Tíminn - 03.12.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 3. desember 1992 Hluthafafundur Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu Iðnaðarbankinn h.f. verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, föstudaginn 11. desember n.k. og hefst hann kl. 16:00. Á fundinum verður sami'unasamningur félags- ins við íslandsbanka h.f. kynntur og borinn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apnl s.l. var stjóm félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við íslandsbanka h.f. Dagskrá 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við íslandsbanka h.f. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeina í Islands- banka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, dagana 8. og 9. og 10. desember n.k., svo og á fundardegi. Samrunasamningur við Islandsbanka h.f. ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 4. desember n.k. Reykjavík, 1. desember 1992 Sijóni Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn h.f. T s Nýfálkamerki í dag koma út ný frímerki tileinkuð íslenska fálkanum. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun ffá Frímeikjasölunni. PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Simi 63 60 51 FRIMERKJASALAN P^ípÐL Handknattleikur: Leikmaður IBV kærð- ur til RLR og HSÍ Handknattleiksdeild Vals hefur ákveðið að kæra Jón Logason, leikmann ÍBV bæði til HSÍ og RLR fyrir líkamsárás á þá Dag Sigurðsson og Geir Sveinsson eft- ir leik ÍBV og Vals í Vestmannaeyj- um í fyrrakvöld. Að sögn Ómars Sigurðssonar, varaformanns handknattleiksdeildar Vals, hafa áður komið upp atvik varðandi þennan mann og nú sé kominn tími til að stoppa þetta. Eins og áður sagði átti atvikið sér stað eftir leik liðanna í Eyjum í fyrrakvöld, þar sem Jón mun hafa ráðist á Dag Sigurðsson og slegið hann í gólfið og auk þess mun hann hafa reynt að skalla Geir Sveinsson í höfuðið. í kæru Vals- manna er farið fram á að Jón verði dæmdur af HSÍ til þyngstu refsing- ar sem yrði þá væntanlega ævi- langt keppnisbann og spurning er einnig um, ef Jón verði dæmdur sekur í þessu máli, hvort ÍBV fái eitthvert heimaleikjabann. Ómar Sigurðsson vildi taka það fram að einn leikmanna ÍBV, Sig- mar Þröstur Óskarsson markvörð- ur, kom til forráðamanna Vals og baðst afsökunar á þessu atviki, en í kvöld Handknattleikur 2.delld FjÖlnlr-UMPAM. 20.30 KR-UBKkl. 20.00 Grótta-Fylkir kl. 20.00 Armann-ögrí kl.18.30 Körfuknattleikur Japísdeildin Skallagrímur-KR Id. 20.00 Haukar-UMFN kl. 20.00 l.deiid kvenna ÍS-ÍBKkl. 20.00 hann hefði verið sá eini sem það hefði gert. Þau atvik sem Ómar nefndi að hefðu komið upp áður, voru í fyrsta lagi fyrir tveimur árum, þar sem Jón mun hafa, sem áhorfandi ráðist að áhangendum Vals og slegið einn þeirra og kastað síðan í hann bjór- dós. í annan tað mun Jón hafa í leik liðanna að Hlíðarenda í fyrra, hafa hótað Brynjari Harðarsyni lík- amsmeiðingum og í þriðja lagi, hafi Jón hent boltanum af nokkru afli í höfuð Dags Sigurðssonar, af stuttu færi eftir að leiktíminn var liðinn. Það er greinilegt á því sem hér á undan hefur verið rakið, að það ríkir mikil spenna á milli þessara liða og er ekki langt þangað til að Valsmenn koma til með að heim- sækja Vestmannaeyinga á ný, því helgina 12-13. desember eiga liðin að mætast í bikarkeppni HSÍ og munu Valsmenn vera að íhuga að krefjast þess að leikurinn fari fram á hlutlausum velli, slík sé spennan á milli félagana. Hestaíþróttir: Sigurbjörn Hesta- íþróttamaður ársins Hestaíþróttamenn hafa valið Sigur- björn Bárðarson hestaíþróttamann ársins 1992 og kemur það lítt á óvart því Sigurbjörn hefur borið höfuð og herðar yfir aðra knapa hér á landi og hefur hann á undanförn- um árum verið valinn bæði Hesta- íþróttamaður Reykjavíkur og Hesta- íþróttamaður ársins. Á síðustu 20 árum hefur Sigurbjörn unnið alla þá titla sem hægt er að vinna hér á landi og þó víðar væri leitað. Alls hefur Sigurbjörn unnið til 56 gull- verðlauna og sjö silfurverðlauna á níu mótum í hestaíþróttum og síð- ast en ekki síst var Sigurbjörn val- inn Skeiðreiðmaður ársins í Evrópu, þannig að glöggt má sjá að Sigur- björn er vel að útnefningu HÍS kom- inn. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN; PJETUR SIGURÐSSON Undankeppni HM í knattspyrnu: Panic biðst vægðar Urslit Handknattleikur l.deild karla Fram-Þór A..........30-17(13-7) Körfuknattleikur Japísdeildin Snæfell-Grindavík..99-98 (40-44) Undankeppni HM í knattspymu: Ísrael-Búlgaría........0-2 (0-0) —Nasko Sirakov (55), Lyuboslav Penev (83). Staðan Búlgaría...........4 3 0 1 7-2 6 Svíþjóð............3 3 0 0 6-1 6 Frakkland..........32 0 1 4-3 4 Austurríki.........2 1015-4 2 Finnland ..........3 0 0 3 1-6 0 Israel ............3 0 033-10 0 Júgóslavneski forsætisráðherrann, Milan Panic, hefur aftur farið þess á leit við stjórn FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, að banni því sem sambandið setti á þátttöku Júgóslava í undankeppni Heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu, yrði aflétt. Júgóslavar, sem voru með íslendingum í riðli þegar dreg- ið var í undankeppni HM, voru reknir úr keppninni, þann 1. októ- ber síðastliðinn eftir að þeirri ákvörðun hafði tvívegis verið frest- að. Ætla má að ákvörðunin um að banna Júgóslövum þátttöku í keppninni, verði staðfest á fundi framkvæmdarstjórnar FIFA á föstu- dag, en beiðni Milan Panic nú, stendur einmitt í samhengi við þá dagsetningu. Ekki er búist við öðru en að fyrri ákvörðun verði staðfest og er þá endanlega ljóst að íslend- ingar mæta Jógóslövum ekki í und- ankeppninni. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Knattspymu- samband íslands farið þess á leit við FIFA, að það styrki KSÍ með sjö milljón króna framlagi, vegna taps þess í framhaldi af því að leikur Is- lendinga við Júgóslava hér á landi féll niður. Körfuknattleikur: NBA úrslit ÚrsUtleUýa iNBA deildimi bandarísku í fyrrinótt: Atlanta-lndiana .... 119-107 Cieveland-Boston ___111-101 New York-Portland ____101-85 WashingL-SanAntonio .119-106 Denver-Houston 112-105 Utah-Dallas •••*»••»»••*••• 116-101 Phoenix-Chariotte ........109-90 Seattle-Orlando.......116-102 Sacramento-LA Lakers 117-110 Þáttaka Spartak Moskvu í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: VONAST TIL AD SLEPPA MEÐ SEKT Eins og við sögðum frá í blaðinu í gær, öðluðust aðdáendur og leik- menn Liverpool nýja von um að komast á ný í Evrópukeppnina í knattspyrnu, eftir að í Ijós kom að mótherjar liðsins og það lið sem sló þá út, Spartak Moskva, tefldi fram ólöglegum leikmanni í leikjunum tveimur. Forráðamenn rússneska fé- lagsins Spartak Moskva, vonast hins vegar til að sleppa með fjársektir í stað þess að verða vísað úr keppni. Stjórnendur knattspyrnusambands Evrópu eru nú að skoða það hvernig hægt sé að leysa þetta mál og hvort leikmaðurinn Mikhail Rusayev hafi verið samningsbundinn þýska lið- inu, Oldenberg. Varaforseti rúss- neska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali í gær að þeir vonuðust til að stjórn UEFA léti fjársektir nægja í þessu máli. Rússamir byggja málflutning sinn á því að Rusayev hafi ekki verið atvinnumaður hjá 01- denberg, sem er áhugamannalið í þýsku 2.deildinni og því verið frjálst að fara án þess að leita samþykkis þýska knattspyrnusambandsins fyrir félagaskiptunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.