Tíminn - 18.12.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 18. desember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsimar: Áskrifl og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Viðvömn
Þjóðarsáttin um stöðugleika í efnahagslífi og einhverja
jöfnun lífsgæða er rokin út í veður og vind. Með efna-
hagsaðgerðum sínum, auknum skattaálögum á almenn-
ing, gengisfellingu og niðurbroti velferðarkerfisins hefur
ríkisstjórnin snúið við blaði og sagt launafólki stríð á
hendur. Hvergi er þess gætt að hafa samráð við nein al-
þýðusamtök um allar þær umbreytingar á þjóðfélags-
gerðinni, sem stjórnarherrarnir standa að.
Þvert á móti er slegið á útrétta hönd stærstu fjöldasam-
taka landsins, þegar boðið er upp á framhald þjóðarsátt-
ar, og velferðinni engin grið gefin þegar skorið er niður í
sparnaðarskyni. Þess er vel gætt að hvergi sé hróflað við
eignum og hagsmunum hinna efnaðri, en skattlagning
og niðurskurður lendir allur á þeim sem minna bera úr
býtum og minna mega sín.
Fjölmenni Dagsbrúnarfundurinn, sem haldinn var í
fyrradag, er vísbending um það sem koma skal. Kjara-
samningum er sagt upp og höfðu fundarmenn stór orð
um að hart skuli mæta hörðu og létu engan bilbug á sér
finna, þótt umtalsverður hluti félagsmanna gangi at-
vinnulaus og enn fleiri verði búnir að missa vinnuna þeg-
ar kemur fram á veturinn. Þá hefur Iðja einnig sagt upp
samningum og önnur launþegafélög fylgja í kjölfarið.
Það er athyglisvert við þá miklu rimmu á vinnumarkaði,
sem nú er í uppsiglingu, að fulltrúar launafólksins beina
ekki spjótum sínum að sínum hefðbundnu andstæðing-
um, vinnuveitendum. Þeir gera allar sínar kröfur á hend-
ur ríkisvaldinu og lýsa yfir hver af öðrum að láti ríkis-
stjómin ekki af árásum sínum á kjör almennings verði
hún að fara frá, og muni launþegasamtökin beita öllu afli
sínu til að svo verði, ef ráðherrarnir sjá ekki að sér.
Atvinnurekendur hljóta að hafa þungar áhyggjur af
hvernig ríkisstjórnin muni leika fyrirtækin í landinu, ef
til harðvítugra vinnudeilna kemur. Þeir geta lítið í mál-
inu gert, því kröfurnar em ekki um hærri laun, heldur að
atvinnuvegunum verði tryggður starfsgrundvöllur og að
kjörin verði ekki skert. Atvinnuöryggi og velferð til
handa þeim þurfandi er það, sem alþýðusamtökin berjast
fyrir og vilja sættast á.
Raunverulega eiga launþegar og atvinnurekendur svip-
aðra hagsmuna að gæta í þeirri stöðu, sem nú er uppi í
þjóðfélaginu. Það er ríkisstjórnin og vanhugsaðar að-
gerðir hennar, sem stefna atvinnuvegunum og lífskjör-
um almennings í hreinan voða. Þetta skilja forystumenn
launþega vel og beina því spjótum sínum að raunveru-
legum orsökum vandans, sem á rætur sínar í stjórnar-
ráðinu. Aðilar vinnumarkaðarins hafa áður gert með sér
fræga sátt með fulltingi stjórnvalda. En nú standa þeir
saman frammi fyrir ríkisvaldi sem kýs að magna ófrið í
stað þess að efla sátt og samlyndi um þjóðþrifamál. Það
er orðið bágt að sjá hverra hagsmuna þessi ríkisstjórn
gætir og hver hefur hag af öllum þeim flumbrugangi og
óstjórn sem einkennir allan hennar starfsferil.
Fátækt og jafnvel örbirgð er að skjóta rótum í þjóðfélag-
inu í þeim mæli að óþekkt er á lýðveldistímanum. Skuld-
ug öreigastétt er að verða til og er það hrollvekjandi
hugsun, ef slíkt á eftir að verða viðvarandi ástand.
Stjórnarherramir og aðrir ættu að leggja eyrun við hvað
Dagsbrúnarmenn eru að segja þessa dagana. Þeir meina
það sem þeir segja og hafa engu að tapa, þótt í harðbakka
slái.
Fréttamennska hér á Íandi hefur
tekift niiklum breytingum undan-
farínn áratug og þar á sú sam-
keppni sem Stoð 2 hefur veitt rík-
issjónvarpi og útvarpi án efa mik-
inn hlut að máli. Sem betur fer
hafa þessar breytingar í mörgum
tilfellum verið jákvæðar og miðað
að örari og markvissari frétta-
flutningi, jafnframt því sem núer
tekið á málum, sem áður þóttu
þess eðHs að ekki væri fært að
kafa niður í þau.
Hvar á að draga
mörkin?
Það vill stundum gleymast að
fréttamennskan er vandmeðfarið
starf. Fréttamaður á öflugum
miðli fer með mikið vald og jafn-
framt hvdir á honum mikii
ábyrgð. Öilum geta orðið á mistök
í starfi, en það er grundvallaratriöi
að fréttamaður sé heiðariegur,
bæði gagnvart viðmælendum sín-
um og ekki síður gagnvart því
fólki, sem hann er að segja fréttir.
Einn stærsti ókostur breyttrar
flöímiðlunar hér á landí undanfar-
In ár er hversu möririn á mílli dag-
skrárefnis og augiýsinga eru
óskýr. Þannig sjáum við þætti í
sjónvarpi í boði einhvers fyrirtæk-
is úti í bæ, útvarpsstöðvarnar
bjóða okkur að hringja inn og
vinna til verðianna sem þeim eru
gefín tH þess að gefis hlustendum,
og blöð og tímarit fialia um ákveð-
ið efni og fá augiýsingar í staðlnn.
Afít byggist þetta á sameiginleg-
um hagsmunum. Fjölmióiamir
þurfa peninga til þess að standa
undir rekstri sínum, fyrirtækin
þurfa að kynna sig og sína vörn og
neytendur þurfa að vita hvað þeim
stendur tii boða. Fari þetta þrennt
saman er það vei, en því miður
vilja hagsmunir neytenda stund-
um sitja á hakanum.
Dulbúin auglýsing?
Ef til vill verður alltaf erfltt að
greina á mllli þess hvað eðlilegt
geturtalistfkostun dagskrárefnis
og hvað eklri, Það liggur hins veg-
ar Íjóst fyrir að fréttastofa, sem
vili láta taka sig aivarlega, blandar
eidri saman augiýsingum og frétt
um. Því miður virðist sem frétta-
stofa Stöðvar 2 virði eklri alltaf
þessa regiu. S.i. þriðjudagskvöid
birtist fréti í 19:19 um hækkun á
áfengi og tóbaki. í formála fréttar-
innar var umrædd hækkun kynnt,
en fréttin sjálf fíaUaöi um hveraig
hægt væri að gera hagstæð inn-
kaup í ríkinu þrátt fyrir hækkun-
ina. Viðkomandi fréttamaður, Ól-
afur E. Jóhannsson, lét mynda-
tökumann fylgja sér eftir á meðan
hann týndi upp valdar víntegundir
í innkaupakerru og kynnti þær
fyrir áhorfendum S meðan, eins
og ebkerf væri sjáifsagðara. Ót á
þetta gekk fréttin og áhorfandinn
var lítlu nær um hækkun áfengis,
þaðan af síður tóbaks, en eftir
sátu nðfn á nokkrum tegundum
áfengis, sem skynsamiegt væri að
Skyggir á það sem vel
er gert
Þetta er því miður ekki eina
dæmið um fréttir á Stöð 2, sem
eru líkari augiýsingum en frétt-
um. Fyrir nokkru flallaði sami
fréttamaður um töivuútsölu hjá
fyrirtæki út í bæ, rétt eins og hún
væri einhver meririsviðburður.
Fleira mætti nefna f þessum
drúnum, en umrædd tvö dæmi
eru öfgafuB. Fréttamennska sem
þessl ér ekki bara tif skammar fyr-
ir fréttastofu Stöðvar 2, hún er
Itka vanvirðing við áhorfendur.
Það er sjálfsagt að geta þess líka
sem vel er gert, en udanfarið ár
hefur fréttastofan tekið miklum
hreytingum til batnaðar undir
stjóra Ingva Hrafns Jónssonar og
ber af í samanburði við keppinaut-
ana á Ríkissjónvarpinu. Keðjan er
hins vegar aldrei sterkari en veik-
asti hlekkurinn og klúður á borð
við þau tvö dæmi sem að ofan eru
rakin varpa skugga á hitt sem vei
er gert. Fréttir eru fréttir og aug-
iýsingar eru augiýsingar. Allar tii-
raunir til þess að blanda þessu
tvennu saman eru til þess eins
fallnar að rýra trúverðugieika við-
komandi fréttastofu. Garri.
Vettlingatök á fortíðarvanda
Eitt sinn hélt maður að núverandi
forsætisráðherra íslands væri
húmoristi og gleðimaður. Undir-
ritaður er orðinn svo gamall að
hann man þegar forsætisráðherr-
ann talaði stundum í Útvarp Matt-
hildi um mann sem var kallaður
Ólafur böivar og ragnar Grímsson.
Davíö Oddsson lék líka Bubba
kóng í Herranótt. Allt þetta og og
margt fieira var sagt vera fyndið og
höfðu menn það almennt fyrir
satt. Og jafnaldrar Matthildinga
kölluðu sjálfa sig meira að segja
fyndnu kynslóðina og voru og eru
margir enn vissir um að Davíð sé
húmoristi og gleðimaður ekki síð-
ur en þeir sjálfir.
En getur maður verið viss?
Kannski er forsætisráöherrann
bara gleðimaður en ekki húmoristi
og þar sé kominn hluti skýringar á
harla gleðisnauðum ræðum sem
hann hefur haldið upp á síðkastið á
Alþingi og víðar og viðtölum þar
sem hann vandar ekki samferða-
mönnum sínum kveðjumar.
Hvort það er sökum kímnigáfu
forsætisráðherrans og fylgisveina
hans að pólitískt atferli þeirra er
svo skolli breytilegt eða ástæður
þess eru einhverjar aðrar, þá er það
nokkurt undrunarefni þegar - svo
dæmi sé nefnt - Davíð man ekkert
eftir því að hann hafi Iofað því fyrir
kosningar að lækka skatta ef hann
yrði forsætisráðherra. Það breytir
engu þótt spiluð sé fyrir hann
myndbandsupptaka þar sem hann
lofar þessu skýrum orðum. Ekkert
rifjast upp. Hann segist bara ekk-
ert hafa sagt það sem hann sagði.
Þetta sé allt misskilningur frétta-
manna og bull úr Steingrími og
Ólafí fyrrnefndum Ragnari og slík-
um.
Forsætisráðherrann forðast að
taka á vitrænan hátt og efnislega
þátt í umræðum á Alþingi. Hann
ræðir helst ekki skattahækkanir
og niðurskurð ríkisstjórnar sinnar,
störf eða fyrirætlanir og líklegar
afleiðingar og áhrif, heldur stað-
hæfir án afláts um meint stjórnar-
mistök þeirra Steingríms og Ólafs
Ragnars og fleiri og gefur skatta-
hækkunum, niðurskurði og lífs-
kjaraskerðingum ný nöfn án afláts.
Hver kannast ekki orðið við orð
eins og þjónustugjöld, aukin þátt-
taka í kostnaði, tilfærslur o.s.frv?
Forsætisráðherrann með ríkis-
stjórn sína í taumi öslar áfram í
einhverjum furðulegum tví-
hyggju- draumaheimi þar sem
hlutirnir hafi farið úrskeiðis vegna
þess að illu öflin hafi fengið ráð-
rúm til að leika lausum hala og
spilla flestu. En góðu öflin eru
komin til skjalanna og eru að
þrælast í því að kippa málum í rétt-
an lið og til þess duga ekki vett-
lingatök. En vegna þess hve (for-
tíðarjvandinn er stór þýðir ekkert
að vera að vasast í aukaatriðum
eins og þeim hvað rúmast innan
ramma laga stjórnarskrár.
Þannig aftekur forsætisráðherra
með öllu að ræða efnislega bréf
sem forseta Alþingis berst frá Iaga-
prófessor við Háskóla íslands
vegna þess að prófessorinn sé
voðamenni sem skrifaði ljótt í
Fréttabréf Háskóla íslands. Hann
aftekur að hlusta á rök þeirra sem
telja að EES-málið sé þess eðlis að
breyta verði stjórnarskrá þess
vegna og að þjóðin hljóti að þurfa
að segja sitt álit. Alþingismenn
sem skyldu sinni samkvæmt eiga
að starfa samkvæmt sannfæringu
sinni innan ramma laga og stjórn-
arskrár segir forsætisráðherrann
vera lfkasta flónum í tossabekk í
gaggó og vandinn við að stjórna
landinu sé fortíðarvandi sem er
öðrum að kenna.
Fortíðarvandi
Reylgavíkur
í gær fór fram fyrri umræða um
fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir
næsta ár. Búast má við að áætlun-
inni - fjárlögum Reykjavíkurborg-
ar - verði að loka með 1,3 milijarða
gati sem er hlutfallslega verulega
verra en margumtöluð slæm staða
ríkissjóðs.
Reykjavík naut lengi þess að
þensla var í þjóðarbúskapnum ekki
hvað síst á Reykjavíkursvæðinu og
umtalsverð byggðaröskun f gangi
þannig að mikill fjöldi gjaldenda
fluttist til borgarinnar á hverju ári
og tekjur borgarsjóðs urðu æ ofan
í æ meiri en ráð var fyrir gert.
Og borgarstjórinn datt í fjárfest-
ingafyllirí og ákvað að byggja ráð-
hús og Perlu. Það væri ekkert mál
og í góðu lagi þar sem borgin væri
stöndug vegna þess að henni væri
vel stjómað. Og ráðhúsið var byggt
og Perlan var byggð.
En nú er öldin önnur og engin
þensla. Bæði Perlan og ráðhúsið
urðu miklu dýrari en ráð var fyrir
gert og eru nú þungir baggar á
Hitaveitu Reykjavíkur annars veg-
ar og á borgarsjóði hins vegar. Þess
sér stað á fjárhag borgarinnar, til
dæmis á yfirdrætti hennar í Lands-
bankanum sem var til skamms
tíma 2,4 milljarðar króna. En ný-
lega tók borgin erlent lán og helm-
ingur þess fór til að greiða niður
yfirdráttarskuldina um heiming
eða svo. Lánið nemur svipaðri
upphæð og ráðhúsið stendur nú í.
Hér er ekki verið að taka afstöðu
til þess hvort byggja hefði átt um-
rædd hús eða ekki. En fyrst ákveð-
ið var að byggja þá hefði verið
skynsamlegt og eðlilegt að gera
ráð fyrir því að ýmislegt gæti
breyst í þjóðfélaginu en það breytt-
ist ýmislegt eins og þjóðin finnur
glöggt nú:
Borgarstjórinn sem byggði ráð-
hús og Perlu í fjárfestingaræði
þenslutímanna varð formaður
Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn
vann mikinn og góðan kosninga-
sigur í næstu kosningum á eftir og
borgarstjórinn varð forsætisráð-
herra í ríkisstjóm sem fylgir gjald-
þrotastefnu kenndri við frjáls-
hyggju.
Og allt breyttist í Reykjavík: Nú er
þar atvinnuleysi og tekjur borgar-
sjóðs miklu minni en áður og
óvissari og við bætist þungur
kostnaður af óarðbærum fjárfest-
ingum borgarstjórans sem nú er
forsætisráðherra - og enn er ekki
búið að samþykkja fjárlög ríkis-
ins....
—sá