafa sjálfstæðismenn og kratar tekið höndum saman um landsstjómina og enn er annar flokkurinn stór og hinn lítill og enn er Morgunblaðið mikið að umfangi og Alþýöublaðið heldur rýrt í roð- inu og enn heldur samlíking rithöf- undarins um höfuðbólið og hjáleig- una gildi sínu. En ráðherrarnir em ekki hinir sömu. Skipt um hlutverk En hvort er höfúðbólið og hver hjáleigan í Viðeyjarstjóm gæti vaf- ist fyrir mönnum, enda er enginn jafnoki kempunnar Guðmundar G. Hagalín á stjómartorfunni sem kann að skera úr um hvor situr yfir hlut hins svo óyggjandi sé. Sitthvað bendir til að skipt hafi verið um hlutverk og að höfuðbýlið foma sé orðið að hjáleigu og öfugt, en slíks em ótal dæmi úr byggða- sögunni. Alþýðuflokkurinn hefur tekið sér forystuhlutverk á æ fleiri sviðum ríkisstjómarmála og er svo komið að Morgunblaðið er orðið sérstakt málgagn kratanna í mála- flokkum eins og fiskveiðistefnu og sammna Evrópuríkja. Á þeim svið- um em Alþýðuflokkurinn og Moggi eins og samrýndir húsráðendur á höfuðbóli en sjálfstæðismenn tvístraðir og magnlitlir leiguliðar. Þingflokkur íhaldsins er sundur- leitir þrýstihópar ólíkra hagsmuna og í raun margar hjáleigur en ekki ein, eins og á velmektardögum við- reisnar og Guðmundar G. Hagalín. Fyrir rúmri viku afhenti fjármála- ráðherra þingflokki Alþýðuflokks- ins tillögur sínar um niðurskurð á íjárlögum til að fá blessun krat- anna. Viku síðar fengu leiguliðarnir í Sjálfstæðisflokknum að sjá tillög- umar og þeim sagt að búið væri að samþykkja þær, enda kæmu þær al- farið við þeirra málaflokka. Þing- mönnum íhaldsins þótti skrýtið að sjá að kratamir vom búnir að sam- þykkja 250 milljón kr niðurskurð til landbúnaðar og skýra Halldóri ráðherra frá að svo skyldi verða. Urðu sumir hissa og sumir ösku- vondir. En hvers em menn megn- ugir í kotunum þegar höfuðbólin hafa talað? Stikkfrí í öllu niðurskurðarvafstri sem einkennt hefur stjórnartíð Viðeyj- arfara sem hvorki sýnist hafa völd eða áhrif. Það er sjálfur niðurskurð- armeistarinn mikli og Islandsmet- hafi í skattlagningu, Friðrik Sop- husson, fjármálaráðherra. Honum er hvorki þakkað eða kennt um að .... því meira sem skorið er af velferðinni þeim mun hrikalegri verður ríkissjóðs- ______hallinn. Þegar gengið er fellt fyrir misskilning og hriktir í allri tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga er fjármálaráðherrann stikkfrí og þarf hvorki að svara fyrir gjörðir sínar né mæla þeim bót. Friðrik er eini fjármálaráðherrann í þingræðisríki sem enga ábyrgð ber á efnahagsmálum eða kollvelt- um gjaldmiðilsins, hvað þá ríkis- fjármálunum. Aðrir hafa tekið þau mál upp á sinn eik og hljóta misjafnt lof fyrir. Sig- hvatur hælist um í hvert sinn sem honum tekst að loka sjúkradeildum og færa útgjöld frá ríki yfír á sjúk- linga tryggingaþega almannatrygg- inga. Virkjana- og stóriðjuráðherr- ann getur hvorki selt orku né dreg- ið erlent fjármagn inn í landið og mun opna fyrir útstreymi innlends fjármagns í útlent atvinnulíf eftir réttan mánuð í krafti þess að ráða bankamálunum. Félagsmálaráð- herra berst hetjulega fyrir að fá að auka enn skuldsetningu svokall- aðra íbúðareigenda, og utanríkis- ráðherra stýrir ríkinu beint inní Evrópusamrunann án þess að skeyta hætishót um hvað þing- mennirnir í hjáleigunum hafa um þau mál að segja. Hvað ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins eru að gaufa kemur engum við og síst þingflokki þeirra. Þrátt fyrir allt var Guðmundur G. Hagalín ávallt hugsjónaríkur jafn- aðarmaður. Væri hann enn á meðal vor myndi honum líka lífíð og sitja á því höfuðbóli sem honum var kært, vera í Alýðuflokknum og skrifa í Morgunblaðið á móti íhald- inu, eins og ritstjórarnir. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.