Tíminn - 05.02.1993, Page 3

Tíminn - 05.02.1993, Page 3
Föstudagur 5. febrúar 1993 Tíminn 3 Formannaráðstefna Barðinn hf. í Sandgerði kaupir línuskipið Eldeyjar Boða frá Keflavík fyrir 190 milljónir króna: KrtMert „Kaupin hrukku óvænt í lið- íim e«mfiAt // I inn og við kýldum á það“ Formannarádstefna aðiidar- félaga Alþýðusambands hvetjar kröfur hreyfingin ætlar sét að setja á oddinn í komandi samn- ingaviðræðum við atvinnu- rekendur. Samhliða því vcrður á fund- inum væntanlega tekín ákvörðun uin hvort aðildar- félögin ætla sér í samflot í komandi viðræðum, eða ekki. Þá er viöbúið að vaxtamálin komi tíl umræðu á fundinum forsætisráðherra hefur Barðinn hf. í Sandgerði hefur fest kaup á línuskipinu Eldeyjar Boða af Út- gerðarfélaginu Eldey í Keflavík. Kaupverð skipsins er um 190 miljónir króna og kvóti þess er um 420 þorskígildistonn að viðbættum 1200 tonna sfldarkvóta. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykld veðhafa og for- kaupsréttarhafa. en látið í það skína að hann muni ætla að beita sér fyrir víðtækum viðræðum um vaxfamálin. Ellert Eiriksson, bæjarstjóri í Keflavík, segir að bærinn muni ekki gera neinar athugasemdir við söluna og ekki nýta sér forkaupsréttar- ákvæðin þar sem skipið og kvóti þess er seldur innan Suðumesja, en ekki í annan landsfjórðung. Jón Norðfjörð, stjómarformaður Útgerðarfélags Eldeyjar, segir að fýr- irtækið standi mun betur að vígi eft- ir að hafa selt skipið en áður. Hann segir að „kaupin hafi hrokkið óvænt í liðinn og þeir hafi ákveðið að kýla á þetta til að létta ákveðnum þrýstingi af fyrirtækinu og lækka skuldir þess.“ Hann segir að þrátt fyrir að umsvif fyrirtæksins muni minnka sem nemur einu skipi telji hann að Eldey sé enn inni í myndinni í umræðunni um stofnun öflugs og alhliða sjávar- útvegsfyrirtækis á Suðumesjum til eflingar atvinnulífinu á svæðinu. En sveitarfélög á Suðumesjum eiga um 40% hlutafjár í Útgerðarfélaginu sem er almenningshlutafélag. Við stofnun þess gengu menn m.a. í hús á Suðurnesjum til að safna hluta- fjárloforðum sem þótti nýmæli þar syðra. Undanfarin misseri hafa Eldeyjar- menn verið að leita leiða til að létta á skuldastöðu fyrirtæksins sem jókst til muna eftir að kostnaður við end- urbætur og viðgerðir á Eldeyjar Boða í Noregi urðu mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Samhliða því lækkaði afúrðaverð um 14% á síðasta ári miðað við fyrra ár auk þess sem kvótinn var skorinn niður og því til viðbótar setti rysjótt tíðar- far strik í afkomu fyrirtæksins, sem gerir út línuskipið Eldeyjar Hjalta og togarann Eldeyjar Súluna. Ársafli skipanna þriggja á síðasta ári nam um 4 þúsund tonnum og þar af var utankvótaafli um eitt þús- und tonn auk þess sem skip fyrir- tæksins fiskuðu töluvert fyrir aðra kvótahandhafa á svokölluðum „Grandaveiðum.“ Aflaverðmæti skipanna var um 380 milljónir í fyrra og á þeim fimm árum sem út- gerðin hefur starfað hefur það greitt hátt í 600 milljónir króna í laun auk þeirra margföldunaráhrifa sem rekstur þess hefur haft á aðrar at- vinnugreinar á Suðumesjum. Hjá fyrirtækinu hafa unnið um 60-70 manns. -grh Umdeild ákvörðun bæjarstjóra Kópavogs. Haukur Ingibergsson formaður umhverfismálaráðs: Garðyrkjudeildin ætti að lifa Á bæjarráðsfundi í Kópavogi í gær, lagði Sigurður Geirdal bæjar- stjóri fram tillögur um að garð- yrkjudeild yrði lögð niður og einn- ig starf garðyrkjustjóra. Síðdegis í gær var svo garðyrkjustjóra og starfsmönnum deildarinnar til- kynnt að deildin yrði lögð niður og starfsemi hennar heyrði framvegis undir malbikunardeild bæjarins. „Þarna er verið að leggja niður þennan græna þátt og það er ótrú- legt að það sé bæjarstjóri Fram- sóknarflokksins sem stendur fyrir því,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður umhverfismálaráðs Kópavogs. „Starf garðyrkjustjóra er lagt niður og deildin sem slík líka og málefni hennar færð frá um- hverfismálaráði. Það er því greini- legt að þessi málaflokkur á fram- vegis að hafa mun minna vægi inn- an bæjarkerfisins. Framsóknar- menn börðust fyrir grænum Fossvogsdal í stað hraðbrautar, en nú ætlar bæjarstjórinn hins vegar að leggja grænu málin undir mal- biksdeildina og það er mjög á skjön við stefnu flokksins svo ekki sé meira sagt. Eins hefði bæjarstjóri mátt kynna þessar hugmyndir sínar í stofhunum flokksins áður en hann hrindir þeim í framkvæmd upp á sitt eindæmi," segir Haukur. Haukur telur einnig ámælisvert að bæjarstjóri skuli á fjölmennum fundi tilkynna garðyrkjustjóra að leggja eigi niður starf hans og deild. „Það er sérkennilegt að tilkynna mönnum slíkt og það yfir hópinn,“ segir Haukur. Haukur telur það vera fyrirslátt og yfirklór af hálfu bæjarstjóra að bera fyrir sig skipulagsbreytingar sem miði að því að tæki, vélar og vinnu- afl nýtist betur eftir skipulagsbreyt- inguna. „Staðreyndin er sú að garð- yrkjudeildin er lögð niður. Undir þessa deild hefúr fallið rekstur sem hefur numið milljóna tugum á hverju ári og hann hverfúr með öllu,“ segir Haukur. „Bæjarstjórinn talar um að þetta séu skipulagsbreytingar en hér er miklu frekar spuming um pólitísk- ar áherslur. Það er þannig í pólitík að verk manna tala ekki síður en orð þeirra," sagði Haukur að lok- um. -HÞ Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi um skipulagsbreytingar í stjórn bæjarins: GRÆN SVÆÐI VERÐA EKKI AFGANGSSTÆRÐ í MALBIKI „Það er ekki verið að leggja neitt niður heldur er verið að bæta við. Þetta heiti breytist og það sem er í dag garðyrig'ustjóri verður annars vegar landlagsaridtekt og hins veg- ar garðyrkjufulltrúi," segir Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. Sigurður kannaðist ekki við neina gremju meðal framsóknarmanna heldur sé aðeins einn maður; for- maður umhverfismálaráðs, sem telji eitthvað undan sér tekið, en Tíminn spurði Sigurð í gær um gagnrýni Hauks Ingibergssonar, formanns umhverfisráðs, á þá ákvörðun bæj- arstjóra að leggja niður garðyrkju- deild og sameina hana malbikunar- deild í hagræðingarskyni. Einar Olgeirsson látinn Einar Olgeirsson fyrrverandi al- þingismaður er látinn, níræður að aldri. Einar Olgeirsson fæddist 14. ágúst árið 1902 á Akureyri og var einn helsti forystumaður íslenskra vinstri manna og kommúnista og sat á þingi í 30 ár frá 1937-1967 þar sem hann þótti harðskeyttur andstæð- ingur. Einar nam bókmenntir við Kaupmannahafharháskóla 1921 og einnig í Berlín. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfúm og var m.a. ritstjóri Þjóðviljans og tímarits- ins Réttur og formaður Sameining- arflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins frá stofnun hans árið 1939 til 1968. Auk þess liggur eftir Einar fjöldi út- gefinna bóka og rita. Eftirlifandi eiginkona Einars er Sigríður Þorvarðsdóttir. -grh Sigurður segir að rekja megi ástæður fyrir þessum skipulags- breytingum aftur um tvö ár. „Þá gerðum við skipulagsbreytingar á öllu bæjarkerfmu. Síðan fórum við í deildirnar eins og félagsmáladeild og gerðum nauðsynlegar breytingar samfara þessu," segir Sigurður. Hann telur jafnframt upp deildir eins og fræðslu- og menningarsvið, fjármála- og skipulagssvið o.fl. „Þetta hefur allt gengið nokkuð vel en við áttum eftir tæknideildina. Það datt nú engum í hug að það yrði neitt upphlaup í kring um það. Heildarskipulagið er löngu sam- þykkt en við erum að greina þetta í verkefni og skipta á milli skipulags- vinnunnar þannig að hún lendi á skipulagsdeildinni, hönnunarvinn- an í hönnunardeild og framkvæmd- ir í framkvæmdadeild. Áður höfðu verið vinnuflokkar á vegum fleiri deilda,“ segir Sigurður. Sigurður vísar því á bug að með breytingunum verði grænu svæðin nokkurs konar afgangsstærð í mal- bikinu. „Framundan eru geysimikil átök í umhverfismálum og fjárveit- ing til grænna svæða hefúr verið aukin frá því sem áður var,“ segir Sigurður. -HÞ Til sölu Schulte 720 snjóblásari fyrir dráttarvél. H 11 súgþurrkunarblásari, HADZ 6 ha. díeselvél og Polaris snjósleði árg. ‘86 í góðu lagi. Upplýsingar í síma 94-4578 á kvöldin. Opið hús Kynning á meiraprófi Ökuskóli íslands hf., Dugguvogi 2, Reykjavík, kynnir starfsemi sína laugardaginn 6. febrúar næstkomandi. Opið hús verður frá kl. 14-17. Ökuskóli íslands. Sími 683841. GUÐMUNDUR MARKUSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Túngötu 5 - Pósthólf 319 -121 Reykjavík - Sími (91) 11711 - Fax: (91) 11730 HEF OPNAÐ LÖGMANNSSTOFU Tek að mér öll almenn lögfræðistörf, svo sem innheimtu skulda og skaðabóta, bú- skipti, eignaumsýslu, ráðgjöf, skulda- og skattskil fýrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig er boðið upp á tímabundna ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki á föstu verði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.