Tíminn - 21.01.1993, Page 3

Tíminn - 21.01.1993, Page 3
Fimmtudagur 21. janúar 1993 Tíminn 3 Ráðstöfunartekjur rýrna um 2% vegna hækkunar beinna skatta að mati Þjóðhagsstofnunar: Kaupgeta rýrnar 8 sinnum meira í ár en í fyrra Beinir skattar heimilanna voru hækkaðir um rðska 4 milljaröa um síðustu áramót, að sðgn Þjóðhags- stofnunar, sem rýrir kaupgetu fólks um 2% á þessu ári. Gengis- felling og óbeinar skattahækkanir valdi 4% verðbólgu, í ár í stað 2%, þó svo að niðurfelling aðstöðu- gjaldsins skili sér að fullu í lægra verðlagi (?). Að ðllu samanlögðu telur Þjóðhagsstofnun að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann verði 5,5% minni í ár en 1991. Þetta er meira en þrefold sú kjar- ararýmun — 1,796 — sem þjóð- hagsáætlun 1993 hafði gert ráð fyrir, þ.e. áður en gengisfelling og efnahagsráðstafanir dundu yfir. Ogátta sinnum meiri en sú 0,7% kjararýmun sem varð milli 1991 og 1992. Þá vekur athygli, að marg- rómuð hagræðing í atvinnulífinu er sögð fjölga atvinnuleysingjum. Forsendur að framangreindum spám Þjóðhagsstofnunar eru m.a. fast gengi og engar launahækkanir á þessu ári. Þá skiptir greinilega miklu máli hvemig niðurfelling að- stöðugjalds skilar sér. Skili hún sér að fullu í lækkuðu verðlagi segir Þjóðhagsstofnun hana vega að mestu á móti hækkun bensíngjalds, þungaskatts, gjaldtöku í heilbrigð- iskerfinu og breytingu á virðisauka- skatti. 100.000 kr. kjör lækka í 94.500 kr. Um áhrifin af öllu saman segir svo orðrétt í endurskoðaðri þjóðhags- spá: „Aðgerðir ríkisstjómarinnar í skattamálum sem lögfestar vom í lok síðasta árs gera ráð fyrir aukn- ingu beinna skatta heimilanna um ríflega 4 milljarða króna. Mat Þjóð- hagsstofnunar er að aukin byrði beinna skatta heimilanna rýri ráð- stöfunartekjur um fast að 2%. ,Að öllu samanlögðu fela forsend- ur í sér að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann verði um 5,5% minni á þessu ári en í fyrra. Til saman- burðar var gert ráð fyrir 1,7% rým- un kaupmáttar í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1993.“ Fyrir mann með 100.000 kr. til ráðstöfunar á mán- uði í fyrra, svarar kjararýmunin til þess að hann hafi aðeins 94.500 kr. til ráðstöfunar á mánuði nú í ár. Yfirborganir aukist í atvinnuleysi í ljósi þessarar svörtu spár — um 5,5% rýmun ráðstöfunartekna á mann — breytast tvö undanfarin „kreppuár" nánast í „góðæri". Sam- kvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar óx kaumáttur, þ.e. ráðstöfunartekj- ur á mann, um 2,5% árið 1991 og rýmaði aðeins um 0,7% árið 1992. Þar var raunar um minni samdrátt að ræða en gert hafði verði ráð fyrir í spá Þjóðhagsstofnunar, sem þakk- ar það lægri verðbólgu og minni samdrætti atvinnutekna en hún hafði spáð fyrir um. Þrátt fyrir 1/2 klukkutíma styttingu vinnuvik- unnar hefur kaupmáttur ráðstöfún- artekna á mann því aukist um 1,7% á síðustu tveim ámm, en ekki minnkað. Sérstaka athygli vekur, að stofnun- in segir vísbendingar um að dag- vinnulaun hafi hækkað nokkuð meira en svarar til taxtahækkana á síðasta ári — þ.e. með öðrum orð- um að yfirborganir hafi aukist í jafnhliða atvinnuleysinu. Sultarólin hert — kerfið fitnar í ljósi stórlega minnkandi kaup- máttar á næsta ári, reiknar Þjóð- hagsstofnun með að einkaneysla verði 3,8% minni nú á þessu ári heldur en árið 1992. En þá er talið að hún hafi einnig dregist saman um 3,5% frá árinu á undan. Gangi þetta eftir mun þjóðin, í lok þessa árs, hafa „hert sultarólina" um samtals 796 á árunum 1992 og 1993. Þá blasir samt ekkert betra við. Hins vegar er reiknað með að hlut- fall samneyslu haldi áfram að vaxa og aukist um 2% á þessu ári. Sam- neysla mun þá aukast um 2,5% á sömu árum og einkaneyslan minnkar um 7%. Þrátt fyrir marg- umræddan niðurskurð í „kerfinu" segir spá Þjóðhagsstofnunar sam- neysluna stefna í 21% af landsfram- leiðslu á þessu ári, borið saman við 19,5% árið 1991 og 18,8% árið 1990. Fjórðungs samdráttur í fjárfestingu Þjóðhagsstofnun sér fram á mik- inn áframhaldandi samdrátt í fjár- festingum. Langmestur verður samdrátturinn, 22%, hjá atvinnu- vegunum og um 9% í íbúðarhús- næði, en opinberar fjárfestingar aukist hins vegar nokkuð. Að með- altali er þama um 10,5% samdrátt að ræða, í kjölfar 14% samdráttar á síðasta ári. Standist þessi spá drag- ast fjárfestingar saman um 23% samtals á árunum 1992 og 1993, þegar fjárfestingar verða komnar niður í 15,5% landsframleiðslu. Hagræðing, aukið at- vinnuleysi Sú rómaða „hagræðing" sem stöðugt er vitnað í til lausnar á vanda fyrirtækjanna og eflingar at- vinnulífsins hefur greinilega tvær hliðar — þar sem hún leiðir einnig til aukins atvinnuleysis. Að sögn Þjóðhagsstofnunar hefur atvinnuleysi nefnilega aukist meira undanfarin ár heldur en vænta mátti miðað við þróun helstu hag- stærða og reynsluna á fyrri sam- dráttarskeiðum. Til skýringar á þessu er m.a. bent á hagræðingu í margvíslegum atvinnurekstri og breytingar á grunngerð hagkerfis- ins, á tímum lítillar nýsköpunar. „Áhrif skipulagsbreytinga af þessu tagi eru vandmetin og því erfitt að spá fyrir um atvinnuleysi." 70% fiölgun atvinnu- lausra áríð 1993 Þjóðhagsstofnun gerir þó ráð fyrir því að atvinnuleysi eigi ennþá eftir að vaxa stórlega, eða úr 3% skráðu atvinnuleysi á síðasta ári, upp í 5% á þessu ári. Það svarar til þess að skráðum atvinnuleysingjum fjölgi úr 3.750 manns upp í 6.400 manns að meðaltali allt þetta ár. Jafnframt er ólíklegt talið að at- vinnuleysi minnki að marki fyrr en hagvöxtur glæðist á ný — sem stofnunin telur ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi 1996. „í þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á því að öðrum þjóðum hefur reynst mjög örðugt að draga að marki úr atvinnuleysi eftir að það hefur auk- ist umtalsvert og varað þannig um tíma,“ segir Þjóðhagsstofnun. - HEI LANGAR ÞIG AÐ LÆRA? Fullorðinsfræðslan býður upp á allt helsta námsefni grunn- og framhalds- skólanna. Um er að ræða bæði nám- skeið og námsaðstoð, hóp- og einstakl- ingskennslu. Enska * Sænska * Danska íslensk stafsetning Máluppbygging og málfræði Hagnýtur reikningur Hsegt er að Ijúka námi í þessum fögum mcð prófum samsvarandi grunnskólaprófi. íslenska fyrir útlendinga • Franska • Spænska • ítalska • Þýska • Stærðfræði • Eðlis- og efnafræði • Bókhald og skrifstofutækni • Ritaranám • Viðskipta- enska • Rekstrarhagfræði • Tölvufræðsla Hsegt er að taka helstu framhaldsskólaafanga með prófum samsiarandi prófáíongum fram- haldsskólanna Við bjóðum einnig upp á stutt hraðnámskeið með kcnnslu 3-5 sinnum í viku. ®°TWOun 25% AFMÆLIS- AFSLÁTTUR S. 1 11 70 / fullordinsfrædslan Laugavegl 163.3. hsð -105 Reykjavik ^•FBadeltia Opið alla daga allatt ársitts hrittg Hvellur Smiöjuvegi 4, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658 SNJÓKEÐJU- OG HJÓLAMARKAÐUR fyrir allar vinnuvélar, dráttarvélar, vörubíla, sendibíla, jeppa og fólksbíla • Hefðbundnar gaddakeðjur með þverböndum. Einnig krosskeðjur. • Allar algengar sfœrðir á lager. Sérsmíðum jafnframfmeð stuftum fyrirvara. Aðeins unnið úr hágœðakeðjuefni frá viður- kenndum fyrirfœkjum á borð við WEED og ELKEM. Þverbönd * Krókar * Lásar * Langbönd * Keðjutangir Allir rata í Snjókeðjumarkaðinn Smiðjuvegi. Sauðfjárbændur Óska eftir að fá keypt greiðslumark til sauðfjárframleiðslu. Upplýsingar í síma 97-11053 eða 97-11054.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.