Tíminn - 18.12.1992, Side 9
Föstudagur 18. desember 1992
Tíminn 9
DAGBOK
Gjöf til Forsetaembættisins
Hinn 8. desember sl. gengu fulltrúar
ÍSÍ, Glímusambandsins og Ólympíu-
nefndar íslands á fund Vigdísar Finn-
bogadóttur, forseta íslands, og afhentu
að gjöf málverk eftir Gunnar Karlsson
listmálara.
Málverkið er að Bændaglímunni á
Bessastöðum 1828 og er gefið í minn-
ingu upphafs skólaíþrótta á íslandi.
Grímur Thomsen orti mörgum árum
síðar magnað kvæði sem ber heitið
,3ændaglíman“, þar sem hann lýsir á
snilldarlegan hátt sjálfri glímunni,
frammistöðu einstakra glímumanna og
stemmningunni í kring.
Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi
íþróttafulltrúi, var í hópi þeirra sem
heimsóttu forsetann og flutti hann fróð-
lega og greinargóða frásögn af glímunni
á fyrri tíð og þýðingu hennar og annarra
íþrótta fyrir skólapiltana í Bessastaða-
skóla.
Forseti íslands þakkaði fallega og sögu-
lega gjöf, sem mundi komið fyrir á við-
eigandi stað á forsetasetrinu.
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfar fara ffá Risinu kl. 10
laugardagsmorgun 19. desember og
Iaugardaginn 2. janúar.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg Iaugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10.
Ljósvíkingar í skammdeginu
Nú hefja Ljósvíkingar innreið sína inn í
skammdegið. Hér eru á ferðinni lista-
menn sem hafa ritlist og tónlist að leið-
arljósi.
Desemberhátíð þeirra nær nú brátt há-
marki, en í dag, föstudaginn 18. des.,
verða þeir í Listhúsinu í Laugardal, kl.
20.30 (fyrir framan Hótel Esju). Síðast
var hópurinn á Sólon íslandus fyrir full-
um sal og voru viðtökur mjög góðar.
Þeir sem munu koma fram eru m.a.:
Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir, Ólaf-
ur Gunnarsson, Kristín Ómarsdóttir, Ari
Gísli Bragason, Steinunn Ásmundsdótt-
ir, Birgitta Jónsdóttir, Sveinn Óskar Sig-
urðsson, Þórarinn Eldjám, Nína Björk
Ámadóttir, Snorri Sigfús Birgisson pí-
anóleikari og tónskáld, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari, Páll Eyjólfsson
gítarleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari, Rúnar Óskarsson klarinettuleik-
ari o.fl.
Nú um helgina mun hópurinn koma
fram í Selfosskirkju á laugardag kl.
20.30, f Laufafelli á Hellu sunnudag kl.
20.30 og á mánudag í Hveragerðiskirkju
kl. 20.30.
Nú skal færa birtu og yl inn í skamm-
degið. Látum hugarflugur okkar njóta
sín í birtu ritlistar og tónlistar.
Gerum ékki margt í einu
viö stýrið..
Akstur krefst fullkominnar
einbeitingar!
yUMFERÐAR
RÁÐ
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIÚ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
Víkin og ViAey
Margrét Hallgrimsdóttir borgarminja-
vörður verður með leiðsögn um sýning-
una Víkin og Viðey í Nýhöfn í Hafnar-
stræti laugardaginn 19. desember kl. 14.
Á þessari sýningu gefúr að líta fom-
muni sem fundust við uppgrefti í Aðal-
stræti og Suðurgötu á áttunda áratugn-
um og í Viðey á seinustu fjómm ámm.
Fommunir þessir hafa aldrei áður komið
fyrir sjónir almennings.
Sýningu þessari lýkur á Þorláksmessu,
þannig að nú em síðustu forvöð að skoða
þessa merku íomgripi, af hverjum vax-
spjöldin frá 15. og 16. öld em einstakir,
hvort sem litið er til íslands eða útlanda.
Grýla og Greppitrýni í heim-
sókn í Hlaðvarpanum
Grýla gamla, móðir jólasveinanna, er
ákaflega hrifin af Hlaðvarpanum. Á laug-
ardaginn kl. 15 mun hún heimsækja
Hlaðvarpann í þriðja sinn fyrir jól. Þá
gefst öllum foreldmm óþekkra krakka
tækifæri til að koma með bömin sín og
láta Grýlu flengja þi Kötturinn hennar
Grýlu heitir Greppatrýni. Hann fótbrotn-
aði fyrir 50 ámm og hefur síðan haldið
sig undir handleggnum á Grýlu. Klæm-
ar hans em hvassar og er öllum krökk-
um fyrir bestu að vara sig á honum.
Grýla og Greppitrýni verða í Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3, á morgun, laugar-
dag, kl. 15.
LYFTARAR
Úrval nýrra og notaðra
rafmagns- og dfsillyftara
Viðgerðir og
varahlutaþjónusta.
Sérpöntum varahluti
Leigjum og flytjum lyftara
LYFTARAR HF.
Sími 91-812655 og 91-812770
Fax 688028
Mest seldu
snjóblásararnir.
• Margar stærðir,
með eða án
snigils.
• Henta vel í
allan snjó.
• Mjög lágt verð.
interRent
Europcar
VÉLAR&
ÞJÓNUSTA HF
Sími 91 - 68 32 66
Zsa Zsa mátti ekki vera aö því aö vera meö allan tímann. En hún var hress, nýkomin úr Evrópureisu þar sem
hún kom fram í sjónvarpsþáttum og stundaði heilsustaöi.
Jolie Gabor held-
ur uppá níutíu og
eitthvað ára af-
mæliðíviku!
Það mætti halda að hin ódrepandi
Jolie Gabor, hin sígiida móðir Ga-
bor-systranna frægu, gerði ekki
annað en að stunda heilsurækt
mestan hluta ársins. Svo mikið er
víst að hún þarf á mikilli orku að
halda í árlegt afmælishald, sem
stendur í a.m.k. eina viku. Nú er
eitt slíkt nýafstaðið og varð hún
þá níutíu og eitthvað ára gömul!
Þær mæðgur hafa alltaf kappkost-
að að halda aldri sínum leyndum,
en ójákvæmilegt er að aldurinn
læðist yfir þær eins og aðra, og
þar sem þeim hefur tekist að látaa
sér bera eins lengi og elstu menn
muna, fara einhverjir nærri um
árafjöldann sem þær eiga að baki.
En afmælishátíðahöld líðandi árs
eru sem sagt að baki. Þau hófust
með hádegisverði á vinsælum veit-
í spegli
Támans
ingastað og síðan tóku við fleiri
hádegisverðir og partí sem vinir
hennar héldu Jolie heima hjá sér.
Lokapunkturinn var svo fjöl-
skylduboð á glæsilegu heimili af-
mælisbamsins í Palm Springs.
Mæðgurnar fjórar hafa komið ár
sinni vel fyrir borð fjárhagslega.
Eva gat ekki verið nema nætur-
langt á fjölskyldumótinu, vegna
þess að hún var á leið með vini sín-
um til langs tíma, Merv Griffin, til
Bahama til að halda frí í lúxushúsi
hans. Zsa Zsa stansaði jafnvel enn
styttra, en gaf sér þó tíma til að
mæta með áttunda eiginmannin-
um, Frederik von Anhalt prinsi.
Magda, elsta systirin, býr í næsta
nágrenni við mömmuna og hún
kom með óvenjulegustu afmælis-
gjöfina, peningatré sem hún sagð-
ist vonast til að bæri ávöxt!
Afmælisgjafirnar vom svo sem
ekkert slor. Dæturnar gáfu Jolie
fatnað frá Chanel, veski frá Herm-
es, súkkulaði frá Evrópu og eftir-
lætis lifrarkæfuna hennar frá Ung-
verjalandi. Francesca Hilton færði
henni myndbönd með Marlene Di-
etrich, sem Jolie heldur mikið upp
á.
Gömlu konunni ætti þess vegna
ekki að leiðast meðan hún bíður
eftir næsta afmælisdegi.
Á hverju ári safnast hinar óviðjafnanlegu Gabor-systur, Magda, Zsa Zsa og Eva, saman til aö halda upp á af-
mæii ættmóðurinnar Jolie. Og þaö er ekkert smáræöisafmælishald! Núna tók Francesca, dóttir Zsa Zsa og
hótelkóngsins Conrads Hilton, fullan þátt f veislugleöinni.