Tíminn - 05.02.1993, Page 1
Föstudagur
5. febrúar 1993
24. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Hittast
Clinton og
Jeltsin i
Bandaríska blaðið US-News
and Woríd Report segir í frétt
að það hafi heimildir fyrir því
að sá möguleiki sé ræddur í
Bandaríkjunum ojg Rússlandi
að Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, og Jeltsin, forseti Rúss-
lands, hittist á fundi í Reykja-
\nk í júní í sumar. Ríkisútvarp-
ið greindi frá þessu f gær.
Engin leið er að fá þaö stað-
fest hvort þessi fundur og
fundarstaður er til umræðu
meðai ráðamanna í Washing-
ton og Moskvu. Bæði Cliníon
og Jeltsin hafa gefið yfiríýs-
ingar um að þeir hafi áhuga á
að hittast, en enn hefur ekkert
verið ákveðið í þeim efnum.
í bandaríska sendiráðinu í
Reykja\nk kannast menn við
orðróm um fund forsetanna í
Reykjavík, en geta ekkert sagt
nánar um málið. Hcimilár
herma að Clinton forseti
áformi að fara til Evrópu í
sumar og hitta þar þjóðaríeið-
toga. Ekid er útilokað að hann
hitti Jeitsin í þeirri ferð og þá
hugsanlega I Reykjavík. -EÓ
Stúdentar telja að fjöldatakmarkanir í Háskóla íslands feli í sér grundvallarbreyt-
ingu á menntastefnu þjóðarinnar:
Háskólaráð samþykkif
fjöldatakmarkanir í Hl
Háskólaráð samþykkti í gær tillögu sem veitir ráðinu heimild til að tak-
marka fjölda stúdenta sem stunda nám við Háskóla íslands vegna skorts á
aðstöðu til kennslu. Tillagan veitir Háskólaráði einnig heimild til að krefj-
ast þess að nemendur í tilteknum greinum ljúki ákveðnu undirbúningsnámi
til viðbótar við hefðbundið stúdentspróf. Stúdentar eru mjög ósáttir við til-
löguna og telja að hún feli í sér grundvallarbreytingu á menntastefnu þjóð-
arinnar.
„Að mínu mati felur þessi tillaga í
sér gjörbreytingu á menntastefnu
þjóðarinnar. Fram að þessu hefur
Háskóli íslands verið öllum opinn að
uppfylltum þessum forkröfum sem
stúdentsprófið er. Þessi réttur íslend-
inga til æðri menntunar er tekinn af
þeim að okkar mati. Það er mikil
hætta falin í þessari heimild," sagði
Oddný Mjöll Arnardóttir, fúlltrúi
Stúdentaráðs í Háskólaráði
Lagabreyting á Alþingi þarf að koma
til áður en tillaga Háskólaráðs öðlast
gildi. Tillagan mun nú fara til
menntamálaráðherra sem væntan-
lega leggur málið fyrir Alþingi í vor.
Það var háskólarektor sem bar til-
löguna upp í Háskólaráði. Leitað hef-
ur verið umsagnar allra deilda skól-
ans og hafa flestar lýst yfir stuðningi
við hana, en margar með þeim orð-
um að þær geri það af illri nauðsyn.
Nefnd í Sjálfstæðisflokknum vill breyta kosn-
ingalögum m.a. þannig að atkvæðisréttur milli
landshluta verði jafnaður:
Verður þingmönnum
fækkað úr 63 í 53?
Stjórnskipunar- og réttarfarsnefnd
Sjálfstæðisflokksins hefur lagt
fram tillögu um breytingu á kosn-
ingalögum. Tillagan felur m.a. í sér
að þingmönnum verði fækkað úr 63
í 53, kjördæmum verði fjölgað úr
átta í ellefu, hvert kjördæmi kjósi
sér þijá þingmenn og 20 þingsæt-
um verði úthlutað út frá úrslitum á
landinu öllu til jöfnunar milli
flokka. Tillagan hefur verið send til
umsagnar til flokksfélaga, en gert
er ráð fyrir að flokkurinn taki efnis-
lega afstöðu til hennar á landsfundi
í haust
í stjómskipunar- og réttarfarsnefnd
Sjálfstæðisflokksins sitja Ásdís J.
Rafnar, Ari Edwald, Björn Bjama-
son, Gunnar Jóhann Birgisson og
TVyggvi Gunnarsson.
Nefndin ræddi ýmsar tillögur um
breytingar á kosningalögum m.a. að
breyta landinu í einmenningskjör-
dæmi með einni umferð eins og
þekkist í Bretlandi, einmennings-
kjördæmi með meirihlutakjöri eins
og þekkist í Frakklandi, einmenn-
ingskjördæmi og landslista og hið
írska kerfi sem ungir sjálfstæðis-
menn mæltu með fyrir 15 ámm.
Nefndin varði hins vegar mestum
tíma í að ræða tillögu sem felur í sér
breytingar á því kerfi sem nú er
byggt á. Tillagan gerir ráð fyrir að
þingmönnum verði fækkað úr 63 í
53. Reykjavíkurkjördæmi verði skipt
í þrjú kjördæmi og Reykjaneskjör-
dæmi í tvö kjördæmi. Kjördæmin
í tillögunni segir orðrétt: „Háskóla-
ráði er heimilt, að fenginni tillögu
hlutaðeigandi deildar eða náms-
brautar, að áskilja að auki að nem-
andi hafi Iagt stund á tiltekið nám í
greinum til stúdentsprófs, sem
tengjast beinlínis námi í viðkomandi
deild eða námsbraut og em óhjá-
kvæmilegur undirbúningur að því.
Háskólaráði er heimilt, að fenginni
rökstuddri tillögu hlutaðeigandi
deildar eða námsbrautar að takmarka
fjölda stúdenta sem verða teknir þar
til náms á fyrsta námsári og í fram-
haldsnámi, vegna skorts á aðstöðu til
kennslu á hverjum tíma.“
Tillagan var samþykkt í leynilegri
atkvæðagreiðslu með 9 atkvæðum
gegn 5. Tveir seðlar voru auðir.
Stúdentaráð er afar óánægt með til-
löguna og samþykkti í vikunni álykt-
un þar sem henni er harðlega mót-
mælt. í ályktuninni segir m.a.: „Verði
þessar breytingar samþykktar á Al-
þingi íslendinga er opnað fyrir marg-
víslegar takmarkanir á rétti lands-
manna til þess að stunda nám á há-
skólastigi, ýmis þannig að menn fá
ekki tækifæri til að spreyta sig í því
námi er hugurinn stendur til eða svo
að á síðari stigum námsins standi
menn frammi fyrir hindrunum sem
aðrar ástæður liggja til en að við-
komandi hafi ekki staðist kröfur há-
skólans. Með slíkri lagabreytingu
væru því mikilvæg réttindi tekin af
fjölda íslendinga í nútíð og framtíð."
-EÓ
verði þannig ellefú í stað átta. Tillag-
an gerir ráð fyrir að hvert kjördæmi
kjósi þrjá þingmenn. Tuttugu þing-
sætum verði úthlutað út frá úrslit-
um á landinu öllu til jöfhunar milli
flokka. Heimilt verði að ákveða í
kosningalögum hvemig þessi 20
þingsæti skiptist milli kjördæma á
grundvelli kosningaúrslitanna
sjálfra.
Núverandi kosningalög fela í sér
nær algjöran jöfnuð milli flokka.
Hins vegar er vægi atkvæða mjög
mismunandi milli kjördæma. Þann-
ig vegur atkvæði greitt á Vestfjörð-
um þrefalt þyngra en atkvæði greitt í
Reykjavík. Ýmsir viljað jafna þennan
mun.
í kosningastefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins frá 1991 segir að stefna
flokksins sé að þingmönnum verði
fækkað og kosningalöggjöf tryggi
jaftiræði kjósenda. Þetta var hins
vegar ekki tekið upp í stefnuskrá rík-
isstjómarinnar m.a. vegna andstöðu
Alþýðuflokksins við markmið um
fækkun þingmanna. Stefna ríkis-
stjómarinnar er að einfalda kosn-
ingalöggjöfina og stefna að því að
tryggja sem mestan jöftiuð á at-
kvæðisrétti landsmanna.
í gær samþykkti miðstjóm Sjálf-
stæðisflokksins að boða til lands-
fundar flokksins 21.-24. október
næstkomandi. Þar verður tekin efn-
isleg afstaða til umræddrar tillögu
um breytingu á kosningalögum, auk
venjulegra landsfundarstarfa. -EÓ
í gær var ágætt skautafæri á Tjörninni í Reykjavík og þessar dömur nýttu sér aö sjáif-
Sögöu tækifærið. Tfmamynd Ámi Bjama
Karl og kona víxluðu óvart Vísakortum og gátu samt notað þau trekk
í trekk án athugasemda:
Allti lagi að víxla kortum?
Nokkuð virðist á það skorta að fólk
lesi á greiðslukortin sem það tekur
við eða notar sem greiðslu. Þannig
gerðist það t.d. nýlega að tveir við-
skiptavinir á bensínstöð, karl og
kona, víxluðu óvart kortunum sín-
um, sem gefin voru út hvort af sín-
um banka.
Þau héldu þvf á braut með röng
kort og voru búin að nota þau í 2 til
3 daga — konan fimm sinnum og
herrann þrisvar sinnum — þegar
hann tók loks eftir því að kortið
hans var frá allt öðrum banka en
hann var vanur. Og þegar hann fór
að lesa nánar á það, uppgötvaði
hann að á því var nafn einhverrar
konu. Þetta hafði þannig gengið í
samtals átta skipti án þess að af-
greiðslufólk tæki eftir að neitt væri
athugavert við kortanotkun þessara
einstaklinga. Þessi einstæða saga
kom fram í samtali við Einar S.
Einarsson, framkvæmdastjóra Vísa
ísland. En Tíminn spurði hann
hvort skilja mætti nýlega auglýs-
ingu (þar sem beint er til af-
greiðslufólks að sýna árvekni við
samanburð á nafni á korti og undir-
skrift á nótu) þannig að brögð væru
að því að fólk reyndi að falsa nafn,
eða skrifa kannski allt annað nafn
en á korti sem framvísað er. Einar
segir talsvert um það að fólk sem
kemst yfir kort frá öðrum reyni að
misnota þau með þessum hætti.
Þótt kortafals verði ekki talið neitt
stórvandamál þyki engu að síður
rétt að vekja athygli á þessu. Enda
sé þetta það eina sem kaupmenn
bera sjálfir fulla ábyrgð á. Vísa ís-
land beri ábyrgð á öllu sem fari um
posana, nema ef undirskriftin á út-
tektarnótunni reynist allt önnur en
hún á að vera. Þá sé hún bakfærð
aftur á viðkomandi verslun.
Einar segir nú um 70% allra við-
skipta fara fram með rafrænum
hætti. Og sú rafvæðing hafi leitt til
þess að kortafals hér innanlands
hafi snarminnkað. Mest hafi það
orðið um 4 milljónir fyrir þrem ár-
um, en hafi verið komið niður í 1
milljón á s.l. ári, eftir helmings
minnkun frá árinu áður. Þetta verði
að teljast mjög lágt hlutfall, sem
vitanlega sé hið besta mál fyrir alla.
Kortafals erlendis sé hins vegar
miklu hærra, þ.e. fals þar sem ís-
lensk greiðslukort koma við sögu,
eða kort sem sem hefur verið stolið
af fólki eða það hefur tapað á annan
hátt. - HEI