Tíminn - 13.01.1993, Page 3

Tíminn - 13.01.1993, Page 3
Miövikudagur 13. janúar 1993 Tíminn 3 EES samþykkt á Alþingi með 33 atkvæðum gegn 23 Alþingi íslendinga samþykkti samninginn um Evrópskt efnahagssvæði með 33 atkvæðum gegn 23. Sjö sátu hjá. Áður hafði Alþingi fellt tillögu um að vísa málinu til ríkisstjómarinnar með 33 atkvæðum gegn 30. Þrátt fyrir að Alþingi hafi nú samþykkt þennan umdeilda samning getur enn ýmislegt komið í veg fyrir að hann komist í framkvæmd. Forseti íslands á eftir að undirrita hann, Evrópubandalagið á eftir að samþykkja hann og gera þarf á honum breytingar sem allir samningsaðilar þurfa að samþykkja. Frá atkvæðagreiðslunni á alþingi um EES. Guðni Ágústsson alþingismaður gerir grein fyrir atkvæöi Sinu. Tímamynd Áml Bjama Fátt kom á óvart við atkvæðagreiðsl- una í gær. í samræmi við fyrri yfirlýs- ingar greiddu þrír sjálfstæðismenn atkvæði gegn samningnum, þeir Ingi Bjöm Albertsson, Eggert Haukdal og Eyjólfur Konráð Jónsson. Sex þing- menn Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins, þau Halldór Ásgrímsson, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Jón Kristjánsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir. Það sama gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. Allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, sjö þingmenn Fram- sóknarflokks og fjórir þingmenn Kvennalista greiddu atkvæði gegn samningnum. Allir þingmenn Al- þýðuflokks og þingmenn Sjálfstæðis- flokks, utan þeir þrír sem áður eru nefndir, greiddu atkvæði með samn- ingnum. Áður en atkvæðagreiðslan um samninginn fór fram voru greidd at- kvæði um tillögu stjómarandstöð- unnar um að vísa samningnum til ríkisstjómarinnar. Tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Eyjólfur Konráð, Egg- ert og Ingi Bjöm greiddu atkvæði með tillögunni ásamt stjómarand- stöðunni. Áður en atkvæði vom greidd um EES-samninginn sté Eyjólfur Konráð í pontu og óskaði eftir því að gert yrði þinghlé og þess freistað að ná sam- stöðu um málið meðal þingmanna. Forsætisráðherra svaraði og sagðist telja ljóst að ekki tækist að ná meiri samstöðu um málið en orðið væri og þvf væri tilgangslaust að fresta end- anlegri afgreiðslu málsins. Forseti Al- þingis tók undir sjónarmið forsætis- ráðherra og lét atkvæðagreiðsluna fara fram. 37 þingmenn gerðu grein fyrir at- kvæði sínu við atkvæðagreiðsluna, meirihluti þeirra, stjómarliðar. Hér fara á eftir sjónarmið þriggja þing- manna. „Öflugt atvinnulíf er forsenda raun- verulegs sjálfstæðis og sjálfstæði er undirstaða alls sem þjóð okkar stend- ur fyrir. Það er skoðun allra þeirra sem styðja þennan samning, þar á meðal forystumanna í okkar atvinnu- lífi, að hann sé mjög mikilvægur fyrir okkar atvinnu- og efnahagslíf. Þess vegna treystir aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu stöðu okkar og sjálfstæði. Við höldum að sjálfsögðu fullu forræði í okkar málum og engar nýjar reglur né breytingar á EES- reglum sem varða íslensk lög, geta tekið samþykki án samþykkis Alþing- is. Þessi samningur er mikilvægur fyr- ir konur því fjölbreytt atvinnulíf styrkir stöðu þeirra og jafnrétti. Ég vísa í mikilvægar reglur samningsins um að hægt sé að lýsa dauð og ómerk ákvæði í kjarasamningum sem brjóta í bága við grundvallarregluna um jöfn laun og vemd við því að vera sagt upp starfi þegar höfðað er mál vegna brots á jafnréttislögum. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er leið okkar inn á Evrópumarkað án skuldbindinganna sem fylgja Evrópu- bandalaginu. Við höfum aldrei fylgt einangrunarstefhu, miklu fremur verið fámenn þjóð með mikil áhrif. Þannig munum við áfram stefna til framtíðar á jafnréttisgrundvelli f samfélagi þjóðanna. Ég segi já,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir. „Hér eru að verða mikil tímamót. í umræðum um þetta mál hafa verið flutt mörg vamaðarorð. En mestu vamaðarorðin vom landvættimar e.t.v. að flytja okkur í gær þegar him- inn og jörð skulfu í þann mund er Al- þingi ætlaði að samþykkja EES. Nú er komið fram að allir flokkar, að krötum undanskildum, styðja svo að segja óskiptir tvíhliða viðræður við EB. Fyrri stefna Sjálfstæðisflokksins nýtur þess vegna fylgis meginþorra íslenskra alþingismanna þegar við er- um að ganga í EES. Sjálfstæðisflokk- urinn skuldar sínum kjósendum skýringu á því hvers vegna hann hvarf frá tvíhliða viðræðum. Það liggur nú fyrir að við höfum lát- ið undan þrýstingi EB sem krefst auðlinda okkar í stað tollfríðinda. Það blasir við að EB fái aðgang að land- helginni. Spyrja má, til hvers var þá barist fyrir 200 mílna fiskveíðílög- sögu ef EB á að móta fiskveiðistefnu íslendinga hér eftir? Til hvers var bar- ist fyrir sjálfstæði og lýðræði um aldaraðir? Nú fer danskur maður með æðstu völd í EB svo við emm óbeint komnir undir þeirra yfirráð á ný. Ég segi nei,“ sagði Eggert Haukdal. „Mikilvægasti ávinningur þessa samnings er að íslenskt atvinnulíf mun búa við sambærilega tolla og viðskiptareglur og keppinautar okkar í Evrópu, sem er stærsti og mikilvæg- asti útflutningsmarkaður íslendinga. Þrátt fyrir þessa staðreynd get ég ekki greitt þessum samningi atkvæði mitt af eftirtöldum ástæðum. Utanríkis- ráðherra hefúr ofboðið þingi og þjóð með ofmati á gæðum samningsins. Á þeim fagurgala ber ég ekki ábyrgð. Þá miklu umræðu sem verið hefur um málið hér á Alþingi, hefði mátt spara ef ríkisstjómin og fylginautar hennar hefðu haft kjark og þor til að bera þennan mikilvæga samning undir þjóðaratkvæði. Þá hefðu landsmenn fengið nánari útskýringar á kostum samningsins og göllum. Að fá að vega og meta eru sjálfsögð mannréttindi í lýðræðisþjóðfélagi. Þjóðin hefði ekki aðeins fengið að heyra um þá svörtu og hvítu mynd sem stjómmálamenn draga gjarnan upp í hita leiksins, heldur hefðu aðilar atvinnulífsins, sem ýta mjög á um að þessi samning- ur sé staðfestur, sýnt enn betur þá möguleika sem samningurinn kann að opna. Þessi kynning hefði farið fram ef þjóðin hefði fengið að greiða atkvæð um samninginn. Hér áðan var því hafnað að bíða með staðfestingu frumvarpsins þar til endanlegur texti liggur fyrir, en það hlýtur að teljast óeðlilegt að staðfesta samning sem ekki er í sinni endan- legu mynd. Sjávarútvegssamningur- inn, sem lengi var beðið eftir, er ekki ásættanlegur. Síðast en ekki síst var því hafnað að taka af allan vafa varð- andi stjórnarskrána. Af þessum ástæðum greiði ég ekki atkvæði," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. -EÓ Ingi Björn Albertsson, alþingismaður, lýsti yfir andstöðu við EES-samninginn við lok umræðu um hann: INGI BJÖRN ER ENN í AND- STÖÐU VIÐ RÍKISSTJÓRNINA Ingi Björa Albertsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir harðri andstöðu við EES- samninginn undir lok umræðu um samninginn á Alþingi. Ingi Björa Næsta verkefni íslensku óperunnar verður óperettan Sardasfurstynjan eftir Emmerich Kálmán við texta Leo Stera og Bela Jenbach í þýð- ingu Flosa Ólafssonar og Þorsteins Gylfasonar. Leikstjóri verður Kjart- an Ragnarsson og hljómsveitar- stjóri Páll P. Pálsson. Siguijón Jó- hannsson gerir leikmynd, Hulda Kristín Magnúsdóttir búninga og Auður Bjaraadóttir hefur samið dansa í sýninguna. Signý Sæmundsdóttir fer með hlutverk Sylvu Varescu, sardasfurst- segir að EES sé hugarfóstur Evr- ópu- krata sem vilji leiða okkur inn í eina kratíska Evrópu. í gegnum EES liggi bein leið inn í Evrópu- bandalagið. ynjunnar, en Þorgeir Andrésson með hlutverk Edwins. f öðrum aðal- hlutverkum verða Bergþór Pálsson, Jóhanna Linnet og Sigurður Bjöms- son. Fjöldi annarra söngvara og leikara kemur fram, þeirra á meðal eru Kristinn Hallsson, Sieglinde Ka- hlman, Bessi Bjamason og kór ís- lensku ópemnnar. 24. og síðustu sýningu á ópemnni Lucia di Lammermoor, lauk sl. sunnudagskvöld og höfðu þá um 12 þúsund manns séð óperuna. —sá Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu að lokum atkvæði gegn EES, Eyjólfur Konráð Jónsson, Egg- ert Haukdal og Ingi Bjöm Alberts- son. Það virðist hafa komið ýmsum á óvart að Ingi Bjöm tæki svo ein- harða afstöðu gegn EES- samningn- um undir lok umræðunnar. Ingi Bjöm sagðist hafa verið búinn að mynda sér skoðun á málinu fyrir all- löngu en hafi einsett sér að nota all- an þann tíma sem hann hefði til að kynna sér málið og vera tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína ef eitt- hvað nýtt kæmi fram f málinu. Ingi Bjöm sagðist vera mjög ósátt- ur við framgöngu Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, í umræðum um málið. „Ég gagnrýni utanríkisráðherra harðlega fyrir hvemig hann hefur hagað orðum sínum að undanförnu. Þó fannst mér alveg keyra um þver- bak þegar hann veittist að Stein- grími Hermannssyni og líkti honum við Adolf Hitler. Þar var skotið svo langt yfir markið að það er með ólík- Ingi Bjöm Albertsson indum. Menn eiga alls ekki að kom- ast upp með slíkt." Ingi Björn fór fram á að forseti vítti utanríkisráðherra fyrir ummælin. Forseti varð ekki við beiðninni og bar fyrir sig að ekki væri í þingsköp- um heimild til að víta ráðherra fyrir ummæli sem fallið hefðu fyrr í um- ræðunum. Ingi Björn sagði að tíminn eigi eft- ir að leiða í ljós hvort andstaða hans við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli og fleiri málum hafi áhrif á stöðu hans innan flokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn sé stór flokkur og hann ætti að rúma margvíslegar skoðanir. „Ég hef hins vegar orðið var við að forysta flokksins er ekki mjög ánægð með minn málflutning. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem hún er óánægð með mig og verður sjálfsagt ekki í síðasta sinn. Af því hef ég ekki miklar áhyggjur. Ég styð ríkisstjórnina til góðra verka, en ef ég er ósáttur við verk hennar læt ég þá skoðun mína koma skýrt fram. Eg tel reyndar að það sé skylda þingmanna að gera það hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Þingmenn eiga að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og fylgja þeim eftir,“ sagði Ingi Bjöm. Sardasfurstynjan f rumsýnd 19. febr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.