Tíminn - 21.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 21. janúar 1993
Nýja skipafélagið Royal
Arctic Line:
Samskip
út, Eim-
skip inn
Nýja dansk-grænlenska skipafélag-
i5 Royal Arctic Line sem hyggst
halda uppi siglingum milli Dan-
merkur, Grænlands og íslands,
hefur rift samningum um sam-
vinnu við Samskip hf. og ætlar þess
í stað að hafa samvinnu við Eim-
skip.
Eimskipafélagið tók á sínum tíma
þátt í undirbúningi að stofnun
skipafélagsins en var kastað á dyr að
því loknu og Samskip tekið inn í
staðinn. Stjórnendur Samskips
fengu tilkynningu um þetta ráðslag
síðla dags í gær.
Rúmlega 92% landsmanna í Þjóðkirkjunni en 1,4% láta skrá sig utan trúfélaga:
— / J / |ii f II ■
Truteiogum i veginum
fjölgaði um 34% milli ára
Félögum í trúfélaginu Veginum kirkjan, Hvítasunnusöfnuðurinn Fjöldi þeirra sem skráðir eru í KJesú Krísts hsdh 160 160
hefúr fjölgað mjög hratt. Vegur- og Aðventistar Hagstofan sendir önnur trúfélög hefur tvöfaldast á Ásatrúarfélag 100 120
inn var fyrst skráður sem trúfélag árlega frá sér skrár um skiptingu s.L tíu árum. Árin 1990 og 1992 Sjónarhæðarsöfn. 50 50
1990 með 297 félaga. Ári síðar mannftöldans eftir trúféiögum. skiptust þeir þannig (tölur slétt- Orð lífsins 30
hafði þeim ftölgað í 489 og aftur í Um 92,2% alira landsmanna voru aðar í heila tugi): Ö.trúfélög 1.500 2.220
654 á síðasta ári, sem er rúmlega í þjóðkirkjunni á síðasta ári og 1990 1992 -----------—
þriðjungs fjölgun milli síðustu hafði það hlutfall þá iækkað um Kaþólsb kirkjan 2.400 2.420 Samtals: 7.310 8.730
tveggja ára. í engu Öðru trúfélagi 2,4% á tfu árum. Rúmlega 3% Hvítasunnusöfnuður 900 1.060 -------------------------
varðþáyfir 10% fjölgun. Aftrúfé- landsmanna (um 8.250 manns) Aðventistar 770 780 Þá eru enn ónefndir þeir sem hafa
lögum öðrum en þjóðkirkju og fri- voru í fríkirkjusöfnuðum á sfðasta Vegurinn 300 650 látið skrá sig utan trúfélaga, sem
Irirkjum eru nú aöeins orðin þijú ári, sem er áhka fjöldi og nokkur Vottar Jehóva 520 540 voru um 3.560 á siðasta ári og
sem hafa fleiri skráða félaga held- undanfarin ár, en nokkur fækkun Baháfasamfélag 380 380 hafði þá fjölgað kringum íjórðung
ur en Vegurinn, þ.e. Kaþólska frá því fyrir tíu árum. Krossinn 240 320 ááratug. - HEI
Skoðanakönnun DV:
Sjálfstæðisflokkur
er þriðji stærstur
Framsóknarflokkurinn nýtur mests kjörfylgis allra stjómmálaflokka og Al-
þýðubandalagið er orðið stærra en Sjálfstæðisflokkur, samkvæmt skoðana-
könnun sem DV birti í gær. Alþýðuflokkurinn er minnsti stjómmálaflokk-
urinn með rúmlega prósents minna fyfgi en Kvennalistinn.
Fulltrúar Nýs vettvangs. Kristín Á. Ólafsdóttir og Ólína Þorvaröan
dóttir, borgarfulltrúar og Guörún Jónsdóttir varaborgarfulltrúi.
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs:
Auknar arð-
greiðslur
borgarfyrir-
tækjanna
í skoðanakönnuninni er byggt á
600 manna úrtaki sem er jafnt skipt
milli kynja og jafnt milli lands-
byggöar og höfuðborgarsvæðisins.
Könnunin var gerð á mánudags- og
þriðjudagskvöld. Fylgistölur flokk-
anna em eftirfarandi samkvæmt
kosningaspá DV (útkoman í síðustu
kosningum í sviga fyrir aftan):
Alþýðuflokkur........13.0% (15,5)
Framsóknarflokkur ....27,9% (18,9)
Sjálfstæðisflokkur ...20.5% (38,6)
Alþýðubandalag........24,3% (14,4)
Kvennalisti...........14,4% ( 8,3)
Ef þingsætum væri skipt niður
samkvæmt kosningaspá DV, yrði út-
koman þessi (núverandi fjöldi þing-
sæta í sviga):
Alþýðuflokkur.............8 (10)
Framsóknarfiokkur.........18 (13)
Sjálfstæðisflokur............13 (26)
Alþýðubandalag............15 ( 9)
Kvennalisti...............9 ( 5)
Það sem einkennir þessa skoðana-
könnun DV er mikill fjöldi óákveð-
inna sem er 43,5%. Samkvæmt út-
reikningum DV em skekkjumörkin í
könnninni plús/mínus 1,3% fyrir AI-
þýðuflokk; 1,8% fyrir Framsókn;
2,1% hjá Sjálfstæðisflokki; 2,8% hjá
Alþýðubandalagi; og 1,5% hjá
Kvennalistanum.
DV spurði líka um fylgi við ríkis-
stjómina og komu óvinsældir henn-
ar þar berlega í ljós. Aðeins 26,2%
þeirra sem tóku afstöðu lýstu sig
fylgjandi ríkisstjóminni, en 73,8%
em ríkisstjórninni andvígir. Svar-
endur skiptust annars þannig ef öll
svör em skoðuð að 22,3% vom ríkis-
stjóminni fylgjandi, 63% em henni
andvígir, 2% svara ekki og 12,7%
vom óákveðnir.
Niðurstöður könnunarinnar benda
iyrst og fremst til mikillar óánægju
meðal stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins og gildir þá einu hvort nið-
urstöðumar séu túlkaðar ríkis-
stjóminni og stjómarflokkunum í
hag. Það er algert einsdæmi að Sjálf-
stæðisflokkurinn mælist minni en
Alþýðubandalagið.
Fulltrúar Nýs vettvangs vilja
hækka arðgreiðslur 9 fyrirtækja
borgarinnar úr 2% í 6%. Þá á
að myndast tekjuauki upp á
1.442 m. kr. sem á að nota til að
auka framkvæmdir og efla þjón-
ustu í borginni.
Þetta kom m.a. fram á fundi sem
fulltrúar hreyfingarinnar boðuðu til
í gær. Þar kom fram að líklega þurfi
fyrirtækin að taka um 1.000 millj.
kr. að láni til að standa undir þessu.
Þá kom fram að með þessu vill
hreyfingin ieggja áherslu á upp-
byggingu nýs hjúkmnarheimilis
fyrir aldraða, byggingu leikskóla,
smíði og kaup á félgslegu húsnæði,
nýbyggingu skóla auk annarra at-
vinnuskapandi verkefna. Þá er gerð
tillaga um að hluti af fjármagninu
eða 631 millj. kr. eigi að notast tii
þess að bæta peningastöðu borgar-
sjóðs einkum yfirdráttarskuld í
Landsbanka íslands sem er um 1.4
milljarðar króna.
Jafnframt er gert ráð fyrir því að
Reykjavíkurhöfn verji sem nemur
6% af skuldlausri endurmetinni
eign eða tæplega 390 miilj. kr. til at-
vinnusköpunar umfram það sem
lagt er til í frumvarpi. Fulltrúar Nýs
vettvangs telja eðlilegt að í þvf erfiða
árferði sem nú ríki sé eðlilegt að
Reykjavíkurborg horfi til þess að
auka tekjur sínar, svo unnt verði að
ná þvf markmiði að bæta atvinnust-
igið í borginni. Þá segja þeir að með
því að auka arðgreiðslur sem fyrir-
tækjum í eigu borgarinnar sé gert
að taka á sig séu þau að taka á sig
hluta þeirra efiðleika sem borgar-
sjóður stendur frammi fyrir.
Á fundinum var lagt fram yfirlit um
stöðu þeirra borgarfyrirtækja sem
eiga að standa undir þessum tillög-
um. Þau fyrirtæki sem eiga að skila
mestum arði eru Rafmagnsveita
Reykjavíkur sem á að skila tæpum
880 millj. kr. og Hitaveita Reykjavík-
ur sem á að skila hátt í 1100 millj.
kr. Fram kemur að í árslok 1991 á
Rafmagnsveita Reykjavíkur 548
millj. kr. inneign hjá borgarsjóði og
hreint eigið fé sé hátt í 18 milljarðar
króna. Staða Hitaveitunnar er erfið-
ari þar sem hún skuldaði borgar-
sjóði 44 milljónir á þessum tíma og
skuldar mest allra fyrirtækjanna eða
rúmar 1300 millj. kr.
-HÞ
Skuldir Reykvíkinga
hafa tvöfaldast
Tíf marks um erfiða stöðu borgar-
sjóðs hefur skuld á hvem íbúa tvö-
faldast frá árinu 1989 og á sama
tlma er hallinn á borgarsjóði helm-
ingi meiri að sögn Sigrúnar Magn-
úsdóttur, borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins.
Hún segir að árið 1989 hafi hver
Reykvíkingur skuldað 36.000 kr. en
áætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir
74.000 kr. á hvem borgarbúa. Skuld-
ir vísitölufjölskyldunnar hafa einnig
tvöfaldast á þessum tíma. Árið 1989
skuldaði hver fjögurra manna fjöl-
skylda í borginni 144.000 kr. en
skuldar í dag 296.000 kr. -HÞ
FRXRMJÖL H.F.
FISKIMJÖL - SÍLDARMJÖL - KARFAMJÖL
Faxamjöl hí. býður bœndum eftirfarandi mjöltegundir á hagstœðu verði:
Fiskimjöl 62% prótein: Verð kr. 37.350 tonnið m. vsk.
Karfamjöl 60% prótein: Verð kr. 36.105 tonnið m. vsk.
Síldarmjöl 72% prótein: Verð kr. 42.330 tonnið m. vsk.
Verðið miðast við afgreiðslu frá verksmiðjudyrum.
Mjöiið er unnið úr fersku hráefni sem er forsenda góðrar fóðurnýtingar.
Pakkningar: 50 kg sekkir.
Frekari upplýsingar í síma 91-24450.
FAXAMJÖLHF., Norðurgarði, 101 Reykjavík.