Tíminn - 21.01.1993, Síða 4

Tíminn - 21.01.1993, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 21. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöamtsljóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Réttur maður á réttum stað Kaflaskipti urðu í sögu Bandaríkjanna í gær, er 12 ára valda- tíma íhaldsmanna í Hvíta húsinu lauk. Bill Clinton er tekinn við stjómartaumum og þar með ný ríkisstjóm og jafnframt er skipt um helstu embættismenn sambandsríkisins. Tímabili gegndarlausrar frjálshyggju er lokið og við tekur stjóm, sem hefur jöfnun Iífsgæðaað markmiði og hefur lofað að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa, og glæðir vonir fjölmennrar millistéttar um betri og tryggari framtíð. Það er sú stefna, sem fleytti Clinton upp í forsetaembættið, því kjós- endur höfnuðu Bush sem leiðtoga eina risaveldisins sem eftir lifir og þeirri pólitík að stýra heimsviðburðum, en gleyma þeim vandamálum sem heitast brenna á þegnunum heima fyrir. En forseti Bandaríkjanna verður eftir sem áður áhrifamesti þjóðhöfðingi heimsbyggðarinnar og á honum hvílir meiri ábyrgð en öðrum mönnum. Hann verður jöfnum höndum að stjórna og leysa úr ótal vandamálum heima fyrir og að sinna alþjóðamálum sem leiðtogi ríkis, sem er í forystu fyrir lýð- ræðisþjóðunum og er öflugasta herveldið auk þess að vera leiðandi í efnahagsþróuninni. Bill Clinton er enginn nýgræðingur í stjórnmálum, þótt hann hafi verið lítt þekktur utan heimalands síns þar til hann tók afgerandi forystu í baráttunni um útnefningu Demókrata- flokksins til forsetaframboðs. Síðan hefur ferill hans verið ein sigurganga, og nýtur hann nú jafnvel enn meiri tiltrúar þjóð- ar sinnar en þegar hann var kjörinn forseti. En næstu ár verða enginn dans á rósum fyrir forsetann. Hann verður að takast á við vandamál heima og erlendis, sem ekki eru auðveld úrlausnar. Á heimaslóðum er samansafnað- ur fjárlagahalli orðinn að risavöxnum skuldum, og margar peningastofnanir hafa orðið fyrir slíkum áföllum að þau koma mjög illa við efnahag þjóðarheildarinnar. Atvinnuleysi er gíf- urlegt eftir óstjóm, eða öllu fremur stjórnleysi undangeng- inna kjörtímabila, þar sem frjálshyggjan hefur látið reka á reiðanum og skyndigróðavonin ein látin ráða efnahagsþróun- inni. Taka verður til höndum í mennta- og velferðarmálum og á fjölmörgum sviðum, sem vanrækt hafa verið alltof lengi. Róstusamt er á alþjóðavettvangi; síðustu vikurnar hefur frá- farandi forseti hafið bein hernaðarafskipti í tveim heimshorn- um og annars staðar em Bandaríkin ýmist beðin um hemað- araðstoð eða þeim ráðlagt að skipta sér ekki af málefnum ann- arra. Miklar og afdrifaríkar ákvarðanir bíða því hins nýja for- seta, bæði heima og heiman. En Clinton hefur góða vígstöðu. Efnahagsþróunin heima fyrir er honum í vil og síðan hann var kosinn hefur gætt auk- innar bjartsýni á betri tíð, og dug og framkvæmdasemi Bandarflíjamanna dregur enginn í efa þegar þeir ætla sér að taka á honum stóra sínum. Demókratar hafa traustan meirihluta í fulltrúadeild sem senati og mun þingið standa fast að baki forsetanum og stjórn hans við að takast á við erfið úrlausnarefni. Það er ómetanleg- ur styrkur fyrir ungan og djarfan forseta. Góðar óskir um farsæla stjórnartíð fylgja Bill Clinton. Það er ekki aðeins hagsæld og velgengni Bandaríkjanna, sem hann kemur til með að móta öðmm fremur, heldur eiga allar þjóð- ir mikið undir því að forseti Bandaríkjanna sé þess trausts verður sem kjósendur hans sýna honum. Og ekki síst þær þjóðir, sem líta til Bandaríkjanna um forystu til eflingar lýð- ræðis og mannréttinda. Þegar til þeirra kasta kemur, bendir ekkert til annars en að þar sé Bill Clinton réttur maður á réttum stað. Garri horfði á forstjóra Þjóöhags- stofnunar í sjónvarpinu í fyrra- kvöld vara landsmenn við aliri óþarfa ey&slu á því ári, sem nú er varasamt geti verið að fara út í ijárfestingar sem miöast við nú- kaupið á eftir að lækka að raun- gildi. Þetta voru vondar fréttir og þvf hresstist Eyjólfur, þegar Frið- rik Sophusson birtist á skjánum ur að sjá. Hann var brúnn og sæl- legur, enda nýkominn frá Flórída þar sem sleikt sólina á baðstrðndum innan um tugþúsundir norður-amer- ískra eftirlaunaþega, sem þyrpast þarna suður yfir vetrarmánuðina. En Friðrik er sem sagt kominn heim og það voru margir famir að bíða eftir honum, raunar risastór móttðkunefnd þúsunda íslend- inga, sem eflaust hafa margir ferskar haft góð áhrif á ráðherrann. Meöal þeirra, sem voru famir að bfða ráðherrans, vont félagar í BHMR, sem engar kjarabœtur af neinu tagi hafa fengið í á annað ár og hafa því ckkert komist í sumar- fri. Þeir voru að vonast til að fá or- lofsupphótina frá því í sumar og hín víðfrægu 1,7 prósent, sem afl- ír aðrir eru Iðngu búnir að fá. BIIMRingar hðfðu því æma ástæðu tS að taka sér stððu í mót- tökuncfndinni og bjóða ráðherr- ann vetkominn heim. Þeir gátu heldur ekld kvartað undan því að það stæði á svörum frá ráðhemn- um, þvfhann er strax búinn að til- kynna að gráir og afhentu honum krðfugerð sína um kjarabætur. Fyrir úthvfldan fjármálaráð- herrann reynd- ist síík kröfu- Frlörlk sé til að mæta heimtufrekju af þessu tagL Tónninn, sem kennar- . giidir raunar lika fyrir ar menna vinnumarísaði. Fjármála- isn, að hægt væri að iir ... lag. Það gerði Friðrik hins vegar ekki, enda hefur iægstbjóðandi í veririð nú játað opinberiega íhaldstrú. Fór Davíð á taugum? En Sighvatur gelur ekki leyft sér að fara f fylu, því aö fleiri málum þarf að hyggja. Sjúklingar og starfsfólk Landspítalans hefur Friðriks. enda hefur það ríka ástæðu til að bjdða hann velkom- ar hjúkrunariconur þar í vinnu. ásamt SighvaU Friðrik kæmi heim, fyndist kannski fjármagn til að afstýra neyðaróstandi á spítalanum. Ef marka má fréttir af því máli, hefúr heimkoma Friöriks valdið bæði móttökunefndarmeðiimur. Friðriks, er væntanlega heilbrigð- isrfðherrann. beiranuro, sem geislar af hreysti, er Sighvatur hálfgerður garmur um þessar mundir, næpuhvítur. brigðum, rétt eins og BHMR-fé- kennurum, oplnberum starfsmönoum, og SighvaU og Aðeins einn hópur móttðku- nefndarinnar varð ekki fyrir von- amr Kennarar í mottökunefnd Kennarar í K.í. voru lflca í mót- tökunefndinni, huðu Friðrik inn að eyða stórfé í kódímagnýl tii að hafa hemii á handleggsverkj- um. Sighvatur hafði raunar marg- ar ástæður Ul að bjóða Friftrik sér- staklega velkominn heim, því vandræðamál vegna útboðs á var farið að angra hann, Sighvatnr og maðurinn, sem gegnir nafninu „byggingardeiid heilbrigðisráðu- neytisins1*, vilja nefnilega ekki að sá, sem bauð lægst í veridð, fái það. Þeir voru bunir að ætla verk- ið flokkshollum krata, en ein- hverjar undirtyliur í fjármálaráðu- neyti og Innkaupastofnun komust í mállð og eflaust hefur Slghvatur vonað að Friðrik ldppti þessu í ar fjánnáiaráðuneytisins, sem tðs. Friðrik var ekki lengi að taka Upp hanskann fyrir sína menn í ráðuneytínu og lýstí því yfir að auðvitað hefðu þelr haft rétt fyrir sér varðandi endurgreiðslu á vsk. t rik að lýsa því yfir að forsætisráð- herra hafi farið á taugum þegar hann greíp inn í málið og aftur- kaiiaði efnahagsaðgerðina. Friðrik hefur hins vegar bjargaö friðnum innanhúss í ráðuneytinu, þannig að þar geta nienn setið sáttir sam- an þegar nýja gufubaðið kemst í notkun. Banst til fátæktar Með dugnaði og þrautseigju barð- ist hann til fátæktar og tókst að lokum að komast í flokk ölmusu- manna, sagði Jónas Guðmunds- son, stýrimaður, rithöfundur og málari um ágætan Thorsara sem undi því illa að vera fæddur í bjarg- álna fjölskyldu af hugmyndafræði- legum ástæðum, að því er Jónas taldi. Svipað gæti manni dottið í hug að farið sé með Davíð Oddsson, sem hlaut allt Reykjavíkuríhaldið í arf eftir forvera sína í borgarstjóm- inni og síðan Sjálfstæðisflokkinn allan. Hann var varla orðinn flokksformaður þegar hann var kominn inn á Alþingi og þar varð hann umsvifalaust forsætisráð- herra og hefur gegnt því embætti með brauki og bramli síðan. Þar fór honum sem öðrum fræg- um Viðeyjarfara nokkrum öldum áður þegar Jón biskup Arason brá sér út í eyju og dreifði þar öllu í flæði og flaustur með brauki og bramli. En eins og Thorsarinn sem barð- ist sjónumhryggur til fátæktar berst Davíð til fylgisleysis og þarf bæði atorku og útsjónasemi til. Eftirsóknarverð stærð í skoðanakönnun DV er Sjálf- stæðisflokkurinn orðinn þriðji stærsti flokkurinn, snöggtum minni en Alþýðubandalagið en fylgi Framsóknar er orðið þriðj- ungi meira en Sjálfstæðisflokksins og þykir engum mikið miðað við frammmistöðu flokkanna í þeim pólitísku sviptingum sem yfir hafa Kratar halda fylgi sínu sem telja má eðlilegt þar sem þeir hafa ekki brugðið út af neinum kratasið og berjast hvorki til fátæktar né ríki- dæmis en eru duglegir að brjóta sjálfa sig í spón af einskærum klaufaskap og fást aðrir ekki um það eða koma þar nærri. Fjórðungur íandsmanna, og eru kratar þar meðtaldlir, styðja ríkis- stjómina en þrír fjórðu eru henni andvígir samkvæmt skoðanakönn- uninni. Er fylgið við ríkisstjómina þar með miklum mun minna en það fylgi sem stjórnarflokkarnir þó slampast á að hafa samanlagt. Ekki fer á milli mála að vel er að verki staðið við að berjast til fylgis- leysis og hefur það tekið Davíð tvö ár sem flokksformaður og hálft annað ár í stóli forsætisráðherra að rýja fylgið svo af Sjálfstæðisflokkn- um að hann er á góðri leið með að ná kratastærð og mun áður en langt um líður berjast við femín- istana um hver verði minnsti þing- flokkurinn. Brandarí Því verður ekki neitað að aðdáun- arverð er sú eljusemi sem Davíð og kappar hans hafa sýnt í viðleitni sinni að rýja flokkinn öllu trausti og þar með fylgi. Aldrei er neitt tækifæri látið ónotað til að reka homin í andstæðinga sína, ímynd- aða og raunverulega og engin stjórnarathöfn er framkvæmd án þess að lítilsvirða skoðanir annarra og troða einhverjum um tær. Samkomulag og sættir eru ekki um nokkurt mál heldur em þau útkljáð með einsýni og valdi og á slíkt að sýna stjómsemi. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega í msli og er unnið ötullega að því að mala hann enn betur með því að berjast til áhrifaleysis og er enginn betur til þess fallinn en núverandi flokksforysta. Davíð Oddsson er mikill brandara- karl og hófst vegur hans og vinsæld- ir með spaugilegum sögum og til- svörum. Það sem hann gerir best er að vera fyndinn og skemmtilegur og er hann hvers manns hugljúfi þegar sá gállinn er á. Ekki veit maður nema Jónas stýri- maður hafi lýst baráttu Thorsarans, sem að framan getur, af gáska og gamansemi þótt alvöruþungi sé í frásögninni. Að sama leytinu er það kannski skemmtilegt spaug hjá Dav- íð að minnka Sjálfstæðisflokkinn niður í kratastærð og eru áreiðan- lega einhverjir sem kunna að meta glensið og brosa í kampinn. En hvort íhaldinu er skemmt er svo önnur saga og vonandi ekki leiðinleg fremur en sú tiktúra Thorsarans að berjast til fátæktar. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.