Tíminn - 03.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. desember 1992 208. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Skuldastaða heimilanna hefur versnað gríðarlega á átta árum en skuldir fyrirtækja stóðu í stað: Skuldir heimilanna upp um 135% en fyrirtækjanna um 1% íslensk heimili hafa miklu meira en tvöfaldað skuldir sínar að raungildi á síðustu átta árum á sama tíma og skuldir fyrir- tækja hafa nánast staðið í stað samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Skuldir heimilanna hafa hækkað úr 26% upp í 61% af landsframleiðslu, eða um 135%, síðan 1984. Skuld- ir fyrirtækja hækkuðu aðeins úr 74% í 75% af landsfram- leiðslu á sama tíma, þ.e. stóðu nánast í stað. Ekki síst þykir Seðlabanka það varhugarverð þróun að hreinn fjársparnaður heimilanna hefur reynst neikvæður um 15 milljarða á ári á síðustu þrem árum — þ.e. skuldir heimilanna hafa árlega aukist 15 milljörðum meira heldur en þau hafa sparað. Frá árslokum 1984, sem Seðla- bankinn telur upphafsár síðustu hagsveiflu, til septemberloka á þessu ári hafa útistandandi lán lánakerfisins hækkað úr 121% af landsframleiðslu í 167%, eða um 46%. Um 3/4 hlutar allrar skulda- aukningarinnar hafa því orðið á heimilunum í landinu (eða um 35% af landsframleiðslu). M.a.s. ríkið hefur ekki haft roð við ein- staklingum í skuldasöfnun þessi ár. Skuldir ríkisins hækkuðu úr 14% í 26% af landsframleiðslu á tímabilinu. Meira en tvöföldun á skuldum heimilanna segir Seðlabankinn eiga sér margar orsakir. Mikil- vægust þeirra sé áreiðanlega auk- ið frjálsræði á peningamarkaðin- um, afnám lánsfjárskömmtunar og aukið framboð á lánsfé. Þar við bætist stóraukin fyrirgreiðsla rík- isvaldsins á sviði húsnæðislána á þessu tímabili. Hafi þetta valdið mun hraðari skuldaaukningu heimilanna en ella hefði orðið og m.a. leitt til meiri neyslu. Seðla- bankinn bendir á að peningalegur sparnaður heimila hafi einnig aukist á sama tímabili. En sú aukning hafi vafalaust orðið hjá öðrum en þeim sem mest skulda. Þótt nægilega traustar tölulegar upplýsingar um sparnað og fjár- hagsstöðu heimilanna liggi ekki fyrir, segir Seðlabankinn flest benda til þess að hreinn fjársparn- aður, þ.e.a.s. fjársparnaður að frá- dreginni aukningu skulda, hafi reynst mjög neikvæður undanfar- in þrjú ár. Þannig virðast lántök- ur og sparnaður heimilanna hafa staðið nokkurn veginn á árin 1986—1989. En síðan hafi skuldaaukningin tekið verulegt stökk, þannig að hreinn fjár- sparnaður hafi reynst neikvæður að meðaltali um 15 milljarða króna á ári síðan 1990. „Hér er vissulega um varhugar- verða þróun að ræða, sem nauð- synlegt er að greina betur en gert hefur verið til þessa. Líklegt er, að samhengi hreins fjársparnaðar heimilanna og aðgerða ríkisins á sviði skattamála og húsnæðismála skipti þarna mestu máli“, segir Seðlabankinn. I flestum þjóðfé- Iögum leggi heimilin til veruleg- an hluta þess sparnaðar sem nýtt- ur sé til fjárfestingar fyrirtækja og opinberra aðila og svo þyrfti einn- ig að vera hér á landi. Raunin sé hins vegar sú, að jafnvel þótt óbeinn sparnaður fólks í Iífeyris- sjóðunum væri meðtalinn væri hreinn sparnaður heimila og ein- staklinga hverfandi lítill síðustu 2—3 árin. —HEI R.R. greiddi á aðra milljón fyrir verkfræðiþjónustu, útboðskostnað og eftirlit með 7 milljón kr. verki: Samt þurfti „aukaverk" upp á 862 þúsund kall „Hver ber ábyrgðina á kostnaði við aukaverk upp á 862.000 kr. krón- ur, þegar sérfræðingum eru greiddar 1.089.840 kr. fyrir rann- sóknir og útboðslýsingar?" Þessa fyrirspum varðandi máiun og steypuviðgerðir á húsi Rafmagns- veitna Reykjavíkur gerði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi á fundi borgarráðs í fyrradag. Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að Rafmagnsveitan bauð út málun og steypuviðgerðir á húsi sínu að Suð- urlandsbraut 34 s.I. vor. Tilboð í málunina og steypuviðgerðirnar dagur til jóla hljóðaði upp á 5.534.200 krónur. Þann 13. október s.l. nam áfallinn kostnaður við verkið rúmum 5.075.000 kr. Þar til viðbótar komu síðan aukaverk; pokapússning upp á 800.000 kr. og málun vatnsbretta upp á 62.000 kr. Samtals gerir þetta rúmlega 5.937.000 krónur fyrir málningu og steypuviðgerðir. Þá er ótalinn kostnaður vegna Sjúkraliðar í Reykjavík sátu á fjöl- mennum fundi í gærkvöldi til að ákveða um framhald aðgerða og málsmeðferðar í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Þegar síðast fréttist í gærkvöldi var rfldssáttasemjari að reyna að koma á sáttafundi í deil- unni en stefnt var að því að hann hæfist um miðnætti. verkfræðiþjónustu, útboðslýsingar og eftirlits upp á rúmlega 925 þús- und kr. og rannsóknir og útboðs- kostnaður, tæplega 165 þúsund krónur. Þessir liðir eru því samtals 1.089.840 kr. sem áður segir, eða um 15.5% af rúmlega 7 milljóna króna heildarkostnaði verksins. —HEI Ummæli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, um að skilyrði þess að kjaraviðræður hæfust á ný við sjúkraliða væru að þeir mættu til vinnu á ný, ollu mikilli reiði hjá sjúkraliðum í gær og urðu ekki til að auka á skjóta lausn deilunnar. Sjúkraliðar æfir út í Friðrik Sophusson SJÚKRALIÐAR FJÖLMENNTU á þingpalla í gær við ut- andagskrárumræðu um kjaradeilu þeirra og fjármáiaráð- herra. Og hann Stefán lögregluvarðstjóri taldi ekki eftir sér að gæta þessa unga barns meðan móðirin hlýddi á umræð- una innandyra. Timamynd Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.