Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1993 Tíminn 5 Þorsteinn Antonsson: Mótsagnir einkenna þjóðina Hvað gæðir þjóð sérkennunum? Erfðir og aðbúnaður. Saga okkar íslendinga frá upphafi til vorra daga er um margt einkennileg, einkum fyrir það hversu mótsagnakennd hún er í samanburði við sögu annarra þjóða. Lítum á dæmi. íslendingar hafa barist innbyrð- is, á Sturlungaöld, en aldrei tekið beinan þátt í vopnuðum ófriði annarra þjóða. Á íslendinga hefur ekki verið herjað, þótt hérlendis hafi verið setulið. íslendingar voru í fyrstunni Norðmenn sem þoldu ekki yfirgangssemi kon- ungsins, sem með völdin fór í heimalandi þeirra, og af þeim sökum varð íslenska þjóðin til. Landið hafði þó ekki lengi verið fúllnumið, þegar landsmenn kusu sjálfviljugir að ganga í vemdarsamband við konung Norðmanna. Það kostaði 700 ára ánauð. Þjóðin endurheimti frelsið fyrir eigið frumkvæði árið 1944. Fáein- um árum síðar gerði hún sjálfvilj- ug samning við erlendan hemað- araðila um samskonar vemd og forfeðumir höfðu á sínum tíma gert við Noregskonung og leiddi til ófrelsis um aldir. Þrátt fyrir það hversu óbjörgulega fommenn reyndust, hefur hugarfar hins undirokaða, sem horfir til glat- aðrar gullaldartíðar, einkennt sagnfræði þjóðar okkar til þessa dags. Staðhættir í landinu em nærfellt einstæðir, einangmn meiri en gerist með öðmm menningarþjóðum, veðurfar rysj- óttara, lífsskilyrði hættulegri, þjóðin fámennari. En um fyrir- myndir hefur þjóðin alltaf litið til þjóða sem eiga sér ólíka sögu og lífsskilyrði. Tæki íslendinga til þjóðemis- vakningar er þróað tungumál og mikill sjóður óræðra lífssanninda í ljóðrænum búningi ritaðs máls, sem enginn veit hvaðan er kom- inn í upphafi. Engin innlend heimspeki er til. Þaðan af sfður stjórnvísi. Siðfræði okkar er að hálfu heiðin. Kristnin hefur aldrei almennilega samþæst menning- ararfi þjóðarinnar, þótt hún teljist hafa verið kristin í þúsund ár. Við teljum okkur til komin vegna þess að sumum Norðmönnum þótti þrengt að sér og leituðu hin- ir skapmestu á haf út eftir frekara svigrúmi í ókunnu landi. Jafnviss emm við um að andlegur skyld- leiki okkar og Norðmanna sé lít- ill; álítum Norðmenn kreddufasta í trúmálum, sátta við meðalmennsku, heimakæra og frá fornu fari lítt skrifandi um bardaga og stórættaða menn. Við erum höfðingjadjörf, en kunnum okkur illa með siðuðu fólki. Við göngum á rétt hver ann- ars í þeirri trú að hver um sig eigi rétt á að meta hver réttur hinna sé. Við erum löghlýðin þjóð, eða teljum okkur vera það, en höfum lengst af átt til annarra að sækja um löggjöf. Og velferðar-íslend- ingar standa ekki skil á afborgun- um fyrr en lögtakshótunin er komin inn um bréfalúguna. Við virðum ekki loforð sjálfra okkar um fjárframlög til bágstaddra þjóða, en erum gjafríf í meira lagi þegar efnt er til almennra sam- skota vegna neyðar fólks úti í heimi. S.s. í fyrra þegar fréttist að Kúrdum var kalt, þá gáfu íslend- ingar Kúrdum föt svo skiptir tonnum. Og ekki tekur betra við þegar kemur að rökræðum. Sjálfstæðis- baráttan við Dani á 19. öldinni byggðist á samningi, sem gerður var við Noregskonung á 13. öld. Samningurinn var þá aðeins til í afriti frá 16. öld. Slíkur pappír hlýtur að hafa óljóst heimildar- gildi, hvað þá annað. Til þessa dags byggist þjóðemiskennd okk- ar íslendinga á rómantískri hug- myndastefnu, sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá menntafólki, einkum bókmenntafólki, í land- inu síðan í kreppunni miklu, um 1930. íslendingasögurnar hafa orðið svo áhrifaríkar með þjóð- inni sem raun ber vitni, ekki síst fyrir það að enginn lagði nafn sitt við þær. Það sem gerir þær svo ís- lenskar er að engin bókmennta- þróun stendur að þeim heldur, að því er við ætlum. Sama gildir um þjóðskáldin, þau urðu til af sjálf- um sér eftir því sem helst verður séð af heimildum. Enn í dag er sannur íslendingur maður sem hneppir ekki upp í háls þótt á móti blási. Sérhvert hérað á sögusagnir um menn á fyrri tímum, sem hlupu létt- klæddir á fjöll, þótt aðrir hæglát- ari þættust sjá illviðrismerki á lofti og enginn kann lengur að nafngreina. Af hinum fer miklum sögum, þeim sem út hlupu og ekki sáust aftur fyrr en með hlá- kunni að vori. Sama gild- ir enn. Nú þeysa menn á vélsleðum um jökla og fram af snjóhengjum, eru fluttir heim í þyrlm og frá öllu saman skýrt af kostgæfni í fjölmiðlum. Þrátt fyrir Ijóðelska þjóð og kvæðamærð um landið um aldir og síðasta lag fyrir fréttir frá því útvarpsrekstur hófst, getur þjóð- in ekki komið fyrir náðhúsi í dreifbýli öðruvísi en spilla nátt- úruverðmætum. Öndunarfærum landsins, mýrunum, hafa síðustu kynslóðir í landinu spillt svo að þau eru orðin eins og í asmasjúk- lingi. Heiðarnar eru á leið á haf út vegna ofbeitar. Okkur er tamt að trúa að á 19. öldinni hafi þjóðin átt að mann í Höfn öðrum fremri, kampagleið- an, snareygan, ástríðuríkan til munnsins, sem mælt hafi fyrir sjálfstæði íslendinga meðan Dan- ir horfðu niður með nefi sér á hann og aðra Hafnarlanda með bænaskjöl sín og skrautritaðar fúllyrðingar. Kannski Danir hafi litið niður á kvabbið, en Danir stóðu í ströngu árin sem Jón Sig- urðsson gegndi forystuhlutverk- inu og ekki margt verið um það talað. Og viðbúið að ekki hafi ver- ið á færi annarra en íslendinga sjálfra að skilja röksemdirnar, jafnvel þótt fúllur vilji hefði verið til. Þrjóska er kjami málsins. ís- lenska þjóðin hefur alltaf metið það skaplyndiseinkenni öðrum meir. Þrjóskan er okkur helgur reitur, innan þeirra vébanda nýt- ur einstaklingurinn friðhelgi. Þegar hann á ekkert annað eftir, leggst blær heilagleika yfir mann- inn. Svona hefur þetta alltaf verið. Á þjóðveldisöld gerðust hinir þrjóskustu unglingar kolbítar í eldaskálum og mátti þá ekki við þeim hrófla. Leggist maður í kör, er nauðþurftum hans sinnt, sama á hvaða aldri hann er. Leggist hann upp á annarra heimili fyrir þrjóskuna eina, er gert ráð fýrir honum sem heimamanni án frek- ari skýringa. Og upp á þjóðfélagið er hann gerður að próventu- manni fyrir lífstíð. Helst af öllu viljum við að skáld okkar standi í ströngu að þessu leyti. Höfundur er rithöfundur. sögunnai ■ 1. hluU Magnús H. Gíslason: Misheppnað hundasund Eitt sinn bar svo við að Birni Pálssyni, bónda á Löngumýri og fyrrum alþingismanni, bráðlá á að komast yfír Blöndu. Svo iila stóð á að Blanda var í foráttuflóði, en Bjöm ósyndur á venjuiega vísu. Hann ákvað samt að leggja í ána og var það auðvitað hið mesta glæfraspil. Hafði Björa skammt farið frá landi er straum- urinn kastaði honum fíötum. En Bjöm dó ekki ráðalaus fremur en fyrri daginn og greip nú til kunnáttu sinnar í hundasundi með þeim árangri að honum skilaði brátt að landi. Þessa sögu sagði Björn mér sjálfur og þótt hann segi margt hef ég aldrei reynt hann að ósannindum. En því rifja ég nú upp þessa sögu að mér kom hún í hug er ég las grein, sem einhver felumaður birt- ir í Tímanum þann 19. nóvember sl., og á að vera svar við Tímagrein minni þann 17. sept.: „Það er eðli kattarins að klóra í tréð“. í grein sinni sýnist mér felumaður grípa til hundasundsins líkt og Björn á Löngumýri gerði, en með öðrum árangri og lakari. Það, sem einum er fært, er öðrum ófært. Björn svamlaði yfir Blöndu á hunda- sundi, en felumanninum daprast sundið þegar í byrjun og nær engri lendingu. Nú eru leyniskyttur alltaf heldur ógeðugar persónur og álitamál hvort þær eigi yfirleitt að virða svars. Hins vegar ber nafnleyndin stundum vott um skömmustutil- finningu og má virða, svo langt sem það nær. Og í trausti þess að þannig sé því háttað með felu- manninn, læt ég þessar línur frá mér fara. Tilgangurinn með Tímagrein minni var einkum sá að vekja at- hygli á þeim fáránlegheitum að krefjast þess af mönnum, sem kvatt hafa þennan heim, sumir fyr- ir mörgum árum, að þeir biðjist af- sökunar á pólitískum skoðunum sínum. Sama er að segja um flesta foringja Sósíalistaflokksins. Þeir eru ýmist fallnir frá eða hættir pól- itískum afskiptum. Samt eiga þeir að biðjast afsökunar. Ekki fylgir sögunni með hverjum hætti felu- maðurinn hyggst verða sér úti um slíkar afsökunarbeiðnir. Maður undrast það satt að segja að pólit- ískar furðuskepnur, eins og þessi felumaður, skuli yfirleitt vera til. Greinarhöfundur reynir að bjarga sér úr þeim gapastokki, sem hann hefur álpast í, með því að segja „kommúnista" ganga ljósum log- um í Alþýðubandalaginu. Væri ekki rétt af felumanni að nafn- greina þessa pörupilta, svo að hvort tveggja fái að gerast: að menn fái varað sig á þeim og að þeir geti borið hönd fyrir höfuð sér. Slíks hugrekkis er þó sjálfsagt varla að vænta frá persónu, sem sjálf kýs að kúra á bak við nafn- leysi. Felumaðurinn segir það ósatt að afstaðan til rússnesku byltingar- innar hafi ekki nema að öðrum þræði leitt til þess að Alþýðuflokk- urinn klofnaði. Svo var það nú eigi að síður. Á bemsku- og æskuheim- ili mínu var mikið rætt um stjóm- mál. Pabbi átti marga góðkunn- ingja í öllum stjórnmálaflokkum. Þeir komu iðulega í Eyhildarholt og þá bar stjórnmál iðulega á góma. Mér er það í ljósu minni að snörpustu brýnurnar urðu oftast á milli kommúnista og Alþýðu- flokksmanna. Og þá var eingöngu deilt um afstöðuna til innanlands- mála, rauða byltingin var ekki nefnd á nafn. Þessi skoðanaágrein- ingur átti sér alllangan aðdraganda og var svo djúpstæður, að klofn- ingur Alþýðuflokksins var orðinn óhjákvæmilegur. Felumaðurinn reynir að gera sér einhvers konar hátromp úr Stefáni Péturssyni og segir hann „ekki hafa átt upp á pallborðið" hjá fyrri félögum. Mér er nærtækt að nefna menn eins og Jónas lækni Krist- jánsson og Jón á Reynistað, sem báðir yfirgáfu Framsóknarflokkinn og gengu í íhaldsflokkinn, svo að- eins séu tveir nefndir af mörgum sem líkt var ástatt um. Ætli þeir hafi „átt upp á pallborðið" hjá framsóknarmönnum eftir sinna- skiptin? Annað minnir mig nú. Svo er helst að skilja á felumann- inum að „kommúnistar" hafi ætíð setið á svikráðum við frelsi þjóðar- innar og stjórnskipulag, fyrst sem VETrVANGUR v_________________________^ kommúnistar, síðan sósíalistar og loks nú sem Alþýðubandalags- menn. Minna má nú ekki gagn gera. Hvað var Ólafur Thors þá eig- inlega að hugsa þegar hann, fyrst- ur manna, hleypti þessum skað- ræðismönnum, handbendum sjálfs Stalíns, inn í stjórnarráðið? Eða allir þeir forsætisráðherrar sem á eftir komu og afhentu þess- um útsendurum sjálfs myrkra- höfðingjans ráðherrastóla? Hvar var felumaðurinn þá með sín Iandsföðurlegu varnaðarorð? Þagði hann þá, sem hefði auðvitað verið þjóðarsvik, eða hlustaði eng- inn á þennan skelegga vökumann? Kommúnisminn er hruninn, segja sumir. En er það nú víst? Mér skilst að menn greini á um það. En stalínisminn er hruninn. Um það getum við verið á einu máli. Kommúnisminn byggði og byggir á ákveðinni hugjón, eins og aðrar stjórnmálastefnur. En hugsjón og framkvæmd fara ekki alltaf saman, því miður. Eitt sinn heyrði ég einn af gömlu kommúnistunum segja: „Hugsjónin er sú að allir leggi sitt af mörkum eftir getu og allir beri úr býtum eftir þörfum.“ Hvenær varð þetta úrelt hugjón? f aldanna rás hafa fáheyrð fólskuverk verið framin í nafni kristindómsins. Hverjum dettur í hug að fordæma kærleiks- og jafnréttisboðskap kristinnar trúar vegna slíkrar mis- notkunar? Felumann langar til að lyfta ofur- lítið undir Hannibal Valdimarsson, en ferst það fremur óhönduglega. Talar um að „kommarnir" hafi „valið“ Hannibal til samstarfs. Var Hannibal þá kannski þessháttar maður að hægt væri bara að hirða hann upp af götunni, ef einhverj- um sýndist svo, en láta hann liggja ella? Auðvitað „valdi“ enginn Hannibal. Hann valdi sér sjálfur samstarfsmenn. Þegar hann svo yf- irgaf Alþýðubandalagið stafaði það ekki af neinum „þjóðlegheitum", heldur lágu til þess margar orsakir, sumar persónulegar eins og geng- ur. í þeirri grein minni, sem felu- maðurinn er að agnúast út í, nefhdi ég fáeina „kommúnista", sem ég kynntist nokkuð persónu- lega og fékk miklar mætur á. Eftir að ég hóf störf við Þjóðviljann stækkaði þessi hópur. Þá komu iðulega í „kompuna" til mín menn, sumir nokkuð við aldur — gamlir „kommúnistar" skulum við segja, svo notað sé orð sem felumannin- um er svo hugfólgið — menn, sem hertir voru í eldi heimskreppunnar og óblíðrar lífsbaráttu langrar ævi. Mér fannst bæði fróðlegt og mann- bætandi að hlusta á þessa menn. Svo birtist allt í einu á síðum Tím- ans eitthvert ofstækisfullt fomald- arfyrirbæri, sem virðist trúa því að þessir menn hafi ekki átt aðra hug- sjón æðri en þá, að tugthúsa pólit- íska andstæðinga eða að senda þá í einhverja Síberíuvist. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hverju felu- maðurinn trúir í þessum efnum. Sjálfur er ég sannfærður um að þessir „þjóðhættulegu kommún- istar" hefðu aldrei unnið huldu- manninum eða pólitískum sálufé- lögum hans hið minnsta mein, eða beitt þá neinu ofbeldi. Þeir hefðu umborið þá sem hver önnur hvim- leið fyrirbrigði. Höfundur er fyrrverandi blaöamaöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.