Tíminn - 19.01.1993, Side 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 19. janúar 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtsljóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar. Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Úrbótum í skól-
um frestað
Frumvarp til grunnskólalaga var eitt af þeim mál-
um, sem hlutu afgreiðslu á Alþingi nú eftir áramót-
in. Sú sérkennilega staða var uppi að ýmis ákvæði,
sem samþykkt voru með ráðstöfunum í ríkisfjármál-
um á íyrra ári, fóru úr gildi um síðustu áramót.
Þetta voru skerðingarákvæði og frestanir.
Frumvarpið, sem Alþingi samþykkti nú, var þess
efnis að fresta enn frekar ýmsum framförum í
rekstri skóla sem grunnskólalögin gerðu ráð fyrir.
Þar má nefna ákvæðum um skólamáltíðir, ákvæði
um tiltekinn lágmarkstíma fyrir böm, frestun á
ákvæðum um skólaathvörf og frestun á ákvæði um
fækkun í bekkjardeildum.
Þótt það ári ekki vel nú, eru slíkar aðgerðir meir en
lítið vafasamar. Skólinn er athvarf fyrir börn á við-
kvæmasta skeiði, svo litið sé til félagslegs þáttar
skólastarfs. Megintilgangur árangursríks skólastarfs
er að veita haldgóða menntun og undirbúning til
þess að takast á við lífið.
Það er afar mikilvægt fyrir árangursríka kennslu í
skólum að ekki séu of margir nemendur í bekkjar-
deildum. Það er skólastarfi til stórtjóns að aka úr-
bótum í þessum málum á undan sér ár eftir ár. Á það
að verða áramótaverkefni Alþingis á næstunni að
fresta úrbótum í þessum efnum? Vonandi verður
ekki svo.
Hér á landi hefur fullorðið fólk komið sér upp mik-
illi og góðri mataraðstöðu á vinnustöðum, og fjöl-
margir njóta niðurgreiddra máltíða þar. Glæsileg
mötuneyti, sem gefa hótelum ekkert eftir, ér víða að
finna. Þetta skýtur mjög skökku við það að í skólun-
um er ekkert viðlíka að fínna, ef frá er talið að í
smærri sveitarfélögum má fínna skóla sem hafa
leyst slík mál og gefa börnunum að borða í skólan-
um.
Tregðan við að leysa þessi mál er mikil, en hún
minnkar ekki þegar löggjafinn skýtur á frest hvað
eftir annað að framkvæma lög um þetta efni. Eins og
áður segir hafa minni sveitarfélög víða tekið mynd-
arlega á þessu, en hlutur þeirra stærri liggur eftir.
Þetta verkefni ætti að vera framar í forgangsröð.
Nú berast þær hörmulegu fréttir að skólastjórn-
endur horfí upp á nemendur sína koma í skólann
svanga og nestislausa. Það á ekki að horfa upp á
slíkt. Skólamáltíðir mundu bæta hér úr, án þess að
það sé sértæk aðgerð fyrir neinn ákveðinn þjóðfé-
lagshóp. Því ber forráðamönnum sveitarfélaga, sem
hafa þessi mál með höndum, að huga sérstaklega að
þeim nú, þótt löggjafinn hafí slakað á í þessu efni. Þó
að í mörg hom sé að líta hjá stærri sveitarfélögum,
er spurningin samt íyrst og fremst um forgangs-
verkefni. Þetta er eitt slíkra verkefna.
Átak í því að gera skólana á öllum stigum betri, er
eitt af því sem ber mikil nauðsyn til, eins og nú
standa sakir. Það er ekki sfður þörf á slíku þegar illa
árar.
Það var lsrdómsríkt að horfa á
það í sjónvarpsfréttum sl. föstu-
dagskvöld að Uffe Ellemann-Jens-
en, utanríldsráðherra Dana, fór að
hlaeja þegar hann var spurður um
það hvort hann teldl að geröar
vænt strangari slðferðiskröfur til
danskra stjómmálamanna en til
stjórumáiamanna f öðrum lönd-
um. i>að, sem kætti danska utan-
ríkisráðherrann, var ekki spum-
ingin sem slík, heldur hitt að ís-
lenskur fréttamaður teldi að ís-
lendingar létu siðferðiskröfur tii
stjóramálamanna sig einhveríu
varða.
Af þessu stutta viðtali við Elie-
mann-Jensen, sem margir tejfa að
sé holdgervingur hins danska
hómors, mátti ráða að hann teldl
siðferði fslenskra stjómmála-
manna ekki upp á marga fiska og
því broslegt þegar íslenskur
fréttamaður tæid að spyija af al-
vöruþunga um siðferði hinna
dönsku.
Eðlilega vekur þetta viðtal menn
hér heitna til umhugsunar um
ástandið f fslenskum stjómmál-
um og þá ektó síður hvaða dæmi
Ellemann-Jensen hefur haft \
huga þegar hann er að vísa til sið-
ferðisbrests ísienskra stjórnniaia-
manna.
Uffe og Jón Baldvin
Án þess að Garrí viljl gera danska
utanríkisráðhemnum upp ein-
hveijar skoðanir í þessum efnum,
þá er þost að stærstur hluti
ir það að segja ósatt Sá, sem segir
ósatt, verður í þaö minnsta að eiga
einhveija von um að honum sé trú-
að. Annars verður hann eins og
Miinchhausen barón
starfsorku hans hefur á umliðu-
um árum farið í Evrópumálin og
þar á meðal viðræður og samstarf
við íslenska utanríkisráðherrann
vegna EES- samningsins. Þeir
kollegamir Jón Baldvin og Vffe ar.
Ellemarm-Jensen hafa raunar Ifka Það, að fáum þykir framkoma
iðulega eldað grátt sílfur saman á Jóns Baldvins í sjónvarpsumræð-
sviði Evrópumálanna, og frægt er unum gagnvart þingi og þjóð kalla
á einhverja eftirmála, vekur upp
spuminguna um það hwrt Thmíla-
máiið heföi nokkum tíma getað
"'A'gám mm “
.-----------------------
V__________r"TÚ'~TT'T-T1'-~*Í....-I.......- I •• M-i^
kapphlaup þeirra um viðurkenn-
ingu á Eystrasaltsrflsjunum á sín-
um tíma. En hvort sem EUe-
mann-Jensen hafði Jón Baldvin í
huga, þegar hann tók spuraingn
fréttamannsins sem brandara, eða
ekk), þá vekur þróunin í Dan-
landi sem það varð í Danmörku.
enda hefur sjálfur forsætisráðherra
íslands sagt eitthvað á þá leið að
leitt sé til þess að vlta að slíkt smá-
mál hafl orðið ScMuter að fatii.
Sjálfsagt hafa ráðherrarnir í rflds-
stjórainni afgreitt hina makalausu
ræðu Jóns Baldvins sem smámál
á landi og þar.
Sjónvarp frá Alþingi
síöan áfrara eins og eklcert hafl f
skorist.
Ræða Jón Baldvins er aðeins eitt
fyrir forsætisráðherrann að hann
er sakaður um að bafa sagt þjóð-
þinginu ósatt Það að íslensM utan-
sumræðum tðlukgar upþfysingar
um áhrif EES-samningsins á ís-
ienskt þjóðlíf, sem hann segir
komnar frá Þjóðhagsstofnun —
upplýsingar, sem reynast nánast
og Þjóðhagsstofnun
neltar að kannast vlð — er vita-
skuid sKk fífldiríska að það er á
mörkum þess að getaflokkast und-
yrðn iiðnir. Jón Baldvin hefure.t,v.
safnað fleiri slflmm dæmum í sarp-
inn en margtr aðrir, en rétt er að
taka það skýrt fram að hann er alls
enginn einfarí á þessari braut. Það
er því kannski ekki skiýtið þó að
Uffe EBemann-Jensen flnnist þaft
íslenskur fréttamaður sýnir slð-
ferði f dönskum stjóramálum
Garri
Upplýsing um svosem
ekki neitt
Æsilegri viðskiptakeppni, sem
fram fór í ljósvakamiðlunum í síð-
ustu viku og um helgina, lauk að
morgni mánudags, rétt áður en
vekjaraklukkur vinnandi fólks
glumdu til að minna á upphaf
nýrrar vinnuviku. Þá keypti Jó-
hann Bergþórsson SH Verktaka
fyrir slikk. Með kaupunum fylgdu
samningar um handtök, svo sem
arðbærar kirkjubyggingar, og
hundrað manna starfslið.
Nú á Jóhann ekki bara Hagvirki
Klett og Fómarlambið hf., sem er
einhvers konar greiðslustöðvunar-
gjaldþrot með hundruðmilljóna
skuldabagga, heldur líka SH Verk-
taka, sem sitja uppi með að
minnsta kosti eitt stykki greiðslu-
stöðvun og líklega enn fleiri, sam-
kvæmt lýsingum af kappieiknum
um hvemig á að kaupa verktaka-
fyrirtæki eða losna við að kaupa
verktakafyrirtæki, eða hvernig á
ekki að kaupa verktakafyrirtæki og
svo framvegis og svo framvegis.
Hafnarfjarðarbrandarar
SH Verktakar sjá ekki fram úr
verkefnunum, eru á hvínandi kúp-
unni og eru 600 milljón króna virði,
enda bauð fjármálasnillingurinn
Pétur Blöndal 600 þúsund krónur í
móverkið með manni og mús. Síð-
an féll hann frá því og bauð 60 þús-
und, og sendi 100 manns á stígvél-
um inn á kontór sparisjóðsstjórans
í Hafnarftrði til að fá hann til að
falla frá 5 milljón króna kröfu, eða
fá að borga hana seinna. Svo hætti
Pétur alveg við.
Allt vídeóbandalið ríkis og einka-
framtaks tók sparisjóðssstjórann í
þriðju gráðu yfirheýrslu til að þjóna
þeirri upplýsingaskyldu við al-
menning, að vita hvers vegna hann
væri svo stútfullur af skepnuskap
og illvilja að hann ætlaði að senda
100 manns á atvinnuleysisbætur, til
að rukka eitthvert smotterí sem
Gæslumaður sparifjár varðist fim-
lega og lét að því liggja að eitthvað
væri missagt um upphæð skuld-
anna. Sagði síðan nokkur sann-
leikskom, sem enginn bankastjóri á
íslandi hefur nokkru sinni látið út
úr sér nokkru sinni, en maðurinn
sagðist ekki eiga peninga spari-
sjóðsins sjálfur, heldur almenning-
ur í Firðinum og hann hefði ekki
leyfi til að sólunda aurum Gaflara til
að slétta yfir skuldir verktakafyrir-
tækja.
Þennan Hafnaríjarðarbrandara
skildu fáir og áfram héldu þeir Pét-
ur og Jóhann að undirbjóða í bein-
um útsendingum fyrir helgina og
alla helgina. Mest var brallað og
braskað að næturþeli og fóru h.iar
upphæðir fyrir lítið, því velta, eign-
ir og verkefni voru sífellt talin í
hundruðum milljóna, oftast nærri
milljarði. Skuldimar hjökkuðu í
fimm milljónunum, að því manni
skildist samanlagt, en boð fjármála-
snillinganna í fyrirtækið hófst á 600
þúsundum, síðan voru boðin 60
þúsund og gott ef söluverðið endaði
ekki í 6 þúsundum.
Hverjir græða á tapinu?
Hvort hér er að öllu leyti rétt með
farið eða ekki, skiptir ekki öllu
máli, því eins og karlinn sagði:
„Það gæti verið satt“, en linnulítill
fréttaflutningur af sviptingunum
hefur satt best að segja ruglað
niann svo í ríminu að það er ekki
lengur á hreinu hvort Fórnar-
lambið hf. keypti Hagvirki eða SH
Verktakar Sparisjóð Gaflaranna
eða Pétur Blöndal Setbergstorf-
una, Grafarvogskirkju og Elliða-
vogsbrú, og það er borin von að
skilja hver skuldar hverjum hvað
og hvaða upphæðir.
Allir viðkomandi voru alltaf að
bjarga gjaldþroti og viðhalda
greiðslustöðvun eða sjá um að
hundrað manns yrðu ekki at-
vinnulausir eða að segja þeim upp
hjá einu fyrirtæki til að ráða þá í
vinnu hjá öðru.
í öllum útskýringunum datt eng-
um í hug að gefa þyrfti skýringu á
því hvers vegna fyrirtæki, sem
veltir nær milljarði, á miklar eign-
ir og hefur gert samning um mörg
stórverkefni, er gjaldþrota.
Enn síður er þeirri spumingu
svarað hvers vegna er svona eftir-
sóknarvert að kaupa gjaldþrotið
eða greiðslustöðvunina, og síst af
öllu fæst svarað hverjar skuldimar
eru umfram þessar fimm milljónir,
sem Sparisjóður Hafnarljarðar vill
fá greiddar.
í linnulitlu upplýsingaflæði með
myndbirtingum af vettvöngum og
rausi í hljóðnema er nánast engri
spumingu, sem máli skiptir, svar-
að. Ef það er þá um nokkuð að
spyrja.
Og áreiðanlega verður þeirri
spurningu aldrei svarað, hvað eig-
endur og stjórnendur SH Verktaka
eru búnir að greiða sjálfum sér fyr-
ir að reka fyrirtækið og hvers
vegna það er gjaldþrota, svo blóm-
lega sem búinu er lýst. OÓ