Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 6. febrúar 1993
Að viðhalda heilsteyptu
og „góðu“ þjóðfélagi
í dag hefst í Borgartúni 6 í Reykjavík ráðstefna á vegum Kennara-
háskóla íslands undir yfirskriftinni „Staða grunnskólans: Lengri
skóladagur — lengra skólaár“. Hverju breytir það íyrir undirbún-
ing og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi?
Það er Rannsóknastofnun Kennaraháskóla íslands sem gengst
fyrir ráðstefnunni í nafni skólans, og til þess að fræða lesendur
um stofnunina og verksvið hennar föluðumst við eftir viðtali við
varaformann hennar, Börk Hansen.
Börkur hefur lokið doktorsprófi í
stjórnsýslufræðum í menntamál-
um (educational administration)
frá Kanada og hefur umsjón með
námi fyrir starfandi skólastjórn-
endur, sem er sérstök námsbraut
við Kennaraháskólann. Fyrst spyrj-
um við um hve gömul Rannsókna-
stofnunin sé.
„Rannsóknastofnunin er ekki
gömul, því hún var fyrst sett á lagg-
irnar fyrir rúmu ári,“ segir Börkur.
„Fyrst og fremst er hún sam-
starfsvettvangur fyrir þá kennara,
sem við KHÍ vinna, og fæst við
margvísleg málefni sem segja má
að séu þvert á háskólakennarahlut-
verkið.
Helstu verkefni, sem stofnunin
beitir sér fyrir, eru í fyrsta lagi út-
gáfumál, í öðru lagi aðstoð og
stuðningur við rannsóknir og í
þriðja lagi kynningar og ráðstefnu-
mál.
Við höldum opinbera fyrirlestra
og málstofúr um hin ýmsu málefni
og stöndum að skemmri sem lengri
ráðstefnum um það sem efst er á
baugi á hverjum tírna."
Tvær ráðstefnur
„Ráðstefnan nú er hin fyrsta, sem
stofnunin gengst fyrir í nafni skólans,
en fyrirhugað er að tvær verði haldn-
ar á þessu ári.
Síðari ráðstefnan, sem halda á þann
27. mars, á að fjalla um stöðu grunn-
skólans með tilliti til aukinna alþjóð-
legra áhrifa, sem vænta má að verði
raunveruleg hér á landi á næstu ár-
um. Byggist það einkum á því að við
erum að tengjast meir og meir er-
lendu samstarfi, sem mun krefjast að
við samhæfum okkur því sem er að
gerast í útlöndum í fjölda mála. Þar á
meðal má nefna kennaramenntun-
ina, en eigi að vera mögulegt að flytja
sig til milli landa innan þeirrar starfs-
greinar, þá þarf að koma til sambæri-
legur undirbúningur.
Við þurfum að skoða uppbyggingu
námsskrárinnar í grunnskólanum
með það í huga að hún miði ekki ein-
ungis að því að undirbúa fólk fyrir
þátttöku í íslensku samfélagi. Hún
þarf fyrr en varir að gera fólk hæft til
að lifa í evrópsku samfélagi. Því þarf
til dæmis að kanna hverjar áherslur
eigi að vera í hinum ýmsu greinum,
svo sem í tungumálakennslu. Og
hverskonar samfélagsfræði á að
kenna? Á einungis að kenna íslands-
sögu eða þurfum við að gera Evrópu-
sögunni miklu betri skil? Þetta hafa
þjóðirnar í kringum okkur verið að
kanna sl. tvö ár og mér finnst mjög
eðlilegt að við ræðum þetta þegar
EES-samningamir virðast senn í
höfn."
Lengri skóladagur —
lengra skólaár
Ráðstefnan nú ber yfirskriftina
„Lengri skóladagur — lengra skóla-
ár“. Hverju breytir það fyrir undir-
búning og þátttöku í lýðræðisþjóðfé-
lagi?
„Ef við skoðum fjölda skóladaga í
löndunum í kringum okkur, þau lönd
sem við berum okkur helst saman
við, þá kemur í ljós að skólatími á ís-
landi er verulega styttri en almennt
gerist. Tökum til dæmis samanburð
við land eins og Kanada, sem segja
má að sé nærri meðaltalinu að skóla-
dagafjölda til. Þá sést að íslensk böm
eru verulega miklu skemur í skóla á
skyldunámstímanum en þar.
Kennsludagamir eru nú um 200 í
Kanada en 165 á íslandi. Munurinn
er 35 kennsludagar á ári. Á 10 árum
verða þetta 350 dagar eða sem svarar
u.þ.b. 2.1 skólaárum, miðað við nú-
verandi kennslustundafjölda hér á
landi. Athuga ber að í þessu dæmi er
ekki tekið tillit til skemmri skóla-
daga.“
Brennandi spurning
„Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar
hér á landi á undanförnum árum til
þess að fjalla um skólamál og þaer
hafa skilað skýrslum um starf sitt. Ég
nefni .Áfangaskýrslu um skóla og
dagvistarmál", skýrsluna „Til nýrrar
aldar" frá 1991 og „Nefnd um mótun
menntastefnu", sem skilaði áliti á
dögunum. í skýrslum allra þessara
nefnda er rætt um skólatímann, þótt
mismikið sé, og í nokkrum grunn-
skólum hér í borginni og í nágranna-
sveitarfélögunum eru í gangi tilraun-
ir með lengingu skóladagsins. Með
allt þetta í huga fannst okkur eðlilegt
að taka þetta málefni upp og spyrja
Dr. Börkur Hansen: „ Við þurfum
aö skoöa uppbyggingu náms-
skrárinnar í grunnskóianum meö
þaö í huga aö hún miöi ekki ein-
göngu aö því aö búa fóik undir
þátttöku i fslensku samfélagi. “
Tímamynd Ámi Bjarna
þeirrar spumingar hverju það mundi
breyta fyrir kynslóðir framtíðarinnar
að fara í gegnum skólakerfi sem væri
þannig upp byggt að skólatíminn
væri lengri.
Þessi spurning er sérstaklega brenn-
andi nú vegna þess að hér fyrrum
gátu bæði atvinnulífið og heimilin
auðveldlega tekið við krökkunum
þegar skóladeginum lauk og einnig
þegar skólaárinu lauk. Segja má að þá
hafi þau verið í „skóla lífsins" utan
skólaveggjanna. Þau voru undir
handarjaðri afa og ömmu eða foreldr-
anna eða þá úti í atvinnulífinu sem
fullgildir einstaklingar.
En nú er þetta að breytast. Ekki eru
tök á að senda börnin í sveit lengur
og það gerist æ erfiðara fyrir böm og
unglinga að fá vinnu á sumrin. Sam-
félagið bregst við með því að búa til
„prógröm" sem leysa skulu vandann
og er það ágætt svo langt sem það
nær.
En til þess að taka þetta málefni upp,
svo leggja megi drög að heiisteyptri
stefnu, þarf að ræða það, greina og
meta hvað fólki finnst. í þeim tilgangi
var það að Rannsóknastofnun Kenn-
araháskólans ákvað að gera þetta að
viðfangsefni á fyrstu ráðstefnu sinni."
Heilsteypt stefna
„Við, sem að ráðstefnunni stöndum,
tökum það fram að við emm ekki að
taka neina afstöðu með eða á móti
Rætt við dr. Börk Hansen um lengingu skóla-
tímans, sem er meginviðfangsefni ráðstefnu á
vegum Kennaraháskólans sem fram fer í dag