Tíminn - 29.01.1993, Page 13
Tíminn 13
Föstudagur 29. janúar 1993
DAGBÓK
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Kínversk leikfimi kl. 13.30 í dag.
Gönguhrólfar fara frá Risinu kl. 10 á
laugardagsmorgun.
Leikritið Sólsetur sýnt laugardag kl. 16
og sunnudag kl. 17.
Kínversk-ísienska
menningarfélagiö
Kínversk-íslenska menningarfélagið
(KÍM) heldur félagsfund í Norræna hús-
inu n.k. laugardag, 30. janúar, kl. 15.
Fundarefni: Egill Rúnar Friðleifsson og
Sigríður Bjömsdóttir segja frá ferð vin-
áttusendinefndar til Kína haustið 1992.
Þorkell Sigurbjömsson segir frá heim-
sókn f Tónlistarháskólann í Shanghai.
Stefán Edelstein fjallar um 40 ára af-
mæli KÍM haustið 1993, en þá mun fé-
Iagið fá gesti frá Kína og Islendingar
munu halda sýningar í Kína.
Önnur mál verða einnig á dagskrá.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka
með sér gesti.
Námskeið og afmælisfundur
Starf Kvenréttindafélags íslands er
mjög öflugt um þessar mundir. Einn lið-
ur í staríinu er að gangast fyrir fjöl-
breyttu námskeiðahaldi. EfÚrfarandi
fimm námskeið hefjast f þessari og
næstu vikum: Framkoma í fjölmiðlum,
Saga KRFÍ og kvennabaráttu á íslandi,
Fjármál I — samskipti við stofnanir,
Fjármál II — fjárhagur einstaklinga,
Greinaskrif. Einnig er áformað að vera
síðar í vetur með námskeið um Ræðu-
mennsku og fundasköp og Óvígða sam-
búð. Þátttökugjaldi er stillt mjög í hóf og
á námskeið þessi eru allir velkomnir,
bæði félagar og aðrir.
Afmæli félagsins er 27. janúar, en þá
verður það 86 ára. f tilefni af því verður
haldinn opinn rabbfundur að morgni
laugardagsins 30. janúar að Gauki á
Stöng. Gestur fundarins verður Inga
Huld Hákonardóttir, sem mun fjalla um
bók sína „Fjarri hlýju hjónasængur",
sem út kom nú fyrir jólin.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu
félagsins að Hallveigarstöðum, Túngötu
14, og í síma 18156, klukkan 13 til 15
alla virka daga.
Þíbilja frumsýnir Brúðuheimilið
eftir Ibsen
Leikhúsið Þíbilja frumsýnir Brúðu-
heimilið eftir Henrik Ibsen, í Tjamar-
bíói, föstudaginn 29. janúar.
Með hlutverk Nóru fer Rósa Guðný
Þórsdóttir, en aðrir leikarar sýningarinn-
ar eru Eggert Þorleifsson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Inga Hildur Haraldsdóttir,
Ari Matthíasson og Ingrid Jónsdóttir.
Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir, leik-
mynd og búninga gerir Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir, Ijósin eru í höndum Áma
Baldvinssonar, Guðrún Þorvarðardóttir
sér um hárgreiðslu og Sylvía von Kos-
poth aðstoðaði við hreyfmgar. Sveinn
Einarsson þýddi leikritið.
Brúðuheimilið, sem er með frægari
leikritum Ibsens, er margslungið verk og
eitt af öndvegisverkum leikbókmennt-
anna. Leikurinn gerist á heimili Helm-
ershjónanna á seinni hluta síðustu aldar
og segir frá uppgjöri, sem á sér stað í
hjónabandi þeirra, og jafnframt vakna
spumingar um frelsið, ábyrgðina og
hamingjuna. Hvaða Ieiðir liggja þangað?
Og hvaða fómir verður að færa til að
komast þangað og verða heill í samskipt-
um sínum við sjálfan sig, aðra og samfé-
lagið sem við lifum f?
Þíbilja hefur nú þegar öðlast sess í leik-
húslífi Reykjavíkur. Þetta er fjórða verk-
efni Ieikhússins og jafnframt fjórði sýn-
ingarstaður. Síðasta sýning Þíbilju, Dal-
ur hinna blindu, var tilnefnd til menn-
ingarverðlauna DV.
Sýningar verða sem fyrr segir í Tjamar-
bíói. Allar nánari upplýsingar í síma
610210.
Geirmundur Valtýsson og
gestir á Hótel Island
Laugardaginn 6. febrúar fmmsýnir
Hótel ísland skemmtidagskrá, undir
stjóm Magnúsar Kjartanssonar, byggða á
lögum Geirmundar Valtýssonar sem
verður síðan á dagskrá á laugardags-
kvöldum fram eftir vori. Geirmundur
fær til liðs við sig fjölda landsþekktra
söngvara, eins og Helgu Möller, Guð-
rúnu Gunnarsdóttur og Ara Jónsson,
sem munu flytja Iög skagfirska sveiflu-
konungsins gegnum tíðina og tvímæla-
laust rifja upp margar góðar minningar
með gestum. Matreiðslumenn Hótel ís-
lands töfra fram glæsilega þríréttaða
máltíð, sem boðið verður upp á samhliða
skemmtidagskránni. Upp úr miðnætti
tekur hljómsveit hússins við, stórhljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar, og leikur
fyrir dansi fram eftir nóttu. Verð á þrí-
réttaðri máltíð og skemmtun er kr.
3.900.
Frá Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnvetn-
ingabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2.
febrúar kl. 20.30 á Kirkjuloftinu. Að að-
alfundarstörfum Ioknum verða kynntar
umhverfisvænar hreinlætis- og snyrti-
vörur. Kaffiveitingar.
If
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd
við andlát og útför ástkærrar móöur okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Stefaníu Guðrúnar Grímsdóttur
frá Húsavík f Strandasýslu
Skjólbraut 1 a, Kópavogi
Einnig kærar þakkirtil starfsfólks á Fannborg 1, Skjólbraut 1 a, Kópavogi,
og starfsfólks og lækna sem önnuðust hana á Borgarspítalanum.
Grímur Runólfsson
Sigfríöur Runólfsdóttir
Agnar Runólfsson
Óli S. Runólfsson
Ragnheiður Runólfsdóttir
bamaböm og barnabarnaböm
Katrfn Oddsdóttir
Guðjón Andrésson
Guðbjörg Vllhjálmsdóttir
Lýður Magnússon
1Í
Eiginmaður minn
Haukur B. Guðjónsson
Glæslbæ 17, Reykjavfk
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda
Svanborg Jónsdóttlr
Höfundur Morse og aöalsöguhetjan eiga margt sameiginlegt:
„EN ÉG ER EKKI
SMASAL," SEGIR
COLIN DEXTER
Þremenningarnir John Thaw (Morse), Kevin Whately (Lewis) og
Colin Dexter eiga langt og heilladrjúgt samstarf aö baki. Meira en
750 milljón manns um allan heim horfa á sjónvarpsþættina þeirra
sér til ánægju.
Morse aðalvarðstjóri, skímamafn
óþekkt, steig sín fyrstu spor í
bresku sjónvarpi 6. janúar 1987. En
„getnað" hans má rekja allt að 15
árum fyrr í rigningarfríi í Wales
1972, þegar skapari hans, Colin
Dexter, var búinn með alla þolin-
mæði og allar bækur og ákvað að
hann hlyti að geta skrifað glæpa-
sögu „eins góða og þessa ömurlegu
sem ég var að ljúka við,“ segir
hann.
Eftir um fimm bls. var fyrsta kafla
Iokið, og fríinu líka, og fæddur var
hinn nú frægi og vinsæli Morse að-
alvarðstjóri. Sex mánuðir Iiðu áður
en höfundurinn tók til við fram-
haldið, tíminn fór í að hlusta á vin-
sæla útvarpsþætti og dveljast á
kránni. En svo kláraðist handritið
og var sent útgefanda, sem endur-
sendi það um hæl „með þeirri skýr-
ustu gagnrýni sem ég hef fengið,"
segir höfundurinn, sem ekki lét
deigan síga heldur sendi handritið
næsta útgefanda, sem tók það óðara
til birtingar. Hverju hafði hann
breytt? „Engu, ég hef aldrei tekið
mark á neikvæðri gagnrýni," segir
Dexter.
Colin Dexter kenndi latínu og
grísku í 12 ár, svo ekki er furða þó
að afkvæmi hans sé vel að sér í
klassískum fræðum. Hann segir það
skemmtilegasta starf, sem hann
hafi nokkum tíma unnið, en heym-
ardeyfa stöðvaði hann í kennslunni.
Morse er mikill krossgátugarpur
og ræður fræga og stóra krossgátu
The Times í lestinni milli Oxford og
Didcot, tíu mínútna ferð. Dexter
hefur unnið marga krossgátusigra,
hefur orðið meistari í frægum sam-
keppnum og samdi krossgátur fyrir
Oxford Mail í mörg ár.
Ást á bjór eiga þeir líka sameigin-
lega. Dexter segist innbyrða flestar
sínar hitaeiningar í fljótandi formi,
sem hann eigi reyndar helst ekki að
gera, sykursjúkur maðurinn. En
bjórinn sé bara svo afskaplega góð-
ur, vel að merkja sé kráareigandinn
góður bjórvörslumaður; það skipti
öllu máli, bjór sé ekki hægt að falsa
eins og t.d. rauðvín.
Og hvað um tónlistarsmekkinn,
hlustar Dexter líka á Wagner? Já,
Colin Dexter heldur mest upp á
tónskáld ofanverðrar 19. aldar,
Wagner, Mahler, Bruckner. En hann
hefur líka ást á Mozart og Beetho-
ven. Og ljóð em líka í miklu dálæti
hjá honum.
Og þá er komið að skapgerðarein-
kennum Morse, sem Colin Dexter
segist alltaf hafa vitað nákvæmlega
hvernig hann vildi hafa. „Ég sé
hann sem þunglyndan og ofurlítið
viðkvæman, frekar en önugan —
svolítið bölsýnan. En skopskynið er
í lagi. Hann er mjög gáfaður, vegna
þess að ég vildi hafa hann þannig!"
En hvað með smásálareinkenni
Morse, sem gjarnan lætur Lewis
borga fyrir sig bjórinn og er ófeim-
inn að segja undirmönnum til
syndanna í áheyrn annarra? „Ég
myndi sjálfur aldrei gera hið síðar-
nefnda, þó að ég geti verið stuttur í
spuna ef mér finnst að mér þrengt.
En ég myndi aldrei fremja þann
glæp glæpa að borga ekki mína um-
ferð af bjórnum. Þar erum við
Morse ekki líkirl"
Reyndar er höfundurinn, og þeir
sem hafa kynnst Morse, svo ánægð-
w- " •'í'
í spegli
■ imans
ir með sköpunarverkið, sem Colin
Dexter segir reyndar ekki hvað síst
því að þakka hversu snilldarlega
John Thaw túlkar persónuna, að
hann hefur ekkert breyst á öllum
þessum tíma, nema hvað glöggir
Iesendur bókanna og áhorfendur
sjónvarpsþáttanna hafa komist að
því að augnliturinn hafi tekið breyt-
ingum. Colin segir það eigin
gleymsku að kenna! En Lewis hefur
mikið breyst og þar koma áhrif Ke-
vins Whately til sögunnar.
Nú hefur John Thaw gefið til
kynna að hann sé orðinn þreyttur á
Morse og vilji hætta. Colin finnst
það skiljanlegt, hver þáttaröð taki
hálft ár í framleiðslu og árin séu
orðin sjö. En það má heyra á hon-
um að hann er ekki vonlaus um að
takast megi að gera stöku undan-
tekningu.
Og ætlar hann að skapa fleiri
söguhetjur en Morse? Nei, hreint
ekki. Colin segir að það eina sem
hann kann, sé að skrifa bækur um
Morse aðalvarðstjóra, sem gefur
skímamafn sitt til kynna með bók-
stafnum E. eingöngu. Hvað leynist
á bak við E-ið kemur kannski ein-
hvem tíma í ljós.