Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 6. janúar 1993 Þeir sem þurfa lyf til að lækka blóðfitu: Þurfa nú aö borga allt að 170 þúsund kr. á ári í nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins, er þeim sem þurfa lyf til lækk- unar á blóðfitu gert að greiða fyrir þau að fullu. Samkvæmt upplýsingum lyfjafræinga er algengt að notað sé lyfíð Nevacor og endist meðalskammtur í 50 daga. Þessi skammtur mun kosta hvem sjúkling 23.000 kr. eða tæp 170.000 kr. á ári. Fyrir breytingu greiddi hver sjúklingur að hámarki kr. 3.000 fyrir skammtinn eða 24.000 kr. á ári. Einar Magnússon, deildarstjóri lyfjamáladeildar heilbrigðisráðu- neytisins, segir að með því að láta sjúklingana greiða lyfin, sé verið að halda aftur af notkun þessara lyfja og koma neyslunni á skynsamlegar brautir. Páll Guðmundsson, lyíjafræðingur í Ingólfsapóteki, segir að 98 töflu skammtur, 20 mg hver, af Nevacor kosti kr. 13.792 en 40 mg af sama magni 23.000 kr. Páll segir að al- gengast sé að fólk þurfi að taka inn 40 mg á dag en það geti vissulega verið minna eða meira. í tilkynningu frá heilbrigðis- ráðu- neytinu kemur fram að nokkur lyf sem sjúkratryggingar greiddu að fullu áður, eins og væg verkjalyf og Iyf til lækkunar blóðfitu, greiði not- andi að fullu eftir 18. janúar er ný reglugerð tekur gildi. Einar bendir á að notkun lyQa til lækkunar á blóðfitu, hafi verið gríð- arlega mikil og farið vaxandi. „Danir t.d. fara þessa leið og meta einstakt tilfelli. Málið er það að fjölmargir halda áfram óbreyttu lífemi, borða á sama hátt, reykja og neyta áfengis en taka lyfin. Þá spyr maður sig að því hvort lyfin komi í veg fyrir að menn hagi sér skynsamlega", segir Einar. Hann bendir á að þeir sem þurfi að taka slík lyf inn að staðaldri, geti sótt um sérstök lyfjakort en getur þess jafnframt að læknir verði að rök- styðja hvert einstakt tilfelli þegar sótt er um. Um það í hvaða tilfellum slíkt verði heimilað, segir Einar: „Það miðast við ákveðin norm sem Trygg- ingastofnun mun meta“. Hann bendir á að lyf sem eigi að lækka blóðfitu séu á mjög misjöfnu verði. „Það getur skipt verulegu máli hvaða lyf menn velja. Þegar trygging- arnar greiða mest allt, þá eru menn ekkert að velta því fyrir sér. Þannig að val á lyfjum skiptir máli“, segir Einar. Hann bendir á að á ári sé um Hjúkrunarfræðingar á Landsspítala: Er löglegt að lengja uppsagnarfrestinn? Hjúkrunarfræðingar á Landspítala láta kanna lögmæti þess hvort viðsemj- endur þeirra geti framlengt uppsagnafrest þeirra um 3 mánuði frá 1. febrú- ar en aJlt að 500 þeirra hafa sagt starfí sínu lausu frá þeim tíma. Elínborg Stefánsdóttir hjúkrunar- um réttindi og skyldur opinberra fræðingur, einn af talsmönnum hjúkr- starfsmanna, eigi viðsemjandi rétt á unarfræðinga, segir að í 15. grein laga að framlengja uppsagnir starfsmanna Um 1.090 sjúkraútköll og 90 brunaútköll hjá Slökkviliði Akureyrar 1992: Helmingur eldsvoða vegna rafmagns Eldur kviknaði í 51 af 90 útköllum sem Slökkvilið Akureyrar fékk á ný- liðnu ári. Meira en helmingur elds- voðanna, eða 26 af 51, átti upptök sín í rafmagnstækjum eða raflögnum. Og raunar verður rafmagnið sökudólgur- inn í kringum 70% tilfellanna, ef íkveikjur (14) í sinu, mosa og rusli væru frátaldar. Flestir, eða 16, urðu eldsvoðamir í íbúðarhúsum. í einum eldsvoða er talið um mikið tjón að ræða (yfir 2 millj.kr.), en stærsti eldsvoðinn varð í Hafnarstræti 19, þann 5. júlí. í tveim tilfellum til viðbótar varð talsvert tjón (1 til 2 m.kr.). En 36 sinnum slökkti Slökkvi- liðið elda áður en nokkurt tjón hlaust af þeim. Útköll voru 6 fleiri en árið áð- ur og af 90 útköllum voru 4 utan Ak- ureyrar. Sjúkraútköll voru 1.087 á ár- inu 1992, hvar af 213 voru bráðatil- felli. Af útköllunum voru 165 utan- bæjar, hvar af 33 túrar voru meira en 100 kfiómetrar að lengd. - HEI „...ef til auðnu horfir í stéttinni..". Hún segir að það sé þetta orðalag sem' verið sé að kanna. „Við erum að horfa á það að í rauninni horfi ekki til auðnu í stéttinni þar sem vel yfir 1.000 hjúkr- unarfræðingar eru starfandi á stór- Reykjavíkursvæðinu". Elínborg segir að sér vitanlega hafi ekki reynt á þetta ákvæði fyrr. „Það hefur verið gert ráð fyrir því og verið haft í samkomulagi beggja aðila að það væri notað", segir Elínborg. Hún á von á að lögfræðilegt álit muni liggja fyrir næstu daga og þá muni hjúkrun- arfræðingar taka afstöðu til málsins á sameiginlegum fundi. Hún segir að hjúkrunarfræðingar hafi hvorki feng- ið nein viðbrögð við uppsögnum sín- um né heldur viti þeir hvort uppsagn- arfresturinn verði framlengdur. „For- maður stjómarnefndar bjóst við að það yrði gert en sagði ekkert frekar um það. Eins og venjulega er það dregið fram á síðustu stundu", segir Elínborg. -HÞ Gámastöðvar - Breyttir tímar Breytingar hafa verið gerðar á opnunartíma gámastöðva sem hér segir: Opið í vetur frá kl. 13.oo-20.oo LOKAÐ verður á stórhátíðum og eftirtalda daga: ÁNANAUSTUM GARÐABÆ MOSFELLSBÆ JAFNASELI GYLFAFLÖT KÓPAVOGI SÆVARHÖFÐA mánudaga mánudaga mánudaga og fimmtudaga þriðjudaga miðvikudaga miðvikudaga fimmtudaga Sumartími: 15. apríl-30.september kl. 13-22 Reglum um losun fyrirtækjaúrgangs á gámastöðvum hefur einnig verið breytt og verða þær nánar kynntar á næstunni. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 verulegar upphæðir að ræða og nefn- ir árið 1991 sem dæmi en þá var kostnaður vegna þessara lyfja, rúmar 50 milljónir króna. Hann segir að á síðasta ári hafi kostnaðurinn stefnt í 80 til 100 milljónir króna. -HÞ Svínið, Viðar Eggertsson, rekur raunir sínar. Drög að svínasteik í Þjóðleikhúsinu Á morgun verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í Þjóðleikhús- inu, leikritið Drög að svínasteik. Leikritið er frumsýnt á vegum EGG- leikhússins, en það á 10 ára afmæli um þessar mundir. Drög að svínasteik er eftir einn athyglis- verðasta leikritahöfund Frakka hin síðari ár, Raymond Cousse. Leikrit- ið hefur fengið mikið lof gagnrýn- enda, en það hefur verið þýtt á 20 tungumál. Með eina hlutverk leiksins, svíns sem bíður slátrunar, fer Viðar Egg- ertsson. Svínið fjallar um líf sitt og drauma, frelsi og ófrelsi, skyldur sínar og hlutverk í lífinu. Svíninu er ekkert svínslegt óviðkomandi og meðan á biðinni stendur, hugleiðir það og leikur með miklum geð- sveiflum, öll svið hins svínslega lífs, m.a. kynlífið, geldinguna, mennt- unina, gildi þroskans og ástina. Kristján Árnason þýddi leikritið á íslensku. Leikstjóri er Ingunn Ás- dísardóttir, leikmynd gerir Snorri Freyr Hilmarsson og lýsingu ann- ast Ásmundur Karlsson. -EÓ Um 70 manns eru án vinnu í Borgarnesi Á félagssvæði Verkalýðsfélags Borg- amess eru um 70 manns á atvinnu- leysiskrá og mikiö af ungu fólki. Berghildur Reynisdóttír, starfsmað- ur félagsins, segir að atvinnuleysið fari vaxandi og því sé ekki bjart framundan. Hún segir að af þessum 70 sem eru á atvinnuleysiskrá, séu um 20 manns úr sveitunum í kring. Nýafstaðinn félagsfundur í verka- lýðsfélaginu, samþykkti að segja upp gildandi kjarasamningi með eins mánaðar fyrirvara þannig að samn- ingar verði lausir þann 1. febrúar n.k.. Fundurinn hvetur allt launafólk til samstöðu í baráttunni fyrir fullri atvinnu, bættum kjörum og til að standa vörð um velferðarkerfið. í ályktun fundarins er harðlega mótmælt auknum álögum á launa- fólk sem felist í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sættir launa- fólk sig ekki við og mun beita sam- takamætti sínum til að rétta hlut sinn vegna þeirra kjaraskerðinga sem leiði af aðgerðum ríkisstjómar- innar. Að mati fundarins eykst atvinnu- leysið stöðugt og er þegar orðið allt of mikið. Þrátt fyrir það virðast stjórnvöld ekkert aðhafast til að sporna við þessari óheillaþróun nema síður sé, þar sem sumar að- gerðir þeirra virðist til þess fallnar að auka enn frekar á atvinnuleysið. ,Á sama tíma og launafólk býr við samdrátt í vinnu og minnkandi tekj- ur, ákveður ríkisstjórnin að skerða velferðarkerfið, jafnframt því að hækka skatta og aðrar álögur á landsmenn og þá ekki síður þá sem minnst hafa t.d. með lækkun skatt- leysismarka", segir í ályktun félags- fundar Verkalýðsfélagsins. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.