Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. janúar 1992
Tíminn 9
Jólaóratorían
Jón Stefánsson og Kór Langholts-
kirkju hafa gert það að hefð að flytja
Jólaóratoríu Bachs milli jóla og ný-
árs. Nú var hún flutt í sjöunda sinn,
en með því að flutningurinn hefur
jafnan verið endurtekinn, og stund-
um oftar en einu sinni, hefur kór-
inn flutt þetta stórvirki á annan eða
jafnvel þriðja tug sinnum, þegar allt
er talið. Enda segja kunnáttumenn,
að Kór Langholtskirkju sé mesti og
besti Bach-kór vor, og Jón Stefáns-
son þá væntanlega helsti túlkandi
Bach- óratoría nú um stundir. í
þetta sinn voru einsöngvarar með
kórnum þau Michael Goldthorpe,
sem söng hlutverk guðspjalla-
mannsins og tenóraríurnar, Ólöf
Kolbrún Harðardóttir (sópran),
Rannveig Fríða Bragadóttir (alt) og
Magnús Baldvinsson (bassi), en Sig-
urbjörg Hjörleifsdóttir (sópran)
steig fram úr röðum kórmanna í
smáaríum. Kamm-
ersveit skipuð
hljóðfæraleikurum
mestmegnis úr
Sinfóníuhljóm-
sveit íslands lék með; Júlíana Elín
Kjartansdóttir var konsertmeistari.
Eins og allir vita, var Bach 18.-
aldar maður (d. 1750), samtíma-
maður Eggerts Ólafssonar og Skúla
fógeta, að ógleymdum Páli Bjarna-
syni Vídalín (d. 1757) sem var sam-
tíma Bach í Leipzig 1745-50 og um-
gekkst þar ýmsa merka menn. Enda
hefur dr. Jakob Benediktsson leitt
að því líkur, að Páll kunni að hafa
heyrt Bach spila, einn nafnkenndra
íslendinga.
Á þeim 250-300 árum, sem liðin
eru síðan Bach var á dögum, hefur
fleira bylst í heimi hér en hug-
myndir um það hvernig verk hans
séu kórréttast flutt. Tæplega hafði
hann yfir mjög mannmörgum kór-
um að ráða, en hins vegar var hann
dæmalaust fimur hljómborðsleik-
ari. Og nú segja mér fróðir menn
það nýjast, að talið sé að Bach hafi
spilað orgelverk sín miklu hraðar
en t.d. Albert Schweitzer aðhylltist
fyrir miðja öldina, og þannig hefur
þetta sveiflast fram og aftur — stór-
ir kórar og litlir, hægt og hratt, nú-
tímahljóðfæri og samtímahljóðfæri,
o.s.frv. Hins vegar segi ég, að hafi
meistarinn verið að skrifa fyrir ein-
hverja aðra en sjálfan sig og Al-
mættið, þá hefði hann tæplega fyllt
tónlist sína af hinu fíngerðasta lesi
og kontrapunkti ef enginn ætti að
geta heyrt það öðru vísi en sem gný,
sem óumflýjanlega hlýtur að vera
niðurstaðan ef stór kór syngur slík
verk hratt. Þess vegna ætti líklega
að flytja Jólaóratoríuna og önnur
slík verk því hægar sem kórinn er
stærri, ef raddimar eiga að heyrast
almennilega. En það má helst að
flutningi Jóns Stefánssonar nú fyrir
áramótin fmna, að hann vildi fara
fullgeyst, þannig að jafnvel sumir
einleikskaflar í hljóðfærunum nutu
sín ekki til fulls — hlutunum var
ekki gefinn nægur tími til að ske.
Fyrir utan þetta á ég ekkert annað
en lof um kór og hljómsveit: Jafn-
fallegustu þættimir voru sálmamir
sem kórinn söng einn, og þarna
tóku fagra einleikskafla fiðlurnar
Júlíana Elín og Zbigniev Dubik,
Bernharður Wilkinson (flauta),
Kristján Stephensen (óbó), Haf-
steinn Guðmundsson (fagott) og
Ásgeir Stein-
g r í m s s o n
(trompet), en
grunnbassa spil-
uðu Nora Korn-
blueh (selló) og Gústav Jóhannes-
son (orgel). Hinn síðastnefndi er nú
búinn að spila á orgelið í öllum
stórvirkjum Bachs, og flestum
þeirra mörgum sinnum.
Michael Goldthorpe er gamal-
reyndur sem guðspjallamaður í
Jólaóratoríuflutningi Kórs Lang-
holtskirkju, enda mjög góður í
þessu hlutverki. Samt get ég ekki
varist þeirri hugsun að Bach hafi
haft á að skipa ennþá raddfimari
söngvumm í þessar „instrúmental"
aríur sínar, sem kalla á mjög hreina
og ömgga tónmyndun og sérstaka
öndunartækni, því laglínurnar em
nánast endalausar. Magnús Bald-
vinsson stóð sig afbragðsvel —
hann hefur óvenjulega hljómmikla
og fallega bassarödd. Miður tókst
tvísöngsaría hans og Ólafar Kol-
brúnar, en vel hins vegar bergmáls-
aría hennar. Rannveig Fríða Braga-
dóttir söng prýðilega, sérstaklega er
á leið, en mun ennþá eiga sitthvað
ólært í Bach-öndun, sem sennilega
er sérstakt fag eins og áður kom
fram.
Það er mikill menningar- og raun-
ar stórborgarbragur að því að flytja
hér reglulega stórvirki Bachs, eins
og Jón Stefánsson og kór hans hafa
gert undanfarin ár. Vér tökum ofan
fyrir honum og liði hans öllu.
Sig.St.
(— >1 FffeMVJ IQm
1 V UIUi >
M PAGBOKKg
Oröuiisti 1. janúar 1993
Forseti íslands hefúr í dag samkvæmt
tillögu orðunefndar sæmt eftirtalda ís-
lendinga heiðursmerkjum hinnar ís-
lensku fálkaorðu:
1. Ámi Bjömsson, læknir, Reykjavík,
riddarakross fyrir læknisstörf.
2. Ásgeir Pétursson, fv. sýslumaður,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opin-
bera þágu.
3. Ásgerður Búadóttir, veflistakona,
Reykjavík, riddarakross fyrir myndlist.
4. Dr. Bjöm Guðbrandsson, læknir,
Reykjavík, riddarakross fyrir friðun
fugla.
5. Guðmundur Þorsteinsson, dómpró-
fastur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf
að kirkjumálum.
6. Halldór Þormar, prófessor, Reykjavík,
riddarakross fyrir vísindastörf.
7. Jón Nordal, tónskáld, Reykjavík, stór-
riddarakross fyrir tónlist.
8. Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir,
Búðardal, riddarakross fyrir störf að fé-
lags- og skólamálum.
9. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri,
Reykjavfk, stórriddarakross fyrir störf í
opinbera þágu.
10. Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
íþróttamálum fatlaðra og þroskaheftra.
11. Salóme Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, Mosfellsbæ, stórriddarakross fyr-
ir störf í opinbera þágu.
12. Steindór Hjörieifsson, leikari,
Garðabæ, riddarakross fyrir leiklisL
13. Torfi Jónsson, oddviti og bóndi,
Torfalæk, Torfalækjarhreppi, riddara-
kross fyrir störf að félags- og sveitar-
stjómarmálum.
14. Þráinn Þórisson, fv. skólastjóri,
Skútustöðum, Mývatnssveit, riddara-
kross fyrir störf að fræðslu- og uppeldis-
málum.
15. Viggó E. Maack, skipaverkfræðing-
ur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
siglingamálum.
Félag eldri borgara
Laugardaginn 9. janúar n.k. mun
Göngu-Hrólfur, gönguklúbbur innan Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, taka á móti Hana nú-hópnum úr
Kópavogi.
Hópamir munu hittast á Miklatúni upp
úr kl. 10 f.h. og fara í leiki, ef veður verð-
ur gott Síðan verður gengið að félags-
heimili Félags eldri borgara að Hverfis-
götu 105. Verður þar sest að kaffiveiting-
um og haldið áfram að gera sér ýmislegt
til skemmtunar fram undir kl. 14.
Minnisbók Bókrúnar 1993
Minnisbók Bókrúnar 1993, 7. árgangur,
almanak í dagbókarformi, er komin út
fyrir nokkru. Ný efnisatriði em við hvem
dag, flest varðandi konur, Iíf þeirra og
störf fyrr og nú. Heilsíðuljósmynd er við
upphaf hvers mánaðar.
Sagt er frá starfsemi Kvennaathvarfsins
og að venju kynnt samtök kvenna, að
þessu sinni „Delta Kappa Gamma“, félag
kvenna í fræðslustörfum.
Ljóð-stafir eru eftir Ingibjörgu Haralds-
dóttur og hún er einnig í hópi pistlahöf-
unda, auk hennar þau Guðrún Ágústs-
dóttir varaborgarfulltrúi, Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir fjölmiðlafræðingur, Jó-
hanna Kristjónsdóttir blaðamaður og
Ævar Kjartansson útvarpsmaður.
Björg Einarsdóttir, formaður útgáfúfé-
lagsins Bókrúnar, fylgir Minnisbókinni
úr hlaði, en ritstjóri er Valgerður Krist-
jónsdóttir. Minnisbók Bókrúnar 1993 er
hönnuð af Elísabetu Cochran og prentuð
í Odda; hún fæst á bóksölustöðum og
kostar kr. 780. Ennfremur hjá útgáfunni
í síma 14156.
Tippi er mikii jólamanneskja ...
Tippi Hedren er nú
þekktust fyrir að vera
móðir Melanie Griffith
— en
Tippi Hedren vann sér heims-
frægð hér á árunum, þegar hún
hreppti aðalhlutverkið í kvik-
mynd Alfreds Hitchcock, Fuglarn-
ir. Síðan er mikið vatn runnið til
sjávar og Tippi hefur lagt gjörva
hönd á margt. Sem stendur er að-
aláhugamál hennar Shabala-dýra-
verndunarsvæðið, norðaustur af
Los Angeles, sem hún kom á fót
með fyrrverandi manni sínum,
Noel Marshall, og þar telur hún
heimili sitt.
Jólin hafa lengi verið Tippi hug-
stæð og hún getur ekki hugsað
sér að halda þau hátíðleg án nán-
ustu fjölskyldu sinnar. Venjulega
koma ættingjarnir til hennar til
Shabala, en í þetta sinn varð því
ekki við komið og þá varð bara að
snúa dæminu við.
Hún minnist jólanna í barnæsku
með sérstakri ánægju. Fjölskyld-
an var fátæk, en hún eyddi jólun-
um saman. Og Tippi vandist þeim
sænska sið að hafa lútfisk í mat-
inn á aðfangadagskvöld, þar sem
faðir hennar var sænskur; kalk-
únn var aftur á móti á borðum á
jóladag. Allir fóru í kirkju á að-
fangadagskvöld og aftur á jóla-
dagsmorgun og jólagjafirnar voru
teknar upp á aðfangadagskvöld.
Þessum siðum reynir Tippi að
viðhalda enn þann dag í dag. Og
hún lætur ekki jólakortaskriftirn-
ar farast fyrir, að vfsu urðu kortin
ekki nema 2000 í þetta sinn í stað
3500 áður!
En þessi jól sá hún í hendi sér að
yrðu ekki haldin í gamla góða
bernskusiðnum, það reyndist ekki
mögulegt að safna fjölskyldunni
saman. Móðir hennar og Melanie
dóttir hennar búa í Las Vegas og
hjá Melanie og fjölskyldu hennar
eyddi hún jóladeginum. Systir
hennar og hennar börn búa f
hefur ýmislegt afrekaö sjálf!
... og Tippi er líka mikil dýramanneskja.
Jólakortin voru ekki nema 2000 f þetta sinn!
Portland, Oregon, og þangað kom
Tippi því ekki við að fara. Og mað-
ur hennar var í Arcadia.
Þar sem hún mátti ekki til þess
hugsa að heilsa ekki upp á dýrin
sín í Shabala um hátíðina, flýtti
hún sér aftur þangað, enda eru
ein minnisstæðustu jólin hennar
þaðan þegar urðu stórflóð 1978,
en eitthvert fallegasta dýrið sem
hún hefur séð, hálft ljón og hálft
tígrisdýr, kom í heiminn meðan á
þeim ósköpum stóð. Minnisstæð-
ustu jólin hennar eru hins vegar
þau fyrstu eftir að Melanie fædd-
ist.
Tippi hefur svohljóðandi boð-
skap að flytja mönnunum: „Ég
vildi óska að mennirnir kæmu
fram hver við annan eins og dýrin
mín koma fram hvert við annað,
taka á móti öðrum eins og þeir
eru og láti vera að búa til heil-
margar reglur og fyrirskipanir, og
gera allar þessar kröfur hver til
annars. Dýrin gefa hvert öðru
rúm. Og þau sætta sig við hvað
sem er.“