Tíminn - 18.12.1992, Side 8
8 Tíminn
Föstudagur 18. desember 1992
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 26102
Kirkjubygging
Grensássóknar
Hjá borgaryfirvöldum liggja fyrir tillögur að kirkjubygg-
ingu við hlið núverandi safnaðarheimilis Grensássóknar,
en gert var ráð fyrir henni í samþykkt borgarráðs frá
26.2.1965.
Teikningarnar eru til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykja-
víkur, Borgartúni 3, 3. hæð, til 11. jan. n.k. og í safnaðar-
heimili Grensássóknar við Háaleitisbraut.
-----------------------------------------------------\
Systir mln og mágkona
Soffía Oddný Andrésdóttir
Skipasundi 72.
lést á Landspitalanum 17. desember.
Fyrir hönd aöstandenda
Dýrteif Andrésdóttir og Jóhann Helgason
Lelrhöfn
_____________________________________________________/
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilaö veröur á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverö-
launa veröa ein heildarverölaun: Dagsferö fyrír 2 með Flugleiöum til Kulusuk.
3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi númer hafa hlotiö vinning I jólaalmanaki SUF:
1. desember: 525, 3570. 2. desember: 3686,1673. 3. desember 4141,1878.
4. desember: 1484, 2428. 5. desember: 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389.
7. desember: 3952, 5514. 8. desember: 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169.
10. desember: 5060, 289.11. desember: 1162, 1601. 12. desember: 1235, 522
13. desember: 4723, 2429 14. desember: 288, 2834. 15. desember 1334, 4711
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins aö Digranesvegi 12, Kópavogi er opin mánudaga
og miövikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R.
Borgarnes —
Breyttur opnunartími
Frá og meö 1. október veröur opið hús I Framsóknarhúsinu aö Brákarbraut 1 á þriöju-
dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og veriö hefur undan-
farin ár.
Bæjarfulltrúar flokksins munu veröa til viðtals á þessum tima og ennfremur eru allir,
sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögöu verður hellt á
könnuna eftir þörfum.
Framsóknarfélag Borgarness.
Kópavogur — Opið hús
Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opiö hús á laugardögum kl. 10-12 aö Digranes-
vegi 12. Litiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögln
Jólaglögg nefnda SUF
Hiö áriega ómissandi jólaglögg nefnda SUF veröur aö venju haldiö á Fógetanum
laugardagskvöldiö 19. desember og hefst kl. 21.00.
Dagskrá:
Hátlðarávörp formanna nefnda.
Minningarorð Hriflusamtakanna.
Óvænt uppákoma.
Mætum öll og tökum meö okkur gesti.
Utanrfkismálanefnd SUF
Þjóðmálanefnd SUF
ÖLL VINNSLA
PRENTVERKEFNA
■i PRENTSMIÐJAN ■!
éddda
Smiðjuvegi 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000.
RAUTT LJOS
þifrú1
RAUTT UÓS!
lUMFEHÐAR
PrAð
Ný fræði
Snorri Sturtuson: Heimskringla l-ll og
Lykilbók. Ritstjóm: Bergljót S. Krist-
jánsdóttir, Bragi Halldórsson, Jón
Torfason og Ömólfur Thorsson. Mál og
menning 1991.
Tálið er að Snorri Sturluson hafi
látið rita ,/Evi Nóregs konunga" fyr-
ir um það bil 760 árum, þá var hann
milli fertugs og fímmtugs. Reykholt
hefur á þeim árum verið sambæri-
Iegt við Odda-stað hvað snertir
fræðimennsku. Sturla Sighvatsson
dvaldi í Reykholti hjá Snorra 1230
„ok lagði mikinn hug á láta rita
sögubækr eftir bókum þeim, er
Snorri setti saman“. Þessi setning er
það eina sem getið er um í Sturl-
ungu varðandi ritverk Snorra
Sturlusonar. Vitnað er í texta
Heimskringlu í yngri ritum. Heitið
er fyrst notað sem titill á verkinu í
útgáfu Johanns Perimgskiölds og
Guðmundar Ólafssonar í Stokk-
hólmi 1697 á íslensku. Áður höfðu
norskir fræðimenn þýtt hluta verks-
ins, fyrsta þýðingin er frá því um
1550, gefin út 1899. í þeirri þýðingu
er Snorri Sturluson talinn höfundur
ritsins.
Þessi útgáfa er byggð á afritun
„Kringlu" og eyður fylltar með texta
„Frísbókar". Textinn er prentaður
með nútímastafsetningu. „Mörgum
fomum orðmyndum er hins vegar
haldið... Einnig er haldið myndum
orða ... til að gefa lesendum nokkra
hugmynd um fomt yfirbragð text-
ans.“ Þessi breytni hefur tekist vel,
texti er aðgengilegri með þessum
hætti. Ártöl og dagsetningar em
færðar inn á spássíur, dagsetningar
miðaðar við kennileiti hins kristna
almanaks. Tilvísanir em einnig til
Lykilbókar um ættir og yfirlitskort.
Texti Heimskringlu er hér prentað-
ur í tveimur bindum og þriðja bind-
ið er Lykilbók sem tengir Snorra og
sagnaritun hans eigin samfélags-
hefðum og samevrópskum og
kirkjulegum hefðum. Þetta er skýr-
ingarit, orðaskýringar, ættartölur og
kort og textar frá samtímanum, sem
tengjast Heimskringlu á einn eða
annan hátt. Töflur fylgja um saman-
burð Heimskringlu við Konungs-
annál og Resensannál, konunga-,
jarla- og keisaratal í Evrópu, skálda-
tal og hirðskáldatal og höfðingjar
þeirra. Skrár yfír þjóðir, dýr, ormst-
ur, kveðskap og fleiri hugtök. Vísna-
skýringar og orðaskýringar ítarlegar
og vandaðar.
Öll þessi gögn verða til þess að auka
skilning á Heimskringlu, verða ein-
hverskonar bakgmnnur. Inngang-
inn rita ritstjórar og Guðrún Ása
Grímsdóttir og Sverrir Tómasson.
Ritstjórar fjalla um konungasögur,
Heimskringlu, alfræði, handrit
Heimskringlu og útgáfur og um
þessa útgáfu. Þetta em vel unnar rit-
gerðir og mjög þarfar.
Guðrún Ása Grímsdóttir rekur
helstu atburði ævi Snorra. Þar leit-
ast hún við að skýra auðsæld Snorra
og völd. Hann var fóstraður af Jóni
Loftssyni í Odda, sem var á þessum
ámm, síðari hluta 12. aldar, voldug-
asti maður á íslandi. Snorri var 19
ára þegar hann Iést. Oddaverjar
stuðluðu að því að Snorri hlaut auð-
ugt gjaforð og því fylgdu veraldleg
völd, en veraldleg völd vom í heiðni
tengd vissum ættum og ættin var á
þeim tímum trygging. Framfærslu-
skylda var kvöð ættarhöfðingjans.
Þannig tengdist maður manni, sem
var meginþáttur lénskra samfélags-
hátta miðalda, samsvarandi client
og patron meðal Rómverja. Client-
inn gat leitað stuðnings patrónsins.
Skjólstæðinga-fyrirkomulagið var
helsta einkenni ættasamfélags nor-
rænna manna. Völd íslenskra höfð-
ingja byggðu því á ættarfylgi. Goð-
arnir og þingmenn þeirra voru oft-
lega tengdir.
Þegar valdajafnvægi goðanna rask-
aðist, fylgdu deilur milli ættanna.
Guðrún Ása vitnar í skoðanir Gunn-
ars Karlssonar og Sverres Bagges
um áhrif leiguliða í valdabaráttu
goðorðsmanna, en leiguliðamir
vom meira og minna skyldir goð-
orðsmönnum og sá skyldleiki og
ættarkenndin, sem af honum leiddi,
varð vissulega sterkari í fámennu
þjóðfélagi eins og því íslenska á 12.
og 13. öld en í fjölmennari samfé-
Iögum Evrópu. Það vom ættar-
tengslin sem réðu fylgi leiguliða og
þá einkum þingmanna goðanna við
goðann. Kenningar um stéttabar-
áttu á 12. og 13. öld í marxískum
skilningi 20. aldar er hrein firra. Það
var ekki stéttarkennd sem réð fylgi,
heldur ættartengsl, ættarkennd.
Snorri Sturluson var ekki af þeim
ættum, sem göfugastar þóttu á 12.
og 13. öld, en þeir ættmenn vildu
halda til jafns við t.d. Haukdæli og
Oddaverja oft með oflæti (Sturla
Sighvatsson). Sturla Þórðarson
skildi þetta manna best, hann kunni
sér hóf. Auður og völd Snorra
Sturlusonar voru fengin með
„samningum og kvennagiftingum"
og með því að kvænast til auðs. Ætt-
arfylgi fengið með tengdum var
lausara í reipum en ættarfylgi grón-
ustu goðorðsætta landsins meðan
goða- og kirkjugoðaveldið stóð.
Snorri tapaði í valdataflinu við
Haukdæli og Ásbirninga, en varð
stórveldi í íslenskri menningarsögu
og einn af fremstu sagnaritumm í
Evrópu á 13. öld.
Sverrir Tómasson skrifar ritgerð-
ina „Ólafur helgi eilífur konungur".
Hann setti saman ritið „Formálar ís-
lenskra sagnaritara á miðöldum"
Rannsókn bókmenntahefðar. Stofn-
un Árna Magnússonar 1988. Með því
riti braut hann blað í umfjöllun ís-
lenskrar bókmenntasögu. Bókagerð
hófst hér á landi á vegum kirkju og
klerka og þeir, sem hófu síðan að
rita um helga menn, biskupa,
norska konunga og íslenska sagn-
fræði, vom nátengdir evrópskum
bókagerðarhefðum, sem áttu upp-
tök sín í bókmenntum Rómverja,
Grikkja og ritum kirkjufeðranna,
ekki síst þeim síðast nefndu, sem
mótuðu hugarheima íslenskra mið-
alda- sagnfræðinga og klerka. Rit
Curtiusar: „Europaische Literatur
und lateinisches Mittelalter", sem
kom út 1948, „markaði tímamót í
rannsóknum á evrópskum miðalda-
bókmenntum" (Sv.T.). Patrologia
Mignes, Acta Sanctomm og kenn-
ingar miðaldaheimspekinga em lyk-
illinn að bókaiðju miðalda hér á
Iandi og um Evrópu. Sverrir Tómas-
son er fyrstur íslenskra fræðimanna
til að gera sér þetta ljóst og leitast
við að skilja og skilgreina miðalda-
Heill og sæll, gamli kunningi, og
alúðar þakkir fyrir allt nuddið hér á
ámm áður. Það hefur örugglega
bjargað okkur, sem hlupum á Mela-
vellinum, frá því að verða lappalaus-
ir, enda brautimar þar iðulega harð-
ar sem grjót. En nóg um það.
Nú mátt þú í hárri elli sitja undir
þungum ásökunum og hverjir
skyldu það nú vera sem em að reyna
að klína á þig óhæfuverkum? Jú,
menn sem á hverjum einasta degi
em að drepa, limlesta og fangelsa
fólk og það allt niður í sjö ára börn.
Meðferð Gyðinganna á palestínsku
þjóðinni er í einu orði sagt hroðaleg,
enda líkja æ fleiri þessu framferði
í frétt í Tímanum þann 8. desember
sl. gerir EÓ á forsíðu grein fyrir stöðu
EES-málsins eftir að Svisslendingar
höfnuðu aðild að samningunum.
Hann segir: „EFTA-ríkin telja sig ekki
geta beðið lengur eftir að komast inn
fyrir tollmúra EB.“
Sjö ríki Fríverslunarbandalags Evr-
ópu, EFTA, hafa hvert um sig samning
um fríverslun, þ.e. tollfrjálsa verslun,
fom I
sagnfræði íslenska á þessum for-
sendum. Þetta viðfangsefni er því
merkara, þar sem íslendingar áttu
foma arfleifð, sem hafði varðveist í
munnlegri geymd og síðan verið
skráð eftir kristnitöku.
Miðaldafræðum á eigin forsendum
hefur lítt verið sinnt í norrænum
fræðum. Á 19. öld og meginhluta
þeirrar 20. hafa íslenskir fræðimenn
skilið þessi efni .jarðligri skiln-
ingu“. En sá háttur var viðloða um
flesta hluti allt frá tímum upplýsing-
arinnar og aftur til Descartes.
Snorri Sturluson „nær fram viður-
kenndri kristinni túlkun á sögu
Noregs" með því að gera Ólaf helga
að heilögu tákni konungdóms, eins
og höf. skrifar, og að markmið
Snorra hafi verið hið sama og allra
helgisagnaritara, þ.e. að Ólafur kon-
ungur lifi þótt hann deyi. Þessar
kenningar Sverris Tómassonar eru
samhljóða Kantorowicz um hug-
mynd miðaldaguðfræðinga og lög-
fræðinga um konungdæmið í „The
King’s Two Bodies“ Princeton 1957
(þýsk útgáfa dtv. „Die zwei Körper
des Königs“ 1990). Þetta er lykilverk
ekki síður en rit Curtiusar, til skiln-
ings á miðaldasögu og bókmennt-
um. Sverrir Tómasson telur að Ólafs
saga helga hafi verið skilin sem
helgisaga, píslarsaga konungs, af
samtíðarmönnum Snorra Sturlu-
sonar og e.t.v. jafnlengi og kaþólsk-
ur siður ríkti á íslandi.
Snorri Sturluson hefur það ffam
yfir aðra helgisagnaritara að hann
hemur Ólafi konungi til lesandans
án skrúðmælgi og án þess að „stilla
upp andstæðunum góður-illur kon-
ungur“. Hann er svo ágætur sagna-
ritari að hann helgar konung án
þess að gera andstæðinga hans að
algjörri andstæðu. Með stílsnilld
sinni setti hann saman merkasta
sagnfræði- og ævisögurit í Evrópu á
13. öld og það merkilegasta er að „sú
andlega spekt“, sem Snorra var gef-
in, gerir þetta rit hans rit allra tíma.
Þekking og skilningur Sverris
Tómassonar á klassískum og lat-
neskum miðaldaheimildum og
kenningum kirkjufeðranna hefur
nú orðið til þess að endurmeta
snilld Snorra Sturlusonar og sýna
hann eins og Snorra tekst að skilja
Ólaf helga.
Þessi útgáfa ætti að auka skilning
íslendinga á íslenskum miðaldarit-
um og höfundum þeirra og hversu
brýnt það er að skilja hverja öld á
eigin forsendum. Því „stafar birti" af
þessari útgáfu.
Siglaugur Brynleifsson
við framgöngu þýsku nasistanna þar
sem þeir höguðu sér verst í seinni
heimsstyrjöldinni og neðar í fúl-
mennskunni verður tæpast komist.
Jæja Mikson minn: Vertu áfram
fastur fyrir sem klettur. Þessi
ómenni þarna úti í skrímslinu ísrael
geta ekki skaðað þig. Við vinir þínir
og kunningjar, sem erum fjölmenn-
ir eins og þú veist, munum standa
með þér af alefli.
Ævinlega blessaður.
Guðjón Guðmundsson,
K.R.
við Evrópska samfélagið, sem myndað
er úr 12 ríkjum. Ríkin 19 mynda því
fríverslunarsvæði. EES-samningurinn
er ekki gerður til að afnema tolla,
heldur til að skuldbinda EFTA-ríkin til
að lúta lögum og reglum Evrópska
samfélagsins um efnahagsmál, eins og
þau eru á hverjum tíma. Þess vegna er
nýskipaninni valið heitið efnahags-
svæði.
Opið bréf til Eðvalds Miksons
Lesendur skrifa
V______________
Athugasemd frá
Bimi S. Stefánssyni