Tíminn - 29.01.1993, Síða 4

Tíminn - 29.01.1993, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 29. janúar 1993 „Það er eng- inn Lewis Barger hjá Carolco“ Tíminn hafði aftur samband við Le- wis Barger, sem hafði í samtölum við Tímann á fimmtudag og föstudag síðastliðinn, kynnt sig sem blaðafull- trúa kvikmyndafyrirtækisins Carolco Pictures og starfaði hann fyrir útibú fyrirtækisins í North Carolina fylki. í samtali við Tímann í gær hélt hann sig enn við sögu sína, en neitaði að öðru leyti að tjá sig og virtist óörugg- ur með sig. Robert Goldsmith, yfir- maður lögfræðideildar Carolco Pict- ures í Hollywood, hefur aldrei heyrt á hann minnst og kemur ekki fyrir á launaskrám fyrirtækisins. í samtölum sínum við undirritaðan fyrr, hafði Lewis Barger lagt áherslu á að ekki yrði fjallað um málið ann- ars yrði ekkert af umræddum kvik- myndatökum hér á landi. í samtöl- um við Lewis Barger í gær, var það sama upp á teningnum. Hann sagði að hann ynni á skrifstofu Carolco Pictures í North Carolina, en sagðist ekkert vita um bamsrán á íslandi, en sagðist hins vegar þekkja Jaqueline Davies vel og hafa oft unnið með henni. f samtölum sínum við blaðamann fyrir helgi sagði Barger að einn fram- leiðanda myndarinnar væri ekki ánægður með þá þróun mála, að sagt yrði frá tökunum og hann hefði hót- að því í samtölum við Barger að verk- ið yrði flutt frá íslandi, til Noregs. í gær neitaði Barger að segja frá nafni þess framleiðanda og sagði jafnframt að líklega hefði verið hætt við gerð myndarinnar hér á landi og hún yrði kvikmynduð annars staðar. Robert Goldsmith, yfirmaður lög- fræðideildar Carolco Pictures í Hollywood, sagði í samtali við Tím- ann að það væri enginn Lewis Barger starfandi fyrir fyrirtækið í North Car- oltna og í raun hefðu þeir engan blaðafulltrúa þar, en hins vegar hefðu þeir kvikmyndaver þar. Hann sagði að það hefði verið haft sam- band við hann fyrr í gær, og í hvert sinn sem sagan hefði verið sögð hon- um, þess ótrúlegri yrði hún. Robert sagðist í samtalinu vera reiður yfir því að þetta fólk hefði notað nafn fyr- irtækisins í þessa þágu og sagðist mundu hafa samband við þennan Le- wis Barger og krefja hann skýringa. -PS Bamaræningjarnir sem handteknir voru í Leifsstöð í gærmorgun: Dómari frestaði ákvörðun um gæsluvarðshaldsúrskurð Ótrúlegur blekkingaleikur. Mannræningjar afhjúpa sig í skelfingaræði vegna óvæntrar og óþægilegrar athygli: Fréttin sem hrelldi atvinnubarnaræningia Fjölskylda barnanna telur að frétt Tímans sl. fóstudag undir grá- glettinni fyrirsögn um hugsanlegan nýjan íslandsvin í Sylvester Stallone, hafi eyðilagt fyrirætlanir hóps bandarískra lukkuriddara sem í samvinnu við feður tveggja íslenskra stúlkubarna höfðu gert þaulskipulagða áætlun um að ræna bömunum. Flest bendir til að þessi ályktun eigi við rök að styðjast, eins og fram kemur á öðmm stað í blaðinu. Mannránsmálið er allt með þeim endemum vaxið að fáum gat dottið í hug að um jafn stórkostlega svik- amyllu væri um að ræða, eins og nú er komið á daginn. Eða hverj- um dettur svo sem í hug að vera gerður óafvitandi að þátttakanda í einhverskonar leikriti þar sem leiksviðið er ísland, Sviss og Bandaríkin? Ekki einu sinni móð- urinni sem „kvikmyndafólkið" réð til starfa við upplogna kvikmynd með stórstjömum í þeim tilgangi einum að ræna hana bömum hennar og flytja úr landi. Fréttaskot um stórmynd Upphaf þessa máls hér á Tíman- um er á þann veg að þriðjudags- kvöldið 19. janúar fékk fréttastjóri Tímans fréttaskot. í því var greint frá að í uppsiglingu væri taka kvik- myndar á íslandi með stórstjörn- unum Sylvester Stallone og Kim Basinger á vegum Carolco Pictur- es. Ákvörðun um þetta lægi fyrir, Stallone væri búinn að undirrita samninga við félagið en ekki Bas- inger en undirskrift hennar væri svo gott sem tryggð. Hér á Iandi væri þegar komið fólk til að finna tökustaði og athuga að- stæður. Heimsfrægur svissneskur Ieikstjóri hefði verið ráðinn og einn lífvarða Stallones væri hér einnig til að athuga hvemig best yrði komið við að verja líf hetjunn- ar. Síðast en ekki síst: Búið væri að ráða íslenskan umboðsmann eða tengilið félagsins hér á landi. Ljósfælnar stjörnur Blaðamaður Tímans hafði strax á fimmtudag í síðustu viku samband við Jacquline Davies á Hótel Sögu sem gaf sig út fyrir að vera starfs- mann Carolco Pictures og væri að leita að tökustöðum vegna vænt- anlegrar stórmyndar. Málið væri hins vegar á mjög viðkvæmu stigi og hún myndi hafa samband síðar um daginn. Jacquline hringdi ekki aftur. Það gerði hins vegar maður að nafni Lewis Barger sem kvaðst vera upp- lýsingafulltrúi útibús Carolco í North-Carolina. Þessi maður stað- festi við blaðamann Tímans að bú- ið væri að ákveða að taka þessa mynd og samningar væm klárir við Stallone. En vegna þess að samningar við Kim Basinger væru ekki frágengnir, mætti alls ekki birta frétt um málið. Hún væri af- skaplega uppstökk og gæti orðið vitlaus og hætt við allt saman. Þá væri framleiðandi myndarinnar brjálaður yfir því að málið væri orðið að fréttamáli. Það hefði átt að vera algert leyndarmál og allur ótímabær fréttaflutningur gæti orðið til þess að hætt yrði við að taka myndina á íslandi og allt klabbið flutt til Noregs. Barger spurði blaðamann hvort hann eða blað hans vildi bera ábyrgð á því að hundruða milljóna dala kvikmynd yrði ekki tekin á íslandi. Hann sparaði hvorki bænir né hótanir í þessu efni og gat þess jafnframt að sjálfur myndi hann missa vinnuna; „my neck is on the line,“ sagði hann meðal annars. Eftir þetta samtal fullvissaði Tíminn sig um það hjá sérfræðingum hér heima að það væri rétt að Stallone hafi áður leikið í myndum sem Carolco framleiddi og væri enn samnings- bundinn og að þetta stóra kvik- myndafyrirtæki væri með útibú víða og m.a. í North-Carolina. Auk þess var hringt í númer það sem Lewis Barger gaf upp og svaraði símastúlkan að um útibú Carolco væri að ræða og hjá talsambandi við útlönd var staðfest að númerið væri í Carolina fylki. Númerið er Laugardagur 23. janúar1993 15. tbl. 77. árg. VERÐILAUSASÖLU KR. 110,- 20 ár á Vest- ianna- /jagosi hrtfst á Heima- ommu eftir mið- ti aðfaranótt 23. •úar 1973. Saga r.s er rakin i iUr- grein í Timanum i dag. ftsíftur Í0-I3 Bandarískt kvikmyndafyrirtæki hyggur á gerð milljóna dollara myndar meö stór- stjörnum hér á landi á næstunni: Eignumst við Stall- one að íslandsvini? Simkvsmt ireibanltjum htimilJum Timtns cru samninjtavið- rxáur um töku bandxríiknir reilljóna ilallara itórmyndar i lokaslij(l oí «í af vcróur vcróa hafnar tökur i myndinni cftir um ijö vikur «u bandaríikt kvikmyndafyrírUcki itcndur aó £cró royndarínnar. Full- tníi fyrírtxkisins i ilóifstofu þcss f UandaríVjunum varóist allra fritta af railinu ( samtali vió Tímann í gxr. reindýr í byggð rlcg snjóilötf eru nú á ur f byggó. Þtssi hreindýr róum og jaróbönn fyrir • voru að reyna að kra/sa sig ( hcimahögum nióur úr fönnunum skammt ta þvf ( stórhópum niö- Tímamynd KCÞ. J.,kk:a Uikkonu .>c k>i.S....y.u ,cn mun c.ga að lcika islcnslu stúlku Mikil lcynd hrfur hv.li >-f.r nuil h«ssu J hilfu In ikniyndafyrirtxkis ins rn þcjtar hcíur vtnA laðinn is lcnskur umhoAsmaöur l'ivisiifariv og hins vcgar einn af lihvróum Syl- hans tnfur ckki fen>ti kvikinyndafyriruekim kvikniymlafynrtxkisi viófxóna við lciksijórann llini. tn.kkafulla a.Vallcikki.iu mun cija að lcika Islenskj stúlku s<m lcndir I slagtogi viA .Sylvntcr Slall Tlmans. riögrrt aó inn i myndina TOLVUR — KULU- PENNAR NÚTÍMANS? Fjallnð er um margvíslega nntkim tölva og möguleika i Tímanum i dag. I lclgarvið- talið á blaðsíðu 6-7 er viö Pétur Þorsteinsson. skrtlastjrtra á Krtpaskcri. Itöfttntl Is- lcnska menntanctsins. Þá er Qallað um tölvur og rætt við fólk um þau mál í blaðsiðum 14-15 og 16-17. hins vegar ekki hjá stúdíóum Car- olco í N- Carolina eins og fram kemur annars staðar. Munnlegt samkomulag var gert við Barger um að fréttin yrði ekki birt í föstudagsblaði en honum jafnframt sagt að ekki yrði beðið lengur en til laugardags. Vandséð væri hvað þyrfti að vera leynilegt við málið og auk þess ólíklegt að þau Basinger og Stallone gætu skilið það sem stæði í Tímanum og stæði vafalaust líka á sama. Hvor- ugt væri meðal áskrifenda blaðs- ins. Þræta við mann þennan hófst síð- an á ný á föstudeginum sl. og á endanum var honum sagt að frétt- in yrði birt. Nafn hans, Jacquline Davies og Kim Basinger yrði ekki nefnt að sinni og að hann fengi af- rit af fréttinni og endursögn henn- ar á ensku. „Ef fréttin birtist verð- ur engin mynd tekin á fslandi. Verkefnið verður flutt til Noregs," sagði Barger þá og kvaðst myndu missa vinnuna. Enn reynt að blekkja Enn var haft samband við Lewis Barger í gærkvöldi og honum gerð grein fyrir því að misheppnuð mannránstilraun hefði verið gerð af „starfsfólki" hans og fleirum á ís- landi. Barger þóttist ekkert vita um málið og skilja lítið í málinu. Hann hélt þó enn fast við það að enn ætti að taka mynd. Að vísu ekki á íslandi vegna þess að Tíminn væri nú búinn að eyðileggja það fyrir kvikmyndafélaginu og ís- lensku þjóðinni. —sá Eirts og við sögðum frá á síðum blaðsins í gær, þá var tveimur stúlk- um, fimm og tíu ára, rænt frá móð- ur sinni þar sem hún var sofandi á hótelherbergi. Þeim tókst þó ekki ætlunarverkið þar sem móðirin vaknaði og lét vita. Það voru tveir Bandaríkjamenn, feður stúlknanna, sem stóðu að baki ránsins ásamt þremur samstarfsmönnum, sem eru starfsmenn fyrirtækisins, Corporat- ed Training, sem sérhæfir sig m.a. í barnaránum af þessu tagi. Dómari frestaði í gær ákvarðanatöku um gæsluvarðhaldsúrskurð yfír mönn- unum tveimur sem handteknir voru á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Þeir eru James Grayson, faðir yngri stúlkunnar og síðari eiginmaður og upphafsmaður ránsins og forstjóri fyrrnefnds Corporated TVaining. Hatrömm forræðisdeila hefur átt sér stað milli móðurinnar og feðra bama hennar, einkum fyrmefnds síðari eiginmanns hennar. Hafði honum verið dæmt forræði telp- unnar og hún og stúlkumar báðar í framhaldi af því kyrrsettar í Florida. Hún hafði hins vegar flúið þaðan með börn sín og komst eftir króka- leiðum til íslands. Áætlun bamaræningjanna náði há- punkti aðfaranótt miðvikudags, þar sem hrinda átti bamsráninu í fram- kvæmd. Reyndar hefur Tíminn vissu fyrir því að frétt blaðsins á laugar- dag, þar sem sagt er frá áformum um að taka mynd með Stallone í að- alhlutverki, hafi gert mannræningj- ana áhyggjufulla og taugaveiklaða og því hafi þau breytt út af áætlun- um sínum og framkvæmt mun fyrr en ætlað var. Af þeim sökum hafi verkið ekki gengið eins og skyldi. Bamaræningjamir höfðu fengið Emu Eyjólfsdóttur, móður bam- anna, til að flytja ásamt börnunum á Hótel Holt, sem að sögn barnaræn- ingjanna var gert í öryggiskyni þannig að fjölmiðlar næðu ekki í hana. Á þriðjudagskvöld hafi þau setið og spjallað og er talið að þau hafi gefið Emu svefnlyf, sem hafi haft tilætluð áhrif. Þegar Ema vakn- ar hefur hún samband við lögreglu, sem bregður skjótt við og hefur samband við útlendingaeftirlitið sem tókst að stöðva tvo mannanna fimm, síðari eiginmann Emu og fulltrúa fyrirtækisins Corporated TVaining, sem tók að sér fram- kvæmd ránsins, ásamt yngri stúlk- unni og voru þeir handteknir. Jacquline Davies ásamt tveimur karlmönnum öðmm tókst hins veg- ar að komast í flug til Luxemborgar þar sem þau voru handtekin. í för með þeim var eldri dóttir Ernu og var hún send aftur til íslands með lyrstu vél. Þremenningamir voru hins vegar látnir lausir og er ekki gert ráð fyrir að framsals verði kraf- ist. Faðir yngri stúlkunnar og starfs- maður Corporated Training voru færðir í Síðumúlafangelsi og var krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yf- ir þeim í gær. Héraðsdómari tók sér sólarhringsfrest til að taka ákvörðun um varðhaldið. Feðmm beggja stúlknanna hefur verið úrskurðaður fullur umráðaréttur yfir stúlkunum tveimur, en eins og komið hefur fram á hún stúlkurnar með sitthvor- um fyrrverandi eiginmönnum. Gegn úrskurði dómstóla þess efnis, að hún mætti ekki hverfa á brott með dætur sínar, þá gerði hún það og kom hingað til lands þann 18. april síðastliðinn. -PS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.