Tíminn - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 3. desember 1992
Starfsmenn SVFÍ hafa lagfært 340 drifsköft á 357
sveitabæjum í ár, í átaki í slysavörnum í landbúnaði:
Atakið varð
Þjóðverjum
til eftirbreytni
í ár hafa starfsmenn Slysavamafé-
lags íslands lagfært yfir 340 drif-
sköft á 357 sveitabæjum frá Al-
mannaskarði og norður á Raufar-
höfn, eða sem nemur 1,1 drifskafti
að iafnaði á hveijum bæ.
I vor hófst sérstakt átak Slysa-
varnafélags íslands í slysavörnum í
landbúnaði til að hvetja bændur og
búalið til aukinnar notkunar örygg-
ishlífa á drifsköft dráttarvéla. Þessu
átaki verður svo framhaldið á næsta
vori og þá er ætlun að ljúka yfirferð
um sveitir Iandsins. Þetta framtak
SVFÍ spurðist m.a. til Þýskalands og
varð til þess að þarlendir réðust í
samskonar átak.
Þórir Gunnarsson, deildarstjóri
slysavamadeildar SVFÍ, segir að við-
tökur bænda hafi verið mjög
ánægjulegar, og í mörgum tilfellum
hafi þeir sjálfir verið búnir að kippa
þessum öryggisþáttum í lag áður en
starfsmenn SVFÍ komu á staðinn.
Þórir segir stjórn SVFÍ hafa ákveðið
að ráðast í þetta átak til að reyna að
stemma stigu við slysum, sem rekja
má til ónógs öryggis dráttarvéla og
drifskafta. Á 20 ára tímabili, frá
1970-1990, var tilkynnt um alls 49
banaslys í landbúnaði og þar af var
helmingur þeirra vegna dráttarvéla
og drifskafta.
Átak SVFÍ fólst í því að heimsækja
bændur og aðra dráttarvélaeigend-
ur, bjóða þeim hlífar til kaups og
einnig aðstoð við ásetningu, þeim
að kostnaðarlausu. Þetta átak stóð
frá maí í vor og fram í endaðan októ-
ber. Þórir segir að ekki hafi verið um
stöðuga vinnu á þessu tímabili sök-
um skorts á öryggishlífum vegna
mikillar sölu innanlands í kjölfar
átaksins, en einnig vegna mikillar
eftirspurnar eftir öryggishlífum í
Þyskalandi.
I vetur verður þessu átaki svo hald-
ið áfram, m.a. með því að starfsmað-
ur SVFÍ mun heimsækja Hvanneyri,
auk þess sem félagið stefnir að upp-
lýsingaherferð í fjölmiðlum um
slysavarnir í landbúnaði.
Arkitektafélag íslands:
Arki-
tekta-
sýning
Sextán norskir og íslenskir nem-
endur í arkitektúr hafa síðustu
fjóra mánuði stundað nám í Arki-
tektaskólanum í Hafnarfirði. En
skólinn, sem Arkitektafélag ís-
lands rekur í samvinnu við Arki-
tekthögskolen í Ósló, er stærsta og
mikilvægasta verkefni félagsins á
starfsárinu. Lýkur þessari önn
Arkitektaskólans með sýningu í
Hafnarborgum dagana 5. til 22.
desember.
Á aðalfundi Arkitektafélags ís-
lands, sem haldinn var nýlega, var
nýr formaður Arkitektafélagsins
kosinn: Ormar Þór Guðmundsson.
Félagsmenn eru 287 talsins um
þessar mundir.
Þetta átaksverkefni SVFÍ var unnið
í góðri samvinnu við Glóbus hf.,
sem m.a. lagði til sérútbúinn bíl auk
þess sem mörg fyrirtæki og stofnan-
ir styrktu það, enda nokkuð kostn-
aðarsamt. -grh
w % - r
:c \ » > * i
VETUR I BÆ
Tfmamynd Ami BJama
Kona hefur staðið í 11 ára baráttu við kerfið til að öldruð móðir hennar fái viðunandi vistun.
Alls ekki einsdæmi
í rúmlega ársgamalli „hvítbók" ríkistjómarinnar, „Velferð á varanlegum
grunni“, segir um málefni aldraðra: „Öldruðum fer ört fjölgandi. Brýn þörf
er á auknu hjúkrunarrými fyrir þá...“ í nýlegri blaðagrein rekur Sigrún Ól-
afsdóttir 11 ára baráttu fyrir að fá viðunandi úrræði fyrir aldraða móður
sína. Þrátt fyrir úrskurð læknis um að þörf móður hennar fyrir hjúkrunar-
rými sé mjög brýn, gerist ekki neitL
í viðtölum við forsvarsmenn félaga
aldraðra kemur fram að þetta er
ekkert einsdæmi og nú bíða allt að
300 aldraðir eftir hjúkrunarrými,
þar af 100 sem eru í algerri neyð.
Sigrún segist hafa fengið mjög góð
viðbrögð við grein sinni. Þar á hún
við fólk sem svipað er ástatt um.
Hún á von á því að talsmenn kerfis-
ins svari fyrir sig í blaðagreinum á
næstunni. „Ég á ekki von á að haft
verði símasamband þaðan,“ segir
Sigrún.
„Eg hef fengið jákvæð viðbrögð frá
félagsskap aldraðra, sem eru mjög
ánægðir með að ég skyldi skrifa
þessa grein. Ég hef verið beðin um
að skrifa meira um málefni aldr-
aðra,“ bætir Sigrún við.
Hún hefur heyrt um mörg mál
sem svipar til máls móður hennar.
„Það hefði verið mjög jákvætt, ef
fleiri aðstandendur hefðu skrifað
um sín mál,“ segir Sigrún og álítur
að þeir, sem svipað er ástatt um,
ættu að mynda með sér þrýstihóp.
„Einhversstaðar verður maður að
bera niður. Ég er búin að ganga á
milli stofnana, bæði með bréf og
mitt mál, og hefði alveg eins getað
sleppt því, miðað við þau viðbrögð
sem ég hef fengið þar,“ segir Sig-
rún.
Guðríður Ólafsdóttir, formaður
Félags eldri borgara, segir að vist-
unarmál aldraðra séu mikið vanda-
mál. „Ég veit dæmi um konu, sem
beið í 11 ár eftir þjónustuíbúð á
vegum borgarinnar," segir Guðríð-
ur. Þá bendir hún á að samkvæmt
lögum eigi svonefnt „vistunarmat"
að skera úr um vægi aðgengis að
hjúkrunarrými. „Þannig á það að
virka, en hvort það gerir það þori ég
ekki að fullyrða um,“ segir Guðríð-
ur. Hún veit mörg dæmi þess að
aldrað fólk hafi beðið árum saman
eftir úrræði. Hún segir að á síðasta
ári hafi vantað 200 til 300 hjúkrun-
arrými í Reykjavík og af þeim voru
100 neyðartilfelli. Guðríður segir að
vonir séu bundnar við að það takist
að opna hjúkrunarheimilið Eir, sem
ekki hefúr tekist að opna vegna þess
að ekki er til fé til að reka það.
Guðríður nefnir fjárlög sem dæmi
um það skilningsleysi sem málefn-
um aldraðra sé sýnt „Þar er gert
ráð fyrir að eyða 160 milljónum af
framkvæmdasjóði aldraðra í rekst-
ur,“ segir Guðríður. Hún óttast að
stærsti hluti framkvæmdasjóðsins
verði til frambúðar nýttur í rekstur.
Þess má geta að allir skattgreiðend-
ur greiða fast gjald, um 3.000 kr., í
framkvæmdasjóðinn, óháð tekjum.
-HÞ
Loftmælingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 1991:
Borgarloftið er
aldrei óþolandi
Niðurstöður loftmælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gerðar voru í
fyrra, gefa tilefni til að fullyrða að loftgæði á Reykjavíkursvæðinu hafi veríð
mjög góð eða góð á því árí, lakari þó við miklar umferöargötur og gatnamót,
en aldrei óviðunandi. Mælistaðir voru við Safamýri, Fossvogsdal og við
Miklatorg.
Reglulegar mælingar Heilbrigðis-
eftirlits borgarinnar á loftgæðum
hófust fyrst í júnflok árið 1990, en
árið í fyrra var hið fyrsta sem mæl-
ingar stóðu yfir samfellt allt árið.
Frá upphafi mælinganna hafa loft-
tegundimar niturmónoxíð (NO),
niturdíoxíð (N02) og kolmónoxíð
(CO) verið mældar, auk svifryks. í
ágúst í fyrra var svo bætt við tæki til
að mæla brennisteinsdíoxíð (S02)
og hófust mælingar á því í septem-
Fiskifélag íslands mótmælir Þróunarsjóði sjávarútvegsins:
Rýrir kjör sjómanna
og fiskvinnslufólks
Stjóra Fiskifélags íslands mót-
mælir harðlega Þróunarsjóði
sjávarútvegsins, eins og hann er
hugsaður, og teíur að fjármögnun
hans með veiðileyfagjaldi sé
hreinn skattur á útgerð, sem jafn-
framt muni Ieiða til lakari kjara
sjómanna og fiskvinnslufólks.
í ályktun stjórnar Fiskifélagsins,
en formaður hennar er Jónas Har-
aldsson lögfræðingur Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, er
því sérstaklega mótmælt að sjóðn-
um er ætlað að yfirtaka ábyrgðir
og skuldir Atvinnutrygginga- og
Hlutafjársjóðs og svo virðist sem
sjóðnum sé ætlað að standa „enn á
ný fyrir sértækum aðgerðum".
Stjórn Fiskifélagsins telur að út-
gerð og vinnsla eigi að fjármagna
úreldingu hvort á sínu sviði og
telja verður „óeðlilegt að annar
aðilinn sé látinn standa undir
kostnaði við úreldingu atvinnu-
tækja hins".
Þá vekur það furðu Fiskifélagsins
að gert er ráð fyrir að Þróunar-
sjóðurinn verði í eigu ríkisins,
sem jafnframt skipi meirihluta
stjórnar, þótt hann verði að öllu
leyti fjármagnaður af sjávarútveg-
inum og á hans ábyrgð.
-grh
ber. Eins og íbúar höfuðborgarinnar
þekkja af eigin raun, er loftmengun í
Reykjavík fyrst og fremst af völdum
vélknúinna ökutækja og gætir mest
í froststillum á veturna og þegar
vindhraði er lítill á öðrum árstímum
og á mestu álagstímum í umferð-
inni. Hins vegar mældist hæstur
styrkur svifryks t.d. við sinubruna í
Fossvogsdal og jarðvegsfoki með
hvössum vindum á sumrin. Þá
mældist lítið blý í ryksýnum og að
meðaltali langt undir viðmiðunar-
mörkum.
Áðumefndir mælistaðir eru mis-
langt frá fjölförnum umferðargöt-
um. Frá Fossvogsdal eru um 500
metrar í næstu götur með mikla
umferð, s.s. Bústaðaveg og Nýbýla-
veg; frá Safamýri eru um 300 metrar
í Kringlumýrarbraut og Miklubraut,
en mælistaðurinn við Miklatorg er
hins vegar aðeins í nokkurra metra
fjarlægð frá fjölförnum gatnamót-
um.
Önnur loftmengun en frá útblæstri
bifreiða í höfuðborginni er frá iðn-
aði, en Heilbrigðiseftirlitið telur að
ætla megi að hún sé lítil og í flestum
tilfellum bundin við næsta umhverfi
mengunarvalds. Hins vegar getur
mengun frá tveimur fiskimjölsverk-
smiðjum, malbikunarstöð borgar-
innar og Áburðarverksmiðjunni
dreifst yfir stærra svæði. Önnur stór
iðjuver, sem hugsanlega geta haft
áhrif á loftgæðin, eru álverið í
Straumsvík og járnblendiverksmiðj-
an á Grundartanga. -grh