Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. janúar 1993 Tíminn 9 hefur hroðaleg áhrif á hvert sam- félag og Evrópa verður þar engin undantekning. Reyndar er reynsl- an þar í álfu næg og má benda á það, sem þar gerðist á kreppuár- um fjórða áratugarins, en Hitler náði einmitt völdum á löglegan hátt vegna slíks vandræðaástands 1933.. Atvinnuleysi, sem steftiir, að sögn „European," úr 10% í yfir 20%, þar sem meðalaukning á ári getur numið 2,3-2,7 milljónum manna, mun gjörbreyta viðhorf- um í evrópska samfélaginu og ýta undir hverskyns sundrung, kyn- þáttafordóma og átök á milli hópa og þjóða, sem reyndar er nóg af fyrir. Sterk hægri sveifla mun verða í evrópskum stjómmálum, sem koma mun vel í ljós í frönsku þingkosningunum í mars n.k. Hvað verður um sammnaferli Evrópuríkja við þessar aðstæður er erfitt að spá, en líklegt er að al- menningur muni, með nokkmm rétti, kenna samrunanum um hvemig komið er. Verði viðbrögð- in þau, að herða stórlega á vemd- arstefnunni til að draga úr at- vinnuleysinu munu lífskjör í EB dragast aftur úr lífskjörum í öðr- um þróuðum löndum. Sjálfsagt verður reynt að beita venjulegum hagstjómaraðgerðum, en ólíklegt er að hægt verði að snúa þróun- inni við með þeim. Hér áður fyrr var talið næsta ömggt að hag- vöxtur í Bandaríkjunum hefði sterk áhrif í Evrópu. Nú er hag- vöxtur að aukast í Bandaríkjun- um en aðrar aðstæður hafa breyst Bandaríkin em nú orðin miklu meira Kyrrahafsland en áður og að sama skapi minna Atl- antshafsland, þannig að ýmis við- skipti sem áður beindust í austur beinast nú til vesturs yfir Kyrra- hafið. Af öllu þessu er ljóst, að EB- þjóðir standa nú frammi fyrir erf- iðu vandamáli, og ef spádómar The European reynast réttir, geig- vænlegu vandamáli. Ein afleiðing getur orðið sú að EB-ríkin ein- angrist bak við tollmúrana sína, önnur að sammnaferlið stöðvist alveg og jaftivel að lönd eins og Bretland hverfi úr EB eða að Evr- ópubandalagið sundrist Fleiri til- gátur má setja fram. Hraði at- burðarásar í heiminum er nú slík, að segja má að heimurinn geti gjörbreyst á hálfu ári eða jafnvel á þremur mánuðum. Ekki er langt síðan flestir töldu EB sterkasta virki heims, hið vaxandi afl. Fáir munu halda því fram þegar líður á þetta ár. Um inngöngu okkar í innri markað EB með kostum hans og göllum Það er rétt, sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði fyrir stuttu, að við inngöngu okkar í innri markað EB tökum við göllum hans og kostum. Við fáum að selja vörur okkar á þessum markaði og á móti flytjum við atvinnuleysið og ömurleika þess inn í samfélag okkar. Þegar atkvæði voru greidd um EES-samninginn á Alþingi um daginn gerðu margir fylgis- menn samningsins grein fyrir at- kvæði sínu. Flestir sungu þeir hinum miklu möguleikum, sem þessi stórkostlegi markaður gefi okkur, lof og dýrð. Reyndar hefur aldrei komið fram skýring á, hvernig þessi möguleikar verða til í reynd, því t.d. er ekki um neina merkjanlega breytingu á aðstöðu íslensks iðnaðar að ræða frá því sem hann hefur haft síðan við gengum í EFTA. Ég hef margfaldlega bent á, að evrópska samfélagið sé samfélag hás meðalaldurs og því staðnaður markaður miðað við t.d. markað Norður-Ameríkubandalagsins, þar sem aldursskipting er áþekk aldursskiptingu okkar samfélags. En hverskonar markaður er sam- félag þar sem 1,5 til 2% íbúanna bætast á atvinnuleysisskrá á hverju ári og allt að því fimmt- ungur mannafla er atvinnulaus? Ekki er nóg með, að atvinnuleys- ingjarnir hafi litla kaupgetu held- ur verða þeir sem vinnu hafa að skerða kaupgetu sína til að halda þeim lifandi. Með EES-samningn- um erum við ekki að opna nýja öld gullinna tækifæra á íslandi heldur erum við að innleiða hér eymd og volæði. Um aöra möguleíka íslendinga íslendingar eiga mikla mögu- leika, miklu meiri en meginlands- þjóðir Evrópu. Við eigum meiri ó- nýttar náttúruauðlindir miðað við íbúafjölda en nokkur önnur þjóð. Lega landsins er mjög hag- stæð. Einungis í Evrópusamstarfi verðum við afskekkt og eins og nú horfir er einangrun innan ein- angraðrar Evrópu ömurlegur kostur. í áratugi höfum við notið þess, að vera á milli Ameríku og Evrópu. Við höfum getað nýtt bestu kosti beggja vegna og það hefur verið ein af ástæðunum fyr- ir góðum lífskjörum. Ekki er langt síðan við seldum megin- hluta útflutningsvara okkar í Bandaríkjunum en keyptum mest af því sem við keyptum í Evrópu. Með þessu stórbættum við þá við- skiptakjör okkar og jukum þjóð- artekjur. Eyðimerkurganga doll- arans hófst á árinu 1985, þegar Reagan var búinn að koma Bandaríkjunum á hausinn. Þess- ari eyðimerkurgöngu lauk í októ- ber s.l. Bandaríska hagkerfið er að rétta úr kútnum. Þar óx lands- framleiðala um 3,9% m.v. heilt ár á síðasta ársfjórðungi s.l. árs þeg- ar hún minnkaði um 1,9% í Þýskalandi. Eftir fáa daga tekur nýr forseti við völdum, stórgáfað- ur og snjall maður og mikið foringjaefni með álíka gáfaða og hæfa eiginkonu sér við hlið. Kosning hans hefur fyllt Banda- ríkjamenn bjartsýni. Þrátt fyrir ýmis vandamál eru Bandaríkin tiltölulega vel á vegi stödd og doll- arinn er kominn upp til að vera uppi, hann er að ná sínu fyrra sæti. Frá 1. september s.l. til 15. janúar hefur dollarinn hækkað gagnvart íslenskri krónu um 22,4%. Sterlingspundið hefur á sama tíma lækkað um 5,8% en þýska markið hækkað um 5,6%. Sterlingspundið hefur verið aðal- gjaldmiðill okkar í fisksölu til EB en þýska markið vegur einnig þungt. Samkvæmt þessum tölum er nú 28% hagkvæmara að selja fisk í dollurum en í sterl- ingspundum en það var 1. sept- ember og tæplega 17% hag- kvæmara að selja í dollurum en í þýskum mörkum. Fiskseljendur eru að sjálfsögðu farnir að horfa í vestur og vonandi gengur fljótt að lagfæra markaðskerfið sem við áttum í Bandaríkjunum, en sem hefur verið vanrækt. Ein höfuð- röksemd allra EES-sinna hefur verið, að 70-80% útflutnings okk- ar fari til EB-landa. Þetta mun nú fljótt snúast við. Þá njótum við aftur sterkra markaðstaka okkar vestra en þar eiga Norðmenn nær engin ítök. EES-samningurinn sem stað- festur var um daginn var úreltur þegar hann var afgreiddur. Ef á- standið í EB ekki eyðileggur EES- málið kemur nýr samningur til afgreiðslu næsta sumar eða haust, þ.e.a.s. ef samningsgerð verður haldið áfram af okkar hálfu þrátt fyrir atburðarás næstu mánaða. Með Bandaríkin aftur orðin sterk vestan við okkur þurf- um við hvorki EES-samning né nýjan tvíhliðasamning. Sá sem við höfum er nógu góður. Allt EES kjaftæðið byggðist á óvenju- langri hagsveiflu sem nú er lokið. María situr pen og prúð milli foreldra sinna, Rudolfs Sieber og hinnar goðsagnakenndu Marlene Dietrich. Dóttir Marlene Dietrich: „Mamma var viss um að ég væri eingetin" Nú er Maria Riva, dóttir Marlene Dietrich, oröin 68 ára og hefur leyst frá skjóöunni um móður sína. Surríum þótti ósmekklegt að birta endurminningarnar áður en stjarnan lést í hárri elli í maí 1992. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á því að böm frægra foreldra hafi tekið upp á því að skrifa endurminningar sínar og þá gjarnan borið foreldrunum heldur illa söguna. Maria Riva, einkadóttir goðsagnadísarinnar Marlene Dietrich, setti minningar sínar á prent á meðan móðir hennar var enn á lífi og mislíkaði sumum eindregnum aðdáendum leikkonunnar það ákaflega. Það er þó ekki víst að þeir hafi lesið bók- ina því að Maria vill sýna móður sinni sanngirni en þó láta koma fram að Marlene hafi átt fleira til en það sem birtist á hvíta tjaldinu. Maria hefur alla tíð lifað í skugga hinnar stórbrotnu móður sinnar. Almenningur sá hina glæsilegu kvikmyndastjörnu en Maria þekkti konuna bak við opinberu ímyndina. í bókinni segir hún frá þeirri meðferð sem hún varð að þola, ekki þó í æsingastíl heldur kannski frekar til að kynna per- sónu stjörnunnar Marlene Diet- rich. „Ég ýfði upp gömul sár mín ef það gæti orðið öðrum til hjálp- ar,“ segir hún. „Móðir mín var undarlega gerð manneskja," segir Maria. „Hún var í rauninni 27 manneskjur í einu. Hún var umgengnishæfur geðklofi eins og svo margar aðrar goðsagnakenndar persónur og komst upp með það. Það sem við köllum sérvisku hjá stjörnunum væri kallað andlegt ójafnvægi hjá öðrum.“ Maria segist hafa verið handviss um að allar mömmur væru alltaf að verða ástfangnar enda vandist hún því að fríðir flokkar karla og kvenna gengju inn og út um svefnherbergisdyr móður hennar. Þó hafi Marlene haft megnasta ímugust á kynlífi, sem henni fannst ljótt, en hún hreifst af því sem var fallegt að sjá. Það sem inni fyrir bjó skipti minna máli. Marlene hafði sannfært sjálfa sig um að Maria væri eingetin! Ekki vissi Maria hvað hún væri gömul fyrr en skólagangan hófst. Hún umgekkst ekki önnur börn eða aðrar mæður en segist þó ekki hafa verið einmana; hún hafi verið svo önnum kafin að baða sig í frægðarljóma mömmu sinnar. Hún segist ekki vilja fella dóm yfir Marlene en þó séu tvö atriði sem hún vilji leggja áherslu á. Það fyrra sé þegar lesbisk barnfóstra nauðgaði henni. Það hafi gerst al- gerlega á ábyrgð móður hennar sem hafi viljað vera í friði með elskhuga sínum og þess vegna fengið bara einhverja konu til að vera með barnið annars staðar. Það ástand stóð yfir með algeru skilningsleysi Marlene í eitt og hálft ár og eftir það segist Maria hafa orðið að áfengissjúklingi. Hitt atriðið er örlög Támara Mat- ul Támi, hjákonu Rudolfs Sieber, eiginmanns Marlene til dauða- dags, en þar sem hann var kaþ- ólskur var skilnaður ekki til um- ræðu. Támi fékk taugaáfall og var orsökin sögð vera margendur- teknar fóstureyðingar sem hún gekkst undir til að ekki félli skuggi á mannorð Marlene. Maria giftist William Riva sem kunni lagið á hinni þekktu tengdamóður sinni og eignaðist með honum fjóra syni. Hún hefur unnið sem kennari, leikhússtjóri og umboðsmaður móður sinnar en mestum tíma sínum ver hún til að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir misnotkun annarra. Hún segir: „Ef guð hefur verið þér góð- ur og þú ert enn meðal manna eftir að hafa verið kominn á fremsta hlunn með að binda enda á lífið er ekki nema sjálfsagt að gera eitthvað gott í staðinn."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.