Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn 11 heimilar sjúkratryggingum að greiða að fullu lyf í sérstökum tilfell- um þegar um óvenjumikla lyfja- notkun að staðaldri er að ræða. Lækkun heildsölu- álagningar lækkar lyfjaverð um 150 milljonir a an í september s.l. lagði fulltrúi heil- brigðisráðuneytisins til lækkun á heildsöluálagningu í lyíjaverðlags- nefnd en tillagan náði ekki sam- þykki nefndarinnar. Samkvæmt lög- um skal vísa ágreiningi í lyíjaverð- lagsnefnd til ráðherra. Ráðherra féllst á tillöguna. Rökin fyrir lækkun álagningar voru m.a. þau að afnám aðstöðu- gjalds hefði í för með sér lækkun kostnaðar fyrir fyrirtækin og að kostnaður vegna flutninga hefði lækkað. Þessari ákvörðun ráðherra var ekki vel tekið í röðum heildsala. Höfðuðu þeir mál á hendur heil- brigðisráðherra á þeirri forsendu að fulltrúi ráðuneytisins í lyflaverð- lagsnefnd væri vanhæfur til setu í nefndinni. Þessu máli töpuðu heild- salar fyrir héraðsdómi en hafa nú vísað því til hæstaréttar. Ákvörðunin um lækkun heildsölu- álagningar kom því til framkvæmda 1. febrúar síðastliðinn. Tálið er að þessi lækkun hafi í för með sér um 17% lækkun á heildsöluverði lyfja og muni skila sér í milli 2,6-2,7% lækkun á smásöluálagningu miðað við lyfjaverð 1. janúar 1993. Tálið er að lyfjapakki landsmanna sé um 5 milljarðar. Þar af greiðir ríkið um 70% en sjúklingar um 30%. Má því ætla að þessi lækkun heildsöluálagningar spari ríki og sjúklingum um 150 milljónir króna áári. Foreldrar greiða auk- inn kostnað vegna tannlæknakostnaðar bama Heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir breytingum á greiðslu tann- læknakostnaðar barna í þá veru að láta foreldra bama greiða meira. Til áramóta 1991/1992 greiddi ríkið all- an tannlæknakostnað bama undir 16 ára aldri. i byrjun árs 1992 var foreldrum gert að greiða 15% af tannlæknakostnaði barna sinna nema fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir og skoðun tanna sem sjúkratrygg- ingar greiddu að fúllu. Nú hefur sú breyting verið gerð að foreldrar greiða nú 25% af tann- læknakostnaði bama sinna, einnig fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir, en ein skoðun á ári hjá tannlækni verður áfram greidd af sjúkratryggingum. Elli- og örorkulífeyris- þegum gert að greiða meira fyrir tannlækna- kostnað Elli- og örorkulífeyrisþegum sem njóta fúllrar tekjutryggingar verður gert að greiða 25% af tannlækna- kostnaði sínum en þessi kostnaður var áður greiddur að fullu af sjúkra- tryggingum. Hlutur elli- og örorkulífeyrisþega sem hafa skerta tekjutryggingu eykst úr 25% í 50% af tannlækna- kostnaði. Aðrir elli- og örorkulífeyrisþegar, þ.e. þeir sem ekki njóta tekjutrygg- ingar og greiddu 50% af tannlækn- iskostnaði sínum, skulu greiða tannlæknakostnað sinn að fullu. í þessu sambandi skal bent á að til þess að eiga rétt á fullri tekjutrygg- ingu mega ellilífeyrisþegar sem fá fulla tekjutryggingu aðeins hafa í tekjur á mánuði: - 17.582 krónur hjá einstaklingi og 24.615 krónur ef um hjón er að ræða - 25.542 krónur hjá einstaklingi og 35.759 krónur ef um hjón er að ræða og tekjur þeirra em greiðslur úr lífeyrissjóðum. Sjúklingar þurfa nú að greiða íyrir komu á heilsugæslustöð Heilbrigðisráðherra hefur beitt sér fyrir miklum breytingum á greiðslu sjúklinga vegna komu á heilsu- gæslustöð og hefur hann stuðlað að breytingu á hlutdeild sjúklings í lækniskostnaði. í byrjun árs 1992 var sett á gjald fyrir komu á heilsugæslustöð, 600 krónur fyrir almenning og 200 krónur fyrir elli- og örorkulífeyris- þega, en áður var ekkert gjald takið fyrir þessa þjónustu. Fyrir komu til sérfræðings var gjaldtaka hækkuð úr 900 krónum í 1200 krónur fyrir almenning og úr 300 krónum í 500 krónur fyrir elli- og örorkulífeyris- þega. Akveðið var í þessu sambandi að taka upp notkun fríkorta, þannig að m&m þegar ákveðnu hámarki væri náð fengi sjúklingur alla læknisþjónustu sér að kostnaðarlausu. Þetta hámark var í upphafi: - 12.000 krónur fyrir einstaklinga - 12.000 krónur fyrir öll böm undir 16 ára aldri - 3.000 krónur fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega. í sambandi við kjarasamningana s.l. vor lýsti ríkisstjórnin því yfir að hámarksgreiðsla fyrir Iæknisþjón- ustu vegna barna í sömu fjölskyldu yrði lækkuð úr 12.000 krónum á ári í 6.000 krónur og að ekki skyldi greitt fyrir böm yngri en 6 ára við komu á heilsugæslustöð. Nýjasta reglugerðin hækkar hlutdeild sjúk- linga enn meira Þann 25. janúar síðastliðinn tók gildi ný reglugerð um hlutdeild sjúklinga í lækniskostnaði sem hef- ur það í för með sér að hlutur sjúk- linga eykst í flestum tilfellum veru- lega (sjá töflur hér fyrir neðan). Reglugerðin felur í sér að tekið er upp afsláttarkort í stað fríkorts. Það ber að hafa í huga að fríkort eins og hafa verið við lýði s.l. tvö ár veittu handhafa alla læknisþjónustu um- fram hámark ókeypis á meðan af- sláttarkort veita honum þjónustuna á lægra verði þegar kostnaðarmark- inu hefur verið náð. Afsláttarkort fást gegn framvísun kvittana þegar „almennir" sjúklingar hafa greitt 12.000 krónur, elli- og örorkulífeyr- isþegar 3.000 krónur og greiddar hafa verið 6.000 krónur fyrir börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu. I þessu sambandi ber að athuga sérstaklega að afsláttarkort gefa handhafa rétt til ókeypis þjónustu fram til 1. mars 1993. Er þama tek- ið tillit til yfirlýsinga í sambandi við síðustu kjarasamninga. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvern- ig slysavarðstofan muni taka greiðslu fyrir þjónustu sína. Einnig hefur komið í Ijós að sumar göngu- deildir taka 1.500 krónur fyrir komu eins og áður var en aðrar göngu- deildir 1.200 krónur og síðan 40% af umfram kostnaði. Skýringin á mis- munandi gjaldtöku á göngudeildum er sú að þær deildir sem senda reikninginn til Tryggingastofnunar rukka eftir 1.200/40% reglunni en þær sem ekki senda reikning á Tryggingastofnun taka áfram 1.500 krónur. Á slysavarðstofunni munu gilda þrír gjaldflokkar. Þessir flokkar em: I. 1.200 krónur fyrir endurkomur (hér er um lækkun að ræða frá því sem áður var). II. Nýkomur 2.200 krónur (var áður 1.500 krónur). u. m < z -O m z: z < m m < sem þeir segja u dann? II l pegar aðrir fara að sofa < O m Þórhallur „Laddi" Sigurðsson gysmeistari Ólafía Hrönn Jónsdóttir glensiðjukona Hjálmar Hjálmarsson spaugsmiður og Haraldur „Halli" Sigurðsson spévirki gera létta óttekt á mannlífinu og rannsaka þjóðareðlið í bráð og lengd Haukur Hauksson flytur ekki fréttir af gangimála ®RÚV Leikstjórn Björn G. Björnsson Útsetningar Þórir Baldursson Björgvin Halldórsson og hljómsveit Stéttarsambands Fjörkálfa taka þátt í Rl pantanir síma $t-2®S00l FORRETTIR Freyðandi humarsúpa eða Ferskar laxavefjur.fylltar kryddjurta- og valhnetufrauði AÐALRÉTTIR Ofnsteiktur lambahryggsvöðvi, gljáður rabarbaracompot framreiddur með nýjum garðávöxtum eða Hcegsteiktur grísahryggur með eplum, smálauk og hvítvínssósu eða Grœnmetisréttur EFTIRRÉTTIR Grand Marnier ís með ávöxtum og rjóma eða Svartaskógarterta með kirsuberjasósu S é r t i I b o ð á g i s t i n g u 0| i: \ <1 -lofar góðu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.