Tíminn - 05.02.1993, Side 12

Tíminn - 05.02.1993, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA m reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 HOGG- > DEYFAR Verslió hjá fagmönnum 1 GJvarahlutir LLL Hiuaarshörða I - s. 67-6744 3 Coldwater telur sig verða að bregðast við minni markaðshlutdeild með verðlækkun: Verð á fiskafurðum í USA lækkar um 3-8% Lækkunin er á bilinu 3- 8%. Stjómendur fyrirtækisins vonast eftir að með iækkuninni takist að auka sölu á þessum vörum, en að und- anförau hafa þorsk- og ýsuflök farið halioka í samkeppni við flsk frá samkeppnislöndum okkar. Lækkunin kemur stjómendum ís- lenskra sjávarafurða á óvart og telja þeir að hún hafi ekki verið tímabær. Þeir segjast hins vegar neyddir til að lækka verð á sínum vömm í takt við lækkunina hjá Coldwater. Markaðshlutdeild íslenskra fiskaf- urða á Bandaríkjamarkaði hefur minnkað umtalsvert á síðustu tveimur ámm. Ástæðurnar má m.a. rekja til þess að um tíma dró mjög úr framboði á fiski frá íslandi á Bandaríkjamarkað, samhliða auknu framboði til Evrópu og gengi dollars hefur verið lágt. Nú þegar gengi dollars hefur hækkað og aukinn áhugi er á að selja til Bandaríkjanna kemur í ljós að erfiðlega gengur að auka markaðshlutdeild íslenska fisksins á ný. Margir fiskkaupendur í Bandaríkjunum kaupa fisk af Kan- adamönnum, Alaskamönnum og Norðmönnum í auknum mæli og hafa dregið úr eða jafnvel hætt við- skiptum við íslensku fisksölufyrir- tækin. Forráðamenn SH telja sig ekki eiga annars úrkosta en að bregðast við í stöðunni með verðlækkun. Þeir vonast eftir að með því móti takist að auka sölu á þorsk- og ýsuflökum að nýju, en nokkuð hefur borið á birgðasöfnun síðustu misserin. Lækkunin þýðir að verð á þorsk- flökum í 5 punda pakkningum lækk- ar úr 3,10 í 2,85 dollara pundið. Verð á millilöguðum og sjófrystum flök- um lækkar úr 3,20 í 3 dollara pund- ið og verð á sérskornum flökum lækkar úr 3,20 í 3,10 dollara. Verðlækkunin kom stjómendum íslenskra sjávarafurða nokkuð á óvart og sögðust þeir ekki telja hana tímabæra. Þeir reikna með að ís- lenskar sjávarafurðir verði að bregð- ast við verðlækkun Coldwater með því að lækka verð á sinni fram- Ieiðsluvöru sem boðin er til sölu á Bandaríkjamarkaði. -EÓ Formaður Stýrimannafélags íslands og stýrimaður á Herjólfi kannast ekki við að þeim Her- jólfsmönnum hafi verið boðin 25 þúsund króna launahækkun á mánuði: Stjórn Herjólfs sat með hendur í skauti í 12 ár Jónas Ragnarsson, stýrímaöur á Her- jólfi og formaður Stýrímannafélags ís- lands, segist ekki kannast við að stjóm Herjólfs hafi boðið þeim 25 þúsund króna launahækkun á mánuði auk or- lofs, eins og varaformaður stjómar Herjólfs staðhæfði í gær. „Við könnumst ekki við að hafa séð þessa tölur uppi á borði hjá okkur. Ef satt væri þá er þessi upphæð auk orlofs- ins eitthvað sem kannski væri hægt að byrja að ræða." Engar formlegar samningaviðræður voru á milli deiluaðila í gær og svo virð- ist sem deilan sé í hnút. Að sögn Jónasar voru hins vegar allir fi'nu bílar stjómar- manna Herjólfs fyrir framan skrifstofúr fyrirtæksins í gær að viðbættum vinnu- bílnum „einni skítugri Lödu". Á meðan göngum við með hendur í vösum og bíð- um eftir kalli. Ég þori enn að ganga hér á götunum og er ekkert feiminn við að láta sjá mig. Ég er ekki viss nema að við höfum þó nokkuð mikla samúð héma.“ Jónas segir að það sé viss hefð fyrir „eðlilegu launabili" á milli undirmanna og yfirmanna. Hann segir að á farskipa- flotanum sé 15,4% launamismunur á milli annars stýrimanns og bátsmanns, samkvæmt upplýsingum frá Eimskip. Hinsvegar séu dæmi um það á Herjólfi að annar stýrimaður hafi haft allt að 35 þúsund krónum lægri laun en bátsmað- urinn á mánuði. Jónas Ragnarsson stýrimaður segir að þegar samningar vom gerðir síðast hafi verið bókað að það yrði byrjað að ræða um samræmt launakerfi um borð í skipinu, enda Ijóst að málið verði ekki leyst öðruvísi. „Þess í stað hafa stjórnendur Herjólfs nánast setið með hendur í skauti í fjóra mánuði, eða réttara sagt í tólf ár, án þess að gera neitt. Það eru vinnubrögð sem við erum ekki hrifnir af.“ Hann segir að stjóm Herjólfs geti aldr- ei leiðrétt þetta öðruvísi en með hækk- un og því álítur hann að stjóm Herjólfs hefði átt að ræða þetta mál við stýri- mennina og reyna að finna flöt á þessum mismun og í framhaldi af því hefði kom- ið eitthvað samræmt launakerfi um borð. „Undirmennimir em ekkert öfúnds- verðir af sínum launum og þeir hafa ekkert of mikið. En það er ekki málið. Viðhöfumbaraalltoflítið." -grh Tíniiim FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Mjög góð loðnuveiði hefur ver- ið út af Stokksnesi og f gær nam afli flotans um 20 þús- und tonnum á einum sólar- hring. Skipin voru ýmist á landleið eða að landa og var brætt á flestum loðnustöðum landsins. Svo virðist sem stór loðnu- kökkur séu þama á miðunum og ef veðrið setur ekki strik í reikninginn er allt eins víst að áframhald verði á veiðunum næstu daga og vikur. Teitur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Félags fslenskra fiskimjöl.sframltiðenda, segir að þrátt fyrir góðan afla sé kominn sá árstími að lýsi- sinnihald loðnunnar lækki um 1% í viku hverri og því dýr hver dagur, Engu að síður er loðnan afar væn og góð til bræðslu. AIIs munu 30-40 skip vera á miðunum sem er svo til allur sá fjöldi sem hefur einhvern loðnukvóta. Á haustvertíðinni fyrir ára- mót nam loðnuaflinn alls 212 þúsund tonnum en á þessu ári hafa veíðst tæp 46 þúsund tonn. Heildarveiðin er því orð- inn rúm 258 þúsund tonn og því eftir rúmlega 381 þúsund tonn af heildarkvóta Islend- inga sem er tæp 640 þúsund tonn. Aftur á móti kann svo að fara að bætt verði við kvótann ef niðurstöður ioðnumælinga Hafrannsóknarstofnunar gefa tilefni til þess. -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... FRANKFURT Þjóöverjar lækka vexti Seölabanklnn þýski lét I gær undan þrýstingi frá kreppuaöþrengdum viö- skiptarikjum sinum um aö lækka vexti. Á tveim mikilvægum sviöum voru vextir lækkaöir, annars vegar um 1/2% og hins vegar 1/4%. Dollarinn tók stökk upp á viö og verö á evrópskum hluta- bréfum hækkaöi. ZAGREB Króötum gengur ekki vel Króatiskir hermenn sem réöust inn I Krajina héraö fyrir tveim vikum, eiga I vandræöum meö aö vinna hemaðar- lega mikilvæga staöi frá brynvörðum Serbum sem hafa hreiöraö um sig gagnvart leiftursókninni, aö sögn hátt- setts embættismanns S.þ. I gær. Serbar létu stórskotahriö rigna yfir þorp Króata viö strönd Adrlahafs og yfirmenn þeirra sögöust hafa bundið enda á sókn króat- iska hersins á svæöinu. Rúmenar sögöu aö Júgóslavar heföu tekiö fjóra rúmenska dráttarbáta og yfir 20 flutningapramma á Dóná í hefndar- skyni fyrir að yfirvöld I Búkarest heföu framfylgt aöflutningsbanni S.þ. á granna slna. Leikarar i BELGRAD beindu þeim til- mæium til starfsfélaga um allt lýöveldið aö leggja niöur vinnu til aö mótmæla ráni á þekktum múslimskum leikara, lrf- an Mensur. IWASHINGTON sagöi Serbaleiötog- inn Radovan Karadzic aö fyrrum banda- rfski utanríkisráöherrann, Lawrence Eagleburger, ætti e.t.v. sjálfur aö svara til saka fyrir æsa til strlösrekstrar en Eagleburger hefur lýst þvl yflr aö Kar- adzic kunni aö vera striösglæpamaöur. CROSSMAGLEN, Noröur-lriandi IRA skýtur á breska bækistöA (rski lýöveldisherinn skaut i gær meö sprengivörpu aö vel vígbúnum bæki- stöövum Breta og olli talsveröum skemmdum og meiöslum á óbreyttum borgara. GENF Sólargeisli í Evrópu um miója nótt Rússneskt geimfar skaut sólargeisla yfir Evnópu fyrir dögun I gær, en þoka grnföi yfir meginlandinu og fólk hélt áfram að sofa vært meöan þessi sögulegi atburö- ur átti sér staö. BRUSSEL Góögerðamenn þrengja aó Mobutu Þau þrjú riki sem mest hafa látiö af hendi rakna til Zaire, Bandarikin, Belgla og Frakkland, em aö heröa tökin á Mó- bútú Sese Seko forseta til aö neyða hann til aö segja af sér völdum, aö þvl er stjómarerindrekar sögöu I gær. ISTANBÚL Heittrúarmenn fremja pólitísk moró Tyrkneski innanrikisráöherrann Ismet Sezgin sagöi I gær aö heittrúarmenn, þjálfaöir i Iran, heföu framiö a.m.k. þrjú pólitísk morö i Tyrklandi. .Þaö er Ijóst aö þeir sem frömdu moröin höföu tengsl viö lran,‘ sagöi Sezgin á blaöamanna- fundi. NAIRÓBl Eþíópskir flóttamenn heim Um 400.000 eþlópiskir flóttamenn tygj- uðu sig til heimfarar með aöstoö S.þ. I gær eftir aö Kenýa, sem veitti þeim hæli I tvö ár, rak þá burt. KÚVEIT Tal um stríó og hefnd spillir fyrir Kúveitar sögöu i gær aö sifellt tal Iraka um strlö og hefnd væri ein aöalhindmn- in fyrir friöi viö Persaflóa, burtséö frá þvl hvað yröi um Saddam Hussein forseta. KAIRÓ Herskáir múslimar kasta sprengju Þrir herskáir múslimar hentu sprengju aö langferöabil meö 15feröamenn á leiö til pýramidanna en enginn meiddist, aö þvi er öryggisyflrvöld Egyptalands sögöu I gær. DENNI DÆMALAUSI „Ég trúi ekki að þú hafir nokkru sinni séð tannálfinn. “

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.